Leita í fréttum mbl.is

Er ekki betra að vera í lítilli íbúð og halda henni!

Sennilega eru margir sem vildu skipta við Rakel, losna við sína eign og minnka við sig og geta haldið íbúðinni.
Rakel kvartar yfir því að vanta herbergi... hér kemur ráð sem ótal foreldrar hafa notað. Það er að láta eldra barnið fá hjónaherbergið og sofa sjálf í stofunni.
mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fjallar nú ekki eingöngu um herbergjaskiptan. Það er ekkert sérlega upplífgandi að skuldasöfnun aukist jafnt og þétt af því að „eiga“ íbúð. Fyrir hinn sauðsvarta almúga er þetta ævisparnaðurinn og grátlegt að verðtryggingin fari svona með hann.

evasol (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 10:21

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæl Eva Sól,
Ég veit að þetta er grátlegt, en þegar flestir eru að berjast við að halda eignum sínum, þá kom það frekar klaufalega út í greininni að konan vildi fremur skulda meira ,,vera í verri skuldastöðu" fyrir stærri íbúð.

Bryndís Svavarsdóttir, 12.2.2009 kl. 11:20

3 Smámynd: TARA

Alveg sammála þér Bryndís....betra að vera í lítilli íbúð og borga minna....og segir ekki máltækið, þröngt mega sáttir sitja !!

TARA, 12.2.2009 kl. 12:16

4 identicon

Jú vissulega eru margir í verri stöðu en Rakel en það er ekki þar með sagt að hún megi ekki láta sína skoðun í ljós og útskýra aðstöðu sína.

Málið snýst um hvað það er óréttlátt að fólk sem hefur alltaf staðið í skilum á sínum málum er að missa allt útúr höndunum vegna aðstæðna sem það ræður ekkert við og í staðinn fyrir að fá að greiða niður sín lán á okurvöxtum fær fólk ekki einu sinni að gera það í friði. Lánin bara hækka og hækka og ríkisstjórnin gerir ekkert til að stöðva að allt fari í óefni.

Bergur Jónsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 12:57

5 identicon

Já auðvitað er leiðinlegt að þurfa að búa þröngt, en til eru margir miklu verri kostir.  Jú ég viðurkenni alveg að ég væri alveg til í að búa í stærri íbúð og hafa meira pláss fyrir mig og mína, en aðstæður leyfa það bara ekki. Þ.a.l sættir maður sig við það og þakkar bara fyrir að skulda ekki meira (þ.e. að geta haldið íbúðinni).  Vorkenni frekar fólki sem er tiltölulega nýbúið að kaupa sér íbúð og sér engan veginn fram á að geta borgað skuldirnar. Þegar ég hugsa til þess fólks, þá er ég bara ánægð með að hafa flutt mig og manninn í barnaherbergið (sem er pínkulítið) og látið drengina fara í gamla hjónaherbergið.

Ég veit ekki betur en svo að fjölskylda föður míns (sem voru foreldar með 8 börn og amman bjó á heimlinu) hafi búið í álíka stórri íbúð og ég er að kvarta yfir að sé of lítil í dag (og við erum bara 4).

 Auðvitað er ekkert gaman að búa þröngt, en það er til margur verri kosturinn en það.

S. Andrea Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband