Færsluflokkur: Lífstíll
6.5.2016 | 05:17
Keflavík - Denver - Pueblo
Lúlli keyrði mig á völlinn um hádegið svo ég hefði góðan tíma í dekrinu í Saga Lounge. Ég hitti Katrínu Gunnars í röðinni í vélina, hún var að fara til Seattle og heim...
Flugið til Denver átti að vera 16:45 en seinkaði smávegis, vegna bilunar í veðurradar. Flugið var 7 og hálfan tíma og ég var eini íslenski farþeginn í annars fullri vél... sem heitir Helgafell.
Við lentum kl 6:30 á staðartíma og ég var komin með lúxuskerruna um kl 8 og komin á hótelið kl 11 um kvöldið... og ég mun steinsofna eftir smástund.
Ramada Pueblo,
4703 North Freeway, Pueblo CO 81008
Phone: 1 719 544 4700 room 111
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2016 | 00:58
Jackson MS - New Orleans LA
Við tékkuðum okkur út af Days Inn kl 5 am... og keyrðum í miðbæinn þar sem Jackson Mississippi Blues Maraþonið byrjar og endar. Lúlli verður að bíða þar eftir mér.
Við fengum stæði á besta stað fyrir hann, því það var spáð rigningu í upphafi hlaups og svo sól, þarna hafði hann ágætis yfirsýn yfir start og mark... og stutt í bílinn.
Hlaupið var ræst kl 7 am og því er gert skil á byltur.blog.is
Strax eftir hlaupið keyrðum við til New Orleans tæplega 200 mílur og tékkuðum okkur inn á Travelodge, ágætis hótel og mér sýnist vera stutt í búðir hérna. Við fljúgum heim á mánudag, fyrst til New York og svo heim um kvöldið.
Travelodge
220 Westbank Express Way, Harvey, LA 70058
Phone: 504 366 5311 room 129
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2015 | 23:51
Alltaf á ferðalagi :)
Við erum svo sannarlega blessuð í bak og fyrir. Við erum búin að eiga yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar. 19.des fengum við litlu fjölskylduna okkar frá Noreg í heimsókn og við skildum hana eftir heima þegar við fórum út 29.des. Það er gott að einhver passar kofann :)
Við flugum fyrst til Boston og gistum á Doubletree by Hilton... rándýrt hótel en við fengum ekkert annað á sínum tíma... hótelið var með skuttlu en það fylgdi hvorki morgunmatur eða internet á herbergi.
Doubletree by Hilton,
240 Mt Vernon Street 02125 MA
Phone: 617 822 3600 room 319
..................................................
Ég svaf mjög vel enda er Doubletree klassa-hótel... við tókum fyrstu skuttlu (kl 5) upp á flugvöll enda áttum við flug með jetBlue kl 7 am til Houston... tæplega 5 klst flug.
Við lentum á Hobby... um hádegið, tókum bílinn okkar og drifum okkur á hótelið, kíktum í Walmart að kaupa vatn og fl... kíktum í Mollið, Dollar Tree og fengum okkur svo að borða á Golden Corral áður en við fórum aftur á hótelið okkar. Við gistum á Days Inn sem er með betri Days Inn sem við höfum nokkurn tíma gist á... Það er innan við einnar mílu radíus í allar búðir sem við höfum áhuga á... og nokkrar mílur í hlaupið á nýjársdag.
Days Inn Humble/Houston Intercontinental airport
9824 JM Hester Road Humble TX 77338 US
Phone: 281 570 4795 room 119
Lífstíll | Breytt 31.12.2015 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2015 | 22:56
Orlando - heim í snjóinn og ófærðina
Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við okkur í Florida... en nú erum við komin heim í óveðrið.
Ég, Edda og Berghildur pöntuðum þessa ferð fyrir heilu ári... en svo ætluðu Lovísa og Gunnar að fara í krús og það varð úr að þau færu út á undan og ég kæmi með Indíu og Matthías 26.nóv og við færum öll saman heim 2.des.
Ferðin út var erfið en gekk vel... erfitt 8 tíma flug plús 1 tíma seinkun útí vél, en krakkarnir í vélinni voru ótrúlega dugleg að hafa ofan af fyrir sér og Indía gat aðeins sofið. Lovísa og Gunnar tóku á móti okkur á vellinum.
Við systur vorum 2 daga í Orlando áður en við fórum til Cocoa Beach og hlupum í Space Coast Marathon-inu og vorum síðan 2 daga aftur í Orlando. Þá borðuðum við öll saman daginn áður en við fórum heim.
Flugið heim var 6 tímar... og Lúlli tók á móti okkur með skóflu til að moka Berghildar bíl út. Hrefna sótti Gunnar, Matthías og töskurnar en Lovísa og Indía komu með okkur til að taka þeirra bíl heima hjá okkur.
Guði sé lof að allt gekk vel, allir eiga ljúfar minningar frá ferðinni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2015 | 02:02
Cocoa Beach - Orlando FL
Marathon tékk
Ströndin tékk
Sólbað tékk
Tékka sig út af Days Inn og keyra til Orlando tékk
Þetta er í þriðja sinn sem við förum í Space Coast maraþonið, annað sinn sem við hlaupum allar þrjár en í fyrsta sinn sem við förum allar hálft maraþon. Ég er hundslöpp af kvefi, alvöru hlaupari hefði verið heima en ég ákvað að láta mér nægja að fara hálft maraþon... og bara hugsa um að komast í gegnum það, klára.
Eftir maraþonið fórum við á ströndina, slökuðum á og fengum okkur að borða á Irish Pub... það er svo margt lokað núna enda ferðamannatíminn liðinn... svo það var ekki um marga staði að velja.
Við tékkuðum okkur út og keyrðum til Orlando, þar hófst búðarráp, enda þarf að landa síðustu hlutunum af listanum eða því sem komst aldrei á listann, eða er verið að setja á listann...
Við tékkuðum okkur aftur inn á Days Inn í Orlando.
Days Inn, 5858 International Drive
Orlando 32819
Phone: 407-351-2481, Room 178, 324, 208
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2015 | 00:14
Orlando - Cocoa Beach FL
Það er ekki hægt að segja annað en að við systur höfum haft nóg að gera í versluninni... við höfum verið í sól og 33 stig hita í dag. Við tékkuðum okkur snemma út af hótelinu, borðuðum morgunmat á Golden Corral. Við skruppum í FLorida Mall og svo keyrðum við til Cocoa Beach.
Við sóttum gögnin á Radisson Sas, tékkuðum okkur inn á Days Inn og fórum í Walmart að kaupa morgunmat til að borða fyrir hlaupið og þar var ýmislegt annað í góðu færi frá innkaupakerrunni.
Við borðuðum kjúkling í kvöldmat og fórum svo að undirbúa hlaupadótið.
Days Inn Cocoa Beach,
5500 North Atlantic Ave, Cocoa Beach FL 32931
Phone 321-784-2550, room 135
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2015 | 01:18
Keflavík - Orlando FL 26.11.2015
Það var heldur betur fjörug ferð sem við fórum í á fimmtudag. Hin árlega systraferð til Orlando í Space Coast Marathon yfir Thanksgiving hófst með aðeins öðrum hætti... Matthías og Indía fóru með okkur út. Lovísa og Gunni voru búin að vera úti í 10 daga, fara í krús og hvaðeina. Ekki slæmt að fara út því það snjóaði heima.
Flug til Orlando tekur 8 tíma og það tók klst í viðbót að af-ísa og undirbúa flugtak... þetta var svolitið langur tími fyrir Indíu en bara gaman hjá Matthíasi.
Flugið út gekk mjög vel, tók auðvitað á en það var ótrúlegt hvað krakkarnir í vélinni voru duglegir að hafa ofan af fyrir sér, tala saman og leika sér.
Indía svaf fyrsta eina og hálfa tímann, svo tókum við hálft maraþon eftir flugvélinni í þrjá tíma og svo svaf hún síðustu þrjá og hálfa tímana, þar til við lentum. Matthías datt út af einhverntíma á síðustu tveim tímunum hjá útlendingum á comfort class...hann átti vini um alla vél eftir þetta flug eins og Indía sem vissi nákvæmlega í hvaða sætaröðum í vélinni voru börn. Flugfreyjurnar voru í uppáhaldi hjá henni, þær komu með mat :)
Við vorum nokkuð fljót út úr vélinni, fórum í gegnum eftirlitið og tollinn, tókum töskurnar, fórum í lestina og þaegar við komum út úr henni biðu Lovísa og Gunni eftir krúttunum sínum... þó þau væru mjög þreytt þá voru litlu skinnin mjög glöð að sjá pabba og mömmu.
Víkur nú sögu að systrum... sem fengu sinn bílaleigubíl hjá NU... leigu sem skal varast í framtíðinni... fóru beint á hótelið, hentu inn töskum og fóru í Outlet til að taka þátt í "the Midnight Madness" á Black Friday... við vorum úti til kl 4 am og sváfum til 7am...
Bara versla meira á eftir...
Days Inn, 5858 International Drive, Orlando FL,32819
Phone:407-351-4410 room : 132
PS.líka að forðast þetta hótel, enginn morgunmatur
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2015 | 15:25
Keflavik - Seattle WA - Portland OR
Föstudagur 2.okt.
Ég var ekki búin að taka allt úr töskunum úr síðustu ferð svo sumt var tilbúið... en þetta er svolítið stutt á milli ferða þegar næsta flug er hátt í 9 tímar.
Flugið var um kl 5eh og við lentum í Seattle kl 2am (7eh á þeirra tíma) ég var komin í gegn um skoðun og búin að fá töskuna klst síðar og bílinn eftir enn annan tíma... og ég var 4 tíma með stoppi í Walmart á leiðinni, til Portland Oregon.
Ég sendi Bíðaranum sms að ég væri komin og sofnaði á leiðinni á koddann.
Í dag laugardag, ætla ég að versla aðeins, sækja gögnin fyrir Portland Marathon og setja helstu staðina í garminn minn.
RODEWAY INN and Suites,
10207 SW Park Way, Portland OR 97225
Phone: (503) 297-2211 room 273
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2015 | 03:26
Las Vegas NV - Seattle WA
Við þurftum að vakna snemma, vera búin að koma dótinu út í bíl og tilbúin í morgunmat kl 7am. Morgunmaturinn var frábær eins og venjulega og við vorum búin að tékka okkur út og lögð af stað kl 8:30. Fox er aðeins útúr, en við vorum komin í flugstöðina kl 9
Við áttum flug kl 11 til Seattle en það tók 2 tíma og 15 mín og það er sama tímabelti hér. Við tékkuðum okkur fyrst inn á hótelið og fórum síðan að ná í gögnin fyrir maraþonið á morgun. Þá var Walmart næsti viðkomustaður, byrgja sig upp af vatni og kaupa morgunmat fyrir hlaupið.
Fyrstu fréttir þegar ég opnaði tölvuna, voru að Joe hennar Lilju hefði dáið á meðan við flugum til Seattle. Við vorum slegin og hefðum svo sannarlega viljað hafa verið enn í Vegas til að votta samúð okkar í eigin persónu. Við sendum Lilju, Diane og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Skyway Inn Seatac
20045 International Blvd. Seatac 98198 WA
phone: (206) 878-3310 room 151
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2015 | 02:39
Las Vegas Nevada
11.júní, fimmtudagur
Við höfum verið í Vegas síðan á mánudag. Hitinn hefur verið frá 36°c til 41°c. Það hefur aðeins verið skýjað stundum og það hefur bjargað okkur frá því að grillast. Svo er hitinn hérna er þurrari svo hann virkar ekki mollukenndur.
Við heimsóttum Lilju á Sommerlin sjúkrahúsið og biðum með henni og Diane meðan Joe var í aðgerð á þriðjudaginn og í gær heimsóttum við þau bæði á spítalann. Læknirinn kíkti á Joe á meðan við vorum þar og hún var ánægð með batann... allt í áttina, sagði hún.
Í dag kíktum við á Las Vegas Blvd... The Strip og horfðum á vatnsorgelið spila þó við höfum séð það nokkrum sinnum áður og við keyrðum líka að Vegas skiltinu... skiltið er alltaf eins EN VIÐ BREYTUMST... haha
Á morgun fljúgum við til Seattle.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007