Leita í fréttum mbl.is

Auga líkamans

Í Matteusi kemur tvisvar fyrir sama ábendingin, fyrst eftir fjallræðuna í 5.kafla og aftur í 18 kafla eftir að lærisveinar Jesú spurðu hann hver væri mestur í himnaríki. Versin eru ekki nákvæmlega eins orðuð og ekki heldur í sömu röð... þar að auki hefur í seinna skiptið því verið bætt inn að ekki einungis hægri hönd þín eða auga geti tælt þig - heldur hvort þeirra sem er (hægri eða vinstri) og báðir fætur líka.

Matt 5:29  Ef hægra auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti.
Matt 5:30  Ef hægri hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en allur líkami þinn fari til helvítis.

Matt 18:8  Ef hönd þín eða fótur tælir þig til falls, þá sníð hann af og kasta frá þér. Betra er þér handarvana eða höltum inn að ganga til lífsins en hafa báðar hendur og báða fætur og verða kastað í hinn eilífa eld.
Matt 18:9  Og ef auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér eineygðum inn að ganga til lífsins en hafa bæði augu og verða kastað í eldsvítið.

Ef við lesum og skiljum Biblíuna aðeins bókstaflega... þá værum við samsafn af blindum, handa-og fótalausum búkum... sem hefðu þá litlar lífslíkur. Hver tælist ekki af einhverju sem hann sér og hver hefur ekki hlaupið og gripið í tálið. Hver hefði sjón, hendur og fætur ef við tækjum þetta bókstaflega. 

Margir setja þessi orð Jesú í samband við brot á boðorðunum, eins og t.d múslimar sem höggva hendur af þjófum, en Jesús er alls ekki að tala um veraldleg afbrot
Hann er að tala um dýrkun á öðrum guðum... ef auga þitt tælir þig til annarra guða, ef hendur þínar og fætur tæla þig til helgisiða annarra guða... þá væri þér betra að missa getuna til að dýrka aðra guði en að glatast að eilífu. Það skiptir öllu máli á hvern auga þitt einblínir, ef við horfum til Jesú erum við hólpin.

Matt 6:22 Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur.
Matt 6:23 En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

 Kærleikskveðja

Kristín Ketilsdóttir, 4.11.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband