Færsluflokkur: Ferðalög
21.3.2009 | 22:45
Virginia Beach
Ég lagði af stað kl 8 í morgun og var 3 og 1/2 tíma á leiðinni (217 mílur), keyrði suður 95 mesta allan tímann, en svo 64 E... tveggja akgreina sveitaveg, með 65 hámarkshraða... það keyrðu allir samt á 80.
Hótelið er á besta stað fyrir mig, göngufæri ca hálf míla á startið og styttra í markið, þannig að ég þarf ekki að pæla í bílastæði á morgun, enda er gert ráð fyrir þeim lengra í burtu. ég fór á expo-ið, það var glæsilegt hjá svona litlu hlaupi... nóg til sölu en mig vantaði ekkert. ég var í klst. brasi við netið, ætlaði aldrei að komast inn, ég hafði nefnilega asnast til að uppfæra msn-ið og ég verð að henda því út aftur, tölvan er skelfing á eftir... svo ég lét þetta eiga sig og fór út eh.
Ég skrapp í Target, og fékk mér að borða. Ætla að taka saman hlaupadótið og fara snemma að sofa.
Super 8 Virginia Beach/At The Ocean
2604 Atlantic Ave, Virginia Beach, VA 23451 US
Phone: 757-425-5971 Room 608
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 20:57
Í Washington DC
Síðustu nótt gisti ég á sexu í Elkton, ég hefði getað keypt internetaðgang en þá hefði ég líka þurft að skipta um herbergi... svo ég lét það eiga sig. Ég var líka orðin þreytt, búin að keyra í 6 tíma og 45 mín... 430 mílur. Ég fékk mér bara kálpoka í Walmart og fór fljótlega að sofa.
Í dag er ég komin til DC, búin að kíkja í expo-ið, eins og ég bloggaði um á hlaupasíðunni minni... þó ég ætli að sleppa maraþoninu á morgun og svo skellti ég mér á Old Country Buffet. Nú ætla ég bara að fara í sturtu, kíkja í tölvuna og lesa... sennilega fer ég aftur snemma að sofa.
Super 8 Camp Springs/Andrews AFB DC Area
5151 B Allentown Rd
Andrews AFB I-95 Exit 9
Camp Spring, MD 20746 US
Phone: 301-702-0099 Room 173
Ferðalög | Breytt 23.3.2009 kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 02:15
Flaug til Boston - keyrði til Attleboro
það var enginn smá barningur að taka ákvörðun um að fara ein út... og ákvörðunin var svo óraunveruleg... eins og þetta væri ekki að gerast. Ég verð sem sagt ein hérna í 2 vikur. Vélin lenti um kl 7 á staðartíma.
Ég fannst ekki í tölvunni hjá Avis og varð að vekja upp heima til að fá staðfestingarnúmerið á pöntuninni, það tók 20 mín. Svo þegar ég var komin í bílinn tók ég eftir að hann var skráður á annan... en þetta reddaðist sem sagt og ég lagði af stað í þetta líka skemmtilega slaufu-reddingar-vegakerfi. Kl. 10 var ég komin á hótelið í Attleboro....
Super 8 N Attleboro, MA-Providence, 787 S Washington St. North Attleboro, MA 02760 US
Phone: 508-643-2900 Room 128
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 18:01
Laugardagur...
Þessi vika hefur liðið áfram... farin á nóinu. Nú fer að líða að næstu hlaupaferð hjá mér. Við förum út næsta miðvikudag... fljúgum til Boston og keyrum til Washington DC, Virginia Beach og endum í New Jersey. Komum heim aftur að morgni 1.apríl.
Töskurnar standa í ganginum, það tók því ekki að setja þær út í geymslu
Það var fjölmennt í Vogana í dag að skoða kettlingana, "börnin" hennar Emmu sem eru 2 1/2 vikna og nýfarnir að sjá. Þeir eru ekkert venjulega sætir
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 21:36
Freddie og Carroll Filmore
Ég sæki Freddie og Carroll Filmore út á völl í fyrramálið. Vélin á að lenda um 6:10. Það er alltaf gaman að hitta þau. Við heimsóttum Freddie og Carroll í janúar, kíktum aðeins heim til þeirra en þegar við fórum í kirkjuna þeirra... voru þau á innsetningarhátíð Obama í Washington.
En þau koma sem sagt á morgun og Freddie prédikar í Fríkirkjunni Kefas næsta sunnudag. Annað veit ég ekki úr dagskrá hans.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2009 | 19:33
Vonbrigði...
Æj... þetta eru mikil vonbrigði, en hvað um það, það þýðir ekki að deila við dómarann. Ég hafði svo sannarlega vonað að Íslendingarnir OKKAR kæmust alla leið á endastöðina. Svona ævintýraferð krefst ógurlegs undirbúnings, en enginn getur ráðið við veðrið.
Eitthvað hafa hitatölurnar skolast til því samkvæmt veðri Yahoo á Mbl.is er 22°c frost eða -7 á Farenheit í Nome.
http://weather.yahoo.com/Nome-Alaska-United-States/USAK0170/forecast.html
![]() |
Hætt keppni í Alaska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 12.2.2009 kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2009 | 19:09
Fáar en góðar verslanir...
Nú er það þannig að farþegar fá ekki að hafa með sér vökva... lengi vel var hægt að fá kranavatn í matsölunni, en nú er það hætt, vatnið er bara selt á flöskum.
Kranarnir á klósettunum uppi eru með sjálfvirkt blönduðu heitu og köldu vatni - sem er ódrykkjarhæft... en niðri fyrir framan hlið Ameríkuflugsins eru vaskarnir með gömlum krönum og hægt að fá sér kalt vatn.
![]() |
Keflavík meðal bestu flugstöðva í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 23:34
Rasssæri hvað!
Ég hef nú hjólað aðeins undanfarin ár, gekk/hjólaði meira að segja í hjólreiðaklúbb hafnfirskra kvenna... Þar snérist nú umræðan svolítið mikið um einn hlut á hljólinu... HNAKKINN.
Flestar höfðu þær fengið sér gel-hnakka... þegar ég byrjaði að hjóla á hjóli mannsins míns þá hafði hann þegar keypt almennilegan hnakk, sem ég kalla traktorssætið... annað var ekki hægt, hnakkarnir sem fylgja þessum hjólum eru hreinlega morðtæki?
![]() |
Berrassaðir á reiðhjóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 19:49
Fargjaldahækkun og minni þjónusta
Það hlýtur að haldast í hendur að fjárhagserfiðleikar í þjóðfélaginu hafi áhrif á ferðalög landsmanna. En það er athyglisvert að Icelandair hefur fækkað þjónustufólki um borð, hætt að hafa matinn innifalinn, hækkað flugvallarskatta og skipt um flugvelli erlendis til að spara en þeir hækka samt sem áður fargjöldin.
Maður skyldi ætla að þegar félag skiptir um flugvelli til að minnka kostnað, að flugvallarskatturinn myndi lækka en hann gerir það ekki... eru flugvallarskattar þá ekki bara dulbúin hækkun á fargjaldi?
![]() |
Flugfarþegum fækkaði um 28% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 22:51
Óska þeim góðs bata
Skjótt skipast veður í loft... það er alltaf sorglegt þegar fólk fær fréttir af alvarlegum veikindum, illvígum sjúkdómum. En sem betur fer fleygir læknavísinunum sífellt fram. Við státum af einni bestu heilbrigðisþjónustu í heimi... samt þurfa ráðherrar okkar, Geir og Ingibjörg Sólrún bæði að fara erlendis til lækninga. Megi þau ná sér að fullu.
Ég vona að sem minnstur niðurskurður, helst enginn... verði í heilbrigðisþjónustu okkar Íslendinga og að það verði aldrei þannig að við verðum að snúa frá vegna hárra innlagnar- eða skoðunargjalda á sjúkrahúsum landsins.
![]() |
Fráfarandi ríkisstjórn kveður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007