Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
21.10.2008 | 15:40
Hver sagði hvað?
Ég var að blogga við færslu hjá Mofa (Handrit Nt) og datt í hug að setja hana sem sér færslu hjá mér. Það er alls gert lítið úr Biblíunni, þó við ræðum um hana... við eigum að fagna allri umræðu.
Vegna þess hve handritin voru mikið lesin, slitnuðu þau og þurfti að afrita þau... Menn vanvirtu ekki Guðsorð með því að henda gömlu ritunum heldur voru þau grafin í leirkrúsum... Þess vegna eiga fræðimenn tiltölulega auðvelt með að sjá breytingar á þeim. Það er því staðreynd að þau breyttust... og menn sjá fjölda viðbóta.
Mörg bréfanna í Nt eru talin samsett, Rómv.bréfið er talið vera 3 bréf, 2Kor líka og ég man ekki hver fleiri. Menn telja sig sjá skilin á umræðuefni og eins ef það koma kveðjur í miðju bréfi og fl.
Þrátt fyrir þetta missir Biblían ekki gildi sitt fyrir kristinn mann.
Mofi segir að það verði að fara rétt með það sem Jesús segir...þar er ég hjartanlega sammála... en margir leggja Jesú orð í munn.
Ef ég slæ inn orðinu ,,kjöt" í biblíulykilinn (1981) er ekkert vers í guðspjöllunum sem inniheldur það orð. Við orðinu ,,svín" er ekkert samhengi við svínakjöt - heldur illu andana sem vildu fara í svínin og svínin í sögunni um týnda soninn.
Ég gat t.d. ekki fundið tilvitnun þar sem Jesús sagði að það mætti ekki borða svínakjöt... af því Mofi nefnir það í athugasemd fyrir ofan... en það má benda mér á hana.
Nú er ég alls ekki að draga trú neins, við eigum að rannsaka ritninguna og ræða hana á vinsamlegum nótum, með kærleika til hvers annars í hjarta... þannig lærum við að skilja hana betur.
21.10.2008 | 01:19
Þeir eru ekki í lagi!
Ekki í fyrsta sinn sem Bretarnir sýna okkur yfirgengilega frekju. Þeir ætlast til að allir aðrir sitji og standi eins og þeim þóknast... og það er ekki í fyrsta sinn í heimssögunni. Þeir klufu sig út úr kirkjunni, stofnuðu Ensku Biskupakirkjuna á sínum tíma... og þegar við, Íslendingar létum prenta Biblíuna fyrir okkur í denn ,,kúguðu" þeir okkur til að sleppa Apókrýfu ritunum úr Biblíunni... en án þeirra fengum við Biblíuna hræódýra.
Þau rit sem eru kölluð Apókrýfur... sem er dregið af gríska orðinu Apókrýfa ,,að hylja"... eru þau rit sem voru í grísku þýðingu Gt (LXX frá 2.öld f.Kr.)... en voru ekki í hinum hebresku ritum Gyðinga. Marteinn Lúther hafði Apókrýfubækurnar aftast í Gt. Ritin voru upphaflega flest skrifuð á hebresku.
Apókrýfubækurnar voru í Guðbrandsbiblíu 1584 og Biblíunum sem voru gefnar út 1644, 1734, 1747 en ekki í þeim útgáfum sem Breska biblíufélagið kostaði frá 1813. Voru Apókrýfubækurnar síðast hluti af Íslensku Biblíunni árið 1859 (Reykjavíkurbiblíunni).
Apókrýfubækurnar komu út í sérútgáfu 1931 og aftur 1994 og í nýjustu útgáfu Biblíunnar 2007 er þær aftur komnar aftast í Gamla testamentið. (námsefni frá GAJ)
Það er spurning hvort þetta pirri tjallann... nú er síðasta vígið fallið... þeir kúga okkur ekki lengur.
![]() |
Landsbanki í slæmum félagsskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2008 | 13:03
Er Guð við stjórn?
Það var ekki fyrr en ég kynntist ,,sértrúarsöfnuði" sem ég heyrði fyrst að fólk sagði að annað fólk(sem söfnuðurinn taldi vantrúaða) kenndi Guði um allar hörmungar heimsins. Á meðan ég lifði og hrærðist innan um þessa ,,vantrúuðu" hafði ég aldrei heyrt þetta. SKRÝTIÐ.
Eftir að hafa lesið um ótrúlegustu hluti í Biblíunni sé ég að heimurinn hefur alltaf verið svona... það eru bæði vond og góð öfl í heiminum. Þó Guð hafi skapað heiminn - þá gaf hann okkur frjálsan vilja og þessi vilji er ekki alltaf góður...ÞVÍ MIÐUR. Eiginhagsmunir og valdagræðgi komast oft lengst og troða á flestum þegar hún er framkvæmd í nafni trúar. Guð getur ekki verið við stjórn og gefið okkur frjálst val um leið... ef hann stjórnar - er ekkert val.
Þó einhver fylgi ákveðinni trúarhefð eða hópi - þýðir það ekki að sá hinn sami geri allt rétt. Enginn gerir allt rétt - samt segir Jesús að hann eigi fólk ... eins og hann orðar það ... í öðrum sauðabyrgjum.
Jóh 10:16
Ég á líka aðra sauði, sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir.
Ef allir trúarhópar gera eitthvað rangt, þá hlýtur eitthvað eitt að sameina þá sem Guðsfólk...
Matt 5:8 segir: Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá...
![]() |
Máli gegn guði almáttugum var vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 14:02
Ólíkar hefðir trúarbragðanna
Við gistum núna á Econo Lodge og eigendurnir eru indversk hjón. Einn morguninn þegar við voru að fara út og Bíðari nr.1 var eitthvað að leita á garminum, þá tók ég eftir því að Indverjinn stóð fyrir utan dyrnar. Hann snéri að götunni og húsinu á móti og baðaði út höndunum.
Ég hélt fyrst að hann væri að tala við einhvern með þessu handapati, en þá tóku við aðrar kúnstir og hann snéri sér m.a. í þrjá hringi. Hann var að framfylgja sinni trúarhefð, sennilega að biðja fyrir nýjum degi. Það skipti hann engu máli að tugir ef ekki hundruðir bíla keyrðu framhjá 5-10 metrum frá honum og fjöldi manns gengi hjá... hann var einn með sínum guði eða guðum.
Ég gat ekki annað en dáðst að því að umheimurinn skipti hann engu í samskiptum hans við guðinn eða guðina sína. Við hin kristnu leynum ekki beint trúnni en við opinberum hana ekki á þennan hátt... kanski erum við sífellt með þessi orð Jesú á bakvið eyrað...
Matt 6:5 Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
Við vitum að Jesús var að tala um gyðinga sem báðust fyrir með hrópum og köllum á götuhornum og börðu sér á brjóst og tilgangur þeirra var að vekja athygli á sér.
Indverjinn aftur á móti gaf ekkert hljóð frá sér en framkvæmdi þá siði sem honum bar samkvæmt trúnni...
Vegna þess að maðurinn er Indverji - þá vissi ég að athöfnin var trúarleg, ef hann hefði verið hvítur - hefði ég talið hann eitthvað skrítinn
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 13:37
Einfaldara getur það ekki verið
Róm 10:9
Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.
Getur það verið einfaldara... bara að játa trúna og trúa... og himnaríki er þitt. Málið er að við eigum sjálf erfitt með að trúa að það hangi ekki meira á spýtunni. Við erum nefnilega ósjálfrátt alltaf að meta okkur við aðra. þ.e. telja þeirra afbrot verri en okkar... eins og fariseinn í Lúkasarguðspjalli...
Lúk 18:11
Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir með sjálfum sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður.
Hver erum við að dæma hvort annað, en það þýðir ekkert að loka augunum fyrir að við gerum það... bæði í orði og hugsun. Fariseinn taldi sig vera betri því hann var gyðingur... hann var fæddur inn í samfélag sem átti fyrirheit Guðs, en hvað sagði tollheimtumaðurinn...
Lúk 18:13
En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins, heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð, vertu mér syndugum líknsamur!
Tollheimumaðurinn bað til sama Guðs. Sá sem okkur virðist vera langt frá Guði... getur verið miklu nær honum en við. Trúin í hjarta og á vörum mannsins er mælistika sem manni virðist að mælt verði eftir. Það getur varla verið einfaldara - en samt eigum við fullt í fangi með það.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 13:31
Hið týnda...
Í þessum ólgusjó sem heimurinn og þar með landinn siglir í núna, dugar ekki annað en að reyna að stíga ölduna... passa að kastast ekki út fyrir og fókusera á það sem er dýrmætast fyrir okkur... því líklega ,,týnum" eða töpum við öll einhverju.
Í Lúkasarguðspjalli, 15.kafla segir Jesús 3 dæmisögur í röð sem fjalla um það sem er týnt eða glatað. Þar sem sögurnar standa saman hljóta þær að tengjast.
Lúk. 15:4 Týndi sauðurinn
Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann? Einn af hundraði eða 1% finnst okkur ekki hátt hlutfall, og margir myndu hugsa : Hvað ef hinir 99 myndu týnast á meðan. Var það þá þess virði að hafa áhyggjur af þessu eina prósenti sem var týnt. En dæmisögur verða að vera á sama plani og hlustendurnir.
Allir hafa áheyrendur Jesú þurft að hafa fyrir því að eiga í sig og á, flestir á þessum tíma voru hirðar, sem skildu að hver sauður var dýrmætur. Það kostaði tíma og erfiði að halda þeim saman og leita þeirra sem týndust en gleðin yfir að hafa fundið þann týnda, gerði það þess virði.
Eða kona, sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, ég veit ekki nákvæmlega hve mikils virði 1 drakma er í dag, en við fáum strax að vita, að þessi týnda drakma er ekki sú eina sem konan á... kveikir hún þá ekki á lampa,við vitum ekki hvað lampaolían kostaði, en á þessum tíma, hún hefur örugglega verið dýrmæt... sópar húsið og leitar vandlega, uns hún finnur hana? Eins og konan hafi ekkert annað að gera, eða eins og drakman færi eitthvað þótt hún leitaði þegar það væri orðið bjart....
Í þessari dæmisögu hefur verðmæti hins týnda, þó það sé aðeins 1 drakma, aukist í 10%. Og ef við kíkjum á 1. vers, segir þar að það eru tollheimtumenn að hlusta. Jesús vissi að til þess að dæmisögurnar virkuðu best, yrðu þær að vera um málefni sem fólkið þekkti að eigin raun. Peningar voru besta viðmiðunin fyrir tollheimtumenn.
Og þegar konan hefur fundið drökmuna, kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist mér, því að ég hef fundið drökmuna, sem ég týndi. Ef konur þessa tíma hafa verið líkar konum í dag, þá er eins líklegt að, það hafi kostað hana meira en eina drökmu, að kalla saman vinkonur sínar og grannkonur. Þegar upp er staðið var konan kanski í mínus.
Þessi saga segir okkur að það getur kostað okkur meira en það sem við týndum, að gefast ekki upp og leita þar til við finnum, heldur en að týna og láta það bara eiga sig... eins getur verðlítill hlutur verið verðmikill í okkar augum.
Lúk.15:11 Týndi sonurinn
Saga sem allir þekkja og fjallar um soninn sem fékk arfinn fyrirfram og sóaði honum í rugl og vitleysu... sem er mjög auðvelt, við erum með meistaragráðu í óhófi og eyðslusemi. Ekki er hann sá eini sem hefur misst peningavitið. En maðurinn átti 2 sonu, verðmæti hins glataða er orðið 50%. Maðurinn var ríkur en tap hans var ekki eignatjónið, sonurinn var dýrmætari en peningarnir. Börnin okkar eru dýrmætasta eignin.
Í öllum sögunum er glaðst yfir því að finna hið týnda, hvort sem það var lítill eða stór hluti af eignum manns. Í tveim fyrri sögunum týndust verðmæti er vörðuðu afkomu manna og eignir... og okkur sýnt fram á að við erum reiðubúin til að leggja mikið á okkur til að endurheimta þær -en í sögunni um týnda soninn er ekki einungis glaðst yfir því að finna hinn týnda, heldur er fyrirgefið, á stundinni, án nokkurs skilyrðis...
Gleðin yfir því að syninum tókst að fóta sig á ný, yfirgnæfir allt.
Allar dæmisögurnar fjalla í raun um okkur - hversu týnd við erum án Jesú, að við erum öll jafn verðmæt og að hann fyrirgefur okkur allt, án skilyrða ef við biðjum um það.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 13:50
Gjörið iðrun - takið sinnaskiptum
Matt 4:17
Upp frá þessu tekur Jesús að prédika og segja: Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd.
Síðasta útgáfa Biblíunnar, þ.e. frá 1981, þýddi ,,gjörið iðrun" en ný útgáfa Biblíunnar þýðir ,,takið sinnaskiptum".
Nýja þýðingin er réttari því gríska orðið metanoeo merkir að skipta um hugarfar eða tilgang... nákvæmlega það sem Jesús vildi. Gyðingar ríghéldu í erfikenningar sínar, heiðingjar héldu í steinguði sína og heimspekingar trúðu á speki og þekkingu...
Matt 4:18
Hann [Jesús] gekk með Galíleuvatni og sá tvo bræður, Símon, sem kallaður var Pétur, og Andrés, bróður hans, vera að kasta neti í vatnið, en þeir voru fiskimenn.
Matt 4:19
Hann sagði við þá: Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.
Gyðingar áttu að hætta að hugsa einungis um eigin frelsun - þeir áttu menn að veiða. Orð Guðs er fyrir alla. Jesús prédikaði í kærleika, án þess að þræta um þær kenningar sem menn aðhylltust... en sagði takið sinnaskiptum, opnið augun fyrir því sem skiptir raunverulega máli.
Himnaríki er í nánd - Enginn breytir neinu eftir dauðann, valið er á þessari jörð.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2008 | 22:41
Hverjir voru fátækir?
Matt 11:5
Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi.
Eins og sjá má á færslunni á undan, sendi Jesús þessa orðsendingu í fangelsið til Jóhannesar skírara. Jesús telur upp hvert kraftaverkið af öðru og þau fara stigmagnandi... dauðir rísa upp... og fátækum er flutt fagnaðarerindi... Það hlýtur að hafa talist mesta kraftaverkið.
Þá vaknar spurningin: Hverjir voru fátækir?
Hinir fátæku voru þeir sem þekktu ekki Guð. Gyðingar áttu að breiða út orð Guðs en þeir héldu því fyrir sig... Við getum séð það á sögunni um Fönísku konuna að heiðnir þráðu að eignast hlutdeild í trúnni og vildu fylgja Guði. Þeir reyndu að hirða upp orðið... þá fróðleiksmola sem féllu á vegi þeirra.
Mark. 7:25-29Kona ein frétti þegar af honum [Jesú] og kom og féll honum til fóta, en dóttir hennar hafði óhreinan anda. Konan var heiðin, ættuð úr Fönikíu sýrlensku. Hún bað hann að reka illa andann út af dóttur sinni.
Hann sagði við hana: Lofaðu börnunum (gyðingum) að seðjast fyrst, ekki sæmir að taka brauð (orð Guðs) barnanna (þ.e. gyðinga) og kasta því fyrir hundana (heiðingjana).
Hún svaraði honum: Satt er það, herra, þó eta hundarnir undir borðinu af molum barnanna. Og hann sagði við hana: Vegna þessara orða skaltu heim snúa, illi andinn er farinn úr dóttur þinni.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 20:08
Trú þín bjargar þér...
Matt. 11:1-6
Þá er Jesús hafði mælt svo fyrir við lærisveina sína tólf, hélt hann þaðan að kenna og prédika í borgum þeirra. Jóhannes heyrði í fangelsinu um verk Krists. Þá sendi hann honum orð með lærisveinum sínum og spurði: Ert þú sá, sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars? Jesús svaraði þeim: Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem þér heyrið og sjáið: Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi.
Og sæll er sá, sem hneykslast ekki á mér.
Manninum er eðlislægt að efast um alla hluti. Jafnvel þó við höfum kraftaverkin fyrir framan okkur - vilja ekki allir samþykkja að Guð standi á bakvið þau. Er sama hvaðan gott kemur? Ekki eru allir sammála um það. Það er stundum orðað þannig að maður selji sál sína fyrir stundargróða.
Ég sat hér og horfði á þátt með Benný Hinn. Margir telja hann loddara en skiptir það máli. Hann boðar trú á Jesú Krist og engan annan. Þegar öllu er á botninn hvolft - þá er það ekki Benný Hinn sem læknar fólkið... Það er trú fólksins sem læknar það...
Jesús sagði alltaf, trú þín hefur bjargað þér og á einum stað gerði hann ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar fólksins. Jesús er sá sem við eigum að beina sjónum okkar að - hann er sá sem kom, sá og sigraði og kemur aftur... og þegar hann kemur aftur - er það trú þín sem bjargar þér.
Matt 9:22
Jesús sneri sér við, og er hann sá hana, sagði hann: Vertu hughraust, dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Og konan varð heil frá þeirri stundu.
Lúk 18:42
Jesús sagði við hann: Fá þú aftur sjónina. Trú þín hefur bjargað þér.
Matt 13:58
Og hann gjörði þar ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar þeirra.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2008 | 20:47
Eru kristnir verri en aðrir?
Presturinn minn sagði einu sinni við mig eitthvað á þessa leið : Ég vil bara segja þér það strax, að þú átt eftir að verða fyrir mestum vonbrigðum með kristna fólkið."
Mér fannst þetta mjög undarleg athugasemd og vissi eiginlega ekki á hvaða hátt vonbrigðin yrðu.
En mikið rétt... með tímanum komu vonbrigðin fram... ekki vegna þess að kristið fólk sé verra en annað fólk - heldur vegna þess, að vegna trúarinnar ætlast maður til þess að það sé betra en annað fólk.
Sannleikurinn er hins vegar sá að það eina sem kristnir hafa fram yfir trúlausa og vantrúaða er JESÚS. Að öðru leyti erum við eins. Trúlausir eða fólk annarrar trúar en kristni geta borið miklu meiri kærleika í hjarta sér en maður sem segist vera kristinn. Og oft finnst mér þeir sem segjast vera trúlausir, vera umburðarlyndastir... en það eru öfgar á báðum endum... þar sem menn dæma aðra hart, bæði trúaðir og vantrúaðir.
Kristin trú er persónulegt samband við Guð en ekki við trúarleiðtogann eða spámanninn!
Margir trúarleiðtogar eru einungis að skýla sér bak við trú en allur þeirra tilgangur er að nota sér trúgirni annarra í ábataskyni. Síðan er öll trúarhreyfingin dæmd vegna þessa.
Þetta á ekki bara við kristni, fjöldi trúarhreyfinga um allan heim hafa átt slíka leiðtoga.
Trúmál og siðferði | Breytt 2.10.2008 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007