Leita í fréttum mbl.is

Keflavík - New York - Hagerstown MD - Logan WV

Við nýttum okkur í fyrsta sinn morgunflug til New York. Komum út um hádegið og fengum bílinn um kl.1 eh. Við erum á leiðinni til West Virginia... umferðin var auðvitað klikkuð á Manhattan en um leið og maður var kominn á Highway komst maður í gang.

Við keyrðum í 7 og 1/2 tíma (281 mílur) og gistum á sexu í Hagerstown MD. Þá kom hvílíkt úrhelli að maður sá ekki fram fyrir bílinn. Sexurnar eru netlaus kvikindi... og við þreytt, svo það var farið fljótlega að sofa.

Ekkert net og enginn morgunmatur... þannig að við vorum lögð af stað fyrir 7 í morgun. Keyrðum um 350 mílur í dag og komum til Logan WV í hádeginu. Það rigndi hressilega öðru hverju á leiðinni... en leiðin lá í gegnum fjöll og dali með trjám á báða bóga.

Við rennum niður í Williamson sem er við fylkismörk Kentucky og West Virginia og sækjum gögnin fyrir maraþonið á eftir.

Super 8 Logan
316 Riverview Ave, Rt 119 S, Logan, WV
phone: 304-752-8787   Room 118


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband