Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Kef - Bos MA - Chicopee MA - Bennington VT

Þetta hljómar lengra en það er í raun og veru... en ég var bara þreytt þegar við komum til Boston í gær, tollaeftirlitið hefur tekið helmingi lengri tíma í síðustu ferðum og það var líka í gær.... og svo tók við tæplega 2ja tíma keyrsla til Chicopee og þá fór ég bara beint í bælið.

 

PLANTATION INN OF NEW ENGLAND,
295 BURNETT ROAD, 
Chicopee 01020 MA,  Room 142

................................................................................................................... 

Við fengum okkur ekkert heldur lögðum af stað til Bennington, ætluðum að fá okkur góðan morgunmat á leiðinni... en eftir því sem við keyrðum lengur færðumst við aftur í tímann og vorum nánast komin aftur í fornöld þegar við komum að mótelinu í Bennington Vermont !!! 

 

Það leyndi síðan á sér eftir að við opnuðum dyrnar - bara ágætis herbergi. Við fórum á rúntinn til að fá okkur að borða og kíkja á expo-ið en við vorum of snemma. 
Ég mundi ekkert hvernig ég hafði skipulagt þetta, eins gott að safna upplýsingum alltaf og búa jafn óðum til ferðaplan, þegar maður er með margar ferðir í takinu.
Ég hef sett þetta þannig upp að við gistum 2 mílur frá starti og ég tek rútu aftur á startið eftir hlaupið - Bíðarinn verður að bíða á mótelinu meðan ég hleyp ;)

 

WEST ROAD MOTEL
2968 WEST ROAD ROUTE 9,
BENNINGTON 05201 VA 

Phone: 802 447-8000     room 104 


við verðum hér 2 nætur :)

 


Keflavík - Denver - Los Angeles

Ég held ég hafi aldrei verið á öðrum eins hlaupum þegar ég hef farið erlendis eins og í gær. Það var líka ástæðan fyrir að ég dreif fram ferðatöskuna á mánudag. Dagurinn í gær byrjaði hjá Frú Agnesi biskupi kl 10. Síðan fór ég heim og tók saman fötin sem við ætluðum með... hlaupafötin fóru ofaní tösku í gær.

Þá var það kirkjuprakkarastarfið kl 13:30... það var spurningamerki í dagskránni og það merkti GANGNAM STYLE og ball. Það mættu um 20 krakkar og við skemmtum okkur konunglega... Samveran var aðeins styttri í dag en venjulega og ég var búin að vaska upp og ganga frá öllu í húsinu 14:40.

Við brunuðum suður á flugvöll... Við urðum fyrir töfum í innrituninni, því flugið okkar, 21:30 frá Denver til LA virtist ekki vera til... Þetta endaði með því að töskurnar voru bara bókaðar til Denver.

Við höfðum smá tíma til að heilsa upp á Siggu í fríhöfninni og rífa í okkur smá bita í Betri stofunni. Flugið til Denver var rétt tæpir 8 tímar... Við vorum með fyrstu í eftirlitið en örugglega með þeim síðustu að fá töskurnar okkar... 

Við vorum svo blessuð að við hliðina á útgöngudyrunum úr eftirlitinu var bás United Airlines og þar var maður sem ,,átti ekki að vera þarna núna"... hann gat sett okkur í flug kl 20:00 en hann hafði ekki miða á töskurnar svo við urðum að fara í innritun.

Tíminn milli fluga hefði ekki mátt vera styttri... við vorum rétt komin að hliðinu þegar við máttum fara inn í vél... sem var smekk-full... Síðasta flug - okkar flug fellt niður og við ,,bókuð" í vél sem við hefðum aldrei náð (18:00) en komumst með vél kl 20:00 sem var smekk-full.

Flugið til LA var rúmir 2 tímar og hótelið okkar í mílu-radíus frá bílaleigunni... það þarf ekki að taka það fram að ég steinsofnaði þegar hausinn snerti koddann.

Value Inn Worldwide LAX
4751 W Century Blvd
Inglewood, CA 90304
Room 217

  


Keflavík - Denver - Los Angeles

Ég held ég hafi aldrei verið á öðrum eins hlaupum þegar ég hef farið erlendis eins og í gær. Það var líka ástæðan fyrir að ég dreif fram ferðatöskuna á mánudag. Dagurinn í gær byrjaði hjá Frú Agnesi biskupi kl 10. Síðan fór ég heim og tók saman fötin sem við ætluðum með... hlaupafötin fóru ofaní tösku í gær.

Þá var það kirkjuprakkarastarfið... það var spurningamerki í dagskránni og það merkti GANGNAM STYLE og ball. Það mættu um 20 krakkar og við skemmtum okkur konunglega... Samveran var aðeins styttri í dag en venjulega og ég var búin að vaska upp og ganga frá öllu í húsinu 14:45.

Við brunuðum suður á flugvöll... Við urðum fyrir töfum í bókuninni, því flugið okkar, 21:30 frá Denver til LA virtist ekki vera til... Þetta endaði með því að töskurnar voru bara bókaðar til Denver.

Við höfðum smá tíma til að heilsa upp á Siggu í fríhöfninni og rífa í okkur smá bita í Betri stofunni. Flugið til Denver var rétt tæpir 8 tímar... Við vorum með fyrstu í eftirlitið en örugglega með þeim síðustu að fá töskurnar okkar... 

Við vorum svo blessuð að við hliðina á útgöngudyrunum úr eftirlitinu var bás United Airlines og þar var maður sem ,,átti ekki að vera þarna núna" en hann gat sett okkur í flug kl 20:00 en hann hafði ekki miða á töskurnar svo við urðum að fara í innritun.

Tíminn milli fluga hefði ekki mátt vera styttri... við vorum rétt komin að hliðinu þegar við máttum fara inn í vél... sem var smekk-full... Síðasta flug - okkar flug fellt niður og við ,,bókuð" í vél sem við hefðum aldrei náð (18:00) en komumst með vél kl 20:00 sem var smekk-full.

Flugið til LA var rúmir 2 tímar og hótelið okkar í mílu-radíus frá bílaleigunni... það þarf ekki að taka það fram að ég steinsofnaði þegar hausinn snerti koddann.

Value Inn Worldwide LAX
4751 W Century Blvd
Inglewood, CA 90304
Room 217

  


LA - Santa Barbara - San Diego - Las Vegas

Við flugum út á þriðjudegi 29.maí og eftir langt ferðalag vorum við komin til Los Angeles.

Rodneys steakhouse, 2.6.2012

Miðvikudagur 30.maí... við keyrðum til Santa Barbara til Jonnu og Braga. Það er alltaf svo yndislegt að heimsækja þau... við fengum höfðinglegar móttökur. Við vorum enn hálf þreytt og á vitlausum tíma, eftir ferðalagið og tókum það rólega þann daginn. Gengum upp að strönd og fórum í Costco :)

Fimmtudagur 31.maí... Það var nóg um að tala síðan við hittumst síðast, þjóðmálin á Íslandi, kosningar og fl. gengið upp að strönd, við borðuðum kvöldmatinn snemma og spiluðum UNO á eftir. Ég fékk sms frá Eddu að pabbi hefði farið á spítala... en frétti síðan að hann hefði verið sendur heim eftir að hafa fengið rafmeðferð til að leiðrétta hjartsláttaróregluna.

Rodneys steakhouse 2.6.2012

Föstudagur 1.júní... Morgunmatur á IHOP, Dr. John Mark kom í heimsókn eh, það var gaman að hitta hann. Við Lúlli gengum upp að strönd. en um kvöldið fóru Jonna og Bragi með okkur á besta steikhús St Barbara, Fess Parkers, Rodneys steakhouse... og ég fékk mér aftur NEW YORK steik... ummmm 
http://www.rodneyssteakhouse.com/menu.html  svo var spilað UNO Grin 

Laugardagur 2.júní... Nú var komið að kveðjustundinni í bili... alltaf erfitt að fara... en það var ekki hjá því komist, maraþonið daginn eftir í San Diego. Eftir að hafa faðmað, kysst og kvatt systkinin var keyrt til San Diego til að sækja gögnin fyrir Rock´N´Roll-ið. og gistum nokkrar mílur frá Sports Arena, þaðan sem rúturnar fara á startið. 

Misson Valley Resorts, 
875 Hotel Circle South, San Diego... 

Sunnudagur 3.júní... R´N´R San Diego  http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/1243298/ Við keyrðum strax eftir hlaupið til Las Vegas. Það var að verða dimmt þegar við komum inn í borgina. Við höfðum keypt hundódýra gistingu á svakalega flottu hóteli og Casino... en vorum síðan sett í Courtyard bakvið... hehe... með kílómetra löngum göngum... en herbergið er stórt og gott svo við getum ekki kvartað.

Palace Station Hotel and Casino,
2411 W Sahara Ave, 89102 Las Vegas 

Hjá Lilju og Joe, í Las Vegas, júní 2012

Mánudagur 4.júní... Við dingluðum okkur eitthvað, það er brjálæðislega heitt úti, borðuðum morgunmat á IHOP og fórum í grill til Lilju og Joe um 3-leytið... en hún hafði boðið íslenskri konu og manni hennar sem búa hér, líka í mat. Lilja flýgur til Íslands á morgun og verður heima í sumar, svo við hittum hana aftur heima
.


Dekurdagar í Santa Barbara

Við liggjum hér í baðmullarhnoðra... og eigum sannkallaða dekurdaga hjá höfðingjunum Jonnu og Braga. Þau eru alveg sérstök heim að sækja og erfitt að endurgjalda dekrið sem við njótum. Í gær bættist annar gestur við í dekrið. Það er Indý, kötturinn hennar Steinunnar, en hún verður viku í New York.
Við Lúlli erum búin að labba okkar vanalega göngutúr ,,upp" að ströndinni. Hvernig á að skilja þetta??? Við löbbum upp héðan, síðan eru 110 tröppur niður snarbratta hlíðina að ströndinni. 

Í dag ætlum við til Santa Clarita í maraþonið þar, gistum eina nótt þar og komum aftur hingað og leggjumst á baðmullahnoðrann.
.................................................................
Keyrslan tók um klukkutíma, við sóttum gögnin og fórum á hótelið og gerðum okkur klár fyrir morgundaginn og maraþonið.

Super 8 - Santa Clarita,
17901 Sierra Highway, Santa Clarita, CA 91351
phone 661-252-1722  room 147

Lúlli tékkaði okkur út á meðan ég hljóp og við keyrðum aftur til Santa Barbara :)


Þjóðvegur 66 - Mother Road Route 66 videó

Þar sem ég hljóp 2 maraþon eftir hinum sögufræga þjóðvegi 66 síðustu sunnudaga, þá stóðst ég ekki að gera vídeó með myndum sem Bíðari nr 1 tók Cool

 Mother Route 66.wmv www.youtube.com 

Birt með góðfúslegu leyfi Bíðara nr.1 Kissing 

 

 


Komin heim - Home again

Við keyrðum frá Des Moines til Minneapolis... ætluðum að gera meira á leiðinni en það fórst einhvern veginn fyrir. Fórum á SÍÐASTA buffetið í bili Wink... 2 vikur í næstu ferð 

Við tékkuðum töskurnar inn og slöppuðum svo af í góða veðrinu fyrir utan flugstöðina. Í þessari ferð, sem tók 11 daga, voru hlaupin 2 maraþon (84,67 km) og keyrðar 2.686 mílur, en það var suður Minnesota - Iowa - Missouri - til Oklahoma City. 

Maraþonin voru frá Lebanon to Springfield (MO) og það seinna var frá Commerce Oklahoma, gegnum Kansas og til Joplin í MO. 

Í þessari ferð átti 
Harpa afmæli 5.okt  Happy Birthday Harpa.wmv www.youtube.com
og Árný afmæli 11.okt 
Happy Birthday Árný 2011.wmv www.youtube.com


Keflavik - Minneapolis - Des Moines í gær, Springfield Missouri í dag

Það var grenjandi rigning og hífandi rok þegar við fórum af landinu. Vorum með síðustu út af tollsvæðinu en ég náði að keyra upp á þjóðveg 35 í björtu. Leiðin lá suður til Des Moines höfuðborgar Iowa, heilar 234 mílur og ég orðin þreytt þegar komið var á áfangastað... gott að komast til að hvíla sig. Við gistum á Rodeway Inn, en netið lá niðri þar svo ég komst í tölvuna.

Í morgun héldum við áfram ferðinni og 380 mílur keyrðar til Springfield Missouri. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni og teygðum úr okkur. Fyrsta stopp í Springfield var í Expo-inu... sem er það næst-minnsta sem við höfum séð, aðeins 2 borð í anddyri Hótels. Ég læt það fylgja hér að minnsta Expo-ið var þegar ég hljóp Palos Verdes í Californiu... það var 1 stóll og borð út á stétt.

Við erum nú komin á Super 8... rétt hjá markinu... en þaðan fara rúturnar kl 6:30 á startið á morgun.

Super 8  N Glenstone Ave, Springfield, MO 65803-4414 US
Phone: 1-417-8339218 room 213


Leggjarbrjótur í 3ja sinn

FYRIR... Leggjarbrjótur 25.7.2011Við vorum fimm, ég og dæturnar 3, Helga, Harpa og Lovísa og svo kom Clara líka með. Minnið var ekki betra en það að ég mundi ekki nákvæmlega hvar við fórum síðast að Svartagili. Fengum leiðbeiningar í I-miðstöðinni, fyrst rangar uppl en síðan réttar.

Veðrið var ágætt, hélst þurrt, var aðeins skýjað á köflum en það létti til þegar von var á útsýni. Við gerðum eins og síðast - stoppuðum smástund á 2ja km fresti. Í einu stoppinu varð Draumur viðskila við okkur án þess að við yrðum þess varar. Þegar það uppgötvaðist leituðum við en ekkert dugði. Héldum því áfram hundlausar og vonuðum að hann dúkkaði upp á leiðinni.

EFTIR... Leggjarbrjótur 25.7.2011Leiðin frá Svartagili á Þingvöllum að Hvalfjarðarbotni er 16 km og 3 km fóru í leit að hundinum sem fannst síðan sem betur fer um kvöldið, hágrátandi greyjið.

Bílstjóri ferðarinnar á afmæli í dag og fékk afmælissöng í ferðinni og þá ánægju að bíða eftir okkur. Við vorum ekki komnar heim þegar leit var hafin að Draumi sem fannst sem betur fer innan nokkurra klukkutíma.

19 km í allt - 6 tímar og 19 mín.


Áfanganum náð - Síðasta fylkið fallið

Við flugum út á föstudag 13.maí, sluppum sem betur fer við verkfall flugumferðarstjóra. Edda, Emil og Inga Bjartey eru með okkur. Við erum á tveim litlum bílum og hjá sitt hvorri leigunni, svo við hittumst aftur eftir nokkurra tíma keyrslu á hótelinu, Quality Inn í Carneys Point NJ.

Maraþonið var hinum megin við fljótið í Wilmington Delaware. Við sóttum gögnin daginn eftir... það var fljótgert í agnarsmáu expoi. Það er þægilegt að hlaupið byrjar og endar þarna á sama stað.

Delaware 15.maí 2011Við Lúlli vöknuðum kl 4, og vorum komin á startið fyrir kl 6 til að fá bílastæði nálægt. Við hittum Steve og Paulu Boone forkólfa The 50 States Marathon Club. Þau hafa áhuga á að hlaupa Reykjavíkurmaraþon einhverntíma. Maraþonið var ræst kl 7 í 100% loftraka og mollu. Það átti að vera slétt en var tómar brekkur :/  Loftrakinn hafði þau áhrif að ég mæddist fljótt og gekk á milli og upp brekkurnar. Tíminn varð skelfilegur. Edda, Emil og Inga Bjartey biðu með Lúlla við markið, þau voru með íslenska fána bæði litla og í fullri stærð og við tókum myndir við markið. Delaware var síðasta fylkið mitt í Bandaríkjunum... Ótrúlegt en satt búin að hlaupa maraþon í þeim öllum amk einu sinni og DC að auki.

Við keyrðum þaðan áleiðis til NY og gistum á Days Inn Hillsborough NJ. Eftir að hafa verið þar 2 nætur fóru Edda og Emil til Woodstock að heimsækja Harriett. Við vorum áfram í Hillsborough. Hótelið er fínt og umhverfið ágætt. Veðurspáin fyrir vikuna var hrikaleg en það blessaðist allt... smá skúrir öðru hverju. Heimferð á morgun :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband