Leita í fréttum mbl.is

Kefl - London - Lissabon

12.okt
Við vöknuðum um kl 4 am... áttum flug kl 7 til London Heathrow... borðuðum morgunmatinn á betri stofunni. Í London biðum við nokkra klst og flugum með Tap Air til Lissabon. Við tókum leigubíl á "hótelið" okkar sem reyndist vera Air B&B "hellir". Gólfið er örugglega 500 ára... og ekki hægt að ganga um skólaus. Þetta hafa örugglega verið undirgöng milli húsa en breytt í íbúð.

13.okt
Við tókum strætó í expo-ið að sækja númerið. Hittum 3 Íslendinga í sömu erindagjörðum. Við fórum í mollið og keyptum okkur morgunmat fyrir næstu daga og fengum okkur að borða á veitingasvæðinu. 

14.okt
Tókum það rólega... við erum í elsta hluta Lissabon, göturnar steinlagðar og mjög þröngar. Húsin standa þétt og maður er aldrei viss hvort maður sé í blindgötu/blind-brekku. Við skoðuðum 2 kirkjur á röltinu okkar. 

15.okt
Svaf ótrúlega illa og fór á fætur kl 4 til að fara í maraþonið. Það verður heitasti dagurinn í dag af tímanum hér, segir spáin. Allt um maraþonið á hlaupablogginu byltur.blog.is
Í stuttu máli gekk mér ekki vel en ég kláraði. Eftir sturtu og smá hvíld fórum við út að borða.

16.okt
Ég svaf frekar illa, með nábít og jaðraði við sinadrætti í fótum. Þetta er síðasti dagurinn hér svo við ætlum að skoða okkur eitthvað um. 

Eftir hlaupið tók ég það rólega enda búin á því í bili. Fór síðan í sturtu og við löbbuðum í bæinn til að fá okkur að borða. Í dag eru 4 ár síða elsku pabbi kvaddi okkur.

17.okt
Í dag er afmælisdagur yngstu dótturinnar, 32 ára. Við þurfum að ganga frá, pakka og fl í dag. Við reyndum að skoða neðanjarðarborgina en það var lokað, við fórum með strætó í mollið og dingluðum okkur eitthvað. Við fórum síðan snemma að sofa, þurfum að vakna 3:15 því Celso (eigandinn) ætlar að keyra okkur á völlinn kl 4:15.

18.okt
Við eigum flug kl 7 am til London og kl 13:10 heim... lendum í Keflavík um kl 4 eh.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 2 langömmubörn :) Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
;
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband