2.6.2011 | 18:19
Er strax farin að leita að nýrri ferð !
Það hefur alltaf verið dýrt að ferðast en hvílíkt verð á flugi núna... Það hvarflar ekki að mér að reyna þetta hópkaup með Iceland Express... og myndi ekki ferðast með þeim nema í algerri neyð, fólk heldur að það sé að gera góð kaup en það er misskilningur sem það uppgötvar síðar.
Allir dagar til allra staða í USA eru út árið á himinháu verði hjá Icelandair... það vantar meiri samkeppni, einhvern sem getur keppt við þá :)
22.5.2011 | 16:33
Komin heim :-)
Föstudagur 20.maí
Við höfðum nógan tíma til að lulla til New York, komum við í íþróttabúð, fengum okkur að borða og keyptum nesti. Af því að tíminn var nægur þá keyrði ég Lúlla fyrst í Terminal 7, hjálpaði honum inn með töskurnar og fór svo að skila bílaleigubílnum. Leigurnar eru aðeins í burtu og maður þarf að taka lestina til baka.
Lúlli var búinn að vigta töskurnar og við færðum eitthvað dót á milli... síðan vorum við í sms-sambandi við Eddu og Emil. Þau lentu í umferðarteppu og villu-vegar á Manhattan... smá stress þar í gangi en allt gekk vel að lokum og við sluppum öll inn rétt áður en innritun var lokað.
Við sátum aftast í vélinni - fyrst inn og síðust út... Ameríkuvélarnar lentu allar á svipuðum tíma og það var stappað í flugstöðinni... Þegar við komum út fór Emil að sækja bílinn sem neitaði lengi vel að fara í gang... en lét svo segjast :)... Við komust öll heil heim og þakklát fyrir það... næst síðasta USA-flug heim fyrir lokun flugvallar vegna eldgossins í Grímsvötnum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2011 | 14:18
Áfanganum náð - Síðasta fylkið fallið
Við flugum út á föstudag 13.maí, sluppum sem betur fer við verkfall flugumferðarstjóra. Edda, Emil og Inga Bjartey eru með okkur. Við erum á tveim litlum bílum og hjá sitt hvorri leigunni, svo við hittumst aftur eftir nokkurra tíma keyrslu á hótelinu, Quality Inn í Carneys Point NJ.
Maraþonið var hinum megin við fljótið í Wilmington Delaware. Við sóttum gögnin daginn eftir... það var fljótgert í agnarsmáu expoi. Það er þægilegt að hlaupið byrjar og endar þarna á sama stað.
Við Lúlli vöknuðum kl 4, og vorum komin á startið fyrir kl 6 til að fá bílastæði nálægt. Við hittum Steve og Paulu Boone forkólfa The 50 States Marathon Club. Þau hafa áhuga á að hlaupa Reykjavíkurmaraþon einhverntíma. Maraþonið var ræst kl 7 í 100% loftraka og mollu. Það átti að vera slétt en var tómar brekkur :/ Loftrakinn hafði þau áhrif að ég mæddist fljótt og gekk á milli og upp brekkurnar. Tíminn varð skelfilegur. Edda, Emil og Inga Bjartey biðu með Lúlla við markið, þau voru með íslenska fána bæði litla og í fullri stærð og við tókum myndir við markið. Delaware var síðasta fylkið mitt í Bandaríkjunum... Ótrúlegt en satt búin að hlaupa maraþon í þeim öllum amk einu sinni og DC að auki.
Við keyrðum þaðan áleiðis til NY og gistum á Days Inn Hillsborough NJ. Eftir að hafa verið þar 2 nætur fóru Edda og Emil til Woodstock að heimsækja Harriett. Við vorum áfram í Hillsborough. Hótelið er fínt og umhverfið ágætt. Veðurspáin fyrir vikuna var hrikaleg en það blessaðist allt... smá skúrir öðru hverju. Heimferð á morgun :)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.5.2011 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2011 | 12:58
Komin í sumarfrí :)
Nú er prófum lokið, sunnudagaskólanum slitið og síðasti dagurinn minn með kirkjuprökkurunum búinn... og ekkert STÓRT eftir í bili en að afgreiða síðasta fylkið í USA næsta sunnudag... síðan byrjar afslöppun af FYRSTU GRÁÐU
Síðan verður auðvitað afmæli hjá litla kút... 19.maí ... Matthías litli ömmustrákur verður 2ja ára
7.3.2011 | 09:58
Afmælisbörn í mars
Ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Þessi önn í háskólanum hefur vægast sagt verið ,,klikkuð" m.a. út af væntanlegu ,,en sem verður ekki" stjórnlagaþingi, þá þjöppuðum við einu námskeiði í 3 og hálfa viku og skiluðum 5.500-6.000 orða heimaprófi fyrir helgi.
Svo nú taka við ritgerðir í öðrum námskeiðum... en síðasti kennsludagur er 8.apríl
Þessi afmælisbörn fengu hamingjuóskir frá mér
2.mars... Sölvi Steinn 3 ára (lang-afa-barn Lúlla)
5.mars... Helga 36 ára (frumburður)
20.2.2011 | 23:33
Afmælisbörn mánaðarins :)
Eftir að hafa staðið mig ótrúlega illa við að skrifa á þessa síðu undanfarið, þá ætla ég LOKSINS að setja inn afmælisbörnin í þessum mánuði.
18.febr... Gabríel Natan varð 7 ára
21.febr... Gunnar tengdasonur verður 27 ára
27.febr... Bragi í Santa Barbara verður 91.árs
Innilega til HAMINGJU með afmælin
4.1.2011 | 19:45
Æðruleysisbænin
Í haust var ég byrjuð að skrifa ritgerð um Niebuhr... en skipti honum svo út fyrir annan kall ;) Niebuhr samdi æðruleysisbænina sem flestir kunna bara helminginn af, öll er bænin svona:
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli,
þolinmæði við hluti sem taka tíma,
Þakklæti fyrir það sem ég hef,
viðþol við ströggli annarra,
frelsi til að lifa án takmarkana fortíðar minnar,
hæfileika til að þekkja ást þína til mín og ást mína til annarra og
kraft til að standa upp og reyna aftur þó það virðist vonlaust.
1.1.2011 | 02:05
Gleðilegt ár 2011
*★Gleðilegt ár kæra fjölskylda, ættingjar og vinir ★* 。 ˚ ˚ ˛ ˚ ˛
。★Takk fyrir allt gamalt og gott ★ 。* 。° 。★° ˛˚˛ * *。★° 。*˚。★° ° 。★° ˛˚˛ * ˚ ★˛ ˛˚ ★*。˚ ˚ ˛˚ ★˛ ˛˚ ★*。˚ ˚*。 ˚ 。★° ˛˚˛ * ˚ ★˛*。˛ ˛ ˚˛ ˚ ˚ ˛* *。* ˛ ˚* *。* ˛ 。★° ˛˚˛ * ˚ ★
*★* ★★★★ 2011 ★★★★*★* ˛.*.★*.˛* .˛。*.★.*˛.¨*.★.★.*˛.¨*.
˛ _██_*.。*./ \ .˛* .˛。.˛ ★GLEÐILEGT ÁR ★★ FELIZ AñO NUEVO ★
˛. (´ ̮)*.。*/♫.♫\*˛.* ˛_Π_♥HAPPY NEW YEAR GOTT NYTT ÅR
. ( . . ) ˛./ '♫ ' \.˛*./______/~\*. ˛*.。˛*★* ˛.*.★*.˛* .*˛.★.*˛.¨*.
*(...''.. ) *˛╬╬╬╬╬˛ |田田 |門 ╬╬╬╬╬*˚.˛..★..*.*★*.★.★.*˛.¨*.
24.12.2010 | 12:10
Gleðileg Jól
*★Gleðileg jól ★* 。 ˚ ˚ ˛ ˚ ˛
。★gott og farsælt komandi ár ★ 。* 。
° 。 ° ˛˚˛ * _Π_____*。*˚
˚ ˛ ˛˚ */______/~\。˚ ˚ ˛
˚ ˛ ˛ ˚ |田田|門| ˚ *★
Gleðileg jól kæru ættingjar og vinir, hafið það sem allra best um jólahátíðina *
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2010 | 12:59
Er það í eitt skipti fyrir öll...
Mér er sama hvort klukkunni er seinkað, ef það er ætlunin að gera það EINU SINNI... ég er ekki fylgjandi klukkuhringli tvisvar á ári.
6.12.2010 | 23:11
,,Amli" í des
Stóra systir er sextug í dag... Stórt til lukku með stóran dag
Við Edda skruppum til hennar í kvöld og fengum hrikalega góða köku með rosalegri karamellusósu og svakalegu rjómakremi... þetta var STÓR-hættulega gott.
6.des... Berghildur 60 ára
26.des... Tinna Sól 10 ára
29.des... Sigurður Bragi 22 ára
Til hamingju með afmælið
1.12.2010 | 23:16
Komin í próflestur
Skil á heimaprófinu í Stefi í Nt var 24.nóv kl 12 á hádegi,
síðasti skóladagur var á föstudag 26.nóv,
aukatími í trúfræði kl 3 á mánudag 29.nóv.
skil á ritgerð í Stefi Nt var 30.nóv.
Það hefur verið nóg að gera...
nú eru ritgerðir og heimapróf sem btw var 13 blaðsíður eða ca 5000 orð... að baki... og prófin að byrja.
Fyrsta prófið er 9.des og það síðasta 17.des eða korter í jól
21.11.2010 | 09:39
Síðasta vikan í skólanum

Ég fékk heimapróf í Stefi í guðfræði Nt, opinberunarritum, á kl 5 á föstudag og er búin að vera límd við tölvuna til að svara því. Prófið er 5 spurningar. Sú fyrsta í 10 liðum, ca 100 orð á hvern lið. Hverri spurningu á að svara í uþb 1000 orðum.

Ég er búin með fyrstu og hálfnuð með aðra.
Hvílík vinna... en þetta verður að hafast eins og annað

7.11.2010 | 12:18
Afmælisbörn mánaðarins
Nokkrir í fjölskyldunni eiga afmæli í nóvember. Sonurinn á afmæli í dag, nafna mín nær þeim langþráða áfanga að fá bílpróf og síðasta daginn í mánuðinum á ég sjálf afmæli.
7.nóv ... Svavar 27ára
8.nóv ... Sverrir Björgúlfur
langafabarn Lúlla 6 ára29.nóv ... Bryndís Líf 17 ára
30.nóv ... gamlan sjálf 54 ára... og Björg vinkona ári eldri
Úff, ég er 10 árum eldri en Bryndís og Svavar til samans
Innilega til hamingju með daginn
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2010 | 23:23
Vorum að klára að pakka
Ég mætti í Ásvallakirkju kl 9 í kvöld til að klára að pakka niður í skókassana... þetta verkefni er yndislega gefandi. Í mörg ár erum við hjónin búin að horfa á dvd diskana okkar sem sýnir þegar Franklin Graham stofnandi þessa verkefnis sem heitir "Operation Christmas Child" á ensku, afhendir skókassa til munaðarlausra og veikra barna í Afríku...
Við höfum verið í Usa í okóber síðustu 10 ár og höfum alltaf misst af því að taka þátt og það verður að viðurkennast að verkefnið er ekki mikið auglýst... EN NÚ gerðist það. Við vorum með og það er góð tilfinning.
Í kassana fóru ýmsar hreinlætisvörur, einhverjar flíkur, smá nammi og Guðs blessun til viðtakandans.
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Flugslys í Bretlandi
- Rauða myllan í París: Mylluvængir snúast að nýju
- Borga fyrir að gæta fjár í viku
- Lést eftir að hafa orðið fyrir lögreglubíl
- Sænskir ásatrúarmenn blóta sumar
- Faldi sig í ferðatösku samfanga og strauk
- Fyrsta dauðsfallið af völdum sjúkdómsins í 18 ár
- Tveggja saknað í kjölfar úrhellisrigningar
- Baðst afsökunar á ummælum Grok
- Umkringdu og handtóku Palestínu-aðgerðarsinna