Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Louisville KY - Toledo Ohio

Það var grenjandi rigning þegar við vöknuðum, svo Lúlli ákvað að bíða á hótelinu. Ég fór því ein í maraþonið. Eftir maraþonið sótti ég Lúlla á hótelið og við keyrðum 300 milur norður til Toledo Ohio. Það rigndi megnið af leiðinni.

Við stoppuðum í Walmart um 5 leytið og fengum okkur kjúkling. Við komum á hótelið um kl hálf 10 um kvöldið. Vá hvað það verður gott að komast í sturtu og slaka á.

Days Inn, Toledo,
1800 Main Street, Ohio 43605
Phone: 419 666 5120 room 272


Keflavik - Boston - Raleigh NC

Þetta er helgarferð... eins og síðasta ferð og ég er aftur ein á ferð. Ég er ekki alveg orðin nógu góð í fætinum en ætla að fara og gera mitt besta. Það er ekki hægt að biðja um meira... 

Það voru tæpir 3 tímar á milli fluga hjá mér í Boston og það mátti ekki vera minna. Þeir eru að setja allsstaðar upp vélar þar sem maður svarar sömu spurningum og á hvíta miðanum, vélin tekur fingraför og mynd og raðirnar eru hvíllíkt langar að ég hélt fyrst að ég myndi missa af fluginu til Raleigh.

Ég var ekki komin til Raleigh fyrr en um miðnætti og enn seinna á hótelið... 

Days Inn, 1000 Airport blvd Morrisville, NC 27560
phone 919 8688  room 216


Keflavik - Orlando 24.11.2014

Þessi síða er að verða ferða-blogg-síða. Ég hef lítið sem ekkert skrifað hér nema þegar ég ferðast. Við systur erum í systra-ferð í Orlando - með Thanksgiving, BlackFriday og Space Coast Marathon sem primary goal.

Við fórum á loft frá Keflavík 5:15 og flugtíminn var 8 klst og 20 mín... seinkun upp á hálftíma vegna mótvinds. Það voru nokkrar ,,nýjar" myndir í skemmtikerfinu en ég átti í mesta basli með skjáinn minn - hann var bilaður.

Við fengum ágætis bíl hjá Thrifty og skelltum okkur á áttuna sem við vorum líka á í fyrra. Klukkan er 4:45 á íslenskum tíma núna... og tími til að fara að sofa. 

Super 8 International Drive
5900 American Way, Orlando 32819 Florida

room 146... síðan 137... og aftur 146 hehe...


Towson MD - heim á klakann

Af því að ég hljóp svo mörg maraþon í þessari ferð - þá tók því aldrei að snúa tímanum, við vöknuðum snemma og fórum snemma að sofa flesta daga. Heimferðardagurinn var því MJÖG langur. 

Við vorum búin að pakka... svo við þurftum eiginlega bara að dinglast eitthvað um daginn, borða, skila bílnum og mæta snemma upp á Dulles Airport til að vigta töskurnar og kannski færa eitthvað á milli.

Í þessari ferð sem var 12 dagar, keyrðum við frá DC til Virgininu, West Virgininu, gegnum Norður Carolinu og yfir hornið á Tennessee til Suður Carolinu... aftur norður til Baltimore og þaðan til Atlantic City í New Jersey... og síðasti leggurinn var svo frá NJ til Washington DC.

Við keyrðum 1.744 mílur og ég hljóp 5 maraþon í 5 fylkjum á 9 dögum. Þau voru ríflega mæld og eru samtals ca 215 km.

Næsta ferð sem er systraferð í Space Coast Marathon, er eftir mánuð.


Manassas VA - Bluefield WV

Við vöknuðum snemma, það er vaninn þegar maður er á vitlausum tíma. Matsalurinn var lítill en úrvalið á morgunverðarborðinu var ótrúlega flott. Við röðuðum í okkur, glorhungruð og keyrðum af stað... rúmar 300 mílur framundan og leit út fyrir rigningum mesta leiðina. 

Það er nauðsynlegt að stoppa aðeins á 100 mílna fresti og við kíktum í Walmart... gott ef það er hægt að fá allt / sem flest á ,,sama" staðnum.

Sem betur fer komum við í björtu til Bluefield því Garmurinn sagði hótelið vera á miðri brúnni inn í bæinn... við settum því hnitin á gögnin og startið í garminn... og björguðum okkur þangað. Ég verð nr 83 í þessari seríu... og var umsvifalaust tekin í blaðaviðtal af fréttukonu á staðnum.

Við fengum okkur pasta og á meðan við stóðum við hittum við marga kæra vini, Steve og Paulu Boone, David Holmen, Blaine og marga aðra fyrir utan Clint og liðið hans sem er með seríuna. Þetta er 3ja serían hjá honum sem ég tek þátt í. 

Þá var næst á dagskrá að finna hótelið... blaðakonan tók langan tíma til að lýsa beygjum og ljósum þangað en endaði á að segja að Kmart væri á móti... ég setti Kmart í Garmin og við komumst á leiðarenda. 

Quality Inn Bluefield VA, WV

Quality Hotel and Conference Center

3350 Big Laurel Highway,

BluefieldWV, US, 24701

  • Phone: (304) 325-6170

 


Keflavik - Washington DC - Virginia

Mér SVOOOOO langt síðan við vorum síðast í USA... en nú erum við komin út aftur.  Sem betur fer höfðum við breytt fluginu, við keyptum fyrst til New York en DC lá miklu betur við.  

Við lentum rétt fyrir kl 7 á staðartíma og það voru 17 mílur á hótelið, NÆS... og þess vegna tími fyrir birgðaöflun, vatn og svoleiðis.... og svo strax í rúmið... keyrum 300 mílur á morgun.

Quality Inn Manassas VA

Quality Inn
10563 Balls Ford Road
Manassas VA 20109 

Phone (571) 458-5633
Room 118 


Hartford CT - Newport RI

Eftir maraþonið í Hartford CT, fór ég strax að leita að bílnum... og leiðin lá til Rhode Island.  Ákveðin í að hlaupa EKKI í dag (sunnudag), ég fékk herbergið á Quality Inn og HVÍLÍKUR LÚXUS... ég var með stórt rúm, stórt baðherbergi og auka baðherbergi með heitum potti með nuddi... Mín naut sín eins og drottning :)

Ég dúllaði mér og tilbúin í rúmið uppgötvaði ég að ég hafði gleymt vekjaraklukkunni úti í bæ... Nohh, ég átti að sofa á mínu græna á meðan hinir Maniac-arnir og 50 State-ararnir myndu streða þetta maraþon.  

936 W. Main Road , MiddletownRIUS02842

  • Phone: (401) 846-7600 room 106

 


Keflavík - Denver CO

Við lentum í Denver eftir 7 tíma og 35 mín flug. Denver er ekki skemmtilegur flugvöllur, það er hrikalega langt í útlendinga-eftirlitið og þar eru raðir af fólki úr mörgum flugvélum og alltaf löng bið.

Það versta var að í röðinni fengum við að vita að vegur 25 norður til Wyoming var í sundur vegna flóða. Við vorum með gamalt kort af fylkinu og áætluðum þá að fara 76 vestur en það svæði var allt á floti. Við og þúsundir annarra voru föst og fyrsta hótelið okkar var í Cheyenne WY.

Það var ekkert annað að gera en að keyra á milli hótela og reyna að fá gistinu. Mörg þeirra voru þegar full enda klukkan orðin 10 pm á þeirra tíma... en við fengum loks svítu á Led Lion...

Eins og útlitið er, þá lítur út fyrir margra daga töf áður en það verður gert við vegina... þá höfum við verið að fylgjast með fréttum og sýnist að það rigni enn fyrir norðan þangað sem við ætlum að fara og þá er spurning hvort hlaupunum verði aflýst.

Við höfum leitað leiða til að komast áfram og vorum að frétta af krókaleið kringum flóðasvæðið. Ef það tekst þá keyrum við yfir 400 mílur í dag. 

7010 Tower Rd, Denver, CO ‎

(303) 373-5900  


Springfield - Boston MA - Keflavik Ísland

The Christmas Tree Shop, í Holyoke Mall

Við fórum í æðislegt moll í gær.
http://www.holyokemall.com/

Þar var allt og allar verslanirnar undir einu þaki, allar sem við gætum hugsað okkur og þurftum að fara í. Við molluðumst hálfan dag og ég fann hluti sem ég hef verið með augun opin fyrir í nokkrum síðustu ferðum.
Eftir mollið borðuðum við og fórum aftur á hótelið og pökkuðum í eina tösku. 

Nú er komið að heimferð. Að baki eru 4 maraþon í 4 fylkjum (VT, NH, RI og MA) keyrsla og ómælt búðarráp.

Við keyrum til Boston þegar ég hef lokað tölvunni og fljúgum heim í kvöld.


Bennington VT - Nashua NH - Warwick RI

Við keyrðum frá Bennington Vermont til Nashua í New Hamshire og gistum þar á Motel 6. Það var ágætur kostur því mótelið var hálfa mílu frá startinu morguninn eftir... en aftur á móti voru nokkrir ókostir við sexuna, þeir voru að endurnýja og bara herbergi á 2 hæð (mikið dót), maður verður að kaupa netið sérstaklega og við vorum svo seint á ferð að það tók því ekki og svo var ekkert kaffi fyrr en kl 6 am... en þá var maraþonið startað.

Motel 6 - Nashua #1062

2 Progress Avenue
Nashua, NH 3062
(603) 889-4151     room 361

Eftir maraþonið (New England Challenge # NH The Granit State, 21.5.2013) keyrðum við til Warwick í Rhode Island. Við verðum hér í 2 nætur og hótelið æðislegt, kostirnir margir, nálægt starti, flottur morgunmatur sem byrjar kl 4:30 því hótelið er svo nálægt flugvellinum.

 

1940 Post Rd.WarwickRIUS02886

  • Phone: (401) 732-0470
  •  room 206

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband