Leita í fréttum mbl.is

Erum að tékka okkur út...

Við erum að fara í maraþonið í Indianapolis og munum keyra strax eftir hlaupið (ca 3 klst) til Columbus. Verðum þar þar til við keyrum til Pittsburgh og fljúgum heim á mánudagsmorgninum.

Super 8, 2055 Brice Road, Reynoldsburg, Ohio 43068
pnone: 614-864-3880 room 112


Fínn dagur :)

Við fórum snemma út í morgun, oftast eru þvottavélar á hótelunum en ekki á þessu. Við fórum á -do it yourself loundry- sem er ágætt. Duttum inn í nokkrar búðir og dingluðumst út um allt. Borðuðum áður en við fórum aftur heim. Þetta er ágætt - nú þarf að fara að pakka, við sækum gögnin fyrir maraþonið á morgun...

Við höfum verið amk síðustu 10 ár í USA í okt, og það er tvennt sem við missum ekki af... haustlitunum og halloween-hryllingsmyndunum í sjónvarpinu. HEPPIN ! 


Indianapolis Indiana

Við gistum sitt hvoru megin við Columbus síðustu tvær nætur. Ég setti nú inn færslu á seinni staðnum sem hefur dottið út... stundum gleymi ég að bíða eftir að klausan hefur vistast.
Við hringdum í Jonnu og Braga í Californíu, það var allt gott að frétta hjá þeim. Við setjum alltaf inn símanúmerin á hótelinu svo þau og aðrir sem við þekkjum í USA geti hringt.

Í morgun lögðum við aftur af stað, 170 mílur frá Columbus til Indianapolis. Við vorum rétt komin inn fyrir dyrnar á áttunni þegar það kom hvílíkt úrhelli að við höfum varla kynnst öðru, þrumur og eldingar.
Við skelltum okkur á Old Country Buffet.... Oje... We love it.
Lúlli fann á sig föt í Shopper World og þar var hægt að finna sitt lítið af hverju W00t

Super 8, 4033 E.Southport Road. Indianapolis IN 46237 
Phone: 317-888-0900 room 114


Boston MA - Hartford CT - Pittsburgh PA - Columbus OH

Það er búið að vera hrikalegt að hafa ekki tölvuna. Var að fá spennubreytirinn og í gang með vinkonuna.
En ferðasagan hingað til... 
Ég náði 3 bíómyndum á leiðinni (á fimmtudaginn)... ekki leiðinlegt. Við lentum í Boston, tókum bílinn og keyrðum strax til Hartford CT. Þar var gott veður, einum of gott til að hlaupa ING Hartford Marathon á laugardaginn... Reyndi að drekka mikið en lenti samt í slæmum krampa í vinstra læri á síðustu mílunni.

Á sunnudagsmorgninum vorum við mætt um kl 8 fh í svertingjamessu í beinni útsendingu hjá Bishop Bishop. Bishop talaði vel og þó söfnuðurinn væri fámennur þá áttu þau hrikalega góðar söngraddir og kraftmikinn kór. Mikið gaman og mikið fjör. Messan var næstum til hádegis svo við komum glorhungruð út... og búin að missa af breakfast á buffetinu.

Í morgun, mánudag... vöknuðum kl 4 í nótt, gerðum ráð fyrir umferð til Boston en vorum komin kl. 7 þangað. Flugum til Pittsburgh PA kl 10 og keyrðum gegnum West Virginia til Columbus OH... erum þreytt en ánægð að komast á netið á hótelinu... TÖLVAN er ómissandi Kissing

Super 8, 2055 Brice Road, Reynoldsburg, Ohio 43068
pnone: 614-864-3880 room 104

 


BROSA :)

Þetta var rosalegt, mig hefur aldrei áður kviðið fyrir að fara til tannlæknis. En í morgun mætti ég til að láta taka aðra framtönnina því það var ekki hægt að bjarga henni... Og til að vera ekki með hellisop í brosinu, þá voru augntennurnar og hin framtönnin sorfnar niður. þetta var slys, Matthías litli svaf hjá okkur um daginn og skallaði mig í svefni þannig að tannsetið brotnaði... 

Í upphafi var mér bara úthlutað tveim framtönnum í stað fjögurra... galli frá mömmu. Annars hefði þurft að sverfa hliðarframtennurnar niður líka. Nú er ég komin með bráðabirgða-brú sem lítur mjög eðlilega út. BROSA :)


Hringekjan

Ég held að RUV hafi skotið sig í fótinn eða öllu heldur hjartað, þegar þeir ákváðu að skipta Spaugstofunni út fyrir Hringekjuna. Held ég hafi sjaldan séð leiðinlegri þátt og þetta átti að kallast ,,skemmtiefni"... GetLost Shocking Crying

Ég ætla að hafa slökkt á sjónvarpinu eða stillt á aðra stöð á meðan þátturinn er næst á skjánum svo það mælist ekki áhorf. Sleeping 


Spennubreytirinn brann yfir

Þega ég stakk tenginu í samband sló rafmagninu út... ég sló því inn og kveikti á fartölvunni. Netið kom ekki inn svo sonurinn var ónáðaður... Hann tók eftir því að tölvan gekk á batterínu... ég hélt að millistykkið væri ónýtt - ljósið var löngu farið. Svo ég skipti um millistykki... og var búin að vinna allt kvöldið í tölvunni þegar það kom viðvörun - MJÖG lítið rafmagn eftir.

Ég opnaði emailið og sendi mér ritgerðina og glósur allra námsefnanna í tölvupósti... ég rétt slapp áður en hún dó...

Nú vantar mig spennubreyti fyrir HP pavilion 402018-001 :) ef einhver á??? 


Fallegastar í heimi

Það finnst hverjum sinn fugl fagur... en það er öruggt að við eigum fallegustu kindur í heimi. Það mætti halda að þessar hafi farið í bað og skinnið blásið og greitt... en nei þessar eru nýkomar af fjalli, bíða í réttinni eftir...

fallegastar :)


Selvogsgatan 18.sept. 2010

Selvogsgatan 18.9. 2010

Spáin var: lítilsháttar skúrir... en við vorum ótrúlega heppnar, það komu nokkrir dropar í lokin.

Við lögðum af stað frá Bláfjallavegi rétt fyrir kl 11. Það var 8°c og strekkingur á móti og hefði verið þægilegra að ganga frá Selvoginum, en við vorum komnar á staðinn... þjónustu-fulltrúi Gengisins keyrði.

Varða á Selvogsgötunni 2010

Það var drjúgur spotti upp í Kerlingarskarðið en síðan lá leiðin frekar niður á við. Ég hef ekki gengið þessa leið áður svona seint í árinu. Haustið sást ekki auðveldlega... nema berin eru ofþroskuð.

Eftir að hafa borðað nestið, losnaði um poka fyrir ber og ég næstum fyllti hann á leiðinni. Við stoppuðum alltaf stutt. Við mættum einum manni í upphafi ferðar annars var ekki sálu að sjá. 

Tinna í rétt við Vogsósa 2010

Þjónustufulltrúinn hringdi tvisvar til að vita hvernig gengi... og í seinna skiptið voru hann og Tinna stödd í réttum í Selvoginum og þegar við Berghildur höfðum skilað okkur á leiðarenda, litum við í réttirnar til að taka nokkrar myndir.

Selvogsgatan er 16 km og við vorum 5:20 á leiðinni.


Bara gott að Jenis standi á sinni sannfæringu

Hverjum manni leyfist að hafa sína skoðun og fólk á að vita hvar stjórnmálaleiðtogar standa. Auðvitað er afstaða hans blásin út eins og hann hafi framið glæp með sinni afstöðu til samkynhneigðar en þetta er háttur blaðamennskunnar.

Biblían tekur skíra afstöðu til samkynhneigðar karlmanna.
Þetta kemur fram í lögmáli Gt, 3.Mós 18:22... Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð... og í Nt 1.Kor. 5 og 6 er talað um saurlífismenn og kynvillinga og menn eru hvattir til að sitja ekki til borðs með þeim (1.Kor 5:11).

Biblían er mjög karllæg og gerir ekki ráð fyrir að tvær konur hafi áhuga á að ,,liggja saman" eins og það er orðað, þó maður geri ráð fyrir að afstaðan sé sú sama og gagnvart karlmönnum.


mbl.is Danir blása Jenis-málið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf nóg að gera...

Ég ,,hvíldi" í viku eftir Reykjavíkurmaraþon, sem þýðir að ég hef bara gert meira af öllu öðru en að hlaupa... Í ,hvíldinni" hef ég gengið og hjólað... tekið nokkur spjöld í ratleiknum, tínt ber og fl.

Ég hef farið 2-3 svar á hvern stað í ratleiknum í sumar... fyrst með Svavari svo Berghildi og Tinnu. Þannig að maður er á sífelldri hreyfingu. Nú er ég búin að kaupa mér hjól... og hef ekki átt hjól síðan ég var krakki Wink... en hjólað stundum á Lúlla hjóli.

Nú byrjar skólinn hjá mér á morgun Halo 13 bækur þykkar og miklar bíða Blush

 


Skilum lausnum á morgun

BekkjarskútinnVið Svavar náðum tveim síðustu spjöldunum sl fimmtudag... það voru nr 26 og 27.
Það var lengst að fara og erfiðast að landa þessum. Berghildur og Tinna voru með okkur... leitin tók okkur 6 klst... við rétt náðum að komast í bílinn fyrir myrkur. Þegar heim kom var Lúlli búinn að grilla og við fengum ís og ný-tínd ber í eftirrétt.

 

Venus í bakpokaÁ laugardag var svo Reykjavíkurmaraþon, heilt hjá mér og 10 km hjá Svavari Whistling 

Í dag, þriðjudag fórum við Tinna að leita að síðustu þrem spjöldunum hennar Smile nr. 23, 24 og 25.

Varða eða riddari á taflborði?Við vorum bara tvær... Venus kom líka með... leitin tók okkur 5 klst.
Nr 24 vafðist aðeins fyrir okkur, við týndum gönguslóðinni á tímabili og litlar tásur voru orðnar þreyttar... Venusi var skellt í bakpoka og þar sat hann hinn ánægðasti. Tinna var ákveðin í að klára ratleikinn í dag Joyful

Tinna hefur verið ótrúlega dugleg, verður 10 ára í des - Nú er hún búin að fylla út alla reitina og á morgun ætlum við að skila lausnunum inn.  


Ratleikurinn í fullum gangi

Við Svavar eigum bara 2 spjöld eftir... ég hef verið að fara í annað og þriðja sinn í leit að hinum spjöldunum og þá með Tinnu og Berghildi. Upp á síðkastið höfum við fléttað berjatínslu og hellaskoðun við ratleikinn - sem gerir þessar ferðir að hreinu ævintýri.

Ofaní Skátahelli í Heiðmörk

Við fórum ofaní Skátahelli í Heiðmörk en það eru komin yfir 40 ár síðan ég fór fyrst ofaní þennan helli og það er alltaf jafn gaman. Ég man eftir borði í gamla daga... það hafði verið smíðað úr fjölum. Mér finnst leiðinglegt hvað fólk skilur eftir mikið af rusli - alls staðar voru sprittkerti, pokar og fl. Hellirinn er samt spennandi og nú fer ég með barnabörnin ofaní hann Kissing 

Berjatínslan hefur líka verið frábær - hvílík spretta og berja-hlunkar sem við erum að borða á kvöldin með sykri, ís og þeyttum rjóma... ummmm Tounge   


Fimmvörðuháls 9.8.2010

Fimmvörðuháls, gengið frá Skógum

Við reyndum að finna besta daginn - til að fá besta veðrið. Veðrið var gott á Skógum og þar til við komum að nýja hrauninu - þá var mikil uppgufun úr því og þokuslæðingur niður fyrir Moringsheiði.

Við vorum fjögur sem gengum saman, ég, Harpa, Clara og Ágúst. Við Harpa vorum að ganga þessa leið í annað sinn en Clara og Ágúst voru að fara í fyrsta sinn. 

Eins og áður, skiptir ÖLLU að hafa góðan bílstjóra og grillara sem bíður eftir manni Cool

p8090052.jpg

Við tókum strax þá ágætu ákvörðun að stoppa og anda aðeins á 3ja km fresti. Okkur sóttist ferðin vel og margir á gönguleiðinni í báðar áttir.

Það var stórkostlegt að sjá hvernig heitt öskulagið hafði formað snjóbreiðurnar upp við jöklana.  

 

p8090057.jpg

Á nýja hrauninu fann maður fyrir hitanum enda brennandi hiti nokkrum sentimetrum undir yfirborðinu og rauk upp úr götum eftir göngustafina.

Það var eins og við værum í öðrum heimi. Talsverð uppgufun og þoka varnaði því að við fengjum gott útsýni yfir Þórsmörkina en við sáum ágætlega nýju fjöllin Magna og Móða og hraunið í kring. 

Ég var með Garmin-úrið og mældi leiðina 23,7 km og við vorum 8 tíma og 24 mín. á leiðinni. 

Þegar komið var í Bása var grillað í yndislegu veðri, logn og blíða. Ferðin til baka gekk vel - lítið í sprænunum sem þvera veginn uppeftir... Smile 

 


Glæsilegt

Hvað gerist ???
14.ágúst nk mun vilja svo til að Icelandair lækkar skyndilega fargjöldin hjá sér... en þá er kannski of seint í rassinn gripið. Við þolum ekki endalaust hátt verð og einokunaraðstöðu.
mbl.is Delta Air Lines hefur flug til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband