Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Edda með sýningu í Sjónarhóli

Kíkti til Eddu eh, það var nóg að gera hjá henni við að setja króka á myndirnar sem hún er að fara að hengja upp.  Hún verður nefnilega með sýningu í gleraugnaversluninni Sjónarhóli næsta mánuðinn... Ekkert smá flottar myndir...  Tounge


Frumburðurinn á afmæli í dag

Helga og TýriKissing  Elsta dóttirin á afmæli í dag 5.mars og er því orðin 34 ára.
VÁ... segi ekki meira...

Til hamingju með daginn Helga mín... þrátt fyrir að sorgin ráði ríkjum núna, þá birtir aftur til þegar frá líður, við lærum að lifa með henni og meta minningarnar.

Óska Emil mág líka til hamingju með daginn.


Sorgarstund

Valtýr tengdasonur minn missti móður sína, Ernu Jónsdóttur í nótt. Erna hafði háð hetjulega baráttu við krabbamein í heila síðan í október.

Á slíkri sorgarstundu er fátt hægt að segja til huggunar, ekkert sorgarferli er eins og engin uppskrift til. Blendnar tilfinningar koma upp eftir erfiða sjúkdómslegu, s.s. sorg og söknuður en líka léttir yfir að erfiðu stríði sé lokið.

Við vottum allri fjölskyldunni samúð okkar og biðjum Guð að gefa þeim styrk og kraft til að ganga í gegnum þann sorgartíma sem nú tekur við.  


Týndi sonurinn

Síðasta dæmisagan af þeim þrem í 15 kafla Lúk. er um týnda soninn. Í þessari sögu er ekki einungis glaðst yfir því að finna hinn týnda, heldur er fyrirgefið, á stundinni, án nokkurs skilyrðis.  Þessar 3 sögur um hið týnda fara stigmagnandi.

Í fyrstu sögunni týndist 1% af sauðunum, í næstu 10% af drökmunum... í þessari er það 50%.  Því maðurinn átti 2 sonu og annar týndist.

Þessi dæmisaga hefur ótrúlega mörg andlit, og horfa flestir á faðirinn sem Guð sem fyrirgefur okkur feilsporin... vegna þess að faðirinn tók syninum opnum örmum, tilbúinn að fyrirgefa allt.  Síðan getum við íhugað hvor sonanna var í raun glataður.


En hvað ef við setjum okkur sjálf sem föðurinn, getum við séð hann sem áminningu fyrir okkur, 
var hann týndur í eigin áhyggjum?  Var hann ekki svo upptekinn af því sem hann hafði misst, þ.e. syninum sem fór, að hann kunni ekki að þakka fyrir eða meta það sem hann hafði... gleymdi hann að hann átti 2 syni. Getum við tekið föðurinn sem áminningu um... að gleyma ekki þeim sem standa alltaf við hlið okkar, þeim sem vinna sín verk án möglunar og án umbunar.  

Er það nógu gott fyrir þann sem er alltaf við hlið manns, að heyra setningu eins og faðirinn sagði:
Lúk 15:31 Hann sagði þá við hann: Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt...  
Nei, ég er ansi hrædd að við verðum að gefa ,,kiðling” öðru hverju. Hrósa og verðlauna þá sem eru alltaf við hlið okkar, verðlauna þá sem standast væntingar okkar.  Eldri sonurinn kvartaði við föður sinn að hafa aldrei fengið neitt frá föður sínum. 
Takið eftir því að það er ekki fyrr en honum finnst hann settur til hliðar, að hann kvartar...


Enn eitt sjónarhorn, á það hver var virkilega týndur eða í hverju við týnum okkur.


Týnda drakman

Dæmisaga nr. 2 er dæmisagan um týndu drökmuna.  Þessi dæmisaga lætur lítið yfir sér.  Ef við teljum setningu vera frá punkti til punkts, þá er hún 3 setningar, en hún segir ótrúlega mikið. 

Lúk 15:8   Eða kona, sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega, uns hún finnur hana?
Ég veit ekki nákvæmlega hve mikils virði 1 drakma er, en við fáum strax að vita, að þessi týnda drakma er ekki sú eina sem konan á. Ég veit ekki heldur hvað lampaolían kostaði, en á þessum tíma, hún hefur örugglega verið dýrmæt. En konan byrjar strax að leita... eins og hún hafi ekkert annað að gera, eða eins og drakman færi eitthvað þó hún leitaði þegar það væri orðið bjart...

Í þessari dæmisögu hefur verðmæti hins týnda, þó það sé aðeins 1 drakma, aukist í 10% frá sögunni um týnda sauðinn.  
Ef við kíkjum á 1.vers þessa kafla þá segir þar að það eru tollheimtu-menn að hlusta.  Jesús vissi að til þess að dæmisögurnar virkuðu sem best, urðu þær að vera um málefni sem fólkið þekkti að eigin raun. Týndur peningur var betri viðmiðun en týndur sauður fyrir tollheimtumenn. 

-9- Og er hún hefur fundið hana, kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist mér, því að ég hef fundið drökmuna, sem ég týndi.
Ef konur þessa tíma hafa verið líkar konum í dag, þá er eins líklegt að, það hafi kostað hana meira en eina drökmu, að kalla saman vinkonur sínar og grannkonur. Þegar upp er staðið var konan kanski í mínus. 

-10- Ég segi yður: Þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara, sem gjörir iðrun.   Þessi saga segir okkur að það getur kostað okkur meira en það sem við týndum, að gefast ekki upp, heldur leita þar til við finnum, frekar en að sætta sig við að týna og láta það bara eiga sig.

Aðalmálið er að finna hið týnda og bjarga því frá eilífri glötun. 


Ríki maðurinn og Lasarus

Jesús sagði allt í dæmisögum og ein þeirra fjallar um ríka manninn og Lasarus. Dæmisögur hafa þann eiginleika að geta talað inn í margar aðstæður, þær er hægt að túlka á margan hátt. En Jesús hlýtur að hafa haft einhverja sérstaka meiningu í huga þegar hann sagði hverja og eina þeirra.

Sagan um ríka manninn og Lasarus í Lúk.16:19 fjallar ekki um að einhver hafi sankað að sér auð, hvort sem það var á heiðarlegan eða óheiðarlegan hátt og að sá fátæki væri hlunnfarinn af þeim ríka.
Nei, ríkidæmi ríka mannsins felst í því að hann og bræður hans voru gyðingar, þeir áttu fyrirheit Guðs - Lögmál Móse og spámennina. Fátækt Lasarusar fólst í því að hann var heiðingi.

Gyðingar kölluðu heiðingja ,,hunda" og þessi dæmisaga og Mark 7:26 segir að heiðingjar vildu gjarnan seðja sig á því sem félli af borðum gyðinga. Þeir vildu þiggja molana (fróðleiksmolana) sem eru Guðs orð en gyðingar héldu því fyrir sig.
Mark.7:26 Hverjir voru fátækir?  
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/659218/

Ríkidæmið og fátæktin í sögunni er því andlegt en ekki veraldlegt.


Gunni 25 ára

HPIM0699
Heart Gunnar tilvonandi tengdasonur á afmæli í dag 21.febr. Hann er 25 ára. Hann og heimasætan búa hér heima... en verða bráðum frjáls og óháð... þ.e. þegar þau flytja á Keilissvæðis í apríl.

Innilega til hamingju með daginn Kissing

Hafðu það sem best...


Guðs ríki

Í Mark 9:1 segir Jesús við lærisveina sína. Sannlega segi ég yður: Nokkrir þeirra, sem hér standa, munu eigi dauða bíða, fyrr en þeir sjá Guðs ríki komið með krafti.
Lærisveinarnir töldu að þeir myndu lifa að sjá endurkomu Jesú en Jesús hefur verið að tala um úthellingu heilags anda á Hvítasunnudag. 
Í Lúk 17:20 spurðu farisear Jesú hvenær Guðsríki kæmi... og hann sagði: Guðs ríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður.

Getur verið að menn almennt hafi talið ,,Guðsríki" og ,,Himnaríki" vera hið sama... og þýðingarvandamál eða seinnitíma misskilningur hafi viðhaldið þessum misskilningi.
Páll segir í Róm. 14:17... Því ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda.
Og í 1.Kor 4:20 segir Páll... Því Guðs ríki er ekki fólgið í orðum, heldur í krafti.

Það segja margir að þegar þeir opni hjarta sitt fyrir fagnaðarerindinu og taki við Jesú, þá breytist allt. Heimurinn er sá hinn sami, breytingin er innra með hverjum og einum. Við verðum nýjar manneskjur. Það má því segja að í þessari umbreytingu göngum við inn í Guðs ríki, þó við séum enn á jörðu.


Er ekki betra að vera í lítilli íbúð og halda henni!

Sennilega eru margir sem vildu skipta við Rakel, losna við sína eign og minnka við sig og geta haldið íbúðinni.
Rakel kvartar yfir því að vanta herbergi... hér kemur ráð sem ótal foreldrar hafa notað. Það er að láta eldra barnið fá hjónaherbergið og sofa sjálf í stofunni.
mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði...

Æj... þetta eru mikil vonbrigði, en hvað um það, það þýðir ekki að deila við dómarann. Ég hafði svo sannarlega vonað að Íslendingarnir OKKAR kæmust alla leið á endastöðina. Svona ævintýraferð krefst ógurlegs undirbúnings, en enginn getur ráðið við veðrið.
Eitthvað hafa hitatölurnar skolast til því samkvæmt veðri Yahoo á Mbl.is er 22°c frost  eða -7 á Farenheit í Nome.
http://weather.yahoo.com/Nome-Alaska-United-States/USAK0170/forecast.html


mbl.is Hætt keppni í Alaska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband