Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Kefl - Stokkhólmur - Doha Qatar - Da Nang Viet Nam - Siem Reap Kambodia - Da Nang Viet Nam - Doha Qatar - Stokkholmur - heim, 29.júlí - 15.ág 2019

29.júl... Við byrjuðum á betri stofunni... langt ferðalag fyrir höndum og mörg flug á áfangastað... og völdum beint flug til Stokkhólms... það kom okkur því verulega á óvart að uppgötva í röðinni að landganginum að vélin ætti að millilenda í OSLÓ. Þetta þýddi auðvitað lengri flugtíma og klst bið á flugvellinum. Við vorum ekki hress með þetta...við lentum kl 23 í Stokkhólmi

Við héldum að við hefðum keypt flughótel... en þetta var gluggalaus skókassi með engu.
Måby park & hotell, 111 Måby  Marsta 195 91 SE  
Tel +46859113140

30.júl... Tókum skuttlu á flugvöllinn kl 7 am, næsta flug er með Qatar (besta flugfélag í heimi) til Doha í Qatar. Flugtími 6:30... nóg að borða og nægar bíómyndir. Í Qatar var tæplega 4 klst bið í næsta flug... til Da Nang í Viet Nam, 7 og hálfur tími. Við vorum búin að borga 50 usd fyrir visa on arrival... jamm, góðan daginn, "Visa on arrival" kostaði 100 usd + 3 usd fyrir myndatöku af hvoru okkar... samtals 156 usd. við verðum hér í 3 nætur 
dragon sea hotel

31.júl... Við hljótum að horast í þessari ferð, maturinn hér er svo ólystugur... varla neitt sem við þorum að borða. Fengum okkur göngutúr um hverfið, við erum í næstu götu fyrir ofan ströndina... það er 7 tíma mismunur við Ísland og tíminn er á undan, við erum aðeins að jafna okkur á þessu langa ferðalagi. við skiptum dollum í Dong. 
1 dollar = 22.000 Dong. 
60 usd = 1.320.000 Dong
Svo keypti skoðunarferð til Ba NA Hills á morgun.

1.ág... Leigubíll sótti okkur og keyrði í Sun World Ba Na Hills. Þessi staður er ótrúlegur, hér eru þrír lengstu cable car í heimi upp á topp og tveir á milli toppa. Við eyddum milljónum í dag í ferðina og buffet á toppnum. Þessi ferð var æðisleg og Golden Bridge rosalega flott. 

2.ág... Við pökkuðum, fórum af hótelinu á flugvöllinn eh. Næsta flug er til Siem Reap í Cambodíu. flug kl 18:15... bara stutt. Við flugum í lítilli skrúfuvél... 2ja tíma flug. Lentum rúmlega 8 pm og vorum nokkuð fljót í gegnum eftirlitið af því að ég hafði keypt e-visa á netinu. Við vorum síðan sótt á völlinn af vélhjólaskuttlu... ekkert smá krúttlegt.
Gjaldmiðillinn hér er dollar, en ríel ef gefa þarf cent til baka...
1 dollar = 4000 ríel. Þetta er ágætt hótel og allir af vilja gerðir til að þjóna okkur.
The Cyclo Siem Reap Hotel

3.ág... Tókum tuk-tuk til að sækja númerið... lítið expo á stóru hóteli í sömu götu og við erum, nokkra km í burtu.. Ég fékk numer 1724. Kiktum á ávaxtamarkað á leiðinni til baka. Ég samdi við tuk-tuk bílstjóra að sækja mig í nótt og keyra á startið. ég fór snemma að sofa en vaknaði allt of snemma fyrir maraþonið.

4.ág... tuk-tuk bílstjórinn átti að keyra mig á startið kl 3:30 en hann sveik mig og ég þurfti að finna annan. Startið var við Ankor Wat kl 4:30 í niðamyrkri, 27°c og miklum raka. Það var svolítið skemmtilegt að sjá íslenska fánann sem Lúlli tók mynd af á staðnum. 

https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2238414/

5.ág... Við sömdum við tuk-tuk bílstjóra að fara með okkur að skoða gömlu hofin sem ég hljóp framhjá í gær. Við vorum frá 9-3 í ferðinni, hofin eru 800-1000 ára og mörg að hruni komin... Það rigndi fyrst en svo hitnaði heldur betur. Það er ótrúlegt að sjá hvernig rætur trjánna vaxa sumstaðar frá þakinu niður á jörð. Við eigum enn í vandræðum með mat til að borða og þorum ekki að borða nema á hótelinu.

6.ág... Við kveðjum Kambódíu sem kom okkur verulega á óvart. við vorum 25 min í tuk-tuk á völlinn, ég tók nokkrar myndir af mannlífinu á leiðinni... umferðin er skipulagt kaos, jafnmörg motorhjól og maurar í maurabúi.
2ja tíma flug til Viet Nam, kl 15:50... í sömu skrúfuvélinni... við verðum á öðru hóteli núna... taxi á hótelið og herbergi á 11.hæð... þá er að finna eitthvað að borða.

Orchidées 

7.ág... Hitinn hefur verið 35-40, götuhiti yfir 43-5°c... við höldum ekki úti nema stutt í einu og ekki yfir miðjan daginn... Fórum í göngutúr niður á strönd... þar er allt í fullum undirbúningi fyrir expo-ið og maraþonið... við keyptum okkur dagsferð á morgun... 1.780.000 Dong fyrir okkur bæði. Borðuðum kvöldmat á kóreskum stað... við lifðum það af.

8.ág... við erum heppin að hafa morgunverðarhlaðborð, þá finnum við alltaf eitthvað ætt... Við vorum sótt snemma í ferðina, fyrsta stopp var í bænum Hue... næsta í Imperial City, við fengum "mat" í ferðinni... og síðasta stopp var Tomb of Khải Định. Virklega flottur staður. Mósaeik skreytingarnar voru ótrúlega stórar, upphleyptar og mikil dýpt í þeim. sannkallað listaverk en eins og á svo mörgum stöðum hér þá eru margar og háar tröppur upp í allt. Lúlli treysti sér ekki upp til að skoða þetta. 

9.ág... Göngutúr á ströndina... það verður byrjað að afhenda gögnin kl 3 í dag... en ég ætla að fara á morgun, því ég verð sótt 3:45 í skoðunarferð sem kostaði 500.000 Dong. Bíðarinn ætlar að bíða á hótelinu, búinn að ganga sig upp að hnjám í gær og dag. Fyrsta stopp hjá myndhöggvara, svo Marble Mountain, borðað hjá Geiko og síðast gamli bærinn, The ancient town. Við vorum svo óheppin að það kom skýfall þegar við vorum að labba inn í helli í Marble Mountain. 157 háar, miklar og ójafnar tröppur upp og sleipar á leiðinni niður, einn rann í þeim. annars tókst þessi ferð bara vel og ég kom á hótelið um kl 22.

10.ág... Sótti númerið kl 9 í morgun... 30°c í brakandi sól, það lak af okkur svitinn... seinni hringurinn verður erfiður á morgun. Ég hitti aftur mann sem var á svipuðu róli og ég í Kambódiu. Ítali sem hefur búið í Þýskalandi og var í Reykjavíkurmaraþon bol í dag. Við Lúlli tókum það rólega, dagurinn á morgun verður erfiður... gert ráð fyrir miklum hita. Fór snemma að sofa.

11.ág... vaknaði kl 2, Start kl 4:30 í 28°c... þegar ég var hálfnuð var hitinn 38°c og þegar ég kláraði var hitinn 42°c. Tvisvar sami hringur. hljóp innan um bíla og mótorhjól. Nú er öruggt að Reykjavíkurmaraþon verður nr 250 hjá mér... og ég hleyp fyrir Einhverfusamtökin.
https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2238681/ 

12.ág... Fengum okkur göngutúr yfir götuna, á ströndina en héldumst ekki við nema tæpa tvo tíma. Götuhitinn er 44°c... en við skelltum okkur á karókíið þar um kvöldið... dómarar og alles, hvorki tónlistin eða málið er heillandi og teknó músíkin sem fylgdi á eftir var til þess að við fórum snemma á hótelið... erum við skrítin?

13.ág... við gengum um hverfið og skoðuðum mannlífið...
Það þarf ekki vottuð eldhús hér eða mikla aðstöðu til að skapa sér vinnu. Okkur virðist sem allir hafi mjög langan vinnudag en eiga það sameiginlegt að vera glaðir, alltaf brosandi og eiga mikla þjónustulund. Gangstéttir eru notaðar fyrir götu-veitingahús eða bílastæði... við göngum yfirleitt í umferðinni... sem er skipulagt kaos. við borðum mjög lítið hér enda maturinn mjög framandi.

14.ág... Komið að heimferð... Við vorum mætt snemma á völlinn, fyrsta flug til Doha Qatar og við gistum þar... Flug kl 8:40 og Flugtími 7 klst. Við höfðum það svo gott í fluginu, almennilegur matur, kaffi og nóg af bíómyndum. Við höfum oft gist í Qatar og alltaf fengið frábæra þjónustu en í þetta sinn urðum við fyrir verulegum vonbrigðum, ekkert stóðst, átti að vera skuttla - var ekki, átti að vera innifalinn morgunmatur - var ekki... herbergið lélegt og baðherbergið hörmung. Við fengum okkur göngutúr um hverfið... hér eru flottustu efnabúðir sem ég hef séð... Við fengum okkur að borða seinnipartinn, þá var götuhitinn 52°c og það mátti vinda hverja spjör. 
La Villa Hotel 

15.ág... við vorum komin upp á völl eldsnemma, hökkuðum í okkur hamborgara í morgunmat... ... næsta flug með Qatar Airways kl 7:35 til Stokkhólms. Flugtími 6 klst. þar næsta flug eftir 4 tíma bið og svo heim til Íslands með Icelandair. flugtími 3 tímar... Sonurinn sótti okkur á flugvöllinn og Snúður tók á móti okkur heima... Allt að komast í samt lag.


Chicago IL - Bryan OH - Niles MI - Portage IN - Fulton IL - Chicago - heim 4-12.júlí 2019

4.júlí... Þjóðhátíðardagur USA. Við keyptum upphaflega far til Cleveland en Icelandair ákvað að hætta að fljúga þangað. Við fengum fluginu breytt til Chicago og urðum að bæta degi framan við ferðina. Við vorum síðan ekki ánægð í gær að uppgötva að við vorum skyndilega sett í seinna flugið út... án þess að væri talað við okkur... við keyrum ekki nema á hótel í nótt þegar við komum út. 
Super 8 Chicago Northlake O'Hare South.

5.júlí... Fórum í Walmart og ég pantaði mér saumavél... Keyrðum frá Chicago til South Bend í Indiana og tékkuðum okkur inn á áttu. Fórum svo í nokkrar búðir og borðuðum á uppáhalds veitingastaðnum okkar, Golden Corral. 
Super 8 South Bend.

6.júlí... Keyrðum til Bryan Ohio í dag, fengum hótelherbergið kl 2 eh, sóttum númerið mitt og fengum okkur pasta kl 4. Early start á morgun kl 5 í #HeartlandSeries2019
Colonial Manor Motel.

7.júlí... Dagur 1...
Maraþon í Bryan Ohio í morgun, start kl 5 í myrkri, síðan helli rigndi í 2-3 tíma en svo hitaði sólin. Við keyrðum til Niles MI eftir hlaupið, þar sem næsta hlaup verður. Allt um hlaupin í ferðinni á Byltur.blog .is
Quality Inn and Suites, 1265 S 11th St Niles 49120 MI

8.júlí... Dagur 2...
Maraþon í Niles í morgun. Mikið til sömu andlitin mættu og í gær... Start kl 5 í niðamyrkri... göngustígar ójafnir vegna trjáróta. 10x fram og til baka... fór hægt því ég var að drepast í bakinu allan tímann, hvorki krem eða verkjatöflur slógu á verkinn. Hitinn var 91°F þegar ég var búin. Keyrðum til Portage Indiana.
Days Inn by Wyndham Portage, 6161 Melton Road Portage 46368 IN US

9.júlí... Dagur 3...
Maraþon í Portage Indiana kl 4 í morgun. Þetta var rosalega erfitt hjá mér, ég var slæm í bakinu síðan í gær. Hitinn við start var 62°F en var kominn í 100°F þegar ég kláraði... ég var síðust og fékk síðasta lestarvagninn... og sérstök verðlaun fyrir 25. Mainly maraþonið í gær. Keyrðum til Fulton Illinois
AmericInn by Wyndham Fulton Clinton. 1301 17th St Fulton 61252 IL US

10.júlí... Dagur 4...
Klukkan vakti mig kl 2 og 3:30 var ég mætt í maraþon þó líkaminn væri algerlega á móti því. Startið var kl 4 í miklum hita og raka. Brautin lá meðfram Mississippi fljótinu og enginn skuggi, hitinn átti að fara yfir 100°F.
Ég varð síðan að játa mig sigraða eftir 10 km... þetta var bara orðið gott. Lúlli sótti mig, ég fór í sturtu og morgunmat á hótelinu og við keyrðum til Chicago.
Super 8 Chicago Northlake O'Hare South

11-12.júlí... Við tókum því rólega, ég svaf ágætlega og er nokkuð hress, við stunduðum búðir í hitanum í dag og ég sótti saumavélina. Við keyrðum í outlet og ég keypti mér hlaupaskó. Við eigum ekki flug fyrr en kl 22:55 og lendum heima kl 10 fh á laugardagsmorgni.


Denver CO - Kansas - Oklahoma - Texas - New Mexico - Colorado - heim 16-26.júní 2019

Nú byrjar þriðji og síðasti hluti þessarar ferðar... Við Vala skiptum um ferðafélaga í dag, þegar systur mínar fóru heim og mennirnir okkar flugu út með sömu vél... 10 dagar eftir. 

16.júní... við byrjuðum á því að keyra áleiðis til Kansas og gista í Limon...
   Microtel Inn & Suites by Wyndham Limon
2510 6th Street  Limon  80828  CO  US
TEL: +17197758121 

17.júní... Keyrðum til Kansas, sáum sólblómamálverkið, skyldi það vera dýrasta útimálverk í heimi? Kostaði milljón dollur! Hvaða fylki Usa skyldi vera nær hrukkulaust???
KANSAS er næstum eins slétt og pönnukaka... og við komumst að því hvað landslagið fyrir utan gluggann skiptir miklu máli.
   
Cottonwood Inn,
1200 State St  Phillipsburg 67661 KS US
TEL: +17855432125

18.júní... Kansas kom okkur verulega á óvart í dag... við ætluðum að skoða Monument Rocks í dag á leiðinni suður... en það byrjaði að rigna... og þegar við komum að afleggjaranum þá var hann "dirt road"... við ætluðum að láta okkur hafa það en eftir ca eina mílu ákvað ég að snúa við. Það var hægara sagt en gert því við sukkum í drullu og á tímabili leit út fyrir að við þyrftum aðstoð... en Lúlli, Vala og Hjörtur fóru út að ýta og okkur tókst að komast aftur á malbikið. Monument Rocks eru myndin framan á Kansas-kortinu og aðal djásn fylkisins... svo við skiljum ekki þessa afspyrnu lélegu aðkomu. Gistum í Liberal, en þar er hús Dorotheu og galdrakarlsins í Oz.
   Rodeway Inn,
488 E Pancake Blvd Liberal 67901 KS US
TEL: +16206245642

19-20.júní... 2 nætur í Santa Fe,
Í dag keyrðum við suður Kansas, gegnum Oklahoma, niður til Amarillo í Texas... skoðuðum Cadilakkana The Cadillac Ranch á akrinum, keyrðum eftir þjóðvegi 66... kíktum á ,,draugabæi" skoðuðum bílasafn Route 66 í Santa Rosa og enduðum á hóteli í Santa Fe, New Mexico. 
   Quality Inn, Santa Fe,
3011 Cerrillos Rd  Santa Fe, NM 87507  US
TEL: +15054711211

20.júní... Tókum það rólega í dag, versluðum og slökuðum á... við áttum pantaða hellaferð kl 18 í La Madera hér fyrir norðan Santa Fe. Hellirinn er handgert listaverk Ra Paulette. Ótrúlega flott en hann var tvö ár að gera þennan helli sem heitir ,,Windows of the Earth"
sama hótel...

21-23.júní... 3 nætur í Ruidoso
Við keyrðum til Ruidoso í dag... löng keyrsla... Fallegur bær á milli fjalla... nóg af brekkum hér fyrir næsta maraþon. Ruidoso er í 7.000 ft hæð yfir sjávarmáli - góðan daginn. 

22.júní... Fórum snemma út i morgun, keyrðum til White Sands... staður sem á engan sinn líka á jörðinni og hvíti sandurinn nær suður til Mexico. Sandurinn er kaldur í sjóðandi heitri sólinni. Síðan sótti ég númerið fyrir maraþonið á morgun og við skoðuðum listaverk úr járni í miðbænum.

23.júní... Ég held að erfiðleikaskalinn hafi verið sprengdur, hefur náð upp fyrir allar mælingar í maraþoninu í dag... Brekkur, brekkur og enn fleiri brattari brekkur var einkenni hlaupsins. Ég átti fullt í fangi með að fylgja grænu örvunum í götunni til að villast ekki. Lofthæð yfir sjávarmáli var 7000 ft í byrjun, lækkaði niður í 6500 ft og hækkaði síðan í 7500 fet... ÞETTA VAR ERFIÐ LEIÐ... 3 fet í meter

New Mexico er 25.fylkið mitt í þriðja hring um USA... kom ekki til greina að gefast upp. Við borðuðum kvöldmat í Casino-inu.
   Super 8, Ruidoso
100 Cliff Dr Ruidoso 88345 NM US Tel:  +15753788180   

24.júní... Við keyrðum í dag frá Ruidoso NM til Pueblo CO. Löng keyrsla...  Við versluðum og borðuðum á Golden Corral. Það er heimferð á morgun... getur það verið! Hrikalega flýgur tíminn hratt.
   Ramada Pueblo,
4703 North Freeway,
CO, 81008 Pueblo, USA

25.júní... Heimferð í dag, keyrum til Denver og tökum síðustu búðirnar um leið. Flug kl 19:55...  ferðin búin... alltof fljótt.


Grand Canyon og fl. 2-16. júní 2019

2.júní...
Ég komst í gegnum eitt erfiðasta maraþon sem ég hef hlaupið í morgun. Ég hafði tékkað mig út af hótelinu í nótt... svo ég þvoði mér og skipti um föt á klósettinu í Walmart... Það var stórhættulegt að hanga í búðum og bíða... ég hefði getað fyllt bílinn... svo ég beið síðustu 2 tímana rétt hjá flugvellinum. Edda, Berghildur og Vala komu út um kl 8 pm... við keyrðum frá Denver til Manitou Springs og komum við i Walmart á leiðinni á fyrsta hótelið okkar.

   Magnuson Hotel Manitou Springs
311 Manitou Ave Manitou Springs 80829 CO US  
TEL: +17196855991

3.júní...
Ég svaf ágætlega enda búin að vaka tæpan sólarhring, hlaupa erfitt maraþon og keyra um 100 mílur... eftir morgunmat skruppum við i REI og Walmart og þaðan fórum við í ROYAL GORGE BRIDGE. Við tókum kláf yfir gilið og gengum yfir brúna til baka... 2x... því í seinna skiptið ætluðum við að renna okkur á línu yfir en þá var kominn of mikill vindur. Við fórum síðan niður í Cañon City og fórum í 2ja tíma lestarferð eftir gilbotninum...
Við gistum á Ramada í Pueblo.

    Ramada Pueblo
4703 North Freeway, PuebloCO 
Tel:
+1 719 544 4700 

4.júní...
Í dag keyrðum við frá Pueblo til Pagosa. Auðvitað var stoppað á leiðinni m.a. við Treasure Falls sem er í South Park.

 Quality Inn
158 Hotsprings Boulevard
Pagosa Springs, CO 81147  US
TEL: +19705078703

5.júní...
Í dag keyrðum við frá Pagosa CO til Page AZ... Löng keyrsla og nokkur stopp... fyrst við Chimney Rock Monument, svo við Four Corners, einhver Monument rock og Baby Rocks.

   Country Inn & Suites by Radisson,
Page, AZ 880 Haul Rd  Page  86040  AZ US
TEL: +19284841117

6.júní...
Í dag keyrðum við frá Page að norður rim Grand Canyon. Við vorum nokkuð snemma í því, því við ætluðum að keyra á helstu útsýnisstaðina og skoða... við gátum aðeins keyrt á einn stað... Point Imerial, því vegurinn á hina var lokaður. Við gistum í æðislega kósý kofa. Ég hringdi í flutningsþjónustuna og pantaði töskusendingu til suður rimarinnar og far fyrir okkur til baka 11.júní frá suður riminni hingað... Við ætlum að byrja gönguna kl 6 í fyrramálið.

    Grand Canyon Lodge North Rim, AZ US 86052     
TEL  928-638-2611

7.júní...
North Kaibab Trailhead (2.511 m hæð) til Cottonwood (1.280 m lækkun)

Við vöknuðum 4:30... og vorum mættar vel fyrir kl 6 til að skila lyklunum að kofanum og fá far að upphafsstað göngunnar, North Kaibab Trailhead. Gönguleggurinn í dag er tæpir 10,5 km í hrikalegri náttúru. Það var rétt hjá Jonnu frænku þegar hún sagði að það væri miklu fallegra norðan megin... Landslagið er hirkalegt, stundum lá gönguleiðin uppi í miðju klettabeltinu... við vorum 8 tíma að ganga að tjaldsvæðinu í Cottonwood þar sem við gistum fyrstu nóttina. Gengum klst auka krók á miðri leið að klóttetti og vatnshana sem var lokaður. 

Cottonwood tjaldstæði nr 5

8.júní...
Cottonwood (1.231 m hæð) til Bright Angel Campground (761 m hæð)
Lækkun frá toppi var samtals 1.750 m.

Við vöknuðum kl 5, borðuðum, pökkuðum öllu saman og lögðum af stað kl 7. 
Gönguleiðin var ótrúlega falleg og um leið hrikaleg. Við stoppuðum reglulega til að njóta útsýnisins, taka myndir og dáðst að öllu. 
Leggur dagsins var um 11,5 km en ekki eins brattur og í gær. Við vorum 5 tíma að Bright Angel Campground í botni Grand Canyon við Colorado ána. Hitinn var 121F eða 49,4 á celsíus.

Bright Angel Campground tjaldsvæði nr 23

9.júní...
Bright Angel Campground (761m) til Indian Garden (

Við vöknuðum kl 4 og vorum lagðar af stað kl 6... þessa leið upp á topp fórum við á einum degi fyrir 3 árum. Það á að vera heitara í dag en í gær... en við vissum að við yrðum í skugga fyrstu tímana. Síðustu 2 daga fórum við niður, næstu 2 göngum við upp. þó brattinn hafi verið mikill á köflum þá gekk okkur mjög vel og þessar 5 mílur fórum við á 4 tímum. Hitinn var 85F þegar við komum þangað.

Við tjölduðum á frábæru tjaldstæði og hvíldum okkur yfir heitasta tímann. Síðan gengum við þrjár um 5 km niður á útsýnisstað yfir neðra gilið á Platau-inu en Berghildur fór á námskeið (í villimennsku) í útileikhúsinu. Ég gleymdi matnum mínum á borðinu og íkorni át sig inn í hann... snemma að sofa.

Indían Garden tjaldstæði nr.

10.júní...
Indian Garden til Bright Angel Trailhead (2.200m ) snarbrattar 4.5 mílur.

Við vöknuðum kl 4 og vorum lagðar af stað kl 5:20. Þetta er fjórði dagurinn og síðasti leggurinn upp á topp á suður riminni. Fyrst gengum við í þægilegum hita og stundum svala. Við hvíldum okkur í 3ja mílna húsinu og aftur í 1,5 mílna húsinu. Þá var farið að hitna og ég var búin með alla orku. Pokinn hafði ekki setið rétt á mér fyrstu tvo dagana og innan við vika frá síðasta maraþoni... Við komum á toppinn kl 10:40. Þar fengum við einhverja til að mynda okkur við Bright Angel Trailhead steininn og við röðuðum okkur eins og fyrir 3 árum. Ótrúlegt en satt... hvílík gleði.
ER EKKI GAMAN !

Við tókum strætó á hótelið, fengum það ekki fyrr en kl 4 svo við tókum stræti á útsýnisstaðina S-Kaibab megin og fórum að sækja töskuna sem ég sendi yfir en hún hafði verið send á Yavapai Lodge.

Eftir sturtu tókum við strætó á Hermits Rest því Berghildi langaði að sjá sólarlagið.

   Yavapai Lodge - Inside the Park
11 Yavapai Lodge Road, PO Box 159, Grand Canyon, AZ, 86023, US
TEL: (+44) 20 3684 0232

11.júní...

Grand Canyon S-Rim

Við áttum að sofa út, dormuðum eitthvað, við erum með net í kofanum svo ég gat sett eitthvað af göngunni inn. Við tókum saman dótið, tékkuðum okkur út og mættum á Bright Angel Lodge... ég var búin að panta fyrir okkur rútu á norður rimina þar sem bíllinn er. Rútuferðin tók 4 og hálfan tíma. Við fengum okkur að borða og fengum kofa til að gista í.

   Grand Canyon Lodge North Rim, AZ US 86052     
TEL  928-638-2611

12-14.júní... við gistum 2 nætur í Moab
Við skoðuðum helstu útsýnisstaði á norður riminni áður en við lögðum af stað til Moab... það voru 395 mílur eða 635 km keyrsla. Á leiðinni stoppuðum við við Horseshoe Bend... í Monument Valley... í Bluff og við Mexican hat.

13.júní... 
Skoðuðum Arches National Park í dag... keyrðum um, gengum og mynduðum hið stórkostlega sköpunarverk.. Vorum orðnar ,,bognar" eftir daginn í bogagarðinum, 6 og hálfur tími og hiti um og yfir 35c


Apache Motel
   166 S 400 E Moab, UT 84532  US  
TEL: +14352595727

14-16.júní... við gistum 2 nætur í Denver

Í dag keyrðum við frá Moab AZ til Denver CO... um 550 km.

Við keyrðum um hrikalegt landslag, fengum sól og regn, hagl, þrumur og eldingar... keyrðum upp fyrir snjólínu hjá skíðasvæðinu Vail. Tékkuðum okkur inn á hótelið í Denver downtown og fórum að versla.

15.júní... 
Við héldum áfram að versla, versla, og versla meira... eða "shop till you drop" borðuðum síðan á Golden Corral. Við gengum að ráðhúsinu og létum mynda okkur við mílu-þrepið. 
Gay pride helgi í gangi í garðinum fyrir framan ráðhúsið og í hluta af götunni okkar. Síðan þarf tíma til að hagræða og finna pláss í töskunum, held þær hafi hlaupið!!!

16.júní... 

Í dag skiptum við Vala um ferðafélaga, systur mínar, Edda og Berghildur fóru heim en kallarnir okkar Lúlli og Hjörtur komu út með sömu vél og þær flugu með heim.

Frábært ævintýri í 2 vikur á enda, mikið keyrt (yfir 2000 mílur) gengið í 4 daga í Grand Canyon og margir ótrúlega flottir staðir skoðaðir...

Days Inn by Wyndham Denver Downtown
930 E Colfax Ave Denver 80218 CO US
TEL: +13038138000


Keflavík - Denver, 31.maí - 2.júní 2019

Þessi ferð verður í þrem hlutum... Fyrst flýg ég ein út til Denver og tek eitt maraþon, 2.júní koma systur mínar og Vala út í tvær vikur og hámark þess hluta er 4ra daga ganga í Grand Canyon... 16.júní fara Berghildur og Edda heim og Lúlli og Hjörtur koma út og við ferðumst í 10 daga en í lok þess áfanga hleyp ég annað maraþon.

Lúlli keyrði mig upp á völl og ferðin byrjaði eins og svo oft áður á betri stofunni. allt gekk mjög vel, ég fékk flottan van og herbergið var ágætt. Ég komst í Walmart fyrsta kvöldið en fór svo að sofa... Daginn eftir sótti ég gögnin fyrir hlaupið og fann staðinn sem ég átti að mæta í rútuna... Þetta maraþon byrjar í 3,5 km hæð og á að vera ALLT NIÐUR... 

Nóttina fyrir hlaupið vaknaði ég kl 12:30 til að tékka mig út kl 2:30 og vera mætt í rútu fyrir kl 4:15.

Crosslands Denver - Lakewood West
715 Kipling St  Lakewood 80215 CO US  
TEL+13032750840 


Keflavík - London - Kýpur - Aþena - London - heim 21-26.mars 2019

Eins og langflestar ferðir hjá okkur var þessi keypt með margra mánaða fyrirvara... Við keyptum ferð með Icelandair til London og með Cobalt Airlines beint til Limassol Kýpur... en Cobalt varð gjaldþrota 2 dögum eftir kaupin. Til að redda ferðinni munum við gista í London og fljúga með British Airways beint daginn eftir... en svo hentaði ekki heimflug með þeim þannig að við keyptum heimferðina hjá Aegan... það þýddi tengiflug í Aþenu með 6 tíma bið.
Þessi breyting tók heilan dag af dvölinni á Kýpur.

21.mars... Við áttum flug kl 7:40... óþarflega snemma af því að við verðum nótt í London. Við keyptum (að við héldum) nótt á hóteli en þetta var heimagisting... Við notuðum strætó til að komast fram og til baka... herbergið var ágætt, en morgunmatinn áttum við að elda sjálf... ekki sniðugt en gekk. Mæli ekki með þessu "hóteli"
   Harlington Apartments, 1 Harlington Road East Feltham TW14 0AA

22.mars... Við flugum með British Airways... kl 11:50, það var aðeins vatn innifalið í verðinu. Við lentum í Larnaca um kvöldmat... engar rútur ganga á milli Larnaca og Limassol svo leigubíll var eini kosturinn... 78 km keyrsla. Hótelið sem við keyptum var mjög flott. Gögnin fyrir maraþonið biðu eftir mér þegar við tékkuðum okkur inn. Við fórum snemma að sofa. 
    Poseidonia Beach Hotel... Amathous Area, Limassol 51206

23.mars... Morgunmaturinn var fínn. Hótelið við ströndina og draumastaður. Við lærðum á strætó og komumst að því að allt í kringum hlaupið er við sömu götu og hótelið, ca 7,5 km í burtu. Við fórum tvær ferðir í gamla bæinn... seinni ferðin var í pastaveisluna kl 5. Síðan undirbjó ég mig fyrir maraþonið... 

24.mars... Hótelið var með morgunmatinn extra snemma fyrir hlauparana... Lúlli ákvað að vera á hótelinu á meðan ég hlypi. hlaupaleiðin var framhjá hótelinu, gatan því lokuð fyrir umferð og einfaldast fyrir hann að bíða þar. Maraþonið var ræst kl 7:30.
Allt um hlaupið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2231686/

eftir hlaupið borðuðum við á hótelinu, international buffet :D

Ég var búin að tala við manninn í afgreiðslunni varðandi skoðunarferð á morgun, mánudag. Það er svolítið skrítið fyrirkomulag hjá ferðaskrifstofunni, einn ákveðinn staður í boði á mánudögum... okkur langaði frekar að fara í ferð sem var bara á miðvikudögum... Annar starfsmaður heyrði þetta og gerði okkur tilboð sem við tókum. Hann keyrir okkur á morgun og skilar okkur um kvöldið til Larnaca.

25.mars... Við vorum tilbúin kl 9 og Sakarías sótti okkur, við skoðuðum fornt útileikhús og baðhús, konungagrafir, kirkju og súluna sem Páll postuli á að hafa verið bundinn við og húðstrýktur... þaðan voru 140 km til Larnaca. Í Larnaca sáum við fornan boga-vegg sem var svo stór og mikill að ég tók síðan mynd af honum úr lofti í flugvélinni.
    Mackenzie Beach Hotel and Apartments...
    154 Piale Pasha Ave Larnaca 6028

26.mars... Við áttum flug kl 5:40, svo við fengum ekki mikinn svefn, vöknuðum 2:30... Það var 6 tíma bið í Aþenu og enn meiri í London því Icelandair frestaði 2x um klst. þær tafið voru vegna Boeing vélanna sem hafa verið kyrrsettar og hafa skapað endurskipulagningu í fluginu. Við komum heim kl 2:30 um nóttina... eftir sólarhringsferðalag. 
 


Keflavík - London - Qatar - Calcutta Indland 30.jan - 5.febr 2019

Já, þessi ferð var nokkuð óvænt. Bíðari nr 1 var að flakka eitthvað á vefnum... og við erum orðin Qatar-lovers... enda á ég eftir að hlaupa þar seinna. Ferð til Indlands þarf smá undirbúning... það tekur td 72 klst að fá svar við VISA umsókn fyrir 60 daga dvalarleyfi og ég myndi ekki kaupa mér ferð nema vera búin að því. Dvalarleyfið var RÁNDÝRT eða 82 usd. Ferðin var ákveðin með 9 daga fyrirvara og ég ráðlegg engum að vera svona tæpur á því. Sem betur fer var til nóg af flugi og ég fékk að skrá mig í maraþonið í gegnum email... skráningin á netinu hafði lokað sama dag og við sóttum um visað.

30.jan... Við byrjuðum á betri stofunni rétt eftir hádegið því við áttum flug til London kl 16:20. Ég var byrjuð að vera rám og á leiðinni til London bættust við beinverkir sem ég reyndi að hunsa. Í London höfðum við rúma 2 tíma til að koma okkur úr terminal 2 í 4. Það var svosem ekki tæpt en má ekki vera minna. Þaðan áttum við næturflug með Qatar Airways til Doha Qatar. Það var tæplega 7 tíma flug og ég var farin að finna verulega vanlíðan...

31.jan... við tókum herbergi í Qatar, GRAND QATAR PALACE HOTEL
ég náði að taka verkjatöflur og sofna og endurnærðist við það. Við gátum valið hvort við vildum morgunmat eða hádegismat og við völdum hádegismatinn... stoppið var 11:15 tímar... næsta næturflug var til Kolkata (Calcutta)kl 18:55  

1.febr... föstudagur... Vélin lenti um kl 2 eftir miðnætti. Þá tók við eitt hægasta ferli í útlendinga eftirliti sem við höfum nokkru sinni upplifað... við tókum síðan leigubíl á hótelið og bílstjórinn ætlaði aldrei að finna það. Við keyptum aukanótt... tékkuðum okkur inn og beint í bælið. Slæmu fréttirnar... ég er orðin veik, er með smá hita og beinverki. Ég tók verkjatöflur og síðan svaf ég í sólarhring, hafði enga matarlist og rétt drattaðist á klósettið.  The Sojourn Hotel, room 506

2.febr... Þetta leit ekki vel út... en ég dreif mig í sturtu, við tókum leigubíl í City Center 1 til að skipta 100 Dollum í 7000 Rúbís... og bíl þaðan til baka í hverfið okkar sem heitir Salt Lake City, að leikvanginum, gate 3... en það var búið að færa expo-ið... þegar upp var staðið var það á leikvelli bakvið hótelið okkar. Það eina sem við getum borðað hér án þess að það kvikni í okkur - er SUBWAY

Believe it or not... ég sótti númerið... og lagði mig aftur.

3.febr... jey! it´s Marathonday! ég ætlaði að vakna kl 2 en svaf ekkert frá kl 8 um kvöldið. Mér gekk bara vel í maraþoninu miðað við allar aðstæður og þakka Guði fyrir það. Kom síðust í mark því allir fyrir aftan mig hættu... götuhitinn fór yfir 30°c. við borðuðum lambasteik á hótelinu og ég pantaði skoðunarferð á morgun sem er síðasti dagurinn hér.

4.febr... leigubíllinn sótti okkur kl 9. hann keyrði okkur í Hús móður Teresu, að ánni þar sem við skoðuðum mannlífið, á markað, að höll og fleira. ég samdi síðan við hann að keyra okkur á völlinn um miðnætti. Ég pakkaði... það er komið að heimferð.

5.febr... við áttum 6 tíma næturflug kl 3 am til Doha Qatar, þar var rúml 6 tíma stopp. Næsta flug (flugtími 7:30) var til London, lent kl 17:30 og síðasta flugið var kl 20:35 m/Icelandair. Við komumst heim samdægurs... 


Chiang Mai Thailand - Qatar - Dublin - Heim 8.jan 2019

Við höfum verið í Chiang Mai frá 20.des... en þetta er að verða gott. Eftir á að hyggja hefðum við átt að fljúga eitthvert annað og taka þar annað maraþon... það er takmarkað hvað er hægt að sjá mikið út frá á sama stað og flestar ferðir innihalda sömu túrista staðina að einhverju leyti.

1.jan... ég hljóp 8 km á brettinu í morgun og svo var dagurinn tekinn rólega... Ég sendi út annála á hlaupasíðunni og þessari síðu. Við hittum Gretar og Díönu við Maya mollið, það er svo þægilegt þar sem mollið er mitt á milli okkar. Síðan borðuðum við kvöldmat á versta veitingastaðnum í hverfinu og í ofanálag var staðurinn með verstu þjónustu sem við höfum fengið... JÆJA... það getur þá ekki versnað :D

2.jan... Í dag fórum við Lúlli í ferð upp í fjöllin, sáum tvo fossa, fórum í fjallaþorp þar sem fólk lifir einföldu lífi, Karen Tribe. Við borðuðum fínasta mat, fórum upp á hæsta punkt Thailands og heimsóttum garð kóngsins og drottningarinnar. Í hverri ferð eru líka heimsóttir markaðir... já, maður má ekki missa að þeim. Einn markaður var með allskonar þurrkuðum ávöxtum sem ég stóðst ekki.

3.jan... 8 km á brettinu... maður verður að halda sér við en ég legg ekki í að hlaupa á götunum hérna. Við Lúlli slökuðum svo á við sundlaugina en kl 18 vakna markaðirnir og við Díana fórum saman og geymdum kallana heima. Við erum farin að hanga hér.

4.jan... Lúlli fékk frí í dag en ég skellti mér í ferð upp í fjöllin, fór í fílaleiðangur, og ca 45 mín bambus-fleka ferð niður á... Það var svolítið erfitt fyrir hnén... Við heimsóttum Karen Village, gengum niður að fallegum fossi, borðuðum góðan hádegismat og sumir fengu eitraða könguló á sig... ég hafði ekki áhuga á því. þar sem það er vont að taka selfie á fílsbaki og á bambusfleka úti í á, þá deili ég myndunum með hinum úr hópnum og fékk myndir frá amk einum.

5.jan... 8 km á brettinu í morgun...Seinnipartinn fórum við á ótrúlega skemmtilegt safn með Grétari og Díönu. ART of Paradise. Maður hlóð niður appi og þegar maður horfði á myndirnar í gegnum símann urðu myndirnar lifandi í símanum. Þetta var mjög skemmtilegt. Við borðuðum svo saman kvöldmat.

6.jan... þetta er síðasti dagurinn í Chiang Mai. 31°c úti í dag... við sóluðum okkur aðeins við sundlaugina, ég gerði videó um safnið sem við skoðuðum í gær og setti á rásina mína á Youtube.com. Svo pakkaði ég niður (létt verk þar sem ég féll varla fyrir nokkrum hlut og ef ég gerði það þá var það of lítið)... svo borðuðum við kvöldmat í mollinu með Grétari og Díönu. ðŸ’– Takk innilega fyrir samveruna ðŸ’–

7.jan... Við vöknuðum kl 3, vorum tilbúin í leigubílinn kl 4... en brottförin var aðeins skrautleg. Ég hafði pantað bílinn í gær og fengið fullvissu um að ég gæti gert upp reikninginn og fengið trygginguna fyrir lyklinum endurgreidda um nóttina. næturvörðurinn skildi "ekki" ensku... skildi ekki að ég vildi gera upp reikninginn en endurgreiddi lykilinn. Hann hringdi síðan í leigubílstjórann á leiðinni og vildi að ég borgaði leigubílstjóranum... hvílíkt klúður... ég reyndi að gera honum skiljanlegt að setja þetta á kortið mitt... Við áttum flug kl 7:10 til Qarar... 6-7 tíma flug og þurftum að bíða þar í tæpa 15 klst. Við tókum okkur herbergi og gátum lagt okkur aðeins... en tékkuðum okkur út kl 11 um kvöldið. 

8.jan... við áttum flug kl 1:30 í nótt til Dublin... tæplega 7 stunda flug, lentum þar snemma um morguninn, áttum 5 tíma bið og flugum með Icelandair heim. Við lentum í Keflavík rétt eftir hádegið, Ragnar sótti okkur á völlinn og ég fór á kóræfingu í Smárakirkju.


Áramóta-annáll fyrir 2018

GLEÐILEGT ÁR 2019

Við Lúlli sendum áramótakveðjuna út frá Chiang Mai í Thailandi. Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Elsta langömmubarnið mitt er 7 ára í dag, nýjársdag og í ár fær hún afmælismyndband á youtube.com frá mér og langafa. Elsku Emilía Líf krúttið okkar, innilega til hamingju með daginn þinn. Það kemur örugglega að því einhverntíma að við getum mætt í afmælið þitt.
https://www.youtube.com/watch?v=_USA4FqWUVo

Síðasta ár (2018) var ótrúlega fljótt að líða... jafnvel fljótar en hin árin. 

ANDLÁT

22.febr 2018 á dánardegi Ingvars bróður, lést Ester dóttir Hafdísar og Guðjóns á líknardeild Lsp. Það var krabbamein sem lagði hana að velli langt fyrir aldur fram en hún var aðeins 33 ára. Ester lætur eftir sig 2 ungar dætur og sambýlismann. Blessuð sé minning hennar.

FJÖLSKYLDAN 

Við erum ótrúlega þakklát fyrir að allir eru heilir heilsu. Mamma datt að vísu í ágúst og lærbrotnaði við mjaðmakúluna og fékk nýja kúlu en henni hefur gengið vel að ná sér aftur. Rétt fyrir jól, flutti Árný til Njarðvíkur, Helga, elsta dóttirin flutti til Noregs í haust, Harpa næstelsta býr rétt hjá okkur, Svavar, einkasonurinn er í Reykjavík á fyrsta ári í lögfræði og Lovísa yngsta dóttirin líka í Reykjavík og nemi í hárgreiðslu. Barnabörnin eru 8 og barnabörnin 2.

STÓRAFMÆLI ÁRSINS

Öll börnin áttu stórafmæli á síðustu árum en Sigurður Bragi var 30 ára 29.des. Við óskum honum alls hins besta en við gátum ekki mætt í afmælið.

FERÐALÖG

Ég fór í 10 hlaupaferðir og eina EKKI-hlaupaferð með Helgu til Noregs að heimsækja Bryndísi og lang-ömmubörnin. Við byrjuðum árið á að fara fyrst til Egyptalands, lands pýramídanna og síðan til Dubai... þar náði mín í tvær nýjar heimsálfur, Afríku og Asíu. Við fórum til Parísar, Liverpool, Jerúsalem, USA, Havana á Kúbu og til Panama, fyrir utan að vera í Thailandi núna yfir jólin. Þá gerðist þau stórmerku tíðindi að ég fór "í taumi" með Bændaferðum til Berlínar...  

Stóra ferðin okkar var með Völu og Hjödda til Californíu, þar sem Vala hljóp 5 km með mér í San Diego og svo keyrðum við upp til Portland í Oregon. Það sem stendur upp úr ferðinni er að hafa getað faðmað Jonnu í Santa Barbara í síðasta sinn, því hún kvaddi þennan heim í lok sept.

HREYFING

Ég hljóp 16 heil maraþon á árinu, eins og á síðasta ári... Við systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og kláruðum allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin... Matthías og Indía urðu léttfetar með 9 spjöld. Ég fór fjölmargar ferðir á Helgafell og eina ferð á Esjuna. 
Hlaupin... hafa vaxið hægt og sígandi, ég lenti amk 2x í meiðslum sem tóku sinn tíma að lagast, en ekkert sem ég hef áhyggjur af. Þá höfum við systur haldið okkur við að synda 1x í viku.

PS. ég sótti um nokkur prestsembætti á þessu ári... og á meðan ferlið gekk yfir - þeas... þar til ég fékk NEI-ANNAR-VAR-VALINN... þá var lífið í nokkurskonar biðstöðu... svo ég held ég gefist upp á að sækja um fleiri embætti í bili. 

GLEÐILEGT ÁR 


Kefl - Kaupmannahöfn - Qatar - Chiang Mai Thailand... 18.des 2018 -

Já, þetta er tíunda hlaupaferðin á þessu ári. Sem betur fer var flugið til Kaupmannahafnar kl 2 eh... Lúlli fékk Ragnar til að keyra okkur á völlinn, þar sem við byrjuðum eins og venjulega á Betri stofunni.

18.des... Flug til Kaupmannahafnar kl 14:05 og bið þar í nokkra klst. Þaðan fórum við með Qatar Airways til Qatar. 6 tíma næturflug og við lentum þar um kl 5:40 um morguninn.

19.des... við höfðum ekki keypt hótel í Qatar því við hefðum þurft að kaupa 2 nætur til að það gagnaðist okkur eitthvað til að hvílast... við áttum fyrir höndum 14:30 tíma bið og urðum að taka töskurnar. Við vorum rétt komin út þegar okkur var boðið hótel, tékk inn strax, með morgunmat og skutlu báðar leiðir fyrir 100 usd. Við tókum því. Fórum á hótelið, fengum okkur morgunmat, lögðum okkur fram yfir hádegi og fórum síðan út að kanna umhverfið og fá okkur að borða fyrir næsta flug. Við vorum síðan keyrð upp á völl í næsta flug...
    Golden Ocean Hotel  Al Meena St, Old Salata, 13957 Doha

Við flugum annað næturflug með Qatar Airways, rúmlega 6 tíma, til Chiang Mai í Thailandi.

20.des... Við lentum um kl 6 í morgun eftir ca 6 tíma flug, komumst nokkuð fljótt í gegnum eftirlitið... við fengum strax "leigubíl" sem keyrði okkur að vísu á vitlaust hótel, svo við urðum að taka annan bíl til að komast þangað og svo þurftum við að bíða 4-5 klst eftir herberginu. Við fengum okkur smá göngu til að kanna umhverfið á meðan við biðum 
    
Chiang Mai Thai House5/1 Thapae Rd. Soi 5 Chanklan, Chiang Mai, Thailand 50100

21.des... þetta er mjög krúttlegt umhverfi og ágætis morgunmatur sem fylgir. Það eru 270 metrar niður að Tha Phae Gate þar sem við sóttum númerið fyrir maraþonið. Síðan tókum við leigubíl til Gretars og Díönu. Við fórum saman í MAYA-mollið og þau buðu okkur svo í mat hjá sér. Við tókum svo leigubíl til baka. 

22.des... Það er 7 tíma munur við Ísland. Við erum á undan... Ég lagði mig eftir morgunmatinn, síðan fórum við aðeins á röltið... Lúlli pantaði sér 2 skyrtur úr thai-silki, við fengum okkur að borða og svo reyndi ég eins og ég gat að sofna snemma því maraþonið verður kl 1 am... en ég gat ekki sofnað... fór ósofin í hlaupið. Lúlli labbaði niður að starti með mér og fór aftur á hótelið.

23.des... Allt um maraþonið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2226748/ 
eftir hlaupið fór ég í morgunmat, lagði ég mig aðeins. Grétar og Diana buðu okkur ásamt öðrum hjónum í hangikjöt um kvöldið. Við missum semsagt ekki af jólamat þó við séum í útlöndum. Hjónin keyrðu okkur til baka og slepptu okkur út við hliðið. Þar var sunnudagsmarkaðurinn í fullum gangi, hljómsveitir og mikil stemmning. Líf og fjör og fullar götur af fólki.

24.des... Við skiptum um hótel í dag. Færðumst nær Grétari og Díönu. Tilviljanirnar í þessari ferð eru ótrúlegar... Í fyrsta lagi vissum við ekki að þau ætluðu til Thailands, hvað þá til sömu borgar og svo að það yrðu ca 800 metrar á milli gististaðanna - er ÓTRÚLEGT. Við fórum frá Chiang Mai Thai House og fórum á Chiang Mai Hill 2000.
Það var frábært að vera við Tha Phae Gate, stutt í gögnin og hlaupið og mikið líf í kring en við ætlum að dekra aðeins við okkur þessar 2 vikur sem eru eftir. 
Á meðan við biðum eftir herberginu löbbuðum við út í MAYA mollið sem er mitt á milli okkar og Grétars. Svo hittumst við þar síðar um daginn og borðuðum jólamatinn saman.
     Chiangmai Hill 2000 211 Huay Kaew Road, Muang, Chiang Mai Chiang Mai, 50200 Thailand

25.des... Morgunmatur er frá kl 6am til 10 og svo getur maður keypt hlaðborð í hádeginu. 
Ég hljóp rúma 7 km á síðustu-aldar hlaupabretti á hótelinu í morgun...
Grétar og Díana komu svo um hádegið og við borðuðum svo saman... og flatmöguðum svo á eftir við sundlaugina. Flugvélarnar voru eins og flugur yfir okkur. 

26.des... Við flatmöguðum við sundlaugina í dag... og svo fórum við í NIGHT SAFARÍ með Grétari og Díönu um kvöldið. Þar var rándýrasýning, ljóna og tígrisdýra sýning, trolly-ferð að sjá dýrin í náttúrulegu umhverfi og svo vatns-orgel. Við urðum fyrir smá vonbrigðum með það... það var allt of langt í burtu og gusurnar fylgdu ekki tónlistinni... en gaman samt að hafa farið.

27.des... Ég hljóp 8 km í 29°c hita á brettinu í morgun... og það var ekki þurr þráður á mér á eftir. Við hittum Grétar og Díönu við mollið rétt eftir hádegi og fórum í Green hill sundlaugina... þar var slakað á og dúllað... við Lúlli borðuðum í mollinu á heimleiðinni.

28.des... Ég fór í Thailenskt nudd eftir morgunmatinn... Það er svolítið sérstakt og heima héti þetta ekki nudd... svo hittumst við öll við MAYA mollið og skiptum liði. Við Díana fórum í Central Festival mollið þar sem við gengum út um allt og skemmtum okkur... en strákarnir lágu við laugina. Það var ekki mikið verslað.

29.des... 8 km á brettinu eftir morgunmatinn... 
Seinni partinn var farið á laugardags markaðinn en hann er aðeins frá Phea Gate þar sem við gistum fyrst. Þar var mannfjöldinn svo mikill að við fylgdum bara straumnum upp og niður götuna. Við þurftum bara að setja fæturna niður þegar við vildum stoppa eða beygja. Allt í einu stoppaði allt, fólk fraus í sporunum eins og í myndastyttuleik... á meðan kóngurinn talaði í hátalakerfinu...

30.des...  Við Lúlli fórum á Sunnudagsmarkaðinn við The Phea Gate. og við prófuðum að taka strætó í dag í stað þess að húkka pallbíl. Það var ekki sama mannmergðin og kvöldið eftir maraþonið, engar hljómsveitir en gaman að skoða og vera á staðnum...  

31.des... Við Lúlli höfðum pantað okkur dagsferð. Við fórum í rúmlega 14 tíma ferðinni.
Við vorum sótt kl 7:30 og fyrsta stopp var á hverasvæði... heitir hverir í einskonar brunnum. Næsta stopp var við Hvíta musterið. Við borðuðum hádegismat í einhverjum kofa og héldum áfram. Næsta stopp var í "Long Neck Village", hjá ættbálki sem kemur frá Búrma. Konurnar þar bæta hring á hálsinn á hverju ári frá vissum aldri.  
Þá lá leiðin að landamærastöð Thailands og Myanmar (áður Búrma) og þaðan keyrðum við til "Golden Triangle" þar sem Thailand, Laos og Myanmar mætast. Við fórum í bátsferð yfir til Laos... þar sem allir reyndu að gera betri kaup. 
Lúlli var dauðþreyttur eftir ferðina og missti af þessum fáeinu flugeldum sem sáust úr hótelglugganum á miðnætti... Gleðilegt ár og takk fyrir gamla.

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband