Leita í fréttum mbl.is

Bara gott að Jenis standi á sinni sannfæringu

Hverjum manni leyfist að hafa sína skoðun og fólk á að vita hvar stjórnmálaleiðtogar standa. Auðvitað er afstaða hans blásin út eins og hann hafi framið glæp með sinni afstöðu til samkynhneigðar en þetta er háttur blaðamennskunnar.

Biblían tekur skíra afstöðu til samkynhneigðar karlmanna.
Þetta kemur fram í lögmáli Gt, 3.Mós 18:22... Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð... og í Nt 1.Kor. 5 og 6 er talað um saurlífismenn og kynvillinga og menn eru hvattir til að sitja ekki til borðs með þeim (1.Kor 5:11).

Biblían er mjög karllæg og gerir ekki ráð fyrir að tvær konur hafi áhuga á að ,,liggja saman" eins og það er orðað, þó maður geri ráð fyrir að afstaðan sé sú sama og gagnvart karlmönnum.


mbl.is Danir blása Jenis-málið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir þetta þótt ég hafi ekki lesið biblíuna

Valdimar Samúelsson, 8.9.2010 kl. 11:03

2 Smámynd: Odie

Já og breytum endilega hvernig taka eigi á nauðgurum, enda segir biblían hvernig eigi að taka á þessu vandamáli.

28Ef maður hittir mey, sem eigi er föstnuð, og hann tekur hana og leggst með henni og komið er að þeim,
  29þá skal maðurinn, er lagðist með henni, greiða föður stúlkunnar fimmtíu sikla silfurs, en hún skal verða kona hans, fyrir því að hann hefir spjallað hana. Honum skal eigi heimilt að skilja við hana alla ævi sína. (Fimmta bók Móse 22:28-29)
 Vert er að benda á að ég er mótfallin þessu enda sé ég ekki neitt gáfulegt við að láta veslings konugreyið þurfa að búa það sem eftir er með nauðgara sínum.  En ef þú vilt taka siðferðið manna aftur til fornaldar þá er nóg af fornaldarhugsunarhætti að finna þarna.

Odie, 8.9.2010 kl. 11:17

3 identicon

Biblían vill líka að við grýtum til bana unglinga sem óhlýðnast foreldrum sínum eða brúka kjaft.

Biblían tekur skýrt fram að konur skuli ekki undir nokkrum kringumstæðum ganga menntaveginn...

Og svo framvegis.

Það hlýtur að vera þægilegt að geta valið og hafnað hvaða blaðsíðum biblíunnar maður trúir, svona eftir því hvað manni finnst sjálfum.

Elín (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 11:32

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Odie. Of eða van. samkynhneigð er röng og ekkert til að auglýsa útávið hvað sem biblían segir.

Valdimar Samúelsson, 8.9.2010 kl. 11:41

5 Smámynd: Arnar

Hverjum manni leyfist að hafa sína skoðun og fólk á að vita hvar stjórnmálaleiðtogar standa.

Auðvitað er hverjum manni frjálst að hafa sínar skoðanir.

Ég er td. á þeirri skoðun að umræddur Jenis og aðrir skoðunarbræður og systur hans séu fordómafullir fávitar.

Arnar, 8.9.2010 kl. 13:14

6 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

Að standa á sinni sannfæringu er sjaldan gott ef sannfæringin er slæm.

Freyr Bergsteinsson, 8.9.2010 kl. 13:59

7 Smámynd: Stjörnupenni

Æ, éttu skít Bryndís.

Sjáiði ekki fyrir ykkur einhvern eins og Jenis sem neitar að sitja kvöldverð með Obama vegna þess að hann er svartur?

Þá þætti mér gaman að sjá heimskingja eins og þig verja hann.

Stjörnupenni, 8.9.2010 kl. 14:20

8 identicon

"Hann hefur bara ákveðna skoðun. Það er bara allt í lagi!"

Mér finnst ég búinn að heyra þetta frekar oft undanfarið um þennan náunga. Mér finnst það undarlegt - og pínulítið kjánalegt.

Hann ákvað að hafa skoðun sem er fordómafull, og móðga forsætisráðherran okkar persónulega. Mér finnst það bara ekkert í lagi.

Danni (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 14:27

9 identicon

Ef hann hefði þessa skoðun á konum, rauðhærðum, búddistum, örventum eða fólki af afrískum uppruna þá væru fáir til varna. Það er alveg jafn auðvelt að rökstyðja fordóma gegn ofannefndum hópum með tilvísun í biblíuna og fordóma gegn samkynhneigðum.

Menn eiga ekkert að geta hlaupið í "stikk" í biblíuna með ankannalegar skoðanir sínar á samkynhneigð frekar en þeim leyfist það með ankannalegar skoðanir sínar á kynþáttum, konum eða öðrum sem þeim detta í hug. Við erum ekki glæpamenn eða illvirkjar.

Dagur (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 15:25

10 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Já sæll... Á þessum athugasemdum sést best hverjir leyfa sér að hafa róttækar skoðanir... og finnst það sjálfsögð réttindi.

Bryndís Svavarsdóttir, 8.9.2010 kl. 23:08

11 identicon

Þetta andsvar finnst mér með allra rýrasta móti, Bryndís. Til að finnast færslurnar hér að ofan vera mjög róttækar þá held ég að maður þurfi að hafa alið allan sinn aldur í hugmyndafræðilega vernduðu og gríðarlega einsleitu umhverfi.

Þér finnst kannski nóg að hafa vitnað í 3. Mósebók í upphafi og nennir engu við það að bæta en þar sem að þú þykist vera að læra guðfræði þá býst ég við að þú þekkir 3. Mósebók og innihald hennar mætavel. Reyndu nú að rökstyðja, með öðru en persónulegri vanþóknun þinni á samkynhneigðum, hvers vegna þú velur að fara eftir 18:22 en nánast engu öðru úr þeirri bók.

Það hafa allir réttindi til að hafa róttækar skoðanir. Það eru meira að segja sjálfsögð réttindi. En skoðanafrelsi nær ekki til þess að þú getir haldið fram hverju sem er án þess að mæta andmælum og/eða háðung. Skoðun eins og þú heldur fram, illa rökum studd og til þess ætluð að setja hluta samfélagsins skör neðar en þig í virðingu og réttindum, er vel til þess fallin að þú verðir ekki tekin mjög alvarlega hér eftir nema af þeim já-systkinum þínum sem mig grunar að þú sért vön að eiga samskipti við.

Ef þér fannst fyrri færsla mín ekki vera nógu fín fyrir þig til að svara henni þá skal ég gefa þér hæfilegan frest til að trítla yfir í heimspekideild þar sem hægt er að fræða þig um kúgun minnihlutahópa í mannkynssögunni og hvaða biblíutilvitnunum og rökbrellum var beitt til þess að réttlæta það.

Að lokum ætla ég að vona að þú hafir ekki þulið þessa skoðun þína mikið yfir börnunum þínum eða barnabörnunum. Þeim gæti reynst erfitt að sættast við þig ef að sú stund kemur að þau þurfa að segja þér eitthvað persónulegt um sínar tilfinningar...

Dagur (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 11:16

12 Smámynd: Odie

Hér er eitthvað sem Biblíuunnendur hunsa sem betur fer.

Hafi maður eða kona særingaranda eða spásagnaranda, þá skulu þau líflátin verða. Skal lemja þau grjóti, blóðsök hvílir á þeim."  (Þriðja bók Móse 20:27)
 
Þetta stendur líka skýrt í sömu bókinni. 

Odie, 9.9.2010 kl. 15:51

13 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Góðan daginn Dagur,

Lastu það sem ég skrifaði eða ertu að túlka eitthvað milli lína rugl, því þú gerir mér upp afstöðu til samkynhneigðar.

Það sem ég skrifaði, er að Jenis leyfist eins og þér líka, að hafa ákveðna skoðun. Jenis er í kristilegum stjórnmálaflokki og hans afstaða mótast af Biblíunni - fínt að kjósendur viti hverjum þeir greiða atkvæði.

Ég gat ekkert út um mína afstöðu, hvorki til skoðunar Jenis eða til samkynhneigðar.

Það er athyglisvert að þú kýst að líta fram hjá því að ég segi að Biblían segi ekkert um samkynhneigð kvenna... sem er einmitt deilumálið hér.

Þú bendir mér á heimspeki - lærðu að lesa texta sem texta.

Bryndís Svavarsdóttir, 10.9.2010 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband