Leita í fréttum mbl.is

Kefl - Orlando - Savannah GA

2.nóv
Auðvitað byrjaði í ferðina í betri stofunni. Lúlli keyrði mig á völlinn. Ég fór í loftið 17:15 og flugið tók um 8 klst... og 4 tíma munur í Florida. Eftirlitið gekk mjög hægt... en ég var með hangikjöt fyrir Olgu og fékk auka-meðferð. Ég lagði af stað til Jacksonville nákvæmlega 2 tímum eftir lendingu... keyrslan tók nærri 3 tíma... kom á hótelið um 2 um nóttina, talaði við Lúlla og fór beint að sofa.

     La Quinta Inn and Suites
     3199 Hartley Rd. Jacksonville FL 32257
     Tel: 1 904 268 9999  room 233

3.nóv
Fékk mér morgunmat... hótelið var fullbókað af ráðstefnugestum babtista kirkna í Florida... ég passaði vel í hópinn og hefði alveg viljað vera með... en ég átti eftir að keyra í 3 tíma til Savannah...sækja gögnin og versla aðeins... og fara snemma að sofa... maraþon í hitabylgju á morgun. Verð í Savannah í 4 nætur.

     Days Inn Savannah airport.
     2500 Dean Forest Rd.Davannah GA 31408
     Tel (912) 966 5000 room 117

4.nóv... sjá byltur.blog.is fyrir maraþonið
Það var rosalega heitt í maraþoninu, ég fann á leiðinni á hótelið að ég var rosalega brennd eftir fötin (nuddsár) og þess vegna keypti ég mér hamborgara í lúgu á leiðinni svo ég þyrfti ekki að fara aftur út. 

5.nóv
Ég svaf ágætlega en var samt alltaf að vakna. Tímanum var seinkað um klst í nótt. Eftir morgunmat ákvað ég að fara í nokkrar búðir og taka hlaupafötin og skóna með mér í poka. Ég byrjaði í Target og Dollar Tree. Ég var síðan mætt í Daffin Park kl 11 til að fá stæði. Það er ótrúlegur fjöldi sem hleypur 5k daginn eftir til að fá REMIX-gítarinn. Hlaupið var ræst kl 1 og hitinn fór í 28°c. Mér gekk ágætlega. Fór í nokkrar búðir á eftir og borðaði á Golden Corral.

6.nóv
það er fárvirðri heima og öllu flugi var aflýst... ég er ekki viss hvort ég hefði komist heim ef ég hefði ætlað í dag. Ég er í stöðugu sambandi við Bíðara nr 1. Í dag er bara búðaráp á dagskrá og að pakka og vigta töskur. 

7.nóv
Heimferð í dag... Einkasonurinn á afmæli, 34 ára. Eftir morgunmatinn lagði ég af stað. Ég var 4 og hálfan tíma að keyra til Orlando... Auðvitað kíkti ég í Walmart á meðan ég beið eftir tímanum og svo borðaði ég á Golden Corral. skilaði bílnum. Ég var mætt á völlinn tveim tímum fyrir flug með allt dótið... ég þekkti nokkra í vélinni. flugið var um 7 tímar.

8.nóv 
Bíðarinn sótti mig á völlinn og ég lagði mig í 2 tíma áður en ég fór að vinna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 2 langömmubörn :) Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
;
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband