Leita í fréttum mbl.is

Hver sagði hvað?

Ég var að blogga við færslu hjá Mofa (Handrit Nt) og datt í hug að setja hana sem sér færslu hjá mér. Það er alls gert lítið úr Biblíunni, þó við ræðum um hana... við eigum að fagna allri umræðu.

Vegna þess hve handritin voru mikið lesin, slitnuðu þau og þurfti að afrita þau... Menn vanvirtu ekki Guðsorð með því að henda gömlu ritunum heldur voru þau grafin í leirkrúsum... Þess vegna eiga fræðimenn tiltölulega auðvelt með að sjá breytingar á þeim. Það er því staðreynd að þau breyttust... og menn sjá fjölda viðbóta.

Mörg bréfanna í Nt eru talin samsett, Rómv.bréfið er talið vera 3 bréf, 2Kor líka og ég man ekki hver fleiri. Menn telja sig sjá skilin á umræðuefni og eins ef það koma kveðjur í miðju bréfi og fl. 
Þrátt fyrir þetta missir Biblían ekki gildi sitt fyrir kristinn mann.
Mofi segir að það verði að fara rétt með það sem Jesús segir...þar er ég hjartanlega sammála... en margir leggja Jesú orð í munn.

Ef ég slæ inn orðinu ,,kjöt" í biblíulykilinn (1981) er ekkert vers í guðspjöllunum sem inniheldur það orð. Við orðinu ,,svín" er ekkert samhengi við svínakjöt - heldur illu andana sem vildu fara í svínin og svínin í sögunni um týnda soninn.
Ég gat t.d. ekki fundið tilvitnun þar sem Jesús sagði að það mætti ekki borða svínakjöt... af því Mofi nefnir það í athugasemd fyrir ofan... en það má benda mér á hana. 

Nú er ég alls ekki að draga trú neins, við eigum að rannsaka ritninguna og ræða hana á vinsamlegum nótum, með kærleika til hvers annars í hjarta... Kissing þannig lærum við að skilja hana betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég gat t.d. ekki fundið tilvitnun þar sem Jesús sagði að það mætti ekki borða svínakjöt...

Mt 5.18-19 og Mt 23.3

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.10.2008 kl. 16:37

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Blessaður Hjalti Rúnar,
Mt.5:18-19
Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.
Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.

Hvort telur þú að Jesús sé að tala um lögmálið eða boðorðin? 
Ef Jesús segir að gamla lögmálið sé enn í fullu gildi - þá ber okkur að fórna eins og lögmálið krefst. Maður velur ekki að halda sumu af gamla lögmálinu en ekki öðru.
Ef Jesús er að tala um boðorðin 10 - þá er ekkert um svínakjöt í þeim.

Mt. 23:3
Því skuluð þér gjöra og halda allt, sem þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða.

Þarna þarf að skoða versin á undan...
-1- Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna:
-2- Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear.

Þarna gildir það sama... Ef Móselögin eru í gildi - ættum við að fórna, konur ættu að vera óhreinar... menn ættu ekki að raka sig... eða skerða skeggrönd sína, eins og Biblían orðar það.
Annaðhvort gildir allt lögmálið eða ekki... við veljum ekki að sumt sé í fullu gildi en annað ekki.

Jesús sagði að hann kæmi ekki til að afnema lögmálið heldur til að uppfylla það... hann hlýtur að hafa uppfyllt það allt en ekki bara hluta af því...

Bryndís Svavarsdóttir, 21.10.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvort telur þú að Jesús sé að tala um lögmálið eða boðorðin? 

Í ljósi þess að hann segir "lögmálið", þá var hann líklega að tala um lögmálið.

Og hvers vegna heldurðu að hann sé að tala um boðorðin tíu?

Þarna þarf að skoða versin á undan...

Bryndís, ég skil ekki hvernig þú heldur að samhengið ógildi það sem Jesús segir í þriðja versinu. Hann segir að fræðimenn og farísear sitji á stóli Móse og því eigi þeir að fara eftir því sem þeir segja.

Sögðu farísearnir að maður ætti ekki að borða svínakjöt? Auðvitað. Þar af leiðandi er hann augljóslega að segja að maður eigi ekki að borða svínakjöt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.10.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband