Leita í fréttum mbl.is

Áramóta annáll fyrir áriđ 2017

Gleđilegt ár 2018

Viđ Lúlli óskum öllum Guđs blessunar, gćfu og góđs gengis á komandi ári um leiđ og viđ ţökkum fyrir liđin ár. 

Elsta langömmubarniđ okkar er 6 ára í dag, nýjársdag og byrjar í skóla á ţessu ári, hún á heima í Noregi. Elsku Emilía Líf krúttiđ okkar, innilega til hamingju međ daginn ţinn. Vonandi getum viđ einhverntíma mćtt í afmćliđ ţitt.

Síđasta ár (2017) var ótrúlega fljótt ađ líđa og viđburđarríkt. 

FJÖLSKYLDAN 

Ţađ varđ ekki fjölgun í fjölskyldunni en alltaf gleđilegt ţegar allt gengur sinn vanagang og öllum gengur vel. Viđ erum mjög stolt yfir öllum okkar börnum, barnabörnum og barna-barnabörnum en ţađ má nefna ađ sonurinn byrjađi í lögfrćđi í Háskóla Íslands og hefur gengiđ vel í haust og Lovísa hljóp sitt fyrsta hálf maraţon.

STÓRAFMĆLI ÁRSINS

Harpa átti stórafmćli í október, varđ 40 ára. Ađ venju á stórafmćlum fórum viđ út ađ borđa og ađ hennar vali í keilu á eftir.

FERĐALÖG

Viđ ţreytumst ekki ađ ferđast, amk ekki ég. Ég fór 3 ferđir ein til USA, 1 stelpuferđ međ Lovísu og systrum mínum, 1 sinni međ Svavari og 7 sinnum kom Lúlli međ. Allar ferđirnar utan ein voru hlaupaferđir.
Ţetta voru alls 12 ferđir til útlanda. 9 ferđir til USA og 3 til Evrópu en viđ Lúlli fórum til Rómar og Lissabon.... og viđ Svavar til London og Parísar.

Í ćvintýraferđ okkar Svavars skođuđum allt ţađ markverđasta í London auk hins víđfrćga Stonehenge og tókum svo lestina til Parísar ţar sem helstu ferđamannastađirnir voru heimsóttir og merktir okkur.  

Vala og Hjörtur komu međ okkur Lúlla til USA í maí/júní ţar sem viđ heimsóttum Niagara fossana, Mount Rushmore, Devils Tower og fl. ekkert smá ćvintýri ţar.

HREYFING

Ég hljóp 16 heil maraţon á árinu... Viđ systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og ađ ţessu sinni kláruđum viđ allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin...

https://www.youtube.com/watch?v=w_3cW2WEQ6g&t=12s

ég fór nokkrar ferđir á Helgafelliđ mitt og eina ferđ á Esjuna. Annađ áriđ í röđ varđ ekkert úr ţví ađ ég fćri Selvogsgötuna. Ég losnađi ađ mestu viđ meiđslin sem ég hef haft ţannig ađ í haust sá ég fram á ađ geta fariđ ađ ćfa meira... ţađ gengur vel en ég ţori samt ekki ađ fara of geyst í ţađ. Viđ systur syndum áfram á föstudögum... ég hljóp eitthvađ smávegis og hjólađi tvisvar í viku međ Völu.

Ţetta ár verđur enn meira spennandi... og meiri ćvintýri bíđa :)

Hlaupa annállinn er kominn á http://byltur.blog.is/blog/byltur/

PS.

Ég braut blađ er ég sótti um prestsembćtti í fyrsta sinn haustiđ 2016... 2017 sótti ég um nokkur brauđ... en kannski verđ ég bara ađ baka ţetta blessađa brauđ sjálf.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 2 langömmubörn :) Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
;
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Bloggvinir

Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband