Leita í fréttum mbl.is

Endilega að banna trúboð...

Það verður kannski til þess að kristin trú vaxi. Tilhneiging manna er nefnilega að berjast fyrir því að fá að kynnast því sem er bannað. Allir vilja hafa frelsið og geta gengið að hlutunum en sumt verður aldrei eins spennandi og þegar því er haldið frá fólki.

Umræðan virðist snúast meira um hvað foreldrarnir vilja en hvað sé gott eða uppbyggjandi fyrir börnin þeirra. Ef skólarnir ætla að taka upp þessa stefnu, þá verða þeir að huga að fleiru. Nú nýlega frétti ég að því að farið var með barn í rútu án vitundar foreldra þess og ,,óperunni" troðið ofan í kok á barninu... en svona myndi lýsing margra vera á trúboði ,, að trúnni væri troðið ofan í kok" á barni þess. 

Foreldrar hljóta líka að hafa skoðanir á ,,menningar-og listaferðum" skólanna.


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

Það er bara verið að tala um að banna trúboð í skólum. Það er skólaskylda á Íslandi og öll börn, sama hvers trúar þau eru, þurfa að mæta í grunnskóla. Það er ekki verið að tala um að banna trúboð á öðrum vettvangi, og það er alls ekki verið að tala um að banna kristna trú, enda er nóg um að velja fyrir þá sem vilja rækta trú sína utan skólatíma.

Freyr Bergsteinsson, 24.10.2010 kl. 20:00

2 Smámynd: Morten Lange

"Bryndís Svavarsdóttir alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn."
 
Nema til dæmis í þessari færslu ...

Morten Lange, 24.10.2010 kl. 23:43

3 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Freyr, ég er einmitt að tala um skólana. Fyrir þá sem trúa ekki en nær enginn munur á milli fræðslu og trúboðs.
Ef skólar ætla að fara í einu og öllu eftir vilja foreldra, þá verður ekki full mæting einn einasta dag í skólanum... því foreldrar hljóta að fá ákvörðunarvald í fleiru sem þeir vilja ekki að barnið taki þátt í en því sem varðar trúmál...  

Jólin eru trúarhátíð. Flestir Íslendingar eru vanir því að halda jól en aðventan er að verða sífellt erfiðari í framkvæmd í leikskólum og skólum. Börnum sem hlakkar til jólanna finnst gaman að tala um þau svo það er erfitt að ætla að halda trúnni og jólum sem einkamáli á heimilinu... og eru börnin þá ekki orðnir litlir trúboðar? 

Bryndís Svavarsdóttir, 24.10.2010 kl. 23:59

4 Smámynd: Morten Lange

Allir trúlausir sem ég hef heyrt í, leggja einmitt mikla áherslu á muninn á milli trúboðs og fræðslu.  Mér þykir þínar fullyrðingar um hið gagnstæða áhugaverðar. Gætirðu útskýrt þessu fyrir mig/okkur ? 

Morten Lange, 25.10.2010 kl. 00:28

5 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

Það er rétt hjá þér Bryndís, að fyrir foreldra sem vilja ekki að börnin sín fá faglega og hlutlausa fræðslu, þá er skólinn afar óheppilegur. En fyrir persónulega, hlutdræga og valfrjálsa hluti, eins og í hvaða íþróttafélagi á að vera (ef eitthvert), í hvaða stjórnmálaflokki á að vera (ef eitthvert) eða í hvaða trúfélagi á að vera (ef eitthvert), þá gilda almenn lög þar sem foreldrar og forráðamenn ráða ferðinni og eru ábyrg barna sinna.

Skólinn er ekki valfrjáls. Trú er. Trúfræðsla er góð, trúboðun er það ekki fyrir þá sem vilja hana ekki. Harðir foreldrar sem vilja láta ekki vaða yfir sig hafa tekið börn sin út úr skólastarfi til að sleppa við kirkjustörf. Þetta er slæmt. Þetta er félagslega einangrandi. Mannréttindinn felast ekki í að koma fyrir að prestar séu teknir úr skólastarfi, heldur að börn séu tekin úr skólastarfi.

Freyr Bergsteinsson, 25.10.2010 kl. 07:10

6 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Morten, Hvar er línan á milli trúboðs og fræðslu? Trúlaus kennari í skóla getur með ,,trúboði" sínu rakkað niður trúna fyrir þeim sem trúa. Á sama hátt getur trúaður kennari verið með kraftmikið trúboð yfir þeim vantrúuðu. Trúboð virkar nefnilega á báða bóga.

Þeir sem eru á móti trúboði í skólum ættu að spá í hvaða trú kennarinn hefur, því prestarnir og þeir sem heimsækja skólana eru bara ,,augnablik" á staðnum miðað við þann tíma sem kennarinn hefur með börnunum.

NIÐURSTAÐA: Engin kennsla er hlutlaus, hún er alltaf lituð af stefnu skólakerfis og áherslum kennarans.

Sæll Freyr. Ég er sammála þér í mörgu. Skólakerfið á að vera faglegt en það er aldrei hlutlaust.

Það er ekki langt síðan ég sagði að ég væri á móti trúboði í skólum, ég er það enn. En í hvaða tilgangi koma prestar? er það í sambandi við ferminguna?

En hvar ætlar andspyrnan að stoppa? Það er sífellt verið að færa "mörkin" nær því sem við teljum hluta af menningu okkar, svo sem jólahaldi.

Mér finnst það ekki mannréttindi að taka börn út úr skólastarfi, það eru mannréttindi að leyfa þeim að velja hvort þau vilji taka þátt í starfinu eða ekki. Börnin verða að vera sátt og geta svarað sjálf hvers vegna, svo þau lendi ekki í einelti.

Bryndís Svavarsdóttir, 25.10.2010 kl. 15:39

7 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

Kennsla er aldrei fullkomnlega hlutlaus, en það á að gera sitt besta til að ná því. Auðvitað eru til kennarar sem gera lítið úr trúfræðslu og kennarar sem gerir upp á milli trúarbragða (umfram þeim menningarlegan arf sem kristnin er á Íslandi), en þeir eru ekki að sinna starfi sínu vel.

Mikið er ég annars sammála þér um að mannréttindin snúast um val. Hins vegar er þetta val ekki til staðar í skólakerfinu eins og er. Kirkjustarf á skólatíma neyðir minnihlutahópa út í horn og eflir einelti. Mannréttindaráð Reykjavíkur borgar eru með þessari ályktun að reyna að bæta úr því.

Freyr Bergsteinsson, 25.10.2010 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband