Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Komin heim

Þetta var stutt ferð... þar sem ég flaug heim sama dag og ég hljóp, þá komst ég ekki í sturtu eftir hlaupið. Ég varð að tékka mig út af áttunni fyrir hlaupið, geyma dótið í skottinu á bílnum, hlaupa maraþonið, keyra til Boston, skila bílaleigubílnum og taka flugið...

Þetta gekk allt vel. Þegar ég kom til Boston fór ég á klósettið í molli rétt hjá flugvellinum, þvoði mér með þvottapoka og skipti um föt... ekkert mál Wink

Flugið heim var 4:40mín. og ég náði að sjá 2 bíómyndir... Lovísa kom með bílinn út á völl og ég keyrði heim. Fór ekki að sofa fyrr en einhverntíma um kvöldið, þá búin að vaka í 1 og hálfan sólarhring.


Verslaði og verslaði

það eru allar helstu verslunarkeðjur USA í sömu götu og áttan... sem er MJÖG þægilegt. Ég fór í helling af búðum, Walmart, Dollar Tree, Best Buy, Stop and Shop, Macy, JC Penny, JoAnn, og fl... keypti mér kaffi, smávörur, garn og fl.

Þegar ég kom til baka var mér boðið að skipta um herbergi af því að sjónvarpið er bilað. Nú er ég í herbergi 104.

Hringdi í höfðingjana í Santa Barbara og heyrði í þeim hljóðið. Þaðan var allt gott að frétta.


Verð hér þrjár nætur :)

Fínt að vera hér...

Super 8 N Attleboro, MA-Providence, RI
787 S Washington St Rt 1
North Attleboro, MA 02760 US
Phone: 508-643-2900     room 127

 


Kefl-Boston-N-Attleboro

Lúlli hringdi á nákvæmlega réttum tíma í fyrradag og fékk fluginu breytt fyrir mig, færði það fram um einn dag. Ekkert smá gott... ég græddi einn verslunardag Tounge

Þetta var fyrsta flugið frá Keflavík til Boston síðan þeir færðu flugið norður á Akureyri. Fluginu seinkaði aðeins vegna sjúklinga sem voru með. Það var því orðið niðdimmt þegar ég fékk bílaleigubílinn og brunaði af stað... eins gott að ég er ein á ferð því ég byrjaði á því að taka ranga beygju og vera 10 mínútur að redda mér aftur á rétta slóð.

Ég var komin til Attleboro um 9:30... heppin að ég fékk herbergi - því ég hafði gleymt að bæta einni nótt við. Þar biðu mín fullt af pökkum...
Ég kann ekkert á fjarstýringuna svo ég ætla að sleppa sjónvarpinu og fara að sofa.


Cape Cod - Provincetown - Boston

Gæsapartý í W-Yarmouth feb.2010
Það komu tvær ,,gæsir" upp að bakdyrunum hjá okkur en ég átti ekkert að borða fyrir þær. Þær fengu að smakka rauðan lakkrís...
þær voru ekkert hræddar þó ég opnaði hurðina og önnur bankaði í glerið þegar ég lokaði. Hótelið var niður við sjóinn og nokkrir metrar að fjörunni en fuglarnir vissu greinilega að ferðamannatíminn var ekki kominn, en alvanar að sníkja.

Provincetown MA, feb 2010Við förum að tékka okkur út af hótelinu. Mig langar að keyra niður á oddann á eiðinu hérna, ca klst keyrsla í bæinn Provincetown.
Síðan keyrum við til Boston. Við eigum flug heim kl 20:35 í kvöld.

Provincetown ber með sér að vera gamall, götur eru þröngar og húsin þétt saman. Bærinn er nú í dvala en er ábyggilega sprell-lifandi á sumrin. Lúlli var rosalega hrifinn, sá tækifæri fyrir kallana að vera með bát í bakgarðinum Wink 


Plymouth MA

Það var eins gott að maraþonið var í gær, við vöknuðum á ,,kafi" í snjó... svo fór bæði að rigna og hvessa... það hefði verið ömurlegt að hlaupa í þessu veðri.

Í dag keyrðum við til Plymouth... konan í lobbý-inu sagði að það væri rétt hjá... 30 mílur aðra leiðina og amk hálftími...
Við dingluðum okkur í mollum og öðrum búðum, fengum okkur í svanginn og vorum komin aftur á hótelið fyrir kl 6... og pökkuðum dótinu. Lúlli náði að horfa á uppáhalds þáttinn sinn í sjónvarpinu  leigubílstjórann sinn Cash cap... og það bjargaði deginum.
Í leigubílnum svara menn spurningum og fá borgað fyrir.


Keflavík - Boston - West Yarmouth

Við erum orðin hrikalega kærulaus varðandi þessar hlaupaferðir. Ég drattaðist til að setja eitthvað niður í tösku á fimmtudagskvöldið. Við flugum til Boston í gær og keyrðum hingað til West Yarmouth. Hér er líflaust... vægast sagt, því þetta er sumarleyfisbær... Hvað hefur maður oft lent í því !!!

Í morgun tékkuðum við hvar gögnin verða afhent eh og litum í kringum okkur :)

Tidewater Inn, 135 Main Street
West Yarmouth MA, 06273
Phone (508) 775-6322 Room 63


Brandari

"An Arab at the airport: *Name? -Abdul al-Rhazib.
*Sex? -Three to five times a week.
*No, no... I mean male or female? -Male, female, sometimes camel.
*Holy cow! - Yes, cow, sheep, animals in general.
*But isn't that hostile? -Horse style, doggy style, any style!...
*Oh dear! -No, no! Deer run too fast!"

IN´N´OUT of America

Þetta var söguleg ferð. Í fyrsta lagi varð ég að kíkja á flugmiðann til að vita hvert ég var að fara.
Ég lenti í Boston og hélt áfram ferðinni til N-Carolina daginn eftir. Flugið með Delta til Raleigh var stutt sem betur fer ,,flugan" var svo lítil að flugvélatöskur voru teknar af manni við innganginn, maður þurfti að bakka, með allt niðri um sig inn á klósettið og var í algjöru krumpi þar inni.

Í Raleigh var þægilegt að vera, ekki flókið vegakerfi.. og stutt á hótelið, búðirnar í næstu götu og stutt í hlaupið.

Ég komst að því að þessi ferð var hámarkið í kæruleysi, því ég hafði gleymt að prenta út ferðaáætlunina... langt frá því að ég hafði pantað allt og mundi ekki neitt Blush

Það kórónaði svo vesenið að ég tímdi ekki að borga $8 á dag fyrir netið... enda var ferðin stutt og ég áætlaði að vera sem minnst á hótelinu. Eins og venjulega er Best Buy besti kosturinn til að komast á netið, senda sms á ja.is, blogga og fl, en þar er ekki hægt að senda email. Þar skrifaði ég niður heimilisfangið til að komast í maraþon-expoið.

Ferðin bar nafn með rentu IN´N´OUT of America... enda stysta ferð sem ég hef farið. Maraþonið gekk ágætlega og ég gat verslað eitthvað... svo var ég komin heim áður en ég vissi af.


Keflavík - Boston

Þetta verður sennilega síðasta ferðin til USA á árinu. Flugið var rúmir 5 tímar, en biðin í eftirlitinu og eftir skutlunni var ótrúlega löng. Ég fór í tölvuna í stað þess að fara að sofa. Ég á flug í fyrramálið til N-Carolinu.

Ramada Boston
800 Morrissey Boulevard, Freeport St
Boston, MA 02122 US
Phone: 617-287-9100 Room 252


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband