Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.7.2009 | 16:37
Ísak Lúther 13 ára
Vá hvað tíminn flýgur... hann er orðinn 13 ára Hetjan gekk á Esjuna um daginn, þá var þessi mynd tekin. Frá Steini og upp á topp fengum við þoku og kulda...
og sannaðist að ,,það er kalt á toppnum"
Innilega til hamingju með daginn elsku strákurinn okkar...
Óskum þér gæfu og gengis og skemmtunar í kvöld, en við vitum að í kvöld verður mynda-dekurkvöld með pizzu og nammi
22.7.2009 | 22:59
Hvernig er ,,Gengið" ?
Evran hafði áhyggjur af því í dag að Fimmvörðuháls væri kannski of áhættusamur í sumar... það eru jarðhræringar undir Eyjafjallajökli.
Ég er sammála... það er óþarfi að velja gönguleið með titringi !!!
Í þessum skrifuðu orðum flýgur þyrlan stöðugt yfir með sjó til að slökkva sinueld milli Helgafells og Valabóls... er ekki bara tilvalið að skreppa á Keili - Ég er til á föstudag - hvað með ykkur?
19.7.2009 | 19:18
Dætradagur í dag
Við heimsóttum dæturnar allar þrjár eh í dag. Keyrðum suðureftir, byrjuðum í Vogunum hjá Hörpu, Óla og sonum. Þaðan fórum við til Lovísu og Gunna... en prinsinn á heimilinu er 2ja mán í dag... og enduðum hjá Helgu, Týra og Tinnu.
Helga var akkúrat að leggja sig og eina sem við hittum ekki... Týri gaf okkur kaffi í staðinn ;)
Það verður að hafa fleiri svona daga
18.7.2009 | 13:42
Harry Potter
Skellti mér í bíó í gærkvöldi, 10 sýningu í Kringlunni... keypti miðann á midi.is sem er nú ekkert nema snilld...
Ég var með elstu mönnum!!! Spennan í salnum var gífurleg... en spennan náði mér aldrei - spurning hvort ég sé orðin svona ólseig???
Nú er bara spurning hvort það verður framhald... Harry Potter í heimi fullorðinna, að kljást við kreppu, skuldir og ástarmál og fl?
15.7.2009 | 22:35
Selvogsgatan á hraðferð
Maðurinn keyrði mig upp að neyðarskýlinu á Bláfjallavegi... þar sem vegurinn sker Selvogsgötuna. Þar stendur á skilti að leiðin sé 18 km.
Ég gekk ein... lagði af stað 11:52... nákvæmlega.Ég hafði ákveðið að ganga hratt og stoppa ekkert á leiðinni. Það fór nú aðeins út í öfgar því stundum hljóp ég næstum við fót. Einu sinni datt ég kylliflöt, stangaði jörðina en var svo blessuð að meiða mig ekki... og oft rak ég tærnar í án þess að detta.
Fuglarnir létu heyra í sér, yrðlingur skaust inn í vörðu þegar ég var komin upp að honum og nokkrar kindur voru með lömb á beit... ég var eina manneskjan á ferð.
Hraðametið mitt féll í þessari ferð því ég kom niður á veginn við Hlíðavatn kl 14:39. Gangan var semsagt 2 tímar og 47mín.
Hjólhýsið beið í Selvoginum þar sem Lúlli grillaði og dundaði við viðhald... við ætluðum upphaflega að gista þar en ég vildi fara heim eftir kvöldmatinn svo við renndum heim aftur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.7.2009 kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2009 | 14:40
Tók ísbjörninn hálstaki
6.7.2009 | 20:52
Esjan í dag
,,Gengið" tók sig til og gekk á Esjuna í dag. ,,Dollarinn" mætti ein, ,,Evran" var með 2 smápeninga og ,,Líran" kom með 1 smápening. Smámyntirnar, Ísak Lúther, Adam Dagur og Tinna Sól... voru sannkallaðar hetjur, þær klifu Esjuna í fyrsta sinn í dag... fóru alla leið upp á topp ásamt mæðrum sínum og mér, ömmunni...
Ég hef gengið öðru hverju á Esjuna en aldrei nokkurn tíma pælt í því hve spottinn er langur. Á síðustu öld... hu-hummm.. tók ég tvisvar þátt í Esjuhlaupinu og var þá 52 mín á toppinn og þá var farin lengri leiðin... og þegar ég fór með Völu á Esjuna í maí sl. þá sagði hún mér að ÍR-ingarnir reiknuðu erfiðleikagráðuna á við 10 km.
Við fórum lengri leiðina upp í dag og ég tók báða ,,garmana" með mér. Garmin úrið mældi 3,5 km upp að Steini og 4,2 km upp á topp, en vegagarmurinn mældi 2,6 km beina vegalengd.
Þegar við vorum komin upp að Steini - kom þokan æðandi upp hlíðina með raka og brennisteinsfýlu... við héldum áfram þó við værum algerlega búin að missa útsýnið og krakkarnir voru bara enn meiri hetjur í roki og kulda á toppnum. Keðjurnar voru mest spennandi
Þetta var erfitt en verður hetjuskapur í minningunni og en það er óvíst hverjir verða þreyttastir í kvöld
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2009 | 20:53
Dýrðardagur í dag
Það var rigning í morgun, DAGUR fyrir innivinnu :) og maðurinn hélt myndarskapnum áfram - búinn að mála herbergið. Næst er að kaupa og setja saman fataskápa.
Á morgun er planið að ég sjái áfram um almannatengsl og fari á Esjuna á morgun með börnum og barnabörnum. Þar verða sumir hetjur í annað sinn. Það er gríðarlega mikilvægt í svona ferðum að hafa mikið nesti og taka sér góðan tíma. Spáin er góð... en það er jafn nauðsynlegt og nestið.
3.7.2009 | 17:10
Mikið að gera...
"Við"... það þýðir að maðurinn er eiginlega einn að mála herbergið sem Svavar var í, það er alltaf heljar mál/röskun að tæma herbergi... og Svavar átti enn fullt af dóti í því, dót sem þurfti að fá stað inni hjá honum.
Maðurinn málaði loftið (áður en ég vaknaði) ég gerði ekki neitt, fór svo út að hlaupa og svo var sólin freistandi... Það væri frábært ef það yrði svona gott veður alla helgina
1.7.2009 | 19:56
Amma stendur sig ekki !
Hvað er að gerast... ég stend mig ekki..
Ég er vön að setja amk afmælisóskir til barnabarnanna hérna á síðuna.
Ég hafði svo mikið að gera í gær við að ná í skottið á Adam Degi afmælisbarni gærdagsins... að ég gleymdi alveg að blogga...
Innilega til hamingju með 10 ára afmælið hetju-strákur...
Meðfylgjandi er mynd af honum á Helgafelli, en Adam hefur klifið það nokkru sinnum og einu sinni haldið upp á afmælið sitt á toppnum.
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007