Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Eau Claire Wisconsin

Nú fer að styttast í heimferð... Við færðum okkur nær Minneapolis í dag. Fengum smá rigningu á leiðinni annars hefur verið þurrt... veðurfræðingar klikka hér sem annars staðar.

Eau Claire er ágætis bær, við kíktum um og borðuðum áður en við fórum á hótelið.

Days Inn Eau Claire-Campus
2305 Craig Rd, Eau Claire, WI 54701 US  
Phone: 715-834-3193  room 136 (þó við notum mest skype)


Förum á morgun til Eau Claire

Höldum í áttina til Minneapolis á morgun... það rigndi smá í gærkvöldi og nokkrir dropar í morgun en svo var mátulega hlýtt og gott veður. Þetta er orðið gott, á morgun drífum við okkur af stað heim. Verðum eina nótt í Eau Claire.


Appleton Wisconsin

Ég keyrði allan gærdaginn frá Minneapolis til Appleton. Stoppaði nokkrum sinnum á leiðinni til að rétta úr mér og notaði þá tækifærið að hala inn eitthvað af því sem var á innkaupalistanum.

Appleton er hluti af samfélagi sem heitir Fox Cities og maraþonleiðin liggur gegnum þau. Við vorum heppin með gististað, virkilega gott hér.

La Quinta Inn & Suites
Appleton College Avenue 3800 West College Ave
Appleton, WI 54914
Phone: 920-734-6070   room 413


Minneapolis i gær

Við flugum til Minneapolis i gær. Flugið var 6 timar. Eg náði 3 biómyndum... 28 biómyndir i vali, en helmingurinn var þegar við flugum til New York i mai.

Við keyrðum á áttuna okkar... og þau eru alltaf svo yndisleg herna, ég hafði óvart pantað einum degi of snemma en þau löguðu bara bókunina fyrir okkur án nokkurrar greiðslu. Við erum núna að fara i morgunmat... vöfflur og fineri... svo höldum við áfram til Appleton WI á eftir.

Super 8 Roseville
2401 Prior Ave N
Roseville, MN 55113-2714 US
Phone: 1-651-6368888


Er strax farin að leita að nýrri ferð !

Það hefur alltaf verið dýrt að ferðast en hvílíkt verð á flugi núna... Það hvarflar ekki að mér að reyna þetta hópkaup með Iceland Express... og myndi ekki ferðast með þeim nema í algerri neyð, fólk heldur að það sé að gera góð kaup en það er misskilningur sem það uppgötvar síðar.

Allir dagar til allra staða í USA eru út árið á himinháu verði hjá Icelandair... það vantar meiri samkeppni, einhvern sem getur keppt við þá :)


Áfanganum náð - Síðasta fylkið fallið

Við flugum út á föstudag 13.maí, sluppum sem betur fer við verkfall flugumferðarstjóra. Edda, Emil og Inga Bjartey eru með okkur. Við erum á tveim litlum bílum og hjá sitt hvorri leigunni, svo við hittumst aftur eftir nokkurra tíma keyrslu á hótelinu, Quality Inn í Carneys Point NJ.

Maraþonið var hinum megin við fljótið í Wilmington Delaware. Við sóttum gögnin daginn eftir... það var fljótgert í agnarsmáu expoi. Það er þægilegt að hlaupið byrjar og endar þarna á sama stað.

Delaware 15.maí 2011Við Lúlli vöknuðum kl 4, og vorum komin á startið fyrir kl 6 til að fá bílastæði nálægt. Við hittum Steve og Paulu Boone forkólfa The 50 States Marathon Club. Þau hafa áhuga á að hlaupa Reykjavíkurmaraþon einhverntíma. Maraþonið var ræst kl 7 í 100% loftraka og mollu. Það átti að vera slétt en var tómar brekkur :/  Loftrakinn hafði þau áhrif að ég mæddist fljótt og gekk á milli og upp brekkurnar. Tíminn varð skelfilegur. Edda, Emil og Inga Bjartey biðu með Lúlla við markið, þau voru með íslenska fána bæði litla og í fullri stærð og við tókum myndir við markið. Delaware var síðasta fylkið mitt í Bandaríkjunum... Ótrúlegt en satt búin að hlaupa maraþon í þeim öllum amk einu sinni og DC að auki.

Við keyrðum þaðan áleiðis til NY og gistum á Days Inn Hillsborough NJ. Eftir að hafa verið þar 2 nætur fóru Edda og Emil til Woodstock að heimsækja Harriett. Við vorum áfram í Hillsborough. Hótelið er fínt og umhverfið ágætt. Veðurspáin fyrir vikuna var hrikaleg en það blessaðist allt... smá skúrir öðru hverju. Heimferð á morgun :)


Æðruleysisbænin

Í haust var ég byrjuð að skrifa ritgerð um Niebuhr... en skipti honum svo út fyrir annan kall ;) Niebuhr samdi æðruleysisbænina sem flestir kunna bara helminginn af, öll er bænin svona:

Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli,
þolinmæði við hluti sem taka tíma,
Þakklæti fyrir það sem ég hef,
viðþol við ströggli annarra,
frelsi til að lifa án takmarkana fortíðar minnar,
hæfileika til að þekkja ást þína til mín og ást mína til annarra og
kraft til að standa upp og reyna aftur þó það virðist vonlaust.


Á heimleið

Við vöknuðum snemma, borðuðum morgunmat, kláruðum að pakka og vorum lögð af stað til Pittsburgh rúmlega 8. Það var um 3 klst keyrsla þangað. Við þurftum að skila bílaleigubílnum kl 13.

Fengum okkur smá bita, keyptum okkur SUBWAY í nesti.

Í þessari ferð heimsóttum við eða keyrðum í gegnum 6 fylki, keyrðum 321 mílur á austurströndinni, 886 mílur í miðríkjunum og 3 maraþon voru hlaupin - ekki slæmt það W00t

Nú erum við á netinu á flugvellinum í Pittsburgh í boði US Airways. Við eigum flug kl 4 til Boston og heim kl hálf 10 í kvöld...
Skyldi ég ná 3 bíómyndum á leiðinni - Það er spurning Gasp Undecided Woundering Sleeping


Selvogsgatan 18.sept. 2010

Selvogsgatan 18.9. 2010

Spáin var: lítilsháttar skúrir... en við vorum ótrúlega heppnar, það komu nokkrir dropar í lokin.

Við lögðum af stað frá Bláfjallavegi rétt fyrir kl 11. Það var 8°c og strekkingur á móti og hefði verið þægilegra að ganga frá Selvoginum, en við vorum komnar á staðinn... þjónustu-fulltrúi Gengisins keyrði.

Varða á Selvogsgötunni 2010

Það var drjúgur spotti upp í Kerlingarskarðið en síðan lá leiðin frekar niður á við. Ég hef ekki gengið þessa leið áður svona seint í árinu. Haustið sást ekki auðveldlega... nema berin eru ofþroskuð.

Eftir að hafa borðað nestið, losnaði um poka fyrir ber og ég næstum fyllti hann á leiðinni. Við stoppuðum alltaf stutt. Við mættum einum manni í upphafi ferðar annars var ekki sálu að sjá. 

Tinna í rétt við Vogsósa 2010

Þjónustufulltrúinn hringdi tvisvar til að vita hvernig gengi... og í seinna skiptið voru hann og Tinna stödd í réttum í Selvoginum og þegar við Berghildur höfðum skilað okkur á leiðarenda, litum við í réttirnar til að taka nokkrar myndir.

Selvogsgatan er 16 km og við vorum 5:20 á leiðinni.


Skilum lausnum á morgun

BekkjarskútinnVið Svavar náðum tveim síðustu spjöldunum sl fimmtudag... það voru nr 26 og 27.
Það var lengst að fara og erfiðast að landa þessum. Berghildur og Tinna voru með okkur... leitin tók okkur 6 klst... við rétt náðum að komast í bílinn fyrir myrkur. Þegar heim kom var Lúlli búinn að grilla og við fengum ís og ný-tínd ber í eftirrétt.

 

Venus í bakpokaÁ laugardag var svo Reykjavíkurmaraþon, heilt hjá mér og 10 km hjá Svavari Whistling 

Í dag, þriðjudag fórum við Tinna að leita að síðustu þrem spjöldunum hennar Smile nr. 23, 24 og 25.

Varða eða riddari á taflborði?Við vorum bara tvær... Venus kom líka með... leitin tók okkur 5 klst.
Nr 24 vafðist aðeins fyrir okkur, við týndum gönguslóðinni á tímabili og litlar tásur voru orðnar þreyttar... Venusi var skellt í bakpoka og þar sat hann hinn ánægðasti. Tinna var ákveðin í að klára ratleikinn í dag Joyful

Tinna hefur verið ótrúlega dugleg, verður 10 ára í des - Nú er hún búin að fylla út alla reitina og á morgun ætlum við að skila lausnunum inn.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband