Leita í fréttum mbl.is

Hversu há er Esjan ?

Ætli fjallgöngufólkið telji ekki að 6 ferðir upp og niður ,,jafngildi maraþoni að erfiðleikagráðu"... Samkvæmt Wikipedia er Esjan 914 metra há frá sjávarmáli... ferð upp og niður er því um 1,8 km x 6 ferðir.... sem eru 10,8 km samtals.
Upphaflega maraþon vegalengdin var um 40 km og var hlaupin frá borginni Maraþon til Aþenu... það voru Englendingar sem bættu við vegalengdina svo hún varð 42,195 km.  

At the 1908 Olympic Games in London, the marathon distance was changed to 26 miles to cover the ground from Windsor Castle to White City stadium, with 385 yards added on so the race could finish in front of King Edward VII's royal box.  http://ctc.coin.org/marathon.html 


mbl.is Maraþonganga á Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

samkvæmt http://www.kjalarnes.is/index2.php?option=com_content&do_pdf=1&id=21 þá er 3,5 km á esjuna, þá ætti það að vera 7km fram og til baka , þá passar þetta 6 sinnum 7 er 42 km

Harpa Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 00:58

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þverfellshornið er reyndar ekki nema um 780 metrar. Hábunga Esjunnar er 914 metrar og er miklu innar á fjallinu enda fara þangað fáir og örugglega ekki 6 ferða maðurinn.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.6.2009 kl. 01:11

3 identicon

Ef hópurinn hefði labbað lóðrétt upp þá hefðu þeir gengið þessa u.þ.b. 800 metra, en þar sem hlíðin er aflíðandi og hlykkjótt þá er þetta líklega nær þessum 3,5 kílómetrum.

Benedikt (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 10:31

4 identicon

"Samkvæmt Wikipedia er Esjan 914 metra há frá sjávarmáli... ferð upp og niður er því um 1,8 km x 6 ferðir.... sem eru 10,8 km samtals"

Ég held að þú þurfir að taka aðeins aðra nálgun á þetta - menn fara alltsvo ekki lóðrétt upp Esjuna! Vestari leiðin er rúmlega 6 kílómetrar fram og til baka, sú eystri rúmir 7. Ég held að sex sinnum sjö geri 42 - ætli maraþon láti ekki nærri :-)

Hæðin við útsýnisskífuna er 760 metrar. Ég held ég myndi nú varla nenna þarna upp sex sinnum á dag - en get svo sem ekki mikð sagt, er búinn að fara 45 sinnum síðan í byrjun apríl :-)

Esjuunnnandi (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 10:47

5 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæl öll,
Mér fannst vegalengdin hafa teygst aðeins of mikið ... en maður veit að jafnvel með gps er erfitt að mæla vegalengd í fjallshlíðum...
Kveðja,

Bryndís Svavarsdóttir, 14.6.2009 kl. 11:22

6 identicon

Hæ hæ!

Er búin að ganga nokkrum sinnum esjuna:) Esjan er um 8km í göngu alveg upp á topp en 6.7km upp að steini og til baka!!! Allavega samkvæmt mínum göngumæli:):)
Með kv. Hafdís

Hafdís (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 13:46

7 identicon

Bryndís mín... eru takmörk fyrir þinni heimsku?

Afsakaðu... en skv. þínum útreikningum mætti halda að viðkomandi hafi tekið lyftu upp og niður esjuna sex sinnum... svo var ekki :)

Leiðin sem gengin var er 7,6km... og gengið var rúmlega 43-44km til þess að tryggja að maraþon vegalengdinni væri náð.

 Annars er þessi frétt hérna á mbl alveg glötuð. Þetta voru 2 menn sem löbbuðu þennan spotta. Annar þurfti að hætta vegna meiðsla.

Betri umfjöllun má finna hér: http://www.facebook.com/ext/share.php?sid=87853583636&h=rWzvp&u=oT51T&ref=mf

og á síðu stráksins www.24tindar.com

Bjarni (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 15:31

8 identicon

Sæl og blessuð Bryndís.

Afsakið afskiptasemina en ég get ekki horft upp á svona staðhæfingar án þess að comment'a.

Þeir sem ætla spaklega að koma með svona útreikninga, og svo efast um ágæti afreksins ættu í hið minnsta að hafa lágmarksþekkingu á fjallgöngum, vegalengdum, hæð/hækkun og grunnþekkingu í stærðfræði.

Hæsti punktur Esjunar er 914.m yfir sjávarmáli, sá heitir Hábunga. Þverfellshornið er 760.m.y.s.

Bryndís sem skrifar greinina og færir okkur þessa útreikninga, gerir ráð fyrir að 'lyftan' hafi verið tekin í hvert skipt, s.s. bein lína upp. Bryndís þú gengur kannski 900.m áleiðis upp Esjuna og lætur okkur vita hversu langt þú kemst.

Til eru tvær algengar leiðir upp á Þverfellshorn, ef sú lengri er tekin fram og til baka þá nær vegalengdin 7,6.km rúmlega (upp og niður), ítrekað mælt og staðfest með GPS.

Ef 'hringurinn' er tekinn (lengri upp, styttri niður) þá er vegalengdin nánast nákvæmlega 7.0.km.

Maraþonið var gengið 'lengri' leiðina, bæði upp og niður, ekki bara upp að 'Steini' heldur alveg upp á topp Þverfellshorns. Vegalengdin náði rúmlegu maraþoni eða 43.km. Eitt og sér er afrek að klára maraþon á jafnsléttu, þetta var maraþon upp og niður fjall.

Þú afsakar dónaskapinn í mér Bryndís, en mér fannst að þetta þyrfti að koma fram.

Bjarni H. (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 21:27

9 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Bjarni, þetta er ekki afskiptasemi - þetta eru eðlilegar samræður... ef enginn opnaði munninn eða skrifaði neitt niður nema ,,orðin" væru staðfest með doktorsgráðu... þá værum við í slæmum málum.
Það er ekki ,,árás" að spá í hlutina og henda hugsuninni á blað... 
Göngumælir sem mælir skref er mjög ónákvæmur því skrefin þurfa öll að vera nákvæmlega jafnlöng.
Mér fannst vegalengdin teygjast mjög frá 760 m í 3,5 km... Laugavegurinn er t.d. 50 km í loftlínu... upp og niður fjöll og hann lengist bara um 10% þar sem Laugavegshlaupið er talið vera 55 km.
Næst þegar ég fer á Esjuna - þá tek ég Garmin með mér og mæli amk loftlínuna.

Bryndís Svavarsdóttir, 15.6.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband