Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bústaðaferð - hittingur

Okkur var boðið í bústaðinn til Haraldar og Helgu um helgina. Hann bauð bræðrum sínum og stelpunum hennar Bubbu ásamt mökum. Það var vel mætt en Hafsteinn, Grétar og Hrönn komu ekki. Bíllinn okkar var í andlits-aðgerð svo við vorum samferða Jónu.

Bústaðaferð 26.6.2009Fólk dreif á staðinn um kvöldmat... sumir lentu í smá villu á leiðinni... og sannaðist þá gamla sjónvarpsauglýsingin... Nú er gott að hafa GSM...

Við grilluðum undir góðri músík og við stelpurnar skáluðum í ekta Margarítu... með saltrönd á staupinu, klaka og lime... Úaaaa

Enginn var með gítar... en þeim mun meira var kjaftað saman. Lolla var með hjólhýsi en Gyða og Erna með fellihýsi... Við Lúlli, Ragnar, Sverrir og Jóna sváfum í bústaðnum.
Sverrir og Erna komu með fjórhjólin sín... Veðrið var æðislega gott, þó að auðvitað kólnaði þegar kvöldaði... að við sátum úti fram á rauða nótt.


Tókum sólina úr töskunni...

Við vorum svo blessuð í síðustu ferð, að fá alla sólardagana þar sem við vorum... Halo Halo 

Veðurspáin var nefnilega ekki góð á neinum staðanna... Það átti að vera rigning í w-Virginíu en fengum sæmilegt veður og það var sól þennan eina dag sem maraþonið var... síðan færðum við okkur til Hagerstown í Maryland og þá var sól á meðan við vorum þar... og það var sól í New Jersey... byrjaði að rigna þegar við vorum komin í flugvélina til Alaska... og að lokum átti að vera rigning í Alaska... en var sól á meðan við vorum þar... byrjaði að rigna þegar við vorum í flugstöðinni... auðvitað af því að þá vorum við búin að pakka sólinni niður - til að taka hana með okkur heim Cool


Svaf í 16 tíma

Ég svaf svolítið í vélinni á milli Alaska og Salt Lake City... en svaf ekkert á leiðinni til New York. Við biðum 1 og 1/2 tíma í biðröð eftir flugtaki í vélinni og svo tók við rúmlega 5 tíma flug heim... og ég datt út af öðru hvoru á leiðinni.
Ég gekk frá dótinu þegar við komum heim, fór í Bónus og svoleiðis. Það var húsfélagsfundur kl 8 um kvöldið... á meðan ég beið eftir honum snarversnaði mér í ,,sibbunni" sem endaði með því að ég sleppti að fara á fundinn, fór í bælið... og svaf í 16 tíma - var meira að segja vakin með símanum.


Komin heim

Lúlli tékkaði okkur út af hótelinu kl 12 á hádegi á laugardag í Alaska... ég var að hlaupa til kl 1.  Ég fékk að fara í sturtu eftir hlaupið, af því að konan var ekki búin að þrífa herbergið. Við keyrðum um, fengum okkur að borða á Golden Corral og áttum að skila bílnum kl 9 um kvöldið. Við skiluðum honum frekar snemma - það var svo sem ekkert að gera annað - tíminn var of stuttur til að fara eitthvað og við Garm-laus.

Flugið var 1:05 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, millilent í Salt Lake City og New York og svo lentum við hér heima um kl 7 í morgun... á mánudagsmorgni.

Týri tengdasonur sótti okkur og við fengum kaffi hjá Helgu. Bíllinn okkar er ekki tilbúinn, hann þurfti smá andlitslyftingu, nýja framrúðu og taka af honum unglingabólur kringum falsið um leið.


Nóg að gera í dag

Við byrjuðum í Best Buy... eins og sést á hlaupasíðunni minni... og svo hófst eltingarleikur við staðina sem við þurftum að þekkja í sambandi við maraþonið.

Veðrið var ágætt í dag, það var sæmilega hlýtt og sól. Við erum á vitlausum tíma, vöknum og sofnum snemma. Við verðum lítið vör við náttúrufegurð í borginni, það er helst fjallasýnin.  Hérna býr mikið af fólki sem hefur ,,grænlenskt" útlit... kannski afkomendur frumbyggja Alaska.  

Lúlli mun tékka okkur út á meðan ég er í maraþoninu, við skilum bílaleigubílnum kl 9 í kvöld og eigum miðnæturflug til Salt Lake City... þaðan fljúgum við til New York ... og eigum annað næturflug til Íslands. Við komum heim að morgni 22.júní.


Hagerstown MD - Allentown PA

Við keyrðum á sunnudag frá Logan WV til Hagerstown MD, gistum þar 2 nætur... Við ætlum ekki að keyra svo langt, það gerðist bara. Eini sólardagurinn í WV var á meðan ég hljóp og við fengum steikjandi hita í gær í Hagerstown... annars hefur verið skýjað. Í dag (þriðjudag) keyrðum við til Allentown PA.

crystalcave.pa.16.06.09Á leiðinni þangað skoðuðum við Crystal Cave...
http://www.crystalcavepa.com/
Crystal Cave Video Tour
Þetta er hellir sem ég hef átt bækling um í mörg ár og taldi spennandi að skoða. Hellirinn var síðan frekar lítill og lítið að sjá... kannski vegna þess að ég hef skoðað svo marga stóra og glæsilega hella hér í Usa... 
Eftir að hafa tekið okkur hótel í Allentown, fórum við á The Old Country Buffet... það var komið að því... frábært.

Super 8
1033 Airport Road Allentown, PA 18109 US
Phone: 610-434-9550, room 234


Logan til Hagerstown???

Við förum í dag frá Logan og sennilega til Hagerstown... við verðum sennilega netlaus í nokkra daga. Þannig að sms kæmi að gangi til að senda skilaboð Woundering

Hversu há er Esjan ?

Ætli fjallgöngufólkið telji ekki að 6 ferðir upp og niður ,,jafngildi maraþoni að erfiðleikagráðu"... Samkvæmt Wikipedia er Esjan 914 metra há frá sjávarmáli... ferð upp og niður er því um 1,8 km x 6 ferðir.... sem eru 10,8 km samtals.
Upphaflega maraþon vegalengdin var um 40 km og var hlaupin frá borginni Maraþon til Aþenu... það voru Englendingar sem bættu við vegalengdina svo hún varð 42,195 km.  

At the 1908 Olympic Games in London, the marathon distance was changed to 26 miles to cover the ground from Windsor Castle to White City stadium, with 385 yards added on so the race could finish in front of King Edward VII's royal box.  http://ctc.coin.org/marathon.html 


mbl.is Maraþonganga á Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logan, Vestur Virginíu

Hatfield-McCoy Reunion Festival,13.6.2009Við erum í Logan og keyrðum til Williamson sem er við fylkismörk Kentucky og West Virginia.  Hér er hrikalegt landslag. Fjöll og dalir með trjám frá ,,toppi til táar"... Hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þá fyrstu að ferðast hingað.

Í Williamson var Hatfield-McCoy Reunion Festival, þar sem ég hljóp maraþon í dag.
Afkomendur Hatfield og McCoy voru mættir með rifflana sína, veðrið var frábært - of gott fyrir maraþon í frumskógarstígum og lognmollu milli trjánna.

Logan WV,13.6.2009Kaninn hefur greinilega ekki áhyggjur af umhverfismati... allar línur á staurum og greinilega ekkert mál að sníða af þessum fjöllum til að gera almennilega vegi... og mættu fleiri huga að hvort öryggi fólksins sé ekki meira virði en útlit umhverfisins.


Keflavík - New York - Hagerstown MD - Logan WV

Við nýttum okkur í fyrsta sinn morgunflug til New York. Komum út um hádegið og fengum bílinn um kl.1 eh. Við erum á leiðinni til West Virginia... umferðin var auðvitað klikkuð á Manhattan en um leið og maður var kominn á Highway komst maður í gang.

Við keyrðum í 7 og 1/2 tíma (281 mílur) og gistum á sexu í Hagerstown MD. Þá kom hvílíkt úrhelli að maður sá ekki fram fyrir bílinn. Sexurnar eru netlaus kvikindi... og við þreytt, svo það var farið fljótlega að sofa.

Ekkert net og enginn morgunmatur... þannig að við vorum lögð af stað fyrir 7 í morgun. Keyrðum um 350 mílur í dag og komum til Logan WV í hádeginu. Það rigndi hressilega öðru hverju á leiðinni... en leiðin lá í gegnum fjöll og dali með trjám á báða bóga.

Við rennum niður í Williamson sem er við fylkismörk Kentucky og West Virginia og sækjum gögnin fyrir maraþonið á eftir.

Super 8 Logan
316 Riverview Ave, Rt 119 S, Logan, WV
phone: 304-752-8787   Room 118


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband