Leita í fréttum mbl.is

Key West, syðsti oddi Florida.

KeyWest 22.jan.2009, langar brýrVið tékkuðum okkur snemma út, ætluðum að láta það ráðast hvort við fengjum hótel eða mótel í Key West, látum það ráðast hvar við gistum næstu nótt.

Á kortinu er lengsti hluti leiðarinnar merktur með rauðri línu, sem þýðir ein akrein í báðar áttir... í Ameríku heitir það sveitavegur.

KeyWest 22.jan.2009,Leiðin var ca 130 mílur og mestan hluta leiðarinnar var 45-55 mílna hámarkshraði... Ferðin sóttist því hægt, en þeim mun meira að sjá á köflum. Eyjur með brýr á milli og á einni þeirra stóð að brúin væri 7 mílur. 

Það voru nokkrir bæjir á leiðinni niður eftir, Key Largo, Tavernier, Islamorada, Marathon, Big Pine Key og Key West. Allsstaðar gengur allt út á ferðamanninn, matsölustaðir, minjagripir, bátaleigur og mótel.

KeyWest 22.jan.2009 010Við stoppuðum aðeins á leiðinni, það var sól en aðeins svöl gola. Þegar við komum niður á syðsta oddann, kíktum við á bryggjuna, hér er bátaflóran gígantísk...
Lúlli lét mig auðvitað vita hverju hann fórnaði fyrir allar hlaupaferðirnar... já, ég veit það, honum hefur alltaf langað í spíttbát Police 

Við fengum okkur að borða, skoðuðum gamlar byggingar og þröngar götur... og tékkuðum á hótelverði...
MAN... hvað það er dýrt að gista hérna... varla undir 20.þús. nóttin...

KeyWest 22.jan.2009, með möstrin inní garði hjá sérVið tímdum ekki gista þarna, notuðum daginn bara til að skoða umhverfið.  Við erum nú vön því að sjá allar rafmagns-línurnar hérna í Usa en í Key West eru þær ótrúlega fyrir-ferðarmiklar í umhverfinu, fólk er hreinlega með rafmagns-möstrin inní garði hjá sér.
Við keyrðum svo til baka, á sama mótelið sem við vorum á síðustu nótt.

Á morgun eigum við pantað á Days Inn í Miami... 3 nætur í kringum næsta maraþon. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband