Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Veikindi

Ég er búin að vera hundlasin undanfarið. Fyrst fékk ég kvef eða hæsi sem ég ætlaði aldrei að losna við, vegna þess að ég gat aldrei hvílt röddina... ekki auðvelt þegar maður er í starfi þar sem maður þarf að tala og syngja mikið.

Hæsin var síðan greind sem sýking í hálsi og ég fékk Pensillin.  Eftir að hafa tekið það í 3 daga var ég hastarlega veik, með hita, algert þróttleysi og vanlíðan. Eftir viku inntöku þá steyptist ég út í rauðum upphleyptum doppum og dílum, eins og ég hefði fengið rauða hunda, mislinga og hlaupabólu allt í einu. 

Þetta var dæmt sem ofnæmi fyrir Pensillin-inu og ég sett á ofnæmislyf. Mér fannst tímasetningin á þessu ofnæmiskasti vera vest, ég var auglýst á tveim stöðum á sunnudeginum en varð að vera á þeim þriðja, þ.e.a.s. HEIMA.  

Nú hefur svo sannarlega birt til... sólin farin að skína, veðrið malar eins og köttur og ég að lagast. 


Hver er með hvern í einelti ?

má ég vera memm

Það er hreint út sagt ótrúlegt hvernig þessir dómstólar virka... maður fer að efast um að þeir séu fyrir fólkið í landinu, einstaklinginn... heldur fyrir alls konar samtök og fyrirtæki.
Að berjast gegn þeim er að berjast við vindmillur.

Harpa gaf út bókina -Má ég vera memm?-

Nú spyr maður: Hver er með hvern í einelti?

 http://www.dv.is/blogg/harpa-luthers/2012/11/28/glanni-glaepur-og-sonnunargagnid/


Vorum að klára að pakka

Ég mætti í Ásvallakirkju kl 9 í kvöld til að klára að pakka niður í skókassana... þetta verkefni er yndislega gefandi. Í mörg ár erum við hjónin búin að horfa á dvd diskana okkar sem sýnir þegar Franklin Graham stofnandi þessa verkefnis sem heitir "Operation Christmas Child" á ensku, afhendir skókassa til munaðarlausra og veikra barna í Afríku...

Við höfum verið í Usa í okóber síðustu 10 ár og höfum alltaf misst af því að taka þátt og það verður að viðurkennast að verkefnið er ekki mikið auglýst... EN NÚ gerðist það. Við vorum með og það er góð tilfinning.

Í kassana fóru ýmsar hreinlætisvörur, einhverjar flíkur, smá nammi og Guðs blessun til viðtakandans. 


Tognaði í læri við að prjóna

Þetta er það vitlausasta sem ég hef vitað... en satt. Ekki er ég farin að prjóna með fótunum EN í fyrradag sat ég í HÆGINDA-stólnum og prjónaði... ég hef bæði setið of lengi, skökk í stólnum og með spennu á vöðvanum... þetta er afleiðingarnar... ég hef tognað aftan í lærinu.

Það er ekki annað hægt en að brosa af þessu - það er kannski rétt sem maðurinn segir... að ég sé af HROSSA-ætt Joyful


Verður hún friðuð?

Ótrúlegt, það er engu líkara en menn sjái eftir henni... er maður að miskilja þetta, er hún ekki óværa???


mbl.is Flatlúsin í útrýmingarhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollendingar töldu sig kunna ráð til að fækka afbrotum

Fyrir einhverjum árafjölda brugðust Hollendingar við fíkniefnavandanum með því að leyfa neysluna... það var auðvitað snilld að þeirra mati... þannig fækkaði ,,afbrotum"...  Fíkniefnavandamálið minnkaði ekki, það eina sem gerðist er að fíkniefnaneysla eða eign á efnum er ekki lengur flokkað sem afbrot... og það lítur betur út í skýrslum en segir ekkert um ástand mála. 

Í baráttu við afbrot, þýðir sem sagt ekki að gefa eftir í von um að ástandið lagist... það er betra að herða tökin og það er frábært að lögreglan er vakandi við að taka þá sem freista þess að keyra undir áhrifum.
mbl.is Óvenju margir ölvunarakstrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðingar af notkun nútíma lyfja verður að hugsa til enda...

Nældi mér í þetta hjá Björgu vinkonu:

Undanfarin ár hefur meira fé verið eytt í brjósta-stækkanir og Viagra en í rannsóknir á Alzheimer...
er því trúað að árið 2030 muni fjöldi fólks ráfa um með stór brjóst og standpínu án þess að muna til hvers....


Sýnum Hrafnkeli stuðning...

Ekki það að Guð viti ekki við hvern er átt þegar bænir eru beðnar, en er samt ekki skemmtilegra að beygja nafn mannsins rétt og segja að við sýnum Hrafnkeli stuðning og að við óskum Hrafnkeli alls hins besta. Hann heitir Hrafnkell en ekki Hrafnkétill.
mbl.is FH-ingar senda Hrafnkatli styrk í Kaplakrika í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni reykti ég...

Við vitum að alls kyns sjúkdómar fylgja reykingum, en það eru etv færri sem vita að á hverju ári missa einhverjir fæturna vegna reykinga... já, það þarf að taka af þeim fæturna við hné því æðarnar þrengjast og það kemur drep.

Einu sinni reykti ég... og ef ég hefði alltaf keypt mér 1 pakka í einu, þá hefði ég sagt að ég reykti 1 pakka á dag... en ég keypti alltaf karton og reykti það á 1 viku... það gerir 1 og hálfan pakka á dag.
Ég held að ef fólk sem reykir keypti alltaf karton, þá yrði því frekar ljóst hvað það reykir í raun mikið og hvað þetta er rosalega dýrt. 

Ég notaði engin hjálpartæki (plástra eða tyggjó) við að hætta en það sem hjálpaði mér mest þegar löngunin helltist yfir mig, var að drekka glas af köldu vatni... ótrúlegt en satt... og kannski virkar það vel fyrir fleiri. Ég er því hjartanlega sammála að tóbak verði tekið úr almennri sölu.

Tóbak verði tekið úr almennri sölu
Reykingar fella fleiri en slys


mbl.is Miklu færri hjartatilfelli í kjölfar reykbanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tannheilsa barna

Ég horfði á Kastljósið í gær, hef annars ekki mikinn áhuga á svona ,,spurningaþáttum" því fólki gefst svo sjaldan færi á að svara - spyrjandinn er venjulega kominn með aðrar spurningar áður.
En umræða þáttarins var um hvort það væri til bóta fyrir tannheilsu barna að setja á sérstakan skatt á sykur.

Í allri umræðunni sem hefur farið fram um tannheilsu barna virðist engum detta í hug að HVETJA BÖRNIN TIL AÐ BURSTA TENNURNAR.... umræðan snýst öll um að fá ókeypis tannlæknaþjónustu.

Ég man þegar ég var lítil og fékk lýsispillu á hverjum morgni í skólanum... þetta var liður í heilsuátaki... þetta sama er hægt að gera með tannburstun. Við vitum að mörg börn nenna ekki að bursta tennurnar, en sé það gert að reglu að bursta þær eftir nestistímann í skólanum þá verður það að vana. Hvert barn gæti átt sinn tannbursta í sinni körfu eða hillu í skólastofunni.


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband