Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Komin heim...

Flugum heim frá Florida í nótt... sá á upplýsingaskerminum  í sætisbakinu fyrir framan mig að þetta flug er 3.509 mílur... enda var það tæpir 7 tímar... en í ferðinni keyrðum við 3.710 mílur eða 200 mílum lengra en flugið var.

Kaka frá LovísuÍ ferðinni sem tók 4 vikur var flakkað um 3 fylki, Florida, Mississippi og Georgíu. Ég hljóp 4 maraþon samtals 106 mílur eða 170,7 km. og eins og áður er tekið fram keyrðum við 3.710 mílur... eða tæpa 6.þús. km...
Ég verð að viðurkenna að það var svolítið kalt að koma úr 30°C hita í snjóinn hér heima, en það er alltaf gott að koma heim.

Í eldhúsinu var nýbökuð kaka á borðinu og blóm í vasa, heimasætan var svona dugleg. Áletrunin er: Til hamingju með hundraðasta maraþonið.


Aftur komin til Orlando

Það var 4 klst keyrsla frá Miami til Orlando. Um leið og garmurinn sendi okkur norður 27... mundi ég að ég hafði ekki ætlað að keyra þessa leið til Orlando... ég ætlaði norður 95.  Þá keyrir maður í gegnum fleiri og stærri bæi og meira að sjá... við keyrðum 95 til Miami þegar við vorum hérna 2005.

mengun í Florida27 aftur á móti er hundleiðinleg-ur vegur, svipað og Fimman í Kaliforníu. Við forðumst hana eins og heitan eldinn... 101 er miklu skemmtilegri.  Eins og ég bloggaði um suðurleiðina þá er mengunin á þessari leið ekkert venjuleg. 

Og við stóðumst ekki að taka mynd af einni mengunarverksmiðjunni... en frá henni lá stórborgarslæða sem sést kannski ekki vel á myndinni... og þó, það sést ekki í bláan himininn nema efst á myndinni.


Miami... ójé

Það var ekki einu sinni kaffi á mótelinu okkar í Florida City, svo við tékkuðum okkur snemma út og fengum okkur breakfast á buffetinu... Keyrðum þaðan til Miami, tókum rúnt niður á Miami Beach og fórum síðan á hótelið sem við vorum búin að panta... og verðum á amk næstu 3 daga. 

Miami Days Inn Westland Mall
1950 W. 49th St., Miami, FL  33012, US
Phone: 305-823-2121 * Room 474


Key West, syðsti oddi Florida.

KeyWest 22.jan.2009, langar brýrVið tékkuðum okkur snemma út, ætluðum að láta það ráðast hvort við fengjum hótel eða mótel í Key West, látum það ráðast hvar við gistum næstu nótt.

Á kortinu er lengsti hluti leiðarinnar merktur með rauðri línu, sem þýðir ein akrein í báðar áttir... í Ameríku heitir það sveitavegur.

KeyWest 22.jan.2009,Leiðin var ca 130 mílur og mestan hluta leiðarinnar var 45-55 mílna hámarkshraði... Ferðin sóttist því hægt, en þeim mun meira að sjá á köflum. Eyjur með brýr á milli og á einni þeirra stóð að brúin væri 7 mílur. 

Það voru nokkrir bæjir á leiðinni niður eftir, Key Largo, Tavernier, Islamorada, Marathon, Big Pine Key og Key West. Allsstaðar gengur allt út á ferðamanninn, matsölustaðir, minjagripir, bátaleigur og mótel.

KeyWest 22.jan.2009 010Við stoppuðum aðeins á leiðinni, það var sól en aðeins svöl gola. Þegar við komum niður á syðsta oddann, kíktum við á bryggjuna, hér er bátaflóran gígantísk...
Lúlli lét mig auðvitað vita hverju hann fórnaði fyrir allar hlaupaferðirnar... já, ég veit það, honum hefur alltaf langað í spíttbát Police 

Við fengum okkur að borða, skoðuðum gamlar byggingar og þröngar götur... og tékkuðum á hótelverði...
MAN... hvað það er dýrt að gista hérna... varla undir 20.þús. nóttin...

KeyWest 22.jan.2009, með möstrin inní garði hjá sérVið tímdum ekki gista þarna, notuðum daginn bara til að skoða umhverfið.  Við erum nú vön því að sjá allar rafmagns-línurnar hérna í Usa en í Key West eru þær ótrúlega fyrir-ferðarmiklar í umhverfinu, fólk er hreinlega með rafmagns-möstrin inní garði hjá sér.
Við keyrðum svo til baka, á sama mótelið sem við vorum á síðustu nótt.

Á morgun eigum við pantað á Days Inn í Miami... 3 nætur í kringum næsta maraþon. 


Florida City - Homestead

KeyWestVið keyrðum frá Orlando í morgun og niður eftir miðjum Floridaskaganum. Áfangastaðurinn er Key West á morgun... Okkur hlakkar til... Cool sólin skín...  við, Íslendingarnir erum á bolnum, aðrir eru að þvælast í einhverju meira...

Okkur blöskraði nú mengunarskýin hérna á leiðinni... ef einhverjir kanar voru í hópi þeirra sem komu til að berjast í nafni Saving Iceland... þá ætti að benda þeim á að byrja hér... heima hjá sér.

Við fundum okkur Mótel í Florida City á viðráðanlegu verði... nú er allt svo dýrt, þegar dollarinn er himinhár.  Héðan eru ca 130 mílur niður á ysta enda... KEY WEST
Svo fórum við út að borða... í tilefni af afmæli pabba gamla Kissing  við erum orðin svo "ameríkönsk" Joyful notum öll tækifæri til að fara út að borða Joyful

Country Lodge, 651 N. Crome Ave, Florida City 33034
Phone 305 245 2376  Room 104


Vísa-rán um hábjartan dag

Jamm... var að kíkja á vísareikninginn. Maður minn, við erum bæði með Visa Business Card... og í síðustu ferð notuðum við okkur Priority Pass... BETRI STOFA á íslensku. Þegar við fengum kortin var þetta innfalið, sem sagt eitt af ,,kostum" þess að vera með þetta kort.

En á Visa reikningnum er rukkun upp á 3.500 kr. á mann... það kostaði okkur sem sagt 7.000 kr. að fá þarna nokkrar kexkökur, kaffi, bjór og internet aðgang.  Það var svo lélegt það sem var matarkyns að fólk fór niður á almenna svæðið til að kaupa sér mat.

Ef við hefðum bara verið niðri, hefðum við getað keypt okkur flottar steikur, bjór, kaffi og fl. og átt afgang. Internet aðgangurinn var það eina sem ég hefði ekki fengið.


Innsetning Obama

Hvílík öryggisgæsla og skipulag.
Það er aðdáunarvert hve kananum tekst alltaf að vera skipulagður, og hvað allt gengur fljótt og vel fyrir sig... þetta er enginn smá mannfjöldi sem er á staðnum og fylgist með athöfninni. Öll dagskráin hefur verið sýnd beint og hreint út sagt frábær. Við sáum í sjónvarpinu í morgun að fólk var farið að drífa að eldsnemma í morgun.  Við bíðum spennt eftir embættissetningunni kl 12 í dag.
mbl.is Gífurlegt fjölmenni í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Martin Luther King Day

Við fengum okkur í rúmlega klukkutíma brúnkugöngu í dag 19.jan... í sólinni en það var aðeins vindur. Við vorum rétt komin út á International Drive þegar við heyrðum rosa hvell... niðri á horninu hjá Wet´N´Wild hafði orðið árekstur. 
Fólksbíll í köku að framan, hafði keyrt undir pall á flutningabíl. Bílstjórinn hafði á einhvern óskiljanlegan hátt sloppið án þess að fá skrámu... ef hann var ekki blessaður þá veit ég ekki hver er það.

Ég var auðvitað í tölvunni í dag, byrjaði á prédikun... skoðaði póstinn minn... facebook... moggann og fl.  Við fórum út að borða og horfðum svo á útsendingu frá Washington... ótrúlega flott dagskrá.

Í dag er fæðingardagur Martin Luther King og þá vinna margir þjónustuverk eins og að tína drasl í poka á ströndinni eða eitthvað... það sleppur víst alltaf eitthvað drasl út í náttúruna Woundering

Við förum til Miami á miðvikudagsmorgun Kissing


Elmo radarvari

ElmoÉg gleymdi nú að blogga um Elmo kallinn...
Harpa pantaði Elmo á netinu og hann var sendur á hótelið til okkar. Við höfum ekkert tekið pakkann upp... enda eigum við hann ekki.
Eitt kvöldið þegar Lúlli var að flakka á milli stöðva á sjónvarpinu... þá heyrum við flaut... hvít-hvíjú... Whistling í ca. eina mínútu.  Við skildum ekkert í þessu... en svo datt okkur í hug að þetta hafi komið frá Elmo... að sjónvarpsfjarstýringin hefði komið þessu flauti af stað.

Þegar við keyrðum til Georgíu, var Elmo í aftursætinu... Allt í einu fer hann að flauta og það eina sem okkur datt í hug var að við hefðum keyrt inn í radargeisla hjá lögreglunni. Svo Elmo kallinn lét okkur vita - kannski heldur seint - að lögreglan væri að mæla.


Tilganginum náð!

Þeir þurfa sennilega ekki að ráða neinn starfsmann. Tilganginum er náð. Eyjan er komin á ferðamannakortið... það þarf ekki annað en auglýsa öðru hverju og endurnýja áhugann Tounge
mbl.is Gríðarlegur áhugi á „besta starfi í heimi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband