Leita í fréttum mbl.is

Selvogsgata og Leggjarbrjótur

Ég tók Selvogsgötuna á laugardaginn... -kleppur hraðferð- 16 km á 2 tímum og 40 mín... hraðamet hjá mér.
Leggjarbrjótur að baki
Í gær sunnudag fór ég síðan ,,gæðaferð" á Leggjarbrjót með Hörpu, Svavari, Lovísu og Mílu. Ég mældi leiðina með Garmin-úrinu mínu og mældist leiðin 16,6 km. Við héldum vel áfram en stoppuðum smá stund á 2ja km fresti og tók ferðin 5 tíma og 35 mín Kissing

Veðrið var einu orði sagt frábært. 

Við Berghildur gengum þessa leið með Ferðafélaginu fyrir nokkrum árum í þoku og mundi ég ekki eftir neinu nema Glym úr þeirri ferð... Þoku-ferð skilur sem sagt ekkert eftir sig - það er svipað og að skilja minniskortið eftir heima Joyful

PS. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá Berghildi, þá gengum við saman Leggjarbrjót í júlí 2001


Göngum göngum...

GENGIÐ gengur af göflunum. Við Svavar eigum bara eftir að finna 2 spjöld í Ratleik Hafnarfjarðar... Svo við höfum gengið þó nokkuð í sumar. Stundum hafa Harpa og strákarnir verið með okkur.

Við höfum líka gengið á Helgafell og Esjuna... og Selvogsgatan hefur verið fastur liður hjá mér á sumrin. Hún verður farin á morgun og AMK Berghildur ætlar með mér - kannski fleiri Smile

Veðrið á að vera gott svo þetta verður góður dagur Grin


35 ára brúðkaupsafmæli á toppi Helgafells :)

Fyrir Helgafell


Við vorum svo blessuð með mætingu fjölskyldunnar og með yndislegu veðri. Næstum allir gátu komið. 

Mæting var kl 12 hér heima og keyrt upp í Kaldársel þar sem fyrsta myndin var tekin. Það náðist ekki að hafa ,,fyrir og eftir" myndatöku því sumir fóru ansi hratt inn í bíl eftir fjallið  Kissing

Afi var elstur, 64 ára eftir nokkra daga og Matthías Daði var yngstur 1 árs í maí.

Við rætur Helgafells

Við skiptum á okkur birgðunum, það var ekki planið að missa gramm í þessari ferð. Við vorum með birgðir af vatni og gosdrykkjum enda 17 °c og kökur... í gær var bökuð sjónvarpskaka og tvöfaldur skammtur af smákökum Wink

Á toppi Helgafells :)

Við stoppuðum aðeins við rætur Helgafells og síðan á ca miðri leið til að skrifa nöfnin okkar í móbergið. Fjallið er ein allsherjar GESTABÓK.

Ferðin upp tók um klukkutíma... á toppnum var ráðist á nestið... enda átti ekki að bera það niður aftur... og svo var myndataka, Berghildur systir var með og tók myndirnar af hópnum. Að sjálfsögðu var skrifað í gestabókina - við fylltum heila síðu Smile

Útsýnið var frábært, og það gerði ekkert til þó það kólnaði aðeins. Við æfðum fjölskylduöskrið - hvað er nú það - 
Ég mismælti mig við samhæfinguna og tilkynnti að nú ætluðum við að öskra eins ,,hratt" og við gætum... átti að vera ,,hátt".

Á leiðinni niður

Við vorum með 3 hunda og þá kom annað mismæli út af vatnsskálunum... ,,þeir slefa ekki út úr hvor öðrum" Pinch

Við heimkomu biðu hægsteikt læri og jökulkalt gos Tounge... og við fengum BIKAR frá Tinnu fyrir 35 árin, þó allir viti að það sé stranglega bannað að gefa okkur gjafir... InLove

Dagurinn heppnaðist í alla staði frábærlega vel og erum við svo sannarlega blessuð að eiga þessa fjölskyldu Kissing

TAKK FYRIR OKKUR Heart 

 


Mikið að gerast í júlí

Við hjónin eigum 35 ára brúðkaupsafmæli næsta laugardag 17.júlí og langar mig til að öll fjölskyldan gangi á Helgafellið upp úr hádegi og drekki með okkur afmæliskaffi á toppnum... Það verður ekki í fyrsta sinn sem við drekkum afmæliskaffi á toppnum því Adam hélt upp á afmæli sitt á toppnum fyrir nokkrum árum.
Þetta á eftir að vera frábært Kissing

Afmælisbörn mánaðarins eru:
Ísak Lúther Ólafsson verður 14 ára 24.júlí
afi sjóræningi..... verður 64 ára 25.júlí

Hamingjuóskir til ykkar nafnanna Wizard 


Ratleikur Hafnarfjarðar

Undanfarinn mánuð hef ég tekið þátt í ratleiknum með börnum, barnabörnum og hundum. Þemað er hleðslur, skotvirki og fl. Við höfum plampað um hraun og annað ósléttlendi... Litlir fætur eru oft mjög þreyttir á kvöldin. Aðalmálið er að finna spjaldið og... nestið.

Okkur hefur gengið ágætlega að finna spjöldin... Smile 
... enn sem komið er höfum við aðeins einu sinni þurft að hætta leitinni... eða fresta þar til síðar.


HM... hm... og aftur háemm

Er ekki eitthvað mikið að hjá karlkyninu, þegar það þarf TVO menn til að lýsa því sem þeir eru að horfa á í sjónvarpinu og síðan þarf FJÓRA menn á eftir til að útskýra fyrir þeim hvað þeir sáu... !!!

Fyrir og eftir !

Nú hef ég varla kíkt inn á þessa síðu siðan ég fór á Facebook... sem er sennilega ein mesta tímasóun sem til er. Fólk er yfirleitt ekki að segja neitt - ekki ég heldur... Það er svo sem ekkert nauðsynlegt að vera eilíft með einhverjar tilkynningar en hvílíkur tími sem fer í að skoða "comment" vinanna... stundum skrifa ég - stundum ekki.
Undanfarið hef ég líka verið latari að kíkja á facebook og ætla að láta það eftir mér að vera löt við þessa síðu þar til ég byrja aftur í skólanum í haust... nema það gerist eitthvað sérstakt.

InLove  Afmælisbarn mánaðarins:
ADAM DAGUR sem verður 11 ára 30.júní... Til hamingju ömmustrákurWizard

Hafið það gott í sumar og keyrið varlega


Ótrúlegt

Ég var að fá rukkun frá Hertz að upphæð 10 dollarar með umsýslukostnaði... og fyrir hvað ??? fyrir að fara U-beygju áður en ég koma að tollhliði. U-beygjan var sérstaklega auglýst sem síðasta tækifæri til að snúa aftur inn í Boston og það var hvergi hlið eða spjald þar sem það stóð að U-beygjan kostaði neitt... bara að hún væri ekki fyrir flutningabíla. 
ég googlaði loftmynd af þessari U-beyju... og get enn ekki séð neitt ólöglegt...en hefði ég haft möguleika á að borga 2-3 dollara þá hefði ég gert það og sloppið við umsýslugjaldið.

http://www.boston.com/news/local/massachusetts/articles/2007/11/19/few_drivers_using_new_u_turn_ramp/


17.júní - Þjóðhátíðarljóð

skrúðganga

Skrúðgangan um strætið líður
sýnist löng sem görn.
Hérna fer um flokkur fríður
fullorðnir og börn.

Börn í sínum betri fötum
brosa út að eyrum.
Labbað eftir löngum götum,
við litla fætur keyrum.

Að lokinni svo langri göngu
er löngunin svo stór,
foreldrarnir stand´í ströngu
að svara þessum kór.

Mamma, ó ég vil fá fána,
rellu, blöðru og trúð?
Pabbinn, byrjaður að blána
er sendur út í ,,búð".

Oftast borinn ofurliði
hann olbogast í slaginn.
Þvílíkt verð á þessum ,,friði"
á Þjóðhátíðardaginn.

Stympast hann við sölutjaldið
stöðug er þar þröng,
en villtu dýrin með allt valdið
verða núna svöng.

Upphófst aftur stríð og stappið
það stundarfriðinn tók
aftur varð að etja kappið
eftir pylsu og kók.

Að maturinn sé mannsins megin
þarf ekki að segja þeim.
Hvað þau hjónin verða fegin
að komast aftur heim.

EN LOKSINS laus úr suði og kvabbi
lyftist á þeim brún,
með rellu og blöðru flaggar pabbi
en börnin hlaupa um tún.

Ég setti þetta saman 1992 og sendi til Lesbókar Morgunblaðsins en fékk þá orðsendingu frá Gísla að það væri ekki nógu gott til að birta það. Mér fannst einmitt að það hefði verið sniðugt að teikna myndir með hverri stöku. Nú kemur þetta í fyrsta sinn fyrir almenningsjónir. 


Sjómannadagurinn

Smile Aldrei þessu vant var sjómannadagurinn HLÝR, SÓLRÍKUR OG ÞURR... sem er auðvitað undur og stórmerki. Sumarið í sumar verður líklegasta það þurrasta í manna minnum, fyrst menn vilja rigningu til að hefta öskufokið.
Það eina sem var gert á þessu heimili til að halda upp á daginn, var að baka vöfflur... Tounge ummmmm...


Bestu-flokkarnir

Bestu-flokkarnir voru eina tækifæri fólksins til að tjá óánægju sína með stjórnmálaflokkana sem voru fyrir. Það hefur enga þýðingu að skila auðu eða ógildu... atkvæðin sem eru gild tengjast alltaf sama gamla liðinu sem var við völd og verður þá aftur við völd eftir kosningarnar.

Besti flokkurinn í Reykjavík, næstbesti flokkurinn í Kópavogi og L(angbesti) flokkurinn á Akureyri voru því eina tækifærið sem kjósendur höfðu til að sýna stjórnmálamönnum að þeim var alvara, þeir vilja fá þá frá völdum.


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jesaja 40:8

Grasið visnar, blómin fölna en orð Guðs varir að eilífu.

Ég veit ekki hvað ég hef oft lesið eða hlustað á þetta vers og alltaf hefur merkingin ,,orð Guðs varir að eilífu" verið tengd fyrirmælum eða skilaboðum Guðs til okkar í gegnum Biblíuna.

Orðið ,,orð" er eins í eintölu og fleirtölu en sem fyrirmæli eða skilaboð verður versið að vera í fleirtölu - því ekki er eitthvað eitt orð, fyrirmæli eða skilaboð. Í frummálinu er ,,orð Guðs" í eintölu annars myndi versið vera ,,orð Guðs VARA að eilífu" ef orðið ,,orð" væri í fleirtölu. Að auki er ,,orð" þarna með ákv. greini og ætti að vera þýtt ,,orðið"

Jóh.1:1 Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. (2) Hann var í upphafi hjá Guði.

Orðið er Jesús og hann var upphaflega hjá Guði. Þess vegna fannst mér forvitnilegt að kanna notkun orðsins ,,orð" (í et m/ákv.gr.) í Gamla testamentinu.
Það birtist fyrst í 1.Mós 15:1... Eftir þessa atburði kom orð Drottins til Abrams í sýn:,, Óttast þú ekki, Abram, ég er skjöldur þinn, laun þín munu mjög mikil verða"
Orð Drottins kom aftur í sýn í 4 versi...

Hvernig getur ,,orð" komið í sýn... og hvers vegna talar Abram við ,,orð" í sýn... nema ,,orðið" sé Guð. Enda segir í 5.versi að ,,hann" sem getur ekki verið annar en ,,orðið" í sýninni, leiddi Abram út og sagði honum að telja stjörnurnar - svo margir yrðu niðjar hans.

Orð Guðs varir að eilífu - Drottinn er eilífur


Tognaði í læri við að prjóna

Þetta er það vitlausasta sem ég hef vitað... en satt. Ekki er ég farin að prjóna með fótunum EN í fyrradag sat ég í HÆGINDA-stólnum og prjónaði... ég hef bæði setið of lengi, skökk í stólnum og með spennu á vöðvanum... þetta er afleiðingarnar... ég hef tognað aftan í lærinu.

Það er ekki annað hægt en að brosa af þessu - það er kannski rétt sem maðurinn segir... að ég sé af HROSSA-ætt Joyful


Nóg að gera hjá mér

Það er nóg að gera á þessum bæ, með 4 manna fjölskyldu hjá sér... Smile eins og þeir segja á ameríkönsku " a handful" Wink

Ég er búin að fá einkunnirnar og er enn með 8 í aðaleinkunn - I´M HAPPY

Nú er ég byrjuð að mála aftur, hleyp reglulega og langar til að fara í gönguferðir. Á morgun förum við bæði í afmæli og útskrift. Matthías Lovísu og Gunnars-sonur er 1 árs og Íris Sverrisdóttir er stúdent. Við grennumst ekki á morgun Kissing

Til hamingju með daginn, Matti litli Wizard


Ótrúleg bloggleti

Það er varla hægt að segja að ég hafi bloggað frá því að skólinn byrjaði í haust. Kannski er málið að ég fækkaði við mig einingum, tók 20 í stað 30 og ætlaði að eiga smá líf með. Þessi 3 fög sem ég tók, voru þó nokkur lestur og verkefnavinna, svo bætti ég við hlaupadögum og byrjaði að prjóna og sauma aftur... en ekki að mála - bloggið varð alveg útundan.

Eitt fagið var ,,trúarstef í kvikmyndum" og ég varð enn einu sinni vör við hvað ég er öðruvísi... Við áttum að reyna að horfa á hverja kvikmynd ,,sem mynd"...
Það var ekkert vandamál fyrir mig, því ég hef alltaf staðið fyrir utan myndir og bækur, hef ekki sett mig í hlutverk eða séð mig sem persónu, túlka ekki eitthvað sem er ekki sagt og tek myndir ekki sem skilaboð eða boðskap, í þeim er einungis ákveðin saga sögð.
Í mínum huga er kvikmynd bara kvikmynd - sumar eru leiðinlegar aðrar skemmtilegar.

Nú eru prófin búin, ég bíð eftir einkunnum... Whistling


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband