Færsluflokkur: Lífstíll
29.11.2015 | 00:14
Orlando - Cocoa Beach FL
Það er ekki hægt að segja annað en að við systur höfum haft nóg að gera í versluninni... við höfum verið í sól og 33 stig hita í dag. Við tékkuðum okkur snemma út af hótelinu, borðuðum morgunmat á Golden Corral. Við skruppum í FLorida Mall og svo keyrðum við til Cocoa Beach.
Við sóttum gögnin á Radisson Sas, tékkuðum okkur inn á Days Inn og fórum í Walmart að kaupa morgunmat til að borða fyrir hlaupið og þar var ýmislegt annað í góðu færi frá innkaupakerrunni.
Við borðuðum kjúkling í kvöldmat og fórum svo að undirbúa hlaupadótið.
Days Inn Cocoa Beach,
5500 North Atlantic Ave, Cocoa Beach FL 32931
Phone 321-784-2550, room 135
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2015 | 01:18
Keflavík - Orlando FL 26.11.2015
Það var heldur betur fjörug ferð sem við fórum í á fimmtudag. Hin árlega systraferð til Orlando í Space Coast Marathon yfir Thanksgiving hófst með aðeins öðrum hætti... Matthías og Indía fóru með okkur út. Lovísa og Gunni voru búin að vera úti í 10 daga, fara í krús og hvaðeina. Ekki slæmt að fara út því það snjóaði heima.
Flug til Orlando tekur 8 tíma og það tók klst í viðbót að af-ísa og undirbúa flugtak... þetta var svolitið langur tími fyrir Indíu en bara gaman hjá Matthíasi.
Flugið út gekk mjög vel, tók auðvitað á en það var ótrúlegt hvað krakkarnir í vélinni voru duglegir að hafa ofan af fyrir sér, tala saman og leika sér.
Indía svaf fyrsta eina og hálfa tímann, svo tókum við hálft maraþon eftir flugvélinni í þrjá tíma og svo svaf hún síðustu þrjá og hálfa tímana, þar til við lentum. Matthías datt út af einhverntíma á síðustu tveim tímunum hjá útlendingum á comfort class...hann átti vini um alla vél eftir þetta flug eins og Indía sem vissi nákvæmlega í hvaða sætaröðum í vélinni voru börn. Flugfreyjurnar voru í uppáhaldi hjá henni, þær komu með mat :)
Við vorum nokkuð fljót út úr vélinni, fórum í gegnum eftirlitið og tollinn, tókum töskurnar, fórum í lestina og þaegar við komum út úr henni biðu Lovísa og Gunni eftir krúttunum sínum... þó þau væru mjög þreytt þá voru litlu skinnin mjög glöð að sjá pabba og mömmu.
Víkur nú sögu að systrum... sem fengu sinn bílaleigubíl hjá NU... leigu sem skal varast í framtíðinni... fóru beint á hótelið, hentu inn töskum og fóru í Outlet til að taka þátt í "the Midnight Madness" á Black Friday... við vorum úti til kl 4 am og sváfum til 7am...
Bara versla meira á eftir...
Days Inn, 5858 International Drive, Orlando FL,32819
Phone:407-351-4410 room : 132
PS.líka að forðast þetta hótel, enginn morgunmatur
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2015 | 15:25
Keflavik - Seattle WA - Portland OR
Föstudagur 2.okt.
Ég var ekki búin að taka allt úr töskunum úr síðustu ferð svo sumt var tilbúið... en þetta er svolítið stutt á milli ferða þegar næsta flug er hátt í 9 tímar.
Flugið var um kl 5eh og við lentum í Seattle kl 2am (7eh á þeirra tíma) ég var komin í gegn um skoðun og búin að fá töskuna klst síðar og bílinn eftir enn annan tíma... og ég var 4 tíma með stoppi í Walmart á leiðinni, til Portland Oregon.
Ég sendi Bíðaranum sms að ég væri komin og sofnaði á leiðinni á koddann.
Í dag laugardag, ætla ég að versla aðeins, sækja gögnin fyrir Portland Marathon og setja helstu staðina í garminn minn.
RODEWAY INN and Suites,
10207 SW Park Way, Portland OR 97225
Phone: (503) 297-2211 room 273
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2015 | 03:26
Las Vegas NV - Seattle WA
Við þurftum að vakna snemma, vera búin að koma dótinu út í bíl og tilbúin í morgunmat kl 7am. Morgunmaturinn var frábær eins og venjulega og við vorum búin að tékka okkur út og lögð af stað kl 8:30. Fox er aðeins útúr, en við vorum komin í flugstöðina kl 9
Við áttum flug kl 11 til Seattle en það tók 2 tíma og 15 mín og það er sama tímabelti hér. Við tékkuðum okkur fyrst inn á hótelið og fórum síðan að ná í gögnin fyrir maraþonið á morgun. Þá var Walmart næsti viðkomustaður, byrgja sig upp af vatni og kaupa morgunmat fyrir hlaupið.
Fyrstu fréttir þegar ég opnaði tölvuna, voru að Joe hennar Lilju hefði dáið á meðan við flugum til Seattle. Við vorum slegin og hefðum svo sannarlega viljað hafa verið enn í Vegas til að votta samúð okkar í eigin persónu. Við sendum Lilju, Diane og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Skyway Inn Seatac
20045 International Blvd. Seatac 98198 WA
phone: (206) 878-3310 room 151
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2015 | 02:39
Las Vegas Nevada
11.júní, fimmtudagur
Við höfum verið í Vegas síðan á mánudag. Hitinn hefur verið frá 36°c til 41°c. Það hefur aðeins verið skýjað stundum og það hefur bjargað okkur frá því að grillast. Svo er hitinn hérna er þurrari svo hann virkar ekki mollukenndur.
Við heimsóttum Lilju á Sommerlin sjúkrahúsið og biðum með henni og Diane meðan Joe var í aðgerð á þriðjudaginn og í gær heimsóttum við þau bæði á spítalann. Læknirinn kíkti á Joe á meðan við vorum þar og hún var ánægð með batann... allt í áttina, sagði hún.
Í dag kíktum við á Las Vegas Blvd... The Strip og horfðum á vatnsorgelið spila þó við höfum séð það nokkrum sinnum áður og við keyrðum líka að Vegas skiltinu... skiltið er alltaf eins EN VIÐ BREYTUMST... haha
Á morgun fljúgum við til Seattle.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2015 | 04:41
Santa Barbara - Las Vegas
4.júní
Við höfum verið í dekri hjá Jonnu í 3 daga og um, hádegið kom að brottför. Það er alltaf erfitt að kveðja góða vini en hjá því var ekki komist. Takk innilega fyrir okkur Jonna okkar og Matti "bless í bili"
Það eru um 380 mílur til Vegas og við lentum í tveim tímafrekum umferðartöfum á leiðinni og komum ekki til Vegas fyrr en um kl 9 pm. og upp á herbergi hálftíma seinna. Hér verðum við í 2 daga áður en við förum í Grand Canyon.
Mardi Gras Hotel & Casino
3500 Paradise Road Las Vegas NV 89169
phone:702-731-2020 room 2120
http://www.mardigrasinn.com/
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2015 | 02:19
Louisville KY - Toledo Ohio
Það var grenjandi rigning þegar við vöknuðum, svo Lúlli ákvað að bíða á hótelinu. Ég fór því ein í maraþonið. Eftir maraþonið sótti ég Lúlla á hótelið og við keyrðum 300 milur norður til Toledo Ohio. Það rigndi megnið af leiðinni.
Við stoppuðum í Walmart um 5 leytið og fengum okkur kjúkling. Við komum á hótelið um kl hálf 10 um kvöldið. Vá hvað það verður gott að komast í sturtu og slaka á.
Days Inn, Toledo,
1800 Main Street, Ohio 43605
Phone: 419 666 5120 room 272
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2015 | 22:16
Indianapolis IN - Louisville Kentucky
Við sóttum bílinn, fengum æðislegan van...og keyrðum um 130 mílur suður, stoppuðum aðeins á leiðinni til að vekja okkur. Byrjuðum á hótelinu,við gistum í IN þótt hlaupið sé í KY... síðan sóttum við númerið, fórum á Golden Corall og þá passaði að fara að græja morgundaginn.
Days Inn, Jeffersonville IN
354 E Boulevard, Jeffersonville IN US 47130
phone 812 288 7100 room 222
Lífstíll | Breytt 26.4.2015 kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2015 | 00:58
Kefl - DC - Indianapolis IN
GLEÐILEGT SUMAR âº
Þetta verður langur dagur. Vaknaði kl 8 am til að vera tilbúin, mætt í Víðistaðakirkju um kl 10. það voru 7 börn fermd hjá okkur.
Ég var komin heim um hálf eitt og við brunuðum í Keflavík þar sem gamla "ástin" fékk dekur hjá Týra.
Við vorum orðin glorhungruð þegar við komum í betri stofuna. Vélin fór í loftið um kl 5 en það er 6 tíma flug til DC.
það er eins gott að hafa rúman tíma á milli fluga því taskan okkar kemur alltaf síðust og við lendum svo oft í "vesenis-biðröðum" Núna var langt á milli hliða og nauðsynlegt að hafa minnst 2 tíma... við höfðum 3... flug kl 10 á staðartíma með United.
Taskan sem við tékkuðum inn til Indianapolis kom til okkar með brotið handfang... við náðum varla að kvarta... konan fór bakvið og náði í glænýja tösku af svipaðri stærð og bauð okkur að skipta. Frábær þjónusta.
við vorum orðin ansi þreytt og tætt þegar við komumst loks á hótelið, hundfúl yfir að þurfa að borga 20 usd fyrir "fríu" hótelskuttluna.
Knights Inn, Indianapolis Airport south
4909 Knights Way, Indianapolis IN 46217
Phone 317 788 0125 room 200
Lífstíll | Breytt 26.4.2015 kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2015 | 19:26
Raleigh NC - DC - Boston MA - Keflavik
Ég reyndi aldrei að rétta tímann við... og ég er orðin svo löt að ég nenni oftast ekki út eftir maraþonin í helgarferðum. Núna borðaði ég á Wendy´s út á horni áður en ég fór á hótelið... það kom ágætlega út. Eftir sturtuna, gekk ég frá dótinu, ég átti flug snemma og þurfti að vera búin að skila bílaleigubínum kl 8 am.
Morgunmaturinn var frá 6am og eftir það var bara að koma sér í flugið. Bíllinn var frá Hertz og ég flaug með United Airlines, fyrst til DC og þaðan til Boston.
Ég flaug síðan í fyrsta (og vonandi síðasta) sinn heim með WOW air. Ég gerði þeim ekki til geðs að kaupa aukaþyngd á handfarangur og var því aðeins undir 5kg takmarkinu. Vélin var stór og greinilega ný (Freyja) en um borð var ALLT selt nema súrefnið. Ég verð að segja að ég hef flogið þónokkuð mikið en ALDREI flogið með flugfélagi sem gefur manni ekki svo mikið sem vatnssopa eða kaffi.
Í þessari nýju flugvél var ENGIN afþreying... það var gert ráð fyrir að maður kæmi með sína eigin tónlist eða myndir á eigin skjátölvu. Það er kannski frekar hægt að þola það á heimleið af því það er næturflug en hlýtur að vera skelfing á leiðinni út. Alla vega vona ég að ég þurfi aldrei að ferðast með þeim aftur og myndi ekki mæla með WOW við neinn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Við erum ennþá í fullum gangi
- Hraunflæði ógnar innviðum við Svartsengi
- Aðhald nægilegt þrátt fyrir 70 milljarða halla
- Verulegur framgangur og fjölmiðlabann í deilunni
- Ekki fylgst með hvort sömu aðilar séu ítrekað brunavaldar
- Sér ekki fyrir endann á gosinu: Nei, nei
- Starfið algjör forréttindi
- Gengið vel að verja rafmagnsmastrið
Erlent
- Erdogan fagnar handtökuskipuninni
- Finnair aflýsir 300 flugferðum vegna verkfalla
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur