Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Þjóðvegur 66 - Mother Road Route 66 videó

Þar sem ég hljóp 2 maraþon eftir hinum sögufræga þjóðvegi 66 síðustu sunnudaga, þá stóðst ég ekki að gera vídeó með myndum sem Bíðari nr 1 tók Cool

 Mother Route 66.wmv www.youtube.com 

Birt með góðfúslegu leyfi Bíðara nr.1 Kissing 

 

 


Joplin til Branson MO og þaðan til Des Moines Iowa

Branson MO, (Route 66, Commerce - Joplin 9.10.2011Lúlli tékkaði okkur út af Days Inn í Joplin á meðan ég var að hlaupa. Eftir hlaupið keyrðum við til Branson sem er með stærstu afþreygingarstöðum í USA.

Við áttum þar gjafa-gistinótt á Wilk, glæsilegu 11 hæða, 5 stjörnu hóteli með útsýni yfir stýflu og vatn (Svandís Svavars hefði orðið brjáluð)

Branson (Route 66, Commerce - Joplin 9.10.2011)Við vorum á 9.hæð, ég fékk fótaverki út á svölum. Eftir að hafa farið í sturtu, fórum við út að borða. síðan slöppuðum við bara af. Hótelið sem var allt hið glæsilegasta, var svo flott að netið fylgdi ekki með heldur varð að nota bissness center í lobbyinu... það varð nú til þess að ég nennti ekki í tölvuna, hvorki til að blogga eða hringja gegnum Skype.

Branson MO (Route 66, Commerce - Joplin 9.10.2011)Við fengum okkur morgunmat, skoðuðum okkur aðeins um og keyrðum síðan til Joplin, létum grafa á flokka-verðlauna-gripinn minn og héldum síðan norður, í átt til Minneapolis.

Við gistum á Rodeway Inn í Des Moines, sama hótel og við eyddum fyrstu nóttinni í ferðinni.

Herbergi 201


Gott að vera á Days Inn :)

Þriðjudagur 4.okt
Við skiptum um mótel, fórum í næsta hús... vorum ekki ánægð með verð, gæði og þjónustu á Super 8 :( Við erum ekki með kynþáttafordóma en þegar hótelin eru komin í eigu indverja þá drabbast þau einhvernveginn niður og allt einhvernveginn lafir saman.
Við skiptum yfir í Days Inn :) Verðum hér næstu 2 nætur.  Hitinn hérna hefur verið um 30°c og blessuð sólin hefur engin ský til að fela sig bakvið

Það er nú bara fréttnæmt að ég keypti mér 3 boli í gær... ég, konan sem er með 4 skúffur af bolum í fataskápnum heima... hehe... það eru allt hlaupabolir í öllum litum, það vantar ekki að þeir eru úr hágæða efni en þessir verða tilbreyting fyrir mig.

Við/ég missti mig aðeins í ungbarnadeildinni... hehummm... maður er nú að verða lang-amma... það verður sennilega að binda hendurnar fyrir aftan bak til að ég hætti í þeirri deild... þetta er svo ódýrt

Days Inn and Suites Springfield on  I-44,
3114 N Kentwood Avenue, Springfield, MO 65803 US
phone: 417-833-4292   room 128

Fimmtudagur 6.okt.
Við keyrðum til Joplin, erum enn í Missouri. Hér verða gögnin afhent á laugardaginn og hér er markið. Startið er í Commerce Oklahoma og þar hélt ég að við ættum pantaðar næstu 3 nætur. Ég setti mikilvæga staði inn í Garminn en uppgötvaði þá mér til mikillar skelfingar að ég hafði pantað Days Inn í Oklahoma City... Til að reyna að leiðrétta þessi mistök keyrði ég á næsta Days Inn og bað manninn að hringja þangað og afpanta... síðan fór ég á netið til að panta nýtt hótel í Commerce... en vefurinn leiddi mig alltaf á götuna Commerce í Oklahoma City... þannig voru þá mistökin gerð í upphafi. Í stuttu máli sagt - komu ekki upp nein hótel í Commerce... svo við ákváðum að vera hér á þessu Days Inn næstu 3 nætur :)

Days Inn Joplin 3500 Rangeline Road, Joplin, MO 64804 US
phone 417-623-0100   room 311

HeartHeartHeart Ingvar bróðir hefði orðið 58 ára í dag, blessuð sé minning hans


Keflavik - Minneapolis - Des Moines í gær, Springfield Missouri í dag

Það var grenjandi rigning og hífandi rok þegar við fórum af landinu. Vorum með síðustu út af tollsvæðinu en ég náði að keyra upp á þjóðveg 35 í björtu. Leiðin lá suður til Des Moines höfuðborgar Iowa, heilar 234 mílur og ég orðin þreytt þegar komið var á áfangastað... gott að komast til að hvíla sig. Við gistum á Rodeway Inn, en netið lá niðri þar svo ég komst í tölvuna.

Í morgun héldum við áfram ferðinni og 380 mílur keyrðar til Springfield Missouri. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni og teygðum úr okkur. Fyrsta stopp í Springfield var í Expo-inu... sem er það næst-minnsta sem við höfum séð, aðeins 2 borð í anddyri Hótels. Ég læt það fylgja hér að minnsta Expo-ið var þegar ég hljóp Palos Verdes í Californiu... það var 1 stóll og borð út á stétt.

Við erum nú komin á Super 8... rétt hjá markinu... en þaðan fara rúturnar kl 6:30 á startið á morgun.

Super 8  N Glenstone Ave, Springfield, MO 65803-4414 US
Phone: 1-417-8339218 room 213


Eau Clarie WI - Minneapolis MN - Keflavík Ísland

Það rignir aðeins úti núna... en við höfum verið heppin með veður til þessa. Við erum að ganga frá dótinu. Tékkum okkur út fyrir hádegi, keyrum til Minneapolis og fljúgum heim kl. 19:20... frekar snemmt sem þýðir þá að við komum ELDsnemma heim.

Tilgangur ferðarinnar heppnaðist vel, tékklistinn næstum útstrikaður, hvað er hægt að gera betur.
AMEN  Cool


Eau Claire Wisconsin

Nú fer að styttast í heimferð... Við færðum okkur nær Minneapolis í dag. Fengum smá rigningu á leiðinni annars hefur verið þurrt... veðurfræðingar klikka hér sem annars staðar.

Eau Claire er ágætis bær, við kíktum um og borðuðum áður en við fórum á hótelið.

Days Inn Eau Claire-Campus
2305 Craig Rd, Eau Claire, WI 54701 US  
Phone: 715-834-3193  room 136 (þó við notum mest skype)


Förum á morgun til Eau Claire

Höldum í áttina til Minneapolis á morgun... það rigndi smá í gærkvöldi og nokkrir dropar í morgun en svo var mátulega hlýtt og gott veður. Þetta er orðið gott, á morgun drífum við okkur af stað heim. Verðum eina nótt í Eau Claire.


Appleton Wisconsin

Ég keyrði allan gærdaginn frá Minneapolis til Appleton. Stoppaði nokkrum sinnum á leiðinni til að rétta úr mér og notaði þá tækifærið að hala inn eitthvað af því sem var á innkaupalistanum.

Appleton er hluti af samfélagi sem heitir Fox Cities og maraþonleiðin liggur gegnum þau. Við vorum heppin með gististað, virkilega gott hér.

La Quinta Inn & Suites
Appleton College Avenue 3800 West College Ave
Appleton, WI 54914
Phone: 920-734-6070   room 413


Minneapolis i gær

Við flugum til Minneapolis i gær. Flugið var 6 timar. Eg náði 3 biómyndum... 28 biómyndir i vali, en helmingurinn var þegar við flugum til New York i mai.

Við keyrðum á áttuna okkar... og þau eru alltaf svo yndisleg herna, ég hafði óvart pantað einum degi of snemma en þau löguðu bara bókunina fyrir okkur án nokkurrar greiðslu. Við erum núna að fara i morgunmat... vöfflur og fineri... svo höldum við áfram til Appleton WI á eftir.

Super 8 Roseville
2401 Prior Ave N
Roseville, MN 55113-2714 US
Phone: 1-651-6368888


Er strax farin að leita að nýrri ferð !

Það hefur alltaf verið dýrt að ferðast en hvílíkt verð á flugi núna... Það hvarflar ekki að mér að reyna þetta hópkaup með Iceland Express... og myndi ekki ferðast með þeim nema í algerri neyð, fólk heldur að það sé að gera góð kaup en það er misskilningur sem það uppgötvar síðar.

Allir dagar til allra staða í USA eru út árið á himinháu verði hjá Icelandair... það vantar meiri samkeppni, einhvern sem getur keppt við þá :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband