Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Komum heim í morgun, skóli eftir hádegið

Ég náði ekki 3 bíómyndum í nótt, hefði kannski náð þeirri þriðju ef ég hefði ekki setið við neyðarútgang og orðið að pakka sjónvarpsskerminum niður fyrir lendingu. Pabbi og mamma sóttu okkur.

Síðan var bara að drífa dótið upp úr töskutætlunum sem voru teipaðar saman, þvo þvott, ganga frá og fara í skólann eftir hádegið. Harpa og Lovísa komu á meðan ég var í skólanum.

Það er frí í næsta tíma svo ég þarf ekki að mæta næst fyrr en á föstudag :)


Á heimleið

Við vöknuðum snemma, borðuðum morgunmat, kláruðum að pakka og vorum lögð af stað til Pittsburgh rúmlega 8. Það var um 3 klst keyrsla þangað. Við þurftum að skila bílaleigubílnum kl 13.

Fengum okkur smá bita, keyptum okkur SUBWAY í nesti.

Í þessari ferð heimsóttum við eða keyrðum í gegnum 6 fylki, keyrðum 321 mílur á austurströndinni, 886 mílur í miðríkjunum og 3 maraþon voru hlaupin - ekki slæmt það W00t

Nú erum við á netinu á flugvellinum í Pittsburgh í boði US Airways. Við eigum flug kl 4 til Boston og heim kl hálf 10 í kvöld...
Skyldi ég ná 3 bíómyndum á leiðinni - Það er spurning Gasp Undecided Woundering Sleeping


Erum að tékka okkur út...

Við erum að fara í maraþonið í Indianapolis og munum keyra strax eftir hlaupið (ca 3 klst) til Columbus. Verðum þar þar til við keyrum til Pittsburgh og fljúgum heim á mánudagsmorgninum.

Super 8, 2055 Brice Road, Reynoldsburg, Ohio 43068
pnone: 614-864-3880 room 112


Fínn dagur :)

Við fórum snemma út í morgun, oftast eru þvottavélar á hótelunum en ekki á þessu. Við fórum á -do it yourself loundry- sem er ágætt. Duttum inn í nokkrar búðir og dingluðumst út um allt. Borðuðum áður en við fórum aftur heim. Þetta er ágætt - nú þarf að fara að pakka, við sækum gögnin fyrir maraþonið á morgun...

Við höfum verið amk síðustu 10 ár í USA í okt, og það er tvennt sem við missum ekki af... haustlitunum og halloween-hryllingsmyndunum í sjónvarpinu. HEPPIN ! 


Indianapolis Indiana

Við gistum sitt hvoru megin við Columbus síðustu tvær nætur. Ég setti nú inn færslu á seinni staðnum sem hefur dottið út... stundum gleymi ég að bíða eftir að klausan hefur vistast.
Við hringdum í Jonnu og Braga í Californíu, það var allt gott að frétta hjá þeim. Við setjum alltaf inn símanúmerin á hótelinu svo þau og aðrir sem við þekkjum í USA geti hringt.

Í morgun lögðum við aftur af stað, 170 mílur frá Columbus til Indianapolis. Við vorum rétt komin inn fyrir dyrnar á áttunni þegar það kom hvílíkt úrhelli að við höfum varla kynnst öðru, þrumur og eldingar.
Við skelltum okkur á Old Country Buffet.... Oje... We love it.
Lúlli fann á sig föt í Shopper World og þar var hægt að finna sitt lítið af hverju W00t

Super 8, 4033 E.Southport Road. Indianapolis IN 46237 
Phone: 317-888-0900 room 114


Boston MA - Hartford CT - Pittsburgh PA - Columbus OH

Það er búið að vera hrikalegt að hafa ekki tölvuna. Var að fá spennubreytirinn og í gang með vinkonuna.
En ferðasagan hingað til... 
Ég náði 3 bíómyndum á leiðinni (á fimmtudaginn)... ekki leiðinlegt. Við lentum í Boston, tókum bílinn og keyrðum strax til Hartford CT. Þar var gott veður, einum of gott til að hlaupa ING Hartford Marathon á laugardaginn... Reyndi að drekka mikið en lenti samt í slæmum krampa í vinstra læri á síðustu mílunni.

Á sunnudagsmorgninum vorum við mætt um kl 8 fh í svertingjamessu í beinni útsendingu hjá Bishop Bishop. Bishop talaði vel og þó söfnuðurinn væri fámennur þá áttu þau hrikalega góðar söngraddir og kraftmikinn kór. Mikið gaman og mikið fjör. Messan var næstum til hádegis svo við komum glorhungruð út... og búin að missa af breakfast á buffetinu.

Í morgun, mánudag... vöknuðum kl 4 í nótt, gerðum ráð fyrir umferð til Boston en vorum komin kl. 7 þangað. Flugum til Pittsburgh PA kl 10 og keyrðum gegnum West Virginia til Columbus OH... erum þreytt en ánægð að komast á netið á hótelinu... TÖLVAN er ómissandi Kissing

Super 8, 2055 Brice Road, Reynoldsburg, Ohio 43068
pnone: 614-864-3880 room 104

 


Selvogsgatan 18.sept. 2010

Selvogsgatan 18.9. 2010

Spáin var: lítilsháttar skúrir... en við vorum ótrúlega heppnar, það komu nokkrir dropar í lokin.

Við lögðum af stað frá Bláfjallavegi rétt fyrir kl 11. Það var 8°c og strekkingur á móti og hefði verið þægilegra að ganga frá Selvoginum, en við vorum komnar á staðinn... þjónustu-fulltrúi Gengisins keyrði.

Varða á Selvogsgötunni 2010

Það var drjúgur spotti upp í Kerlingarskarðið en síðan lá leiðin frekar niður á við. Ég hef ekki gengið þessa leið áður svona seint í árinu. Haustið sást ekki auðveldlega... nema berin eru ofþroskuð.

Eftir að hafa borðað nestið, losnaði um poka fyrir ber og ég næstum fyllti hann á leiðinni. Við stoppuðum alltaf stutt. Við mættum einum manni í upphafi ferðar annars var ekki sálu að sjá. 

Tinna í rétt við Vogsósa 2010

Þjónustufulltrúinn hringdi tvisvar til að vita hvernig gengi... og í seinna skiptið voru hann og Tinna stödd í réttum í Selvoginum og þegar við Berghildur höfðum skilað okkur á leiðarenda, litum við í réttirnar til að taka nokkrar myndir.

Selvogsgatan er 16 km og við vorum 5:20 á leiðinni.


Fimmvörðuháls 9.8.2010

Fimmvörðuháls, gengið frá Skógum

Við reyndum að finna besta daginn - til að fá besta veðrið. Veðrið var gott á Skógum og þar til við komum að nýja hrauninu - þá var mikil uppgufun úr því og þokuslæðingur niður fyrir Moringsheiði.

Við vorum fjögur sem gengum saman, ég, Harpa, Clara og Ágúst. Við Harpa vorum að ganga þessa leið í annað sinn en Clara og Ágúst voru að fara í fyrsta sinn. 

Eins og áður, skiptir ÖLLU að hafa góðan bílstjóra og grillara sem bíður eftir manni Cool

p8090052.jpg

Við tókum strax þá ágætu ákvörðun að stoppa og anda aðeins á 3ja km fresti. Okkur sóttist ferðin vel og margir á gönguleiðinni í báðar áttir.

Það var stórkostlegt að sjá hvernig heitt öskulagið hafði formað snjóbreiðurnar upp við jöklana.  

 

p8090057.jpg

Á nýja hrauninu fann maður fyrir hitanum enda brennandi hiti nokkrum sentimetrum undir yfirborðinu og rauk upp úr götum eftir göngustafina.

Það var eins og við værum í öðrum heimi. Talsverð uppgufun og þoka varnaði því að við fengjum gott útsýni yfir Þórsmörkina en við sáum ágætlega nýju fjöllin Magna og Móða og hraunið í kring. 

Ég var með Garmin-úrið og mældi leiðina 23,7 km og við vorum 8 tíma og 24 mín. á leiðinni. 

Þegar komið var í Bása var grillað í yndislegu veðri, logn og blíða. Ferðin til baka gekk vel - lítið í sprænunum sem þvera veginn uppeftir... Smile 

 


Selvogsgata og Leggjarbrjótur

Ég tók Selvogsgötuna á laugardaginn... -kleppur hraðferð- 16 km á 2 tímum og 40 mín... hraðamet hjá mér.
Leggjarbrjótur að baki
Í gær sunnudag fór ég síðan ,,gæðaferð" á Leggjarbrjót með Hörpu, Svavari, Lovísu og Mílu. Ég mældi leiðina með Garmin-úrinu mínu og mældist leiðin 16,6 km. Við héldum vel áfram en stoppuðum smá stund á 2ja km fresti og tók ferðin 5 tíma og 35 mín Kissing

Veðrið var einu orði sagt frábært. 

Við Berghildur gengum þessa leið með Ferðafélaginu fyrir nokkrum árum í þoku og mundi ég ekki eftir neinu nema Glym úr þeirri ferð... Þoku-ferð skilur sem sagt ekkert eftir sig - það er svipað og að skilja minniskortið eftir heima Joyful

PS. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá Berghildi, þá gengum við saman Leggjarbrjót í júlí 2001


Göngum göngum...

GENGIÐ gengur af göflunum. Við Svavar eigum bara eftir að finna 2 spjöld í Ratleik Hafnarfjarðar... Svo við höfum gengið þó nokkuð í sumar. Stundum hafa Harpa og strákarnir verið með okkur.

Við höfum líka gengið á Helgafell og Esjuna... og Selvogsgatan hefur verið fastur liður hjá mér á sumrin. Hún verður farin á morgun og AMK Berghildur ætlar með mér - kannski fleiri Smile

Veðrið á að vera gott svo þetta verður góður dagur Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband