Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Keflavik - Orlando 24-26.nóv 2016

Við fórum um 13:30 til Keflavíkur því við vildum eiga góðan tíma í betri stofunni. Þar vorum við í vellystingum og fórum glaðar um borð í flugvélina. brottför dróst örugglega hátt í klst.... en ég náði samt bara þrem bíómyndum. Á vellinum í Orlando var hvílíkur seinagangur í eftirlitinu að maður vorkenndi barnafólki. Við vorum samt mjög heppnar, stóðum á hárréttum stað til að vera teknar framfyrir, þó við værum í fremstu röð.

Töskurnar mínar voru rennandi blautar, hafa sennilega staðið lengi í rigningunni í Keflavík, þær voru rakar að innan.

Við vorum mjög heppnar með bíl, fengum Dodge Caravan. Olga kom rétt á eftir okkur að sækja dótið sitt og við fórum bara að sofa.

Super 8
5900 American Way,
Orlando Fl 32819
Phone: 1-407-313-8888  room 250


Denver CO - Ísland

14.júní
Það hefur ekki verið nein miskunn hjá fararstjóranum... vaknað í síðasta lagi 6:30, morgunmatur kl 7 og lagt af stað fyrir kl 8 am.

Við pökkuðum í gær því við ætluðum að eyða deginum í að skoða Red Rock útileikhúsið. Við vorum ótrúlega heppnin með veður, sól og blíða (var smá rigning í gærkvöldi) og útileikhúsið ótrúlega flott... það var smá snjór/hagl í klettaskorum... kannski var haglél þar á sama tíma og við fengum haglið í gærmorgun.

Við nutum okkar í blíðunni og lögðum svo af stað að kaupa það síðasta... NESTI fyrir heimleiðina, taka bensín, skila bílnum og taka rútuna í flugstöðina.

Flugið heim var kl 17:20 og tók 6:45mín...

Þessi ótrúlega ævintýraferð er á enda.
Við keyrðum 2.417 mílur og flugum 5 flug. Fylkin sem við fórum í voru CO, NV, AZ, UT, WA, MT og WY. Hápunktur fyrri hluta ferðarinnar var þegar við gengum The Kaibab Trail niður í Grand Canyon og upp Bright Angel Trail daginn eftir, uþb 26 km leið, með allan búnað á bakinu.
Á hverjum degi sáum við ótrúlega flotta staði (Hoover Dam, Monument Valley, Antelope Canyon, Horseshoe Bend, Meteor Crater, Sedona Canyon, Montezuma Castle, Red Rock Canyon, Yellowstone, Jackson Hole og Red Rocks... fyrir utan dagana sem við áttum í Las Vegas... og að auki náði ég í seinni hluta ferðarinnar, maraþoni í síðasta fylkinu í ANNARRI UMFERÐ um USA... How cool is that :)
það er spurning hvort það sé hægt að toppa þessa ferð... TAKK ÖLL FYRIR SAMVERUNA.

15.júní.
Týri sótti okkur upp í flugstöð, TAKK FYRIR ÞAÐ.

Hótel... rúmið heima :)


Rock Springs WY - Denver CO

13.júní

Það lá fyrir löng keyrsla í dag... þess vegna er gott að fara snemma af stað og taka frekar góð stopp. Á leiðinni fengum við þvílíkt hagl á okkur að ég stoppaði og tók videó af látunum.

Stuttu seinna sigldum við inn í sólina og í Laramie stoppuðum við í 2 tíma í Walmart.

Við komum á temmilegum tíma til Denver en lentum þá í umferðarteppu vegna slyss á veginum og fórum bara fetið í rúman klukkutíma... Borðuðum á Golden Corral.

Travelodge, Aurora

14200 East 6th Ave CO 80011

phone: 1 303 366 7333 room 106

myndi hiklaust gista aftur á þessu hóteli.


Bozeman MT - Rock Springs WY

Það var verið að gera upp hótelið okkar í Bozeman og herbergin voru algjör lúxus. Við sváfum vel, vöknuðum snemma, borðuðum morgunmat og héldum af stað. 

Við keyrðum til Livingston og Gardena og þaðan suður/niður Yellowstone. Við vorum sammála um að það væri peysuveður enda hitinn kominn niður í 20c. Við skoðuðum háhitasvæðin og sáum hjartardýr þar á veginum, 50 dýra buffaló-hjörð á beit við veginn og svo 2 dýr í vegkantinum. Við sáum fossa og gil, hrafnshreiður á klettasyllu... Garðurinn er mjög fallegur og líka mjög stór... ótal margt að sjá.

Við hittum Eddu, Emil og Berghildi í Jackson Hole...fallegur gamaldags bær... þar skoðuðum við hjartarhornabogana, listaverk og fl.

Þetta var langur dagur í keyrslu... við komum til Rock Springs um kl 9 pm og fórum þá fljótlega að sofa.

Days Inn, Rock Springs

1545 Elk Street, Rock Springs WY 82901

Phone 1 307 362 5646 room 311


Helena - Bozeman MT

Við erum búin að þræða helstu verslanir í Helena. GERA GÓÐ KAUP ÚT UM ALLT :) :) :)

Í morgun mætti ég svo á réttum tíma í rútuna til að klára maraþon í MT sem er síðasta fylkið í öðrum hring um USA.

Lúlli, Vala og Hjöddi tékkuðu okkur út á meðan og eftir markmynd og fataskipti var brunað til Bozeman.

Comfort Inn,

1370 N-7th Ave, Bozeman MT 59715

phone 406 587-2322 room 221


Las Vegas NV - Seattle WA - Helena MT

7.júní

Við liggjum alltaf í sólbaði eftir morgunmatinn... hitinn er alltaf yfir 100 F. Eftir matinn heimsóttum við Lilju... eins og alltaf tók hún vel á móti okkur...

Við stoppuðum ekki lengi, komum við í einhverjum búðum og borðuðum kvöldmat á buffeti hótelsins... svo eyddum við $ 5 í spilakassa... Emil vann mest en enginn fór með gróða.

8.júní

Fastir liðir -sólbað í 40c hita... síesta í hádeginu... eh skoðuðum við Píramítann, Luxor og sýninguna BODIES. Þaðan fórum við í Sjóræningjann.

Við pökkuðum um kvöldið... Við Vala og Hjöddi fljúgum til Seattle og þaðan til Helena... en Edda, Emil og Berghildur fljúga til Salt Lake City í fyrramálið... Við eigum flug kl 9:5 þau eh.

9.júní

Klukkan var stillt á 5 en ég vaknaði með höfuðverk kl 3am. Mér tókst að sofna eitthvað aðeins aftur. Það var eins gott að við mættum tímanlega, fyrir kl 7, því flugið hafði færst fram um rúma klst... kannski fór tilkynningin um breytinguna í rusl-síuna !!!

Flug til Seattle... og Helena... leið fljótt, lent um kl 2 eh... við fengum lúxus-kerruna hjá Budget og tékkuðum okkur inn á þessa líka flottu og snyrtilegu Áttu... Þaðan lá leiðin í Walmart.

Super8

2200 11th Ave

Helena MT, 59601 

phone: 406 443 2450 room 123

 


Las Vegas NV - The Venetian

6.júní mánudagur... afmælisdagur Indíu Carmenar, 2ja ára í dag :)

Hvað tíminn flýgur... Hitinn er rosalegur, varla hægt að vera eina klst við sundlaugina... samt reyndum við að harka af okkur í "frjálsa tímaum" eftir morgunmatinn. 

Eftir hádegið fórum við að skoða The Venetian... ótrúlegt hótel og casino með gondolasiglingu á 3ju hæð. Vala og Hjöddi voru þau einu sem keyptu sér ferð með gondóla. Allt umhverfið var eins og Feneyjar og loftið handmálaðeins og himinninn lítur út... Þetta er ótrúlega flott.

Þaðan fórum við að skoða Red Rock Canyon... með því að keyra leiðina sem ég hljóp í febr sl... og allar brekkurnar voru rifjaðar upp... vá...

Ég hringdi í Lilju og hún vill fá okkur í heimsókn á morgun.

Við Vala og Hjöddi borðuðum svo kvöldmat á hótelinu... frábært þetta Buffet :)


Las Vegas NV - The Strip

5.júní... Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn er í dag... og sjómaðurinn var svo slappur af kvefi að hann ákvað að vera heima á hótelinu í dag. Hitinn er gifurlegur... fór hæst í 113F að það var erfitt að vera úti lengi. 

Við byrjuðum á morgunverði á buffetinu... svo var "frjáls tími" fram yfir hádegi, sem flestir notuðu við sundlaugina... svo fórum við seinnipartinn í Walmart. Þaðan fór ég með Völu og Hjödda í ELVIS WEDDING CHAPEL... og það endaði með því að ég lét þau endurnýja heitin fyrir framan dyrnar þar.... Um kvöldmatinn fórum við að skoða Caesers Palace og til að horfa á vatnsorgelið... með ljósa-show-i því það var farið að skyggja... þetta var svo flott að við horfðum á 3 sýningar... en eftir kl 8 eru sýningar á 15 mín fresti.

Við borðuðum á Gordon Ramsey... ágætur staður... eftir það keyrðum við fyrst upp The Strip og svo niður það... og hvílík ljósadýrð... við komum ekki heima á hótel fyrr en um miðnætti og þá var hitinn um 100F

Dagskráin á morgun er þegar ákveðin. 


Flagstaff AZ - Las Vegas NV

4.júní... laugardagur

Við erum búin að vera viku... og búin að sjá og gera ótrúlega mikið. Við fengum okkur morgunmat og lögðum af stað. Við keyrðum austur I-40 sem er hluti af Route 66... til að skoða Meteor Crater, stærsta loftsteinagíg jarðar. það eru 16 ár síðan ég ætlaði fyrst að skoða hann... og það var kannski þess vegna sem ég vænti meira.

Síðan settum við inn Sedona og keyrðum niður þvílíkt fallegt gil... Sedona Canyon... og þaðan fórum við til Montezuma Castle... þar var að finna skemmtilegan bústað í klettunum, sem indíánar gerðu fyrir 800 árum...

Á leiðinni til Vegas komum við við í Grand Canyon Caverns... en rétt misstum af síðustu ferð niður þann daginn... við Lúlli skoðuðum þann helli árið 2000 þegar ég hljóp Grand Canyon Marathon... Við höfum verið í ógurlegum hita allan tímann, þegar við keyrðum inn í Las Vegas um kvöldið var hitinn yfir 100F eða um 40C

 

Palace Station,

2411 W-Sahara Ave, LV 89102

Phone:1 702 367 2411 room 2414


Bright Angel Trail

1.júní

Hvílíkt ævintýri... við vorum með sér rjóður með borði.Rjóður nr 24. Það var svo mikill hávaði í náttúrunni að ég svaf ekki mikið... Vala uppgötvaði stjörnuhimininn í klósettferð og sagði að ég yrði að sjá þetta og hvílík sjón... fullur himinn af stórum stjörnum eins skærum og Venus. Næturhitinn var um 20C

Við fórum á fætur um kl 5, fengum okkur að borða, pökkuðum dótinu og gerðum okkur klárar til að ganga upp. Við vorum allar mjög hressar... fótabaðið í ánni í gærkvöldi hafði hresst aumar tásurnar eftir bratta niðurferðina... 

Vá hvað allt var fallegt í neðsta hluta gjúfursins... mikill gróður og Colorado áin.

Við lögðum af stað kl 6:30... fórum yfir aðra brú og svo hófst uppgangan... við vorum hver um sig með 10-12 kg á bakinu... sem þýddi fleiri pásur...

Hvílíkt ævintýri... "ER EKKI GAMAN" var vinsælasta spurningin :)

Það tók okkur 4 tíma að fara upp í Indian Garden... sem er á ca miðri leið upp... 7,5 km og við stoppuðum þar í 2 tíma. Hitinn var kominn í 44C.

Næstu 2 vatnsstöðvar voru á 3 mile resthouse og 1.5 mílna resthouse frá toppi... Alls var gönguleiðin, upp og niður um 26 km.

Uppgangan var erfið... og margar pásur teknar... mikill hiti og við komnar með ógeð á vatninu... Leiðin virtist ókleyf á köflum og það var ekkert nema vá, vá hvað þetta er flott... Við vorum 13 tíma á leiðinni upp... náðum að koma upp í björtu..

Vá hvað við erum miklar hetjur... strákarnir tóku stoltir á móti okkur... 

ÞETTA VAR GEÐVEIKT !!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband