Leita í fréttum mbl.is

Guðs ríki

Í Mark 9:1 segir Jesús við lærisveina sína. Sannlega segi ég yður: Nokkrir þeirra, sem hér standa, munu eigi dauða bíða, fyrr en þeir sjá Guðs ríki komið með krafti.
Lærisveinarnir töldu að þeir myndu lifa að sjá endurkomu Jesú en Jesús hefur verið að tala um úthellingu heilags anda á Hvítasunnudag. 
Í Lúk 17:20 spurðu farisear Jesú hvenær Guðsríki kæmi... og hann sagði: Guðs ríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður.

Getur verið að menn almennt hafi talið ,,Guðsríki" og ,,Himnaríki" vera hið sama... og þýðingarvandamál eða seinnitíma misskilningur hafi viðhaldið þessum misskilningi.
Páll segir í Róm. 14:17... Því ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda.
Og í 1.Kor 4:20 segir Páll... Því Guðs ríki er ekki fólgið í orðum, heldur í krafti.

Það segja margir að þegar þeir opni hjarta sitt fyrir fagnaðarerindinu og taki við Jesú, þá breytist allt. Heimurinn er sá hinn sami, breytingin er innra með hverjum og einum. Við verðum nýjar manneskjur. Það má því segja að í þessari umbreytingu göngum við inn í Guðs ríki, þó við séum enn á jörðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Bryndís, þegar höfundur Mt las Mk 9.1 þá varð þetta útkoman:

Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns með englum sínum og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans. Sannlega segi ég ykkur: Nokkrir þeirra sem hér standa munu ekki mæta dauða sínum fyrr en þeir sjá Mannssoninn koma í ríki sínu.“ (Mt 16.27-28)

Þetta er klárlega ekki eitthvað andlegt himnaríki, heldur heimsendi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.2.2009 kl. 00:38

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Hjalti Rúnar,
Já, ég hélt líka einusinni að þarna gæti verið átt við hinn endalega dauða á dómsdegi... en samkvæmt orðum Jesú, er Guðs ríki ,,innra" með manni.

Bryndís Svavarsdóttir, 17.2.2009 kl. 00:49

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Bryndís, já, samkvæmt höfundi Lúkarsarguðspjalli er það annað hvort á meðal eða innra með einhverjum. En þú hlýtur að sjá að í Mt er ekki um eitthvað sem er innra með manni að ræða.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.2.2009 kl. 00:53

4 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Hjalti Rúnar,
Dómsdagur mun ekki fara framhjá neinum, en Jesús segir í Lúk: Guðs ríki kemur ekki þannig að á því beri. Hvernig túlkar þú það?

Bryndís Svavarsdóttir, 17.2.2009 kl. 00:57

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég túlka það þannig að Lk er að skrifa svo seint að hann þarf að reyna að bjarga þessum misheppnuðu heimsendaspám með því að reyna að túlka þær upp á nýtt, alveg eins og aðventistar tala núna um að árið 1844 hafi Jesús gengið inn í hið allra heilagasta á himnum (eða eitthvað þannig) og vottar segja núna að Jesús hafi byrjað að ríkja sem konungur á himnum árið 1914.

Hvernig túlkar þú Mt 16.27-28?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.2.2009 kl. 01:29

6 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Í Mt. 16:28 segir: ,,Sannlega segi ég yður: Nokkrir þeirra, sem hér standa, munu eigi dauða bíða, fyrr en þeir sjá Mannssoninn koma í ríki sínu."
Ég er sammála þér að þeir virðist ekki vera að tala um sama hlutinn, samt sem áður virðist þetta vera sagt við sama tækifæri...
Ég er farin að hallast á þýðingar og merkingarvandamál með þetta orðalag ,,Guðs ríki"... því í Matt 12:28 segir: ,, En ef ég rek illu andana út með Guðs anda, þá er Guðs ríki þegar yfir yður komið."

Farisearnir í Lúk. 17:20 spurðu um ,,Guðs ríki" en í Matt. 16:27 talar Jesús um ,,ríki sitt"... en báðar setningarnar segja að einhverjir lærisveinanna verði enn á lífi þegar þetta gerist.
Vegna þess að Jesús er ekki kominn enn hljóta orð hans að hafa skolast eitthvað til hjá mönnum, því við trúum orðum Krists.

Bryndís Svavarsdóttir, 17.2.2009 kl. 11:41

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hljóta orðin að hafa skolast eitthvað til? Áttu við að Jesús hafi ekki sagt það sem stendur í Mt 16.27-28? Hvað þýðir koma Mannssonarins að þínu mati?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.2.2009 kl. 15:59

8 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Hjalti Rúnar,
Bæði guðspjöllin segja frá orðum Jesú, en þeim ber ekki saman. Hvoru þeirra ber að trúa? Fyrir þá sem skrifuðu guðspjöllin var Guðs orð heilagt, menn breyttu því ekki eftir eigin höfði til að redda einhverju. Þess vegna er ekki ólíklegt að í þessum orðum felist einhver merkingarmunur.
Matteusarguðspjall er ekki samkvæmt sjálfu sér varðandi Guðs ríki, eins og ég skrifaði fyrir ofan. Í 16:27-28 segir að Jesús komi í ríki sínu, en í 12:28 kemur Guðs ríki yfir mann.
Ef Matt. er að tala um sama hlutinn þ.e. Guðs ríki, þá er það ekki túlkað eins í bæði skiptin.
Ég tel að koma Mannsonarins verði á Dómsdegi.

Bryndís Svavarsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:11

9 identicon

amen

Brúnkolla (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband