Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Keflavik - London - Istanbul - Dubai

22.jan... 
Lúlli vakti mig rúmlega 4 am... og við vorum lögð af stað kl 5... að sjálfsögðu borðuðum við morgunmatinn á betri stofunni... það er frábært að byrja þar. Við áttum flug um kl 8 með Icelandair til London Heathrow. Þar biðum við í tæpa 4 tíma. Næsta flug var með Turkish Airline til Istanbul... Lággjaldaflugfélag en öll hugsanleg þjónusta innifalin. Við fengum matarbakka með heitum mat, köku og hvað sem við vildum að drekka með og þjónustan frábær. Í Istanbul biðum við í 2 og hálfan tíma og flugum áfram með Turkish Airlines til Dubai. Eins og áður var öll þjónusta í boði... heitur matur og allir drykkir, frí taska með svefngrímu, eyratöppum, flugsokkum og heyrnatól fyrir skemmtiefnið. Þá var leikjatölva í sætisbakinu... en báðar vélarnar voru 500 manna breiðþotur. Við lentum í Dubai um kl 7 um morgun... rúmum sólahring eftir að við fórum að heiman. 

Holiday Inn Express Dubai, Internet City, Knowledge City P.O. Box 282647 Dubai
Tel : +971044275555   room 146

23.jan...
Við tókum leigubíl á hótelið... ég svaf örugglega ca 2 tíma í síðasta fluginu en Lúlli svaf eitthvað meira. Við fengum ekki herbergið strax. Við fengum að geyma töskurnar í lobbyinu og ákváðum að taka lestina og skoða hæsta turn í heimi. Lestarkerfið er ekki svo flókið og greiðslukerfið eins og í London. Við keyptum okkur kort með inneign og fórum út við Dubai Mall. Hvílíkir gangar frá lestarstöðinni í mollið (ég frétti seinna að það væri 1km) 
Neðst niðri í einu horni var selt upp í turninn... ég athugaði verðið... 580 aed á mann (100 usd eru 344 aed ) hvílíkt verð. Það væri um 34 þús fyrir okkur bæði og mengunin er mikil svo að skyggni er lélegt... þetta er ekki þess virði. Þegar við komum til baka fengum við herbergið og við borðuðum kvöldmat á hótelinu og fórum snemma að sofa.
Við upplifðum í fyrsta sinn kynjaskipta lestarvagna og strætó.

24.jan...
Við tókum strætó á hótelið þar sem gögnin voru afhent. Þetta var lítið expo. Ég fékk nr 1466. Maraþonið er á föstudegi sem er helgur dagur hér... Við kíktum í mollið hinu megin við götuna, fengum okkur að borða, kíktum á ströndina og tókum því rólega... og strætó til baka...  það var hlýtt og gott en alltaf þetta mistur í loftinu. Ég ætla ekki að ganga mig upp að hnjám fyrir þetta hlaup. Við vorum aðeins og sein að kaupa okkur skoðaunarferð á morgun, sölumaðurinn var farinn af hótelinu. 

25.jan...
Fyrst við misstum af skoðunarferð til Abu Dabi í dag ákváðum við að fara í enn eitt mollið, Mall of the Emerites... og ég sem ætlaði ekki að ganga mikið í dag EN það er víst ekki hægt að komast hjá því í útlöndum. Við gátum hamið okkur og vorum komin snemma á hótelið. Ég reyndi að fara snemma að sofa en gekk illa að sofna... svo hringdi mamma kl 10:30 með slæmar fréttir og ég svaf lítið eftir það.

26.jan...
Klukkan var stillt á 4 am til að komast í maraþonið... 
https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2209927/

Ég þurfti að ganga rúman km frá markinu í strætó eftir hlaupið og svo varð ég að standa í strætó á leiðinni, því ég hafði hellt svo miklu vatni yfir mig á leiðinni að ég var blaut niður í skó. Ég byrjaði á að helgja fötin upp og leggja mig aðeins... ég komst ekki í sturtu strax út af nuddsárum... en eftir sturtuna fórum við út að borða, gengum frá dótinu og lðgðum okkur til kl 23 því á miðnætti áttum við pantaðan leigubíl upp á flugvöll.

27.jan...
Fyrsta flug hjá okkur var kl 2:40 til Istanbul. Það er frábært að ferðast með Turkish Airlines, þjónustan er frábær hvort sem það er nótt eða dagur. Fluginu seinkaði um hálftíma og við vorum aðeins stressuð yfir að ná næsta flugi en svo var meiri tímamunur en okkur minnti... næsta flug var með Turkish Airlines til London Gatwick og þaðan flugum við með Icelandair. Alltaf gott að koma heim.


Áramóta annáll fyrir árið 2017

Gleðilegt ár 2018

Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir liðin ár. 

Elsta langömmubarnið okkar er 6 ára í dag, nýjársdag og byrjar í skóla á þessu ári, hún á heima í Noregi. Elsku Emilía Líf krúttið okkar, innilega til hamingju með daginn þinn. Vonandi getum við einhverntíma mætt í afmælið þitt.

Síðasta ár (2017) var ótrúlega fljótt að líða og viðburðarríkt. 

FJÖLSKYLDAN 

Það varð ekki fjölgun í fjölskyldunni en alltaf gleðilegt þegar allt gengur sinn vanagang og öllum gengur vel. Við erum mjög stolt yfir öllum okkar börnum, barnabörnum og barna-barnabörnum en það má nefna að sonurinn byrjaði í lögfræði í Háskóla Íslands og hefur gengið vel í haust og Lovísa hljóp sitt fyrsta hálf maraþon.

STÓRAFMÆLI ÁRSINS

Harpa átti stórafmæli í október, varð 40 ára. Að venju á stórafmælum fórum við út að borða og að hennar vali í keilu á eftir.

FERÐALÖG

Við þreytumst ekki að ferðast, amk ekki ég. Ég fór 3 ferðir ein til USA, 1 stelpuferð með Lovísu og systrum mínum, 1 sinni með Svavari og 7 sinnum kom Lúlli með. Allar ferðirnar utan ein voru hlaupaferðir.
Þetta voru alls 12 ferðir til útlanda. 9 ferðir til USA og 3 til Evrópu en við Lúlli fórum til Rómar og Lissabon.... og við Svavar til London og Parísar.

Í ævintýraferð okkar Svavars skoðuðum allt það markverðasta í London auk hins víðfræga Stonehenge og tókum svo lestina til Parísar þar sem helstu ferðamannastaðirnir voru heimsóttir og merktir okkur.  

Vala og Hjörtur komu með okkur Lúlla til USA í maí/júní þar sem við heimsóttum Niagara fossana, Mount Rushmore, Devils Tower og fl. ekkert smá ævintýri þar.

HREYFING

Ég hljóp 16 heil maraþon á árinu... Við systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og að þessu sinni kláruðum við allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin...

https://www.youtube.com/watch?v=w_3cW2WEQ6g&t=12s

ég fór nokkrar ferðir á Helgafellið mitt og eina ferð á Esjuna. Annað árið í röð varð ekkert úr því að ég færi Selvogsgötuna. Ég losnaði að mestu við meiðslin sem ég hef haft þannig að í haust sá ég fram á að geta farið að æfa meira... það gengur vel en ég þori samt ekki að fara of geyst í það. Við systur syndum áfram á föstudögum... ég hljóp eitthvað smávegis og hjólaði tvisvar í viku með Völu.

Þetta ár verður enn meira spennandi... og meiri ævintýri bíða :)

Hlaupa annállinn er kominn á http://byltur.blog.is/blog/byltur/

PS.

Ég braut blað er ég sótti um prestsembætti í fyrsta sinn haustið 2016... 2017 sótti ég um nokkur brauð... en kannski verð ég bara að baka þetta blessaða brauð sjálf.


Kefl - Orlando - Savannah GA

2.nóv
Auðvitað byrjaði í ferðina í betri stofunni. Lúlli keyrði mig á völlinn. Ég fór í loftið 17:15 og flugið tók um 8 klst... og 4 tíma munur í Florida. Eftirlitið gekk mjög hægt... en ég var með hangikjöt fyrir Olgu og fékk auka-meðferð. Ég lagði af stað til Jacksonville nákvæmlega 2 tímum eftir lendingu... keyrslan tók nærri 3 tíma... kom á hótelið um 2 um nóttina, talaði við Lúlla og fór beint að sofa.

     La Quinta Inn and Suites
     3199 Hartley Rd. Jacksonville FL 32257
     Tel: 1 904 268 9999  room 233

3.nóv
Fékk mér morgunmat... hótelið var fullbókað af ráðstefnugestum babtista kirkna í Florida... ég passaði vel í hópinn og hefði alveg viljað vera með... en ég átti eftir að keyra í 3 tíma til Savannah...sækja gögnin og versla aðeins... og fara snemma að sofa... maraþon í hitabylgju á morgun. Verð í Savannah í 4 nætur.

     Days Inn Savannah airport.
     2500 Dean Forest Rd.Davannah GA 31408
     Tel (912) 966 5000 room 117

4.nóv... sjá byltur.blog.is fyrir maraþonið
Það var rosalega heitt í maraþoninu, ég fann á leiðinni á hótelið að ég var rosalega brennd eftir fötin (nuddsár) og þess vegna keypti ég mér hamborgara í lúgu á leiðinni svo ég þyrfti ekki að fara aftur út. 

5.nóv
Ég svaf ágætlega en var samt alltaf að vakna. Tímanum var seinkað um klst í nótt. Eftir morgunmat ákvað ég að fara í nokkrar búðir og taka hlaupafötin og skóna með mér í poka. Ég byrjaði í Target og Dollar Tree. Ég var síðan mætt í Daffin Park kl 11 til að fá stæði. Það er ótrúlegur fjöldi sem hleypur 5k daginn eftir til að fá REMIX-gítarinn. Hlaupið var ræst kl 1 og hitinn fór í 28°c. Mér gekk ágætlega. Fór í nokkrar búðir á eftir og borðaði á Golden Corral.

6.nóv
það er fárvirðri heima og öllu flugi var aflýst... ég er ekki viss hvort ég hefði komist heim ef ég hefði ætlað í dag. Ég er í stöðugu sambandi við Bíðara nr 1. Í dag er bara búðaráp á dagskrá og að pakka og vigta töskur. 

7.nóv
Heimferð í dag... Einkasonurinn á afmæli, 34 ára. Eftir morgunmatinn lagði ég af stað. Ég var 4 og hálfan tíma að keyra til Orlando... Auðvitað kíkti ég í Walmart á meðan ég beið eftir tímanum og svo borðaði ég á Golden Corral. skilaði bílnum. Ég var mætt á völlinn tveim tímum fyrir flug með allt dótið... ég þekkti nokkra í vélinni. flugið var um 7 tímar.

8.nóv 
Bíðarinn sótti mig á völlinn og ég lagði mig í 2 tíma áður en ég fór að vinna.

 


Kefl - London - Lissabon

12.okt
Við vöknuðum um kl 4 am... áttum flug kl 7 til London Heathrow... borðuðum morgunmatinn á betri stofunni. Í London biðum við nokkra klst og flugum með Tap Air til Lissabon. Við tókum leigubíl á "hótelið" okkar sem reyndist vera Air B&B "hellir". Gólfið er örugglega 500 ára... og ekki hægt að ganga um skólaus. Þetta hafa örugglega verið undirgöng milli húsa en breytt í íbúð.

13.okt
Við tókum strætó í expo-ið að sækja númerið. Hittum 3 Íslendinga í sömu erindagjörðum. Við fórum í mollið og keyptum okkur morgunmat fyrir næstu daga og fengum okkur að borða á veitingasvæðinu. 

14.okt
Tókum það rólega... við erum í elsta hluta Lissabon, göturnar steinlagðar og mjög þröngar. Húsin standa þétt og maður er aldrei viss hvort maður sé í blindgötu/blind-brekku. Við skoðuðum 2 kirkjur á röltinu okkar. 

15.okt
Svaf ótrúlega illa og fór á fætur kl 4 til að fara í maraþonið. Það verður heitasti dagurinn í dag af tímanum hér, segir spáin. Allt um maraþonið á hlaupablogginu byltur.blog.is
Í stuttu máli gekk mér ekki vel en ég kláraði. Eftir sturtu og smá hvíld fórum við út að borða.

16.okt
Ég svaf frekar illa, með nábít og jaðraði við sinadrætti í fótum. Þetta er síðasti dagurinn hér svo við ætlum að skoða okkur eitthvað um. 

Eftir hlaupið tók ég það rólega enda búin á því í bili. Fór síðan í sturtu og við löbbuðum í bæinn til að fá okkur að borða. Í dag eru 4 ár síða elsku pabbi kvaddi okkur.

17.okt
Í dag er afmælisdagur yngstu dótturinnar, 32 ára. Við þurfum að ganga frá, pakka og fl í dag. Við reyndum að skoða neðanjarðarborgina en það var lokað, við fórum með strætó í mollið og dingluðum okkur eitthvað. Við fórum síðan snemma að sofa, þurfum að vakna 3:15 því Celso (eigandinn) ætlar að keyra okkur á völlinn kl 4:15.

18.okt
Við eigum flug kl 7 am til London og kl 13:10 heim... lendum í Keflavík um kl 4 eh.


Keflavík - Seattle WA - Pendleton OR - Lewiston ID - Seattle WA - heim

31.ág

     Days Inn, Bellevue, 3241 156th Ave S-East Bellevue WA 98007
     Tel: 425 643-6644    room 214

Þetta er í fyrsta sinn sem við ferðumst með Delta til Ameríku. Það kom ágætlega út. Flugið var kl 8:45 am og þeir buðu upp á morgunmat á leiðinni út. Við millilentum í Minneapolis og héngum þar í nokkra tíma. Þaðan flugum við til Seattle. Tímamismunurinn er 7 klst og við fórum fljótlega að sofa þegar við komum á hótelið í Seattle.

1-4.sept ... 3 nætur

     Knights Inn, 310 S-East Dorion Pendleton OR 97801-2530
     Tel: 541 276-6231  room 121 

Við vöknuðum snemma og vorum lögð af stað kl 8 am enda er þónokkur keyrsla til Pendleton OR. Við fengum okkur að borða í Wildhorse Casino áður er við settum tærnar upp í loft.

2.sept
Við kíktum í búðir, skoðuðum bæinn, ég reyndi að komast í skoðunarferð... The Historic Underground Tour... en það var uppselt. Við fórum á startið fyrir maraþonið á morgun, ég fékk númerið mitt og ég gekk rúma 3 km með Sharon.

3.sept
Klukkan hringdi 2:30. Maraþonið var ræst kl 4 am. (Sjá byltur.blog.is) Eftir maraþonið tókum við það rólega, það er svakaleg hitabylgja hérna.

4-6.sept... 2 nætur

     Days Inn, 3120 N South HWY. Lewiston ID
     Tel: 208 743-83501   room 103

Við erum enn á vitlausum tíma og það tekur ekki að breyta því. Við vöknuðum snemma og vorum lögð af stað til Lewiston Idaho um 8 leytið am. Við komum til Idaho um hádegið. Lewiston og Clarkston (næsti bær) heita eftir landkönnuðunum Lewis og Clark. Við skoðuðum bæinn, versluðum, fengum okkur að borða og komum okkur fyrir á Days Inn Lewiston. Mér fannst voðalega skrýtin lykt í loftinu en áttaði mig ekki á því hvað það var.

5.sept
Við sáum í fréttum að það geysa skógareldar á stórum landsvæðum allt í kring um okkur. Allt sem átti að vera utandyra var fært inn vegna reykjakófs í loftinu... og skyggni er lítið í dag. Nú sé ég eftir að hafa ekki tekið myndir í gær. Við kíktum á hlauparana sem hlupu í WA í dag og ég gekk einn hring. Mistrið er mikið og á að vera eins á morgun. Við keyrðum á startið á morgun til að kíkja á aðstæður. Það var í Hells Gate State Park í Clarkston... uþb 10 km frá hótelinu. 

6.sept.... 1 nótt
Við ákváðum að Lúlli myndi bíða á hótelinu meðan ég færi í maraþonið (sjá byltur.blog.is) ég fékk að tékka mig út um hádegi og náði þess vegna að fara í sturtu áður en við lögðum af stað til Seattle. Við vorum heppin að leiðin okkar var ekki lokuð vegna skógarelda. Við komum um kvöldmat til Seattle... og gistum á Quality Inn

     Quality Inn, 1850 SE Maple Valley HWY, Renton WA 98057
     Tel: 425 226-7600    room 308

7.sept... Delta flug til JFK og þaðan heim.


Keflavik - Minneapolis - N-Dakota - S-Dakota - Minneapolis - heim................ 15-21.júlí 2017

15.júlí
Við byrjuðum á betri stofunni fyrir flugið til Minneapolis. Við flugum í breiðþotu og vélin var nær full. Það voru smá vandræði hjá einum farþega sem þurfti læknishjálp og það voru 3 læknar og ein hjúkrunarkona í vélinni sem aðstoðuðu.

Við höfum aldrei kynnst eins miklum hægagangi í tollinum í USA eins og þarna... það tók okkur 2 klst að komast út að sækja bílinn. Við fengum ágætis bíl og við byrjuðum á Walmart, kaupa vatn og fl.

........... vorum á sömu áttu og í síðustu ferð.
            Super 8 6445 James Circle N, Brooklyn Center MN 55430 
            Tel: 763 566 9810... herb 153 
           
16.júlí
Strax eftir morgunmat keyrðum við sem leið lá norður... til Breckenridge N-Dakota. Bærinn er á fylkjamörkum og þeir sem hlaupa í dag og á morgun þessa sömu leið geta krossað út 2 fylki.
2 mílum frá hótelinu á Welles Park Fairground á startið að vera á morgun. Ég fékk númerið mitt nr 42 enda er þetta maraþon tileinkar 42 ára brúðkaupsafmælinu okkar 17.júlí. Við fórum síðan snemma að sofa - við erum hvort sem er á vitlausum tíma.

........... Knights Inn Wahpeton, 995 21st Ave N-Wahpeton ND 58075
            Tel: 701 642 8731  room 109  

17.júlí
Lúlli keyrði mig í hlaupið (allt um það á byltur.blog.is) tékkaði okkur út og sótti mig síðan. Þaðan héldum við suður til Celtic Park í S-Dakota þar sem næsta hlaup er... það var rúml 3ja tíma keyrsla. Við tékkuðum okkur inn á hótel (sama og í síðustu ferð) og fórum snemma að sofa. Um nóttina varð fárviðri og allt rafmagnslaust í marga klst.

18.júlí
Við vöknuðum í rafmagnsleysi og græjuðum okkur í myrkri fyrir hlaupið. Það voru 20 mílur á startið... svo allt var gert hálftíma fyrr en í gær. Eftir hlaupið fórum við á Royal Forks til að halda upp á brúðkaupsafmælið og 2 maraþon. 

............ Econo Lodge, 5100 N-Cliff Ave
             Tel: 605 331 7919,  room 118... nýuppgert og gott hótel.

19.júlí
Það var æðislegt að vera ekki í 3ja maraþoninu í dag. Við sofum auðvitað aldrei út því við erum alltaf á vitlausum tíma. Við fórum af stað fljótlega eftir morgunmat. Keyrðum austur I 90 og ég valdi að fara norður I 35 frekar en sveitaveginn sem Garmin vildi velja. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni til að teygja okkur fórum í Target, Walmart og komum á áttuna í Brooklyn Center rétt eftir hádegið. Herbergið var ekki tilbúið svo við fórum í Costco, Dollar Tree og borðuðum á Golden Corral.

20.júlí
Við höfum þennan dag til að dingla okkur um allt, við verðum að finna eitthvað að gera :)  

21.júlí
Pakkað, tékkað út, dundað sér í búðum, bílnum skilað og að lokum flogið heim... Ferðin búin.


Kefl - Boston - Buffalo - Minneapolis - Chamberlain - Rapit City - Sioux Falls - Minneapolis - heim

25.maí...Vá hvað morgunflug er ólíkt léttara þegar maður ætlar að keyra einhverja vegalengd á eftir. Við erum búin að bíða eftir þessari ferð... vetrarstarfinu lauk í gær og fríið byrjar í dag. Vala og Hjöddi eru með okkur. Þau sóttu okkur kl 7:30 og við nutum okkar í betri stofunni fyrir flug... Allt gekk vel... við fengum frábæran bíl og keyrðum af stað til Buffalo... eftir nokkur stopp komum við til Amsterdam um kvöldmatinn en við gistum þar í nótt.

     Super 8, 5502 Route 30, Amsterdam NY 12010
     Tel: 518 843 5888   room 112 

......................................

26.maí... Við vöknuðum snemma, borðuðum morgunmat og keyrðum til Buffalo. Við áttum pantaða og fengum svítu fyrir okkur þar. Þá ákváðum við að fara strax í Niagara fossana. Veðurspáin hafði ekki verið sérstök en það rættist úr veðri. Við keyptum okkur skoðunarpakka, bátsferð og fleira sem tók í allt 4 og hálfan tíma. Tékkuðum okkur inn á svítuna á Super 8.

     Super 8 1288 Sheridan Drive, Kenmore NY 14217 (Buffalo)
     Tel: 716 876 4020   fyrst 201 og svo 107

27.maí... Við vöknuðum snemma... fengum skipt á svítunni og 2 einstaklingsherbergjum niðri... síðan drifum við okkur yfir til Kanada en Niagara fossarnir sjást betur þaðan. Af því að við vorum snemma lentum við ekki í neinum biðröðum við landamærin. Síðan fórum við að sækja númerið fyrir maraþonið á morgun.

28.maí... Buffalo maraþon... umfjöllun verður á byltur.blog.is. Vala og Hjöddi buðu okkur út að borða eftir hlaupið og ég valdi buffetið í Niagara Falls Casino. Frábær endir á góðum degi.

29.maí... Pakkað... og búðarráp fram að flugi, fyrst flug til Chicago og þaðan til Minneapolis. Veðurspáin fyrir dagana í Buffalo var ekki góð en við vorum blessuð með frábæru veðri allan tímann. Við lentum eftir kl 10 um kvöldið í Minneapolis... veðrið var gott og við fengum lúxus van. Sem betur fer var stutt á hótelið... og í svefn.

     LaQuinta Inn, Minneapolis 7815 Nicollet Ave S-Bloomington, MN 55420
     Tel: 952 881 7311 room 1010

30.maí... Eftir morgunmat var lagt af stað... stoppað nokkrum sinnum á leiðinni... þar á meðal við nýja minnismerkið af indiánakonunni við Chamberlain þar sem við gistum í nótt.

     Super 8 Box 36, Chamberlain 57325
     Tel: 605 734-6548 room 114

31.maí... Þetta er allt að gerast...Stoppuðum í 1880 Town til að teygja úr okkur á leiðinni til Rapit City.  Eftir að hafa tékkað sig inn hótelið, keyrðum við að Mount Rushmore. Veðrið hefur verið dásamlegt... í kringum 25-30c... Forsetarnir voru þarna ennþá... við Lúlli erum hérna í 3ja sinn. Mikil upplifun fyrir Völu og Hjödda. Keyrðum í gegnum gamla bæinn og upp að Crazy Horse. - smá shopping spree -

     The Foothills Inn, 1625 LaCrosse St. Rapit City, SD 57701
     Tel: 605 348-5640   room 236  

1.júní... Dagarnir eru alltaf teknir snemma hjá þessum fararstjóra... Eftir morgunmat keyrðum við til Belle Fourche og við stóðum á landfræðilegri miðju Bandaríkjanna. Skoðuðum skemmtilegt safn inni þar sem Hjöddi fann ævaforna prentvél... gaman fyrir prentarann :) 
Þaðan keyrðum við gegnum Ponderosa gamlan kúrekabæ á leiðinni til Devils Tower... Því fyrirbæri er erfitt að lýsa... himinnhár stuðlabergs-turn... ummálið neðst er 1,6 km, hæðin frá rótum er um 300 metrar þverhnípt en hann stendur í um 1700m hæð. Ég er búin að bíða lengi eftir að sjá þetta undur. Devils Tower var fyrsta "Monument" USA.
Á leiðinni til baka keyrðum við niður Spearfish Canyon. Fallegt og friðsælt gil.

2.júní... Í dag lögðum við af stað áleiðis til Minneapolis. Á leiðinni keyrðum við í gegnum undraveröldina Badland þar sem fjöllin eru röndótt og landslagið er engu líkt. Þegar við áttum eftir uþb 45 mílur til Sioux Falls sprakk dekkið bílstjóramegin að framan... Ég var á krúser á 80 mílum sem er 130 km hraði og með trailer að taka fram úr mér vinstra megin... Mér tókst að stoppa farsællega í kantinum... Dekkið var í tætlum en felgan heil. Lúlli og Hjöddi fundu varadekkið og skiptu um. Við keyrðum síðan á 50 mph til Sioux Falls á kleinuhring. Blessuð að vera heil á húfi. Við keyptum síðan nýtt dekk í Walmart og versluðum á meðan það var sett undir.

     Econo Lodge Sioux Falls, 5100N Cliff Ave Sioux Falls SD 57104
     Tel: 605 331-4490 room 514

3.júní... síðasti leggurinn keyrður til Minneapolis og BEINT í Mall of America. Þar var verslað, borðað og skoðað fiskabúrið á neðstu hæð.

     Super 8  6445 James Circle, Brooklyn Center/MPLS, MN 55430
     Tel: 763 566-9810 room 154

4.júní... Nú skal versla ALLAN daginn...enda höfum við ekkert annað að gera ;) Við gerðum víðreist út um allt og fórum meira að segja í Costco. Hitinn hefur verið um 90F eða vel yfir 30 stig í dag. Dásamlegt.

5.júní... Heimferð í dag... pakkað, kíkt í búðir og bílnum skilað og hangið aðeins á flugvellinum...     

6.júní... lent heilu og höldnu í Keflavík um 6am... Frábærri ferð lokið.


Keflavík - London - Róm

31.mars...

Evrópuflug er alltaf morgunflug... við áttum flug til London kl 7:40... vöknuðum kl 4am. Við flugum í breiðþotu til London og þurftum að skipta um terminal, fara úr 2 í 4 og það krefst amk auka hálftíma í stoppi. Okkur finnst Heathrow leiðinlegur tengiflugvöllur. Við komumst í gegnum eftirlitið í terminal 4 án þess að hafa farmiða... en gátum síðan ekki keypt vatnsflösku án farmiða. Farmiðann gátum við ekki prentað út fyrr en 2 tímum fyrir brottför. Við flugum svo með Alitalia til Rómar. Ég var búin að panta leigubíl sem beið við útganginn. Við vorum hundþreytt þegar við komum á hótelið og fórum fljótlega að sofa. Við getum ekki hafa verið heppnari með staðsetninguna á hótelinu. 

1.apríl

Við vöknuðum snemma... raunar var lítið sofið, því það virðist sem vinsælasti partýstaðurinn sé á torginu fyrir neðan gluggann hjá okkur. Við fengum okkur morgunmat... Við gistum í nunnuklaustri!!!  og dagurinn var notaður til læra á lestarkerfið og sækja gögnin fyrir maraþonið. Það gekk bara vel þó gangurinn væri langur, bæði í expo-inu og að því frá lestinni. Lestarstöðin okkar er við Colesseo þ.e. hið heimsfræga hringleikahús. Við létum okkur nægja að skoða það að utan í dag... hvíla fæturna aðeins fyrir hlaupið á morgun. Veðrið var dásamlegt. Fórum snemma að sofa en það var kátt fyrir utan gluggann á laugardagskvöldi og illa sofið.

2.apríl

Við erum svo heppin að hótelið hafði morgunmatinn klst fyrr í dag vegna maraþonsins. Eftir að hafa borðað og græjað sig, gengum við á startið. Allt um hlaupið á byltur.blog.is
Eftir hlaupið labbaði ég á hótelið, Lúlli mátti ekki bíða við markið og það rigndi svo mikið að hann fór á hótelið. Ég fór í sturtu... þá var stytt upp og við gengum niður að hringleikahúsinu og skoðuðum það að innan. Hvílíkt mannvirki.

3.apríl

Við ákváðum að nota daginn í að skoða Vatikanið og Péturskirkjuna. Nú erum við eins og innfæddir í lestunum. Í hverju skrefi er kirkja eða rústir.

RÓM ER Í RÚST

Alls staðar voru kílómetra langar raðir en við komumst fram fyrir þær út á ART-kort sem fylgdi maraþoninu. Fengum að skipta um herbergi... sem snýr út að lokuðum garði bakvið.

4.apríl

Leigubílstjórinn sem keyrði okkur á hótelið frá flugvellinum sagði okkur að það væru 700 kirkju í Róm. Við skoðuðum nokkrar í dag... þær voru allar í næsta nágrenni... Hvílík listaverk, hátt til lofts og vítt til veggja.

5.apríl

Við ákváðum að taka lestina til Pisa og skoða skakka turninn. Það voru 4 tímar hvora leið og strætó á staðnum. En í staðinn sáum við landið og gátum hvílt fæturna... Lúlli var orðinn mjög þreyttur af göngu. Komum seint heim.

6.apríl

Eg vildi hvíla fætur Lúlla BETUR ;) og taka lestina til Pompeii en hann vildi það ekki. Við skoðuðum Santi Páls kirkjuna og sátum aðeins úti á Piazza Del Popolo... það sem ég meðal annars réðist inngöngu til að skoða lögreglustöð, en fékk ekki... hvernig á maður að vita hvað er safn og hvað ekki... dyrnar voru opnar :) á torginu hittum við fyrir tilviljun íslensk hjón...
Við eigum 693 kirkjur eftir :O

7.apríl

Heimferð í dag. Við skráðum okkur út af hótelinu um kl 9 og drógum töskurnar á eftir okkur í lestina... lest frá Colosseo til Termini og þar tókum við Leonardo Express út á flugvöll.
Við áttum flug kl 14:15 með Alitalia til London og með Icelandair heim kl 21.10.

Casa Santa Sofia,
Piazza Della Madonna Dei Monto 3, Monti Roma 00184...
tel 3906485778, room 203 og svo 313


Kefl - Boston - Little Rock AR :)

2.mars... Mér finnst ótrúlega langt síðan ég var úti síðast en það var nú samt í janúar. Ég lenti í Boston, gisti eina nótt og á flug kl 7 am til Little Rock með millilendingu í Chicago.

Comfort Inn
900 Morrissey Blvd Boston MA 02122
Tel: 617 287 9200  room 524

3.mars... Lúlli var búinn að hringja á undan vekjaranum, ss fyrir 4 am. Ég átti pantaða skuttluna út á völl kl 5 því ég átti flug með American Airlines kl 7 til Chicago og þaðan til Little Rock. Ég var svo búin að fá bílinn á áfangastað, Crysler lúxuskerru rétt um hádegið. Ég ákvað að taka búðarrápið, Target, Walmart, Dollar Tree, sækja gögnin og borða á Golden Corral, áður en ég tékkaði mig inn á sexuna.

Motel 6, 400 West 29th street N-Little Rock
Tel: 501 758-5100  room 112

4.mars... Ég svaf ekkert voðalega vel... mikið af lestarflauti yfir nóttina. Ég hafði stillt vekjarann á 4 am... því ég ætla að hlaupa 5km kl 7:30
Ég var mætt á bílastæðið 2 klst fyrir hlaup og allt gekk eftir áætlun. Fyrst var frekar kalt og ég var allan tímann í jakkanum en svo hlýnaði vel. Ég fékk mér morgunmat á Golden Corral og fór í nokkrar búðir... og skipti um hótel... ég var hér fyrir 3 árum.

Days Inn, 3200 Bankhead Drive, Little Rock, AR 72206
Tel: 501 490-2010 room 133

5.mars... klukkan var stillt á 3:30 fyrir maraþonið... nánar um það á byltur.blog.is 

eftir maraþonið tók ég það rólega, nennti ekki út og horfði á Star wars mynd. Ég ákvað að keyra til Memphis daginn eftir (6.mars) og heimsækja Graceland rokkkóngsins Elvis Presleys... þá var líka tími til að versla...því ég flýg ekki heim fyrr en á þriðjudag. 

7.mars... heimferð, flug fyrst til Chicago, þaðan til Boston og heim.


Cocoa Beach Florida 26-28 nóv 2016

Við komum til Cocoa Beach rétt eftir hádegi og byrjuðum á að sækja númerin okkar fyrir hlaupið á morgun. Síðan héldum við áfram að versla, fórum í Walmart á Merrit Island því við ætluðum að fá okkur grillaðan kjúkling í kvöldmat... en þeir höfðu ekki mætt í búðina... svo við fengum okkur Pizzu.

Við fórum nokkuð snemma að sofa enda þurfum við að vakna kl 3 am og mæta í rútuna ekki seinna en kl 4:30. 
Allt um Space Coast Marathon á byltur.blog.is en allt gekk vel í hlaupinu. Við tókum rútuna til baka, fórum í sturtu og út að borða...

Síðan fór tíminn fór í að pakka því við keyrum aftur til Orlando daginn eftir hlaup.

Days Inn Cocoa Beach, 
5500 North Atlantic Ave, Cocoa Beach 32921
Tel: 1-321-784-2550  room 138


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband