Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Ritgerð í Jesaja

Það er nóg að gera hjá mér.... ég er í FRÍI... ;)

Það er starfsvika í skólanum þessa viku. Ég þurfti samt að mæta á mánudaginn og horfa á myndina Holy Smoke í trúarlífssálarfræði, OMG... Woundering

Ég ligg í ritgerð í Jesaja og gengur bara vel. Það er best að halda sig við efnið, það koma aðrar á eftir og ég fer aftur út 30.okt, bara helgarferð aftur... en þá fellur enn eitt fylkið.


Portland - Boston - Heim

Við vorum í morgunmat. Á eftir klárum við að pakka og keyrum til Boston, en við eigum flug heim í kvöld. Ég er laus við harðsperrur þó ég hafi hlaupið maraþon bæði á laugardaginn og í gær... en ég er samt sem áður með merki eftir átökin, ss nuddsár og blöðrur.

Við hringdum til Santa Barbara CA til Jonnu og Braga í gærkvöldi. Það var frábært að heyra hvað þau eru hress núna og Jonna er öll að styrkjast, farin að fara í göngutúra. Við hringdum líka í Lilju í Colorado, það var allt gott að frétta hjá þeim. Hún átti afmæli á laugardaginn (3.okt), Þórdís lögmaður varð 50 ára á laugardaginn... Til lukku stelpur Smile

Það er fullt af afmælum í fjölskyldunni í október.

Harpa á afmæli í dag - TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Kissing
Ingvar bróðir hefði átt afmæli á morgun, 6.okt
Árný á afmæli 11.okt
Lovísa á afmæli 17. okt
María Mist og Hafdís systir eiga afmæli 20.okt og Hafdís verður 50 ára.


Portland, Maine

Við keyrðum hingað strax eftir maraþonið í Bristol í gær. Við vorum rúma 2 tíma á leiðinni. Við gistum á Rodeway Inn, sem hefur áður heitið Quality Inn samkvæmt garminum.

Ég fór snemma að sofa, en kl 10:30  fór brunakerfið af stað og ég hrökk upp og var svo rugluð að ég hélt að það væri bara í herberginu hjá okkur en það var allt húsið. Þetta tók af mér meiri svefn, ég dottaði öðru hverju og vaknaði svo kl 4:40. 

Rodeway Inn,
738 Maine St. South Portland ME
Phone: (207) 774-5891     room 207 


Tilton, New Hampshire

Það var stutt hingað norður frá Manchester og 20 mílur í startið í Bristol á morgun. Við keyrðum þangað en expo-ið opnar ekki fyrr en kl 4 og við nenntum ekki að bíða. Ég má ná í númerið fyrir hlaupið í fyrramálið. Við keyrðum til baka og tökum það rólega til fyrramáls.

Super 8   7 Tilton Road, Tilton NH 03276
phone (603) 286-8882   room 215


Keflavík - Boston - Manchester NH

Við settum eitthvað ofaní tösku kl 10 í morgun, renndum til Keflavíkur um kl 2 og fórum í loftið kl 5. Flugtíminn til Boston var 5:40 mín, það var víst einhver mótvindur. Ég rétt náði 2 bíómyndum, skermirinn var með einhver leiðindi. Það var orðið koldimmt þegar við lögðum af stað til Manchester... fyrsta áfangastaðar.

Econo Lodge, 75 W Hancock St, Manchester NH.
phone (603)624-0111   room 101 


Næsta ferð til Usa

Þá er búið að kaupa næstu ferð... Bíðari nr 1 datt niður á hagstætt fargjald :)
það þýðir ekki annað en að halda sér við efnið. Þessi ferð verður bara stutt eða 5 dagar.

Við förum 1. okt til Boston...


Hvað gerist nú?

Síðast þegar HR.ÓRG féll af baki, féll hann fyrir Dorrit, það er spurning hvað gerist nú? 
mbl.is Ólafur Ragnar slasaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PA - NY - Ísland

Þá erum við komin heim... Við þorðum ekki annað en að fara snemma af stað því maður getur lent í þvílíkum umferðarteppum í New York. En það rættist furðanlega úr og við vorum komin 3 tímum of snemma svo við kíktum í Walmart sem var ,,rétt hjá" þar sem við keyptum okkur SUBWAY í nesti.

Við skiluðum bílnum á réttum tíma og höfðum keyrt 2.074 mílur... en hvílíkt glæpaverð er orðið á þessum bílaleigubílum...
11 dagar kostuðu 88.400 kr ísl.  Þetta er hreinasta klikkun.

Flugið heim var 5:10 mín og lent rétt rúmlega 6... ég náði að horfa á 1 þátt og 1 og hálfa bíómynd á leiðinni.
Við biðum uppi í fríhöfninni eftir að hitta Helgu og Tinnu sem var mjög spennt yfir að vera að flytja til Svíþjóðar. Við höfðum ekki langan tíma saman - þær áttu flug 7:50... það er alltaf erfitt að kveðja en í nútímaunum er orðið styttra á milli staða en áður Wink hægt að skreppa í heimsókn.

Týri beið fyrir utan á jeppanum... búinn að þrífa hann með tannbursta... bíllinn alltaf eins og nýr ef maður fær að ,,geyma" hann hjá þeim... það er ekkert smá þægilegt að geta keyrt heim.


Stroudsburg, Pennsylvania

Nú er komið að ferðalokum, við keyrum í allan dag frá Cleveland Ohio áleiðis til New York. Tókum hótel í East-Stroudsburg. Við vorum orðin dauðþreytt á keyrslunni þó vegirnir séu beinir og góðir og umferðin gengur smurt fyrir sig... það var heitt úti, frá 88-92°F... eða um og yfir 30°c

Við pökkuðum endanlega í töskurnar... við skilum bílnum á morgun kl 3 og flugið er um kl 20. Við ætlum að reyna að hitta Helgu og Tinnu í fríhöfninni en þær eiga flug til Svíþjóðar kl 7:50

Days Inn East Stroudsburg
150 Seven Bridge Rd US 209, US 209 / I 80 Exit 309, East Stroudsburg, PA 18301 US
Phone: 570-424-1951 room 109


Cleveland Ohio

Við tékkuðum okkur kl 7 út í morgun... fyrir maraþonið... keyrðum til Lowell, þar sem ég borgaði mig inn í hlaupið (var á sér samningi) og fékk númerið afhent.

Lúlli beið eftir mér... ræfillinn Frown... því þetta tók þvílíkan tíma enda erfiðasta maraþon sem ég hef nokkurntíma hlaupið. Ég var gjörsamlega búin á eftir...

Strax eftir maraþonið keyrðum við í 4:30 tíma áleiðis til New York... tókum aftur sama hótel og í vesturleiðinni og fengum meira að segja sama herbergi. Jeminn hvað það var gott að komast loks í sturtu.

Americans Best Value Inn
14043 Brookpark Rd, Cleveland Ohio 44142   room 410 eins og síðast :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband