Leita í fréttum mbl.is

Kefl - Minneapolis MN - Breckenridge MN - Sioux City IA - So Sioux City NE - Hiawatha KS - Clear Lake IA - Minneapolis. 7-14.júlí 2018

........... H L A U P A F E R Ð.............

7-8.júlí
Við keyptum flug með Delta, aldrei þessu vant... vegna þess að þeir buðu upp á morgunflug sem gerði okkur kleyft að keyra til Breckenridge sama dag, ná pastaveislunni og númerinu og fara ekki of seint að sofa... enda maraþon daginn eftir... það varð að vísu seinkun á fluginu en það kom ekki að sök. Það var rúmlega 3ja tíma keyrsla til Breckenridge MN/Wahpleton ND... en áin er landamæri milli þessara tveggja samliggjandi bæja. 

8.júlí
Það var boðið upp á "early start" kl 4:30 vegna hita, þess vegna vaknaði ég kl 2:30 og Lúlli keyrði mig á staðinn... allt um maraþonið á byltur.blog.is
eftir maraþonið tókum við það bara rólega... götuhitinn kominn yfir 40°c.. við fórum í Walmart, fengum okkur að borða og fórum snemma að sofa enda 6 tíma munur við Ísland.

    Knights Inn, Wahpleton
     995 21st Ave N-Wahpleton, 58075 ND
     Tel: 701-642-8731 room 109

9-12.júlí
Eftir morgunmat, pökkuðum við niður og keyrðum til So Sioux City í Nebraska... við verðum 3 nætur á þessu hóteli sem var eiginlega tómt. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni og kíktum í búðir... fengum okkur að borða og tókum því rólega. Daginn eftir skoðuðum við okkur um, fundum búðir, buffet og fleira skemmtilegt... 

11.júlí hljóp ég í Iowa og 12.júlí í Nebraska... við gátum verið á sama hótelinu í báðum hlaupunum... en eftir seinna hlaupið keyrðum við 210 mílur til Kansas.
Allt um maraþonin á byltur.blog.is

    Knights Inn, So Sioux City
     2829 Dakota Ave, Nebraska, 68776 NE
     Tel: 402-494-8874  room 220

12.júlí
Eftir maraþonið keyrðum við til Hiawatha í Kansas... þar sem síðasta maraþonið er. Við fundum staðinn sem startið/markið verður, fengum okkur að borða og fórum snemma að sofa. Hitinn hefur verið gífurlegur í lokin á öllum maraþonunum... og vegna hitaviðvörunar verður boðið upp á super-early-start kl 3:30... sem ég ætla að nýta mér. ég þarf því að vakna 1:30.
Allt um maraþonið á byltur.blog.is

    Best Western, Hiawatha Kansas - virkilega flott hótel
     119 E-Lodge Street Hiawatha 66434 KS
     tel: 785-740-7000 room 200

13.júlí
Lúlli tékkaði okkur út á meðan ég var í hlaupinu... Þetta var heitasti dagurinn, nær enginn skuggi í brautinni, ég orðin þreytt og lystarlaus en passaði mig á að drekka mikið. Þetta er dagurinn sem ég kom síðust í mark og fékk auka-verðlaunapening sem er "aftasti vagninn í lestinni" the cabouch. 
Eftir maraþonið keyrðum við í 7 klst til Clear Lake í Iowa...

    Super 8, Clear Lake Iowa
     2809 4th Ave Clear Lake, 50428 IA
     Tel: 641-357-7521  room 213

14.júlí
Heimferð í dag... það er bara 2-3ja tíma keyrsla á flugvöllinn, svo við höfðum nógan tíma til að versla það síðasta... flugið er kl 10 í kvöld og lent um kl 8am heima 15.júlí.

7 daga ferðalag 
4 maraþon eða 170 km 
4 fylki MN, IA, NE og KS 
1.294 mílur keyrðar 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband