Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Freedom ministries

sólbekkurVið skelltum okkur í messu í hádeginu. Fórum í kirkju Freddie Filmors í Apopka. Það er virkilega skemmtilegt að koma þangað, fólkið tekur virkan þátt í athöfninni og músíkin frábær.

Þegar við komum til baka skelltum við okkur út á bekk í sólbað... við getum ekki komið heim hvít eins og við höfum dottið ofaní hveitipoka... eftir mánuð í Flórída.

Komin aftur í hitann í Orlando

Lúlli tékkaði okkur út af hótelinu á meðan ég hljóp maraþonið. Það var kalt í Georgíu þess vegna drifum við okkur suður. Kl 2 lögðum við af stað til Orlando og keyrðum samfleytt í 6 klst. fengum herbergi á áttunni sem við vorum á síðast. Hún er á mjög þægilegum stað.

SUPER 8 ORLANDO / NEAR UNIVERSAL    
International Dr &  (5900) American Way,
Orlando, FL 32819 US    
Phone
: 407-352-8383
   herb. 205


Warner Robins, Georgía

Við komum rétt eftir hádegið, þetta er stærri bær en við héldum, allar helstu keðjurnar eru hér. Við komum okkur fyrir og erum að fara út að borða.

Super 8 Warner Robins, 
105 Woodcrest Blvd. Warner Robins, GA 31093-8825 US
Phone: 478-923-8600 Room 111


Lake Park, Gerorgía

Við keyrðum frá Florída áleiðis til Warner Robins, Georgíu í morgun. Ákváðum að gista á leiðinni í lake Park. Fundum okkur áttu og komum okkur fyrir. Það er kaldara hérna norðar.

Super8 4907 Timber Drive, Lake Park, GA 31636
Phone (229) 559-8111 Room 216


Kenndedy Space Center á Canaveralhöfða

CocoaBeach.13.jan.2009
Veðurspáin var 40% líkur á rigningu í Orlando, svo við renndum niður á Cocoa Beach.
Við völdum tollvegina - mikið fljótlegra en vorum samt sem áður rúma klst á leiðinni.

Á leiðinni stoppuðum við og keyptum okkur Kentucky kjúlla.... frábært Tounge

CocoaBeach.13.jan.2009Ég sá í gær að það átti að skjóta upp eldflaug um hádegið... í morgun sá ég að það var búið að fresta skotinu til 7 um kvöldið...

Við ætluðum því að hafa daginn fyrir okkur til að kanna gamlar slóðir.

CocoaBeach.13.jan.2009Þegar við komum í Kennedy Space Center var búið að fresta skotinu þar til annað kvöld... svo þetta var fýluferð til að sjá með eigin augum, eldflaug skotið upp.

Cocoa Beach er mjög fallegur staður og skemmtilegar brýrnar sem maður keyrir yfir til að komast þangað.
Við renndum auðvitað að mótelinu sem við vorum á þegar við vorum hér síðast og kysstum fjöruna...
Lúlli fer nú ekki niður í fjöru á þess að láta hafið þvo á sér tærnar... Held það hafi verið svolítið kalt W00t

Lúlli á sjóbrettiVið skelltum okkur á sjóbretti Wink

Við sluppum nær alveg við rigningu í dag og á Cocoa Beach var hitinn um 25 °C... það rigndi þegar við komum aftur til Orlando.


Geimskot á Canaveral

Við höfum framlengt dvölinni á þessu móteli amk fram á miðvikudag.

Við hringdum til Californíu í gær og töluðum við Jonnu og Braga. Þau hafa verið tölvulaus og þess vegna sambandslaus við Klakann... en það voru engar fréttir sem við gátum sagt þeim... nema að nú ætti að svissa andlitum í embættum.

Hér er allt við það sama, sól... 20% líkur á rigningarskúr í dag. Við slöppum bara af, kíkjum í búðir og á bekkinn við sundlaugina Cool 

Ég held ég hafi skilið það rétt að það á að vera geimskot frá Canaveralhöfða á morgun...  http://www.kennedyspacecenter.com/event.aspx?id=37e78c3f-a9cc-4959-b82a-cf94999cede6 
Við erum að spá hvort við eigum að kíkja á það. 
Einu sinni gistum við á Cocoa Beach, rétt hjá... og misstum þá af geimskoti - vorum ekki með tölvu og því sambandslaus við heiminn.

SUPER 8 ORLANDO / NEAR UNIVERSAL    
International Dr &  (5900) American Way,
Orlando, FL 32819 US    
Phone
: 407-352-8383
   herb. 146


Áfanganum fagnað í Orlando

                      InLove   Kissing   Kissing   Wizard   Kissing   Kissing   InLove

Ég náði þeim áfanga í dag að hlaupa hundraðasta maraþonið mitt.
Eftir hlaupið, sturtu og blogg http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/768543/ var skálað við Eddu og Emil í gegnum video-call á msn...  

100 maraþonDæturnar komu líka inn á msn og óskuðu mér til hamingju... Takk fyrir InLove
Eftir það fórum við... Bíðari nr 1 og ég, út að borða... og nú slökum við á.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Búðarráp

Orlando.jan2009 Maðurinn minn sem gengur undir nafninu ,,Bíðari nr.1" tekur virku dagana á milli hlaupa til að æfa ,,bið".

Góðir æfingastaðir eru m.a. fyrir utan Moll...
Á röltinu í dag, sáum við þennan gaur... konan hans hlýtur að hafa farið út um aðrar dyr á mollinu !


Yndislegur dagur...

Orlando.jan2009Við dingluðum okkur í dag...

Veðrið var mjög gott, sól og hiti.  Við erum að spá í Dinnershow einhversstaðar.
,,Dingl" heitir það þegar maður fer í mollin og Walmart... skoðar, spáir og kaupir.  Við fengum okkur síðan göngu í góða veðrinu í mini-golf garði hér í götunni.

Orlando.jan2009 Ég vil nú ekki ganga mig upp að hnjám fyrir næsta maraþon, en maður gleymir sér alltaf. Við enduðum svo daginn á að borða aftur á Golden Corral. Það er svo mikið úrval á þessum buffetum.

Við byrjum alltaf á grænmetisdiski, síðan kjötrétti og svo desert, sem er ís, kaka og allskonar jammí og að lokum kaffi.  Ég var að springa... 


Niðurstöður?

Meina þeir ekki síðustu ,,getgátur".

Geimurinn verður alltaf ráðgáta fyrir okkur og menn eru að geta sér til um ýmislegt. Nýjar ,,niðurstöður" segja okkur ekkert nema það að vísindamenn vita í raun ekkert fyrir víst... þetta eru allt getgátur... sem margir taka síðan sem heilögum sannleika.
mbl.is Vetrarbrautin sögð stærri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband