Leita í fréttum mbl.is

Einu sinni reykti ég...

Við vitum að alls kyns sjúkdómar fylgja reykingum, en það eru etv færri sem vita að á hverju ári missa einhverjir fæturna vegna reykinga... já, það þarf að taka af þeim fæturna við hné því æðarnar þrengjast og það kemur drep.

Einu sinni reykti ég... og ef ég hefði alltaf keypt mér 1 pakka í einu, þá hefði ég sagt að ég reykti 1 pakka á dag... en ég keypti alltaf karton og reykti það á 1 viku... það gerir 1 og hálfan pakka á dag.
Ég held að ef fólk sem reykir keypti alltaf karton, þá yrði því frekar ljóst hvað það reykir í raun mikið og hvað þetta er rosalega dýrt. 

Ég notaði engin hjálpartæki (plástra eða tyggjó) við að hætta en það sem hjálpaði mér mest þegar löngunin helltist yfir mig, var að drekka glas af köldu vatni... ótrúlegt en satt... og kannski virkar það vel fyrir fleiri. Ég er því hjartanlega sammála að tóbak verði tekið úr almennri sölu.

Tóbak verði tekið úr almennri sölu
Reykingar fella fleiri en slys


mbl.is Miklu færri hjartatilfelli í kjölfar reykbanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hætti alfarið reykingum fyrir 15 árum en reykti aldrei meir en 2-3 pakka á viku þegar mest var. Þó mér findist ágætt að reykja eina sígarettu á mánuði, þá er gott að vera laus við þennan ósið.

Ólafur Þórðarson, 11.9.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband