Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Hversu há er Esjan ?

Ætli fjallgöngufólkið telji ekki að 6 ferðir upp og niður ,,jafngildi maraþoni að erfiðleikagráðu"... Samkvæmt Wikipedia er Esjan 914 metra há frá sjávarmáli... ferð upp og niður er því um 1,8 km x 6 ferðir.... sem eru 10,8 km samtals.
Upphaflega maraþon vegalengdin var um 40 km og var hlaupin frá borginni Maraþon til Aþenu... það voru Englendingar sem bættu við vegalengdina svo hún varð 42,195 km.  

At the 1908 Olympic Games in London, the marathon distance was changed to 26 miles to cover the ground from Windsor Castle to White City stadium, with 385 yards added on so the race could finish in front of King Edward VII's royal box.  http://ctc.coin.org/marathon.html 


mbl.is Maraþonganga á Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logan, Vestur Virginíu

Hatfield-McCoy Reunion Festival,13.6.2009Við erum í Logan og keyrðum til Williamson sem er við fylkismörk Kentucky og West Virginia.  Hér er hrikalegt landslag. Fjöll og dalir með trjám frá ,,toppi til táar"... Hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þá fyrstu að ferðast hingað.

Í Williamson var Hatfield-McCoy Reunion Festival, þar sem ég hljóp maraþon í dag.
Afkomendur Hatfield og McCoy voru mættir með rifflana sína, veðrið var frábært - of gott fyrir maraþon í frumskógarstígum og lognmollu milli trjánna.

Logan WV,13.6.2009Kaninn hefur greinilega ekki áhyggjur af umhverfismati... allar línur á staurum og greinilega ekkert mál að sníða af þessum fjöllum til að gera almennilega vegi... og mættu fleiri huga að hvort öryggi fólksins sé ekki meira virði en útlit umhverfisins.


Keflavík - New York - Hagerstown MD - Logan WV

Við nýttum okkur í fyrsta sinn morgunflug til New York. Komum út um hádegið og fengum bílinn um kl.1 eh. Við erum á leiðinni til West Virginia... umferðin var auðvitað klikkuð á Manhattan en um leið og maður var kominn á Highway komst maður í gang.

Við keyrðum í 7 og 1/2 tíma (281 mílur) og gistum á sexu í Hagerstown MD. Þá kom hvílíkt úrhelli að maður sá ekki fram fyrir bílinn. Sexurnar eru netlaus kvikindi... og við þreytt, svo það var farið fljótlega að sofa.

Ekkert net og enginn morgunmatur... þannig að við vorum lögð af stað fyrir 7 í morgun. Keyrðum um 350 mílur í dag og komum til Logan WV í hádeginu. Það rigndi hressilega öðru hverju á leiðinni... en leiðin lá í gegnum fjöll og dali með trjám á báða bóga.

Við rennum niður í Williamson sem er við fylkismörk Kentucky og West Virginia og sækjum gögnin fyrir maraþonið á eftir.

Super 8 Logan
316 Riverview Ave, Rt 119 S, Logan, WV
phone: 304-752-8787   Room 118


Hvernig vissi hún hvað þetta var mikið?

Mér finnst harla ótrúlegt... að konan hafi átt 1 milljón dollara... eins og maður heyrir mikið um fátækt frá þessum landsvæðum þarna suðurfrá... 

En ef þetta er rétt... þurfa hjálparstofnanir þá ekki að hugsa sig um tvisvar áður en ákveðið er að veita aðstoð hverju sinni.

Bara til að leika sér með þessar tölur... ef maður áætlar að konan hafi byrjað að safna um tvítugt og hafi safnað í 40 ár... þá hefur hún þurft að leggja 68,4 dollara til hliðar á hverjum einasta degi (40 ár = 14.610 dagar)... til að eiga um 1 milljón dollara...


mbl.is Henti sparnaði móður sinnar á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjórsárbakki

Þjórsárbakki 9.6.2009
Haraldur hringdi í gær og bauð okkur austur... ég hafði aldrei komið í bústaðinn og við þáðum boðið með þökkum Smile

Hvað eigum við að koma með með okkur... spurði Lúlli... sængurföt eða eitthvað... Haraldur þvertók fyrir að við kæmum með ,,nokkuð með okkur"... sagði svo: ,,bara föt"!!! ... Hjúkk maður, að við fengum að vera í fötum... annars hefðum við þurft að veita áfallahjálp alla leiðina Crying

Þjórsárbakki 9.6.2009Við vorum klst að renna austur... VÁ... hvílík höll
Sko ekkert smá slot Whistling

Við borðuðum hvílíkt góðan skötusel í kvöldmat, fengum okkur rauðvín og bjór og svo var farið í heita pottinn, sem er glænýr... svo enduðu allir á náttfötunum á eftir. Frábært.

Þjórsárbakki 9.6.2009Veðrið var rosalega gott. Landið er rennislétt þarna og gott útsýni yfir allt. Við reiðhöllina voru reiðhestarnir og merar bæði nýkastaðar og fylfullar í næsta hólfi.   

Við fórum svo heim um hádegið í dag, svo hjónin fái nú einhvern vinnufrið. Þó mikið sé búið, er enn margt eftir að gera...


Drengur nefndur Matthías Daði

Matthías Daði 7.6.2009          Heart Kissing Heart
Fjölskyldurnar hittust á Vellinum í nafnaveislu yngsta fjölskyldumeðlimarins. Drengurinn hefur fengið nafnið Matthías Daði... fallegt en ekki í höfuðið á neinum

Sá stutti svaf af sér veisluna... kökurnar og kaffið... en við hin vorum glaðvakandi. 

Systurnar 7.6.2009 Hann er óvenju ríkur drengurinn, því í veisluna mættu 3 langömmur og 2 langafar auk tveggja ömmu og afa-setta. Síðan mættu systkini foreldranna með börnin sín. 


Til hamingju með daginn sjómenn

Hvað er að gerast... Það lítur út fyrir besta veður í dag, í minningunni hefur sjómannadagurinn verið dagurinn þar sem rokið og rigningin hefur verið ráðandi. En í dag verðum við blessuð með þessu dásemdarveðri en það skiptir svo miklu máli fyrir útihátíðarhöld.

Til hamingju með daginn sjómenn.


2 fataskápar - fást gefins

Við viljum gefa 2 fataskápa gegn því að þeir verði sóttir sem fyrst. Skáparnir eru báðir eins... ljósir, viðarlitaðir, 1 meter á breidd, 51 cm d og 209 cm á hæð. Efst er heil hilla en neðri hlutinn skiptist í 2 helminga. Annar helm. er fyrir hangandi föt en hinum megin eru 3 hillur og 3 skúffur.

Uppl. sími 555-3880 eða 695-4687


Tiltekt :)

Það er fljótt að vefja upp á sig þegar á að ,,hagræða hlutum" á heimilinu. Heimasætan flutti í apríl og þá var herbergið hennar málað og sonurinn flutti rúmið sitt yfir.

Nú þarf að flytja þá hluti yfir sem hann ætlar að hafa í nýja herberginu, restinni þarf að koma fyrir í geymslunum... sem eru yfirfullar.
Þegar það á að endurraða og hagræða þarf helst að taka allt út og raða aftur. Ég var í því í dag, reif nær allt út úr báðum geymslunum... tölvurnar hans voru teknar niður og við bárum rekkann inn í geymsluna og ég byrjaði að raða inn í báðar geymslurnar aftur... það gengur bara vel Joyful 

Ég skrapp í Ikea í dag og keypti bókahillu og lítinn fataskáp... það fylgir í hagræðingunni.


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband