Færsluflokkur: Lífstíll
19.5.2011 | 14:18
Áfanganum náð - Síðasta fylkið fallið
Við flugum út á föstudag 13.maí, sluppum sem betur fer við verkfall flugumferðarstjóra. Edda, Emil og Inga Bjartey eru með okkur. Við erum á tveim litlum bílum og hjá sitt hvorri leigunni, svo við hittumst aftur eftir nokkurra tíma keyrslu á hótelinu, Quality Inn í Carneys Point NJ.
Maraþonið var hinum megin við fljótið í Wilmington Delaware. Við sóttum gögnin daginn eftir... það var fljótgert í agnarsmáu expoi. Það er þægilegt að hlaupið byrjar og endar þarna á sama stað.
Við Lúlli vöknuðum kl 4, og vorum komin á startið fyrir kl 6 til að fá bílastæði nálægt. Við hittum Steve og Paulu Boone forkólfa The 50 States Marathon Club. Þau hafa áhuga á að hlaupa Reykjavíkurmaraþon einhverntíma. Maraþonið var ræst kl 7 í 100% loftraka og mollu. Það átti að vera slétt en var tómar brekkur :/ Loftrakinn hafði þau áhrif að ég mæddist fljótt og gekk á milli og upp brekkurnar. Tíminn varð skelfilegur. Edda, Emil og Inga Bjartey biðu með Lúlla við markið, þau voru með íslenska fána bæði litla og í fullri stærð og við tókum myndir við markið. Delaware var síðasta fylkið mitt í Bandaríkjunum... Ótrúlegt en satt búin að hlaupa maraþon í þeim öllum amk einu sinni og DC að auki.
Við keyrðum þaðan áleiðis til NY og gistum á Days Inn Hillsborough NJ. Eftir að hafa verið þar 2 nætur fóru Edda og Emil til Woodstock að heimsækja Harriett. Við vorum áfram í Hillsborough. Hótelið er fínt og umhverfið ágætt. Veðurspáin fyrir vikuna var hrikaleg en það blessaðist allt... smá skúrir öðru hverju. Heimferð á morgun :)
Lífstíll | Breytt 20.5.2011 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2011 | 19:45
Æðruleysisbænin
Í haust var ég byrjuð að skrifa ritgerð um Niebuhr... en skipti honum svo út fyrir annan kall ;) Niebuhr samdi æðruleysisbænina sem flestir kunna bara helminginn af, öll er bænin svona:
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli,
þolinmæði við hluti sem taka tíma,
Þakklæti fyrir það sem ég hef,
viðþol við ströggli annarra,
frelsi til að lifa án takmarkana fortíðar minnar,
hæfileika til að þekkja ást þína til mín og ást mína til annarra og
kraft til að standa upp og reyna aftur þó það virðist vonlaust.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2010 | 19:14
Á heimleið
Við vöknuðum snemma, borðuðum morgunmat, kláruðum að pakka og vorum lögð af stað til Pittsburgh rúmlega 8. Það var um 3 klst keyrsla þangað. Við þurftum að skila bílaleigubílnum kl 13.
Fengum okkur smá bita, keyptum okkur SUBWAY í nesti.
Í þessari ferð heimsóttum við eða keyrðum í gegnum 6 fylki, keyrðum 321 mílur á austurströndinni, 886 mílur í miðríkjunum og 3 maraþon voru hlaupin - ekki slæmt það
Nú erum við á netinu á flugvellinum í Pittsburgh í boði US Airways. Við eigum flug kl 4 til Boston og heim kl hálf 10 í kvöld...
Skyldi ég ná 3 bíómyndum á leiðinni - Það er spurning
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2010 | 23:27
Selvogsgatan 18.sept. 2010
Spáin var: lítilsháttar skúrir... en við vorum ótrúlega heppnar, það komu nokkrir dropar í lokin.
Við lögðum af stað frá Bláfjallavegi rétt fyrir kl 11. Það var 8°c og strekkingur á móti og hefði verið þægilegra að ganga frá Selvoginum, en við vorum komnar á staðinn... þjónustu-fulltrúi Gengisins keyrði.
Það var drjúgur spotti upp í Kerlingarskarðið en síðan lá leiðin frekar niður á við. Ég hef ekki gengið þessa leið áður svona seint í árinu. Haustið sást ekki auðveldlega... nema berin eru ofþroskuð.
Eftir að hafa borðað nestið, losnaði um poka fyrir ber og ég næstum fyllti hann á leiðinni. Við stoppuðum alltaf stutt. Við mættum einum manni í upphafi ferðar annars var ekki sálu að sjá.
Þjónustufulltrúinn hringdi tvisvar til að vita hvernig gengi... og í seinna skiptið voru hann og Tinna stödd í réttum í Selvoginum og þegar við Berghildur höfðum skilað okkur á leiðarenda, litum við í réttirnar til að taka nokkrar myndir.
Selvogsgatan er 16 km og við vorum 5:20 á leiðinni.
Lífstíll | Breytt 19.9.2010 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2010 | 23:06
Skilum lausnum á morgun
Það var lengst að fara og erfiðast að landa þessum. Berghildur og Tinna voru með okkur... leitin tók okkur 6 klst... við rétt náðum að komast í bílinn fyrir myrkur. Þegar heim kom var Lúlli búinn að grilla og við fengum ís og ný-tínd ber í eftirrétt.
Á laugardag var svo Reykjavíkurmaraþon, heilt hjá mér og 10 km hjá Svavari
Í dag, þriðjudag fórum við Tinna að leita að síðustu þrem spjöldunum hennar nr. 23, 24 og 25.
Við vorum bara tvær... Venus kom líka með... leitin tók okkur 5 klst.
Nr 24 vafðist aðeins fyrir okkur, við týndum gönguslóðinni á tímabili og litlar tásur voru orðnar þreyttar... Venusi var skellt í bakpoka og þar sat hann hinn ánægðasti. Tinna var ákveðin í að klára ratleikinn í dag
Tinna hefur verið ótrúlega dugleg, verður 10 ára í des - Nú er hún búin að fylla út alla reitina og á morgun ætlum við að skila lausnunum inn.
Lífstíll | Breytt 30.8.2010 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2010 | 16:12
Fimmvörðuháls 9.8.2010
Við reyndum að finna besta daginn - til að fá besta veðrið. Veðrið var gott á Skógum og þar til við komum að nýja hrauninu - þá var mikil uppgufun úr því og þokuslæðingur niður fyrir Moringsheiði.
Við vorum fjögur sem gengum saman, ég, Harpa, Clara og Ágúst. Við Harpa vorum að ganga þessa leið í annað sinn en Clara og Ágúst voru að fara í fyrsta sinn.
Eins og áður, skiptir ÖLLU að hafa góðan bílstjóra og grillara sem bíður eftir manni
Við tókum strax þá ágætu ákvörðun að stoppa og anda aðeins á 3ja km fresti. Okkur sóttist ferðin vel og margir á gönguleiðinni í báðar áttir.
Það var stórkostlegt að sjá hvernig heitt öskulagið hafði formað snjóbreiðurnar upp við jöklana.
Á nýja hrauninu fann maður fyrir hitanum enda brennandi hiti nokkrum sentimetrum undir yfirborðinu og rauk upp úr götum eftir göngustafina.
Það var eins og við værum í öðrum heimi. Talsverð uppgufun og þoka varnaði því að við fengjum gott útsýni yfir Þórsmörkina en við sáum ágætlega nýju fjöllin Magna og Móða og hraunið í kring.
Ég var með Garmin-úrið og mældi leiðina 23,7 km og við vorum 8 tíma og 24 mín. á leiðinni.
Þegar komið var í Bása var grillað í yndislegu veðri, logn og blíða. Ferðin til baka gekk vel - lítið í sprænunum sem þvera veginn uppeftir...
Lífstíll | Breytt 12.8.2010 kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2010 | 13:24
Selvogsgata og Leggjarbrjótur
Ég tók Selvogsgötuna á laugardaginn... -kleppur hraðferð- 16 km á 2 tímum og 40 mín... hraðamet hjá mér.
Í gær sunnudag fór ég síðan ,,gæðaferð" á Leggjarbrjót með Hörpu, Svavari, Lovísu og Mílu. Ég mældi leiðina með Garmin-úrinu mínu og mældist leiðin 16,6 km. Við héldum vel áfram en stoppuðum smá stund á 2ja km fresti og tók ferðin 5 tíma og 35 mín
Veðrið var einu orði sagt frábært.
Við Berghildur gengum þessa leið með Ferðafélaginu fyrir nokkrum árum í þoku og mundi ég ekki eftir neinu nema Glym úr þeirri ferð... Þoku-ferð skilur sem sagt ekkert eftir sig - það er svipað og að skilja minniskortið eftir heima
PS. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá Berghildi, þá gengum við saman Leggjarbrjót í júlí 2001
Lífstíll | Breytt 20.8.2010 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2010 | 23:32
Mikið að gerast í júlí
Við hjónin eigum 35 ára brúðkaupsafmæli næsta laugardag 17.júlí og langar mig til að öll fjölskyldan gangi á Helgafellið upp úr hádegi og drekki með okkur afmæliskaffi á toppnum... Það verður ekki í fyrsta sinn sem við drekkum afmæliskaffi á toppnum því Adam hélt upp á afmæli sitt á toppnum fyrir nokkrum árum.
Þetta á eftir að vera frábært
Afmælisbörn mánaðarins eru:
Ísak Lúther Ólafsson verður 14 ára 24.júlí
afi sjóræningi..... verður 64 ára 25.júlí
Hamingjuóskir til ykkar nafnanna
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2010 | 15:32
Komin heim
Þetta var stutt ferð... þar sem ég flaug heim sama dag og ég hljóp, þá komst ég ekki í sturtu eftir hlaupið. Ég varð að tékka mig út af áttunni fyrir hlaupið, geyma dótið í skottinu á bílnum, hlaupa maraþonið, keyra til Boston, skila bílaleigubílnum og taka flugið...
Þetta gekk allt vel. Þegar ég kom til Boston fór ég á klósettið í molli rétt hjá flugvellinum, þvoði mér með þvottapoka og skipti um föt... ekkert mál
Flugið heim var 4:40mín. og ég náði að sjá 2 bíómyndir... Lovísa kom með bílinn út á völl og ég keyrði heim. Fór ekki að sofa fyrr en einhverntíma um kvöldið, þá búin að vaka í 1 og hálfan sólarhring.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2010 | 11:02
Ekki selja þær þó þið eldist
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007