Leita í fréttum mbl.is

Trú þín bjargar þér...

Matt. 11:1-6
Þá er Jesús hafði mælt svo fyrir við lærisveina sína tólf, hélt hann þaðan að kenna og prédika í borgum þeirra.  Jóhannes heyrði í fangelsinu um verk Krists. Þá sendi hann honum orð með lærisveinum sínum og spurði: Ert þú sá, sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars?  Jesús svaraði þeim: Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem þér heyrið og sjáið: Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi.
Og sæll er sá, sem hneykslast ekki á mér.

Manninum er eðlislægt að efast um alla hluti. Jafnvel þó við höfum kraftaverkin fyrir framan okkur - vilja ekki allir samþykkja að Guð standi á bakvið þau.  Er sama hvaðan gott kemur? Ekki eru allir sammála um það. Það er stundum orðað þannig að maður selji sál sína fyrir stundargróða. 

Ég sat hér og horfði á þátt með Benný Hinn.  Margir telja hann loddara en skiptir það máli. Hann boðar trú á Jesú Krist og engan annan.  Þegar öllu er á botninn hvolft - þá er það ekki Benný Hinn sem læknar fólkið... Það er trú fólksins sem læknar það...  
Jesús sagði alltaf, trú þín hefur bjargað þér og á einum stað gerði hann ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar fólksins. Jesús er sá sem við eigum að beina sjónum okkar að - hann er sá sem kom, sá og sigraði og kemur aftur... og þegar hann kemur aftur - er það trú þín sem bjargar þér.

Matt 9:22
Jesús sneri sér við, og er hann sá hana, sagði hann: Vertu hughraust, dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Og konan varð heil frá þeirri stundu.
Lúk 18:42
Jesús sagði við hann: Fá þú aftur sjónina. Trú þín hefur bjargað þér.
Matt 13:58
Og hann gjörði þar ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jafnvel þó við höfum kraftaverkin fyrir framan okkur - ..

Við höfum einmitt ekki kraftaverk fyrir framan okkur. Eða geturðu komið með dæmi?

Það læknast enginn á samkomum loddarans Benny Hinns, sjáðu til dæmis þennan rannsóknarfréttaþátt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Blessaður Hjalti Rúnar,
Jafnvel þó við hefðum kraftaverkin fyrir framan okkur myndi fólk fremur flokka ,,atvikið" sem tilviljun, heppni eða að upphaflegt mat á aðstæðum hafi verið rangt...

Ég persónulega, hef ekki séð með mínum eigin augum, kraftaverk gerast ... og hef ekki farið á samkomu með ,,loddaranum Benny Hinn" sem ég tel vera svikara...  en það sem ég var að benda á, er að Benny Hinn læknar engan... ef að fólk raunverulega læknaðist á samkomu hjá honum - þá væri það vegna trúar fólksins sjálfs á Jesú Krist... því Jesús sagði: ,,Trú þín hefur bjargað þér"

Og ég trúi á kraftaverk - þó ég hafi ekki verið vitni að þeim sjálf 

Bryndís Svavarsdóttir, 4.10.2008 kl. 01:33

3 identicon

Dæmið eigi svo þér verðið ekki dæmdir.... því með þeim dómi sem þér dæmið munuð þér dæmdir vera.......

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband