Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Tvö næturflug heim. AZ - MA - IS

Við eigum flug til Boston um miðnætti og lendum þar um 7 leytið... Þar bíður okkar bílaleigubíll sem við ætlum að snatta á þar til Icelandair vélin fer um kvöldið. Pabbi ætlar svo að sækja okkur upp á völl.

Santa Barbara CA - Phoenix AZ

Við kvöddum vini okkar í Santa Barbara með trega og keyrðum til Arizona... 10 tímar með stoppum. Við keyrðum 1 tíma fram í tímann og það var orðið hressilega dimmt þegar við komum.

Hótelið er hrörlegt að utan í myrkrinu... og tveir indverjar afgreiddu okkur þegar við tékkuðum okkur inn í þvottahúsinu þeirra. Þetta leit ekki vel út EN viti menn, herbergið er frábært, þrifalegt, stórt með litlu eldhúsi... ég verð greinilega að éta ofaní mig það sem ég hef sagt áður (að allt virtist drabbast niður hjá þeim)... sennilega er þetta eins misjafnt hjá öllum hóteleigendum, sum eru slæm og sum góð þó þau séu undir sama nafni.

Knights Inn
2510 West Palos Verde, Phoenix


Los Angeles - Santa Barbara :)

Heart I LOVE IT Heart 
Það biðu nokkrir pakkar í Santa Barbara :)Hvílík dásemd. Flugið frá Orlando til Los Angeles var 5 klst. Við höfðum upphaflega keypt hundódýrt flug til San Diego með millilendingu í LA... og fórum bara út þar. Delta var ekki eins liðlegt og jetBlue að merka töskurnar til LA og merkti þær til San Diego. En konan í týndu-tösku-vandræða-deildinni í LA lét sækja þær fyrir okkur :)

Við sóttum bílaleigubílinn og keyrðum til stór-vina okkar í Santa Barbara Heart
Þar urðu fagnaðarfundir. Það er svo dásamlegt að heimsækja þau Jonnu og Braga. Við tókum því bara rólega, enda vöknuðum kl 3:30 síðustu nótt og svo er 3-4 tíma munur á tíma hér. Við fórum því snemma að sofa í gær og vöknuðum fyrir allar aldir í morgun.

Í Santa Barbara biðu okkar nokkrir pakkar...


Fljúgum til Los Angeles í fyrramálið

9.jan mánudagur
Síðasti dagurinn í Orlando. Í stað þess að borða morgunmat á hótelinu, þá ákváðum við að borða öll saman á Golden Corral… frábært.  Síðan var búðarráp… við Lúlli vorum bara dugleg, hann fékk sér stakan jakka og skó og ég fékk mér kjól, 2 toppa og tvenna skó… ég toppa hann alltaf ;)

Um miðjan dag fórum við til baka, til að pakka. Við eigum flug til LA kl 7 í fyrramálið.


Universal Studios

5.jan. fimmtudagur
Við hittumst í morgunmat kl 7 og keyptum okkur miða í Universal Studios í andyrinu. Universal er hér hinu megin við highwayinn… Lúlli keyrði okkur og sleppti okkur út rétt við innganginn, hann hefur ekki hné í margra tíma göngu. Garðinum er skipt í tvennt, ég var búin að sjá sumt öðru megin 3svar sinnum og Ingu Bjarteyju langaði mest í Harry Potter svo þetta passaði mjög vel saman. Garðurinn er rosaleg upplifun, götur með litríku skrauti, veitingahús, sölubásar og sýningar. Við skemmtum okkur vel og þurftum aðeins einu sinni að bíða í einhvern tíma. Við gengum í hring. Edda og Inga Bjartey byrjuðu í HULK… rosalegum rússibana, ég sleppti honum en tók videómynd af þeim. Síðan rak hvað annað. Við vorum búin með hringinn um kl 5 og lögðum af stað gangandi til baka… en fengum óvænt far með skutlu á næsta hótel sem er Hyatt, allt annar handleggur í gæðum.

Gallinn við þetta hótel er að það er hvorki kaffivél á herbergjum eða í Lobbýinu og netið er bara í Lobbýinu... ég komst nú inná netið fyrstu dagana í herberginu en svo datt það út.


Keflavik - Orlando

Við flugum til Stanford Orlando í gær.... maður minn þetta voru 7 tímar og 45 mín. ég var orðin rosalega þreytt... fyrir utan það að ég hélt að ég væri að verða veik á leiðinni... Fékk rosalegan höfuðverk - sem varð til þess að ég horfði bara á eina bíómynd.

Þegar við vorum lent biðu Freddie og Carroll eftir okkur. Þau keyrðu Eddu, Emil og Ingu Bjartey á hótelið og okkur Lúlla að sækja bílinn á hinn flugvöllinn. Bíllinn var þrisvar sinnum ódýrari þar.

Days Inn
5827 Caravan Court Orlando. 


Erfitt að kveðja kæra vini

Það var erfitt að kveðja okkar kæru vini í dag. Við höfum átt dásamlegan tíma með öðlingunum og höfðingjunum Jonnu og Braga. Hin fátæklegu orð: 
HeartTAKK FYRIR OKKUR KÆRU VINIR Heart lýsa engan veginn þakklæti okkar til þeirra InLove 
Fiss Parker Doubletree SB. nóv 2011Þessi heimsókn hefur verið einstaklega skemmtileg, ekki af því að við höfum farið svo mikið, heldur af því að við höfum skemmt okkur svo vel saman. Helsta áhyggjuefni mitt var að við myndum þreyta höfðingjana því allir vita að það er álag að hafa gesti.

,,Síðasta kvöldmáltíðin" var borðuð í gær á Fess Parkers Doubletree. Við Lúlli fengum okkur Natural Prime Ribeye... Kokkarnir þar kunna svo sannarlega að velja bita og steikja mátulega, því þetta er besta steik sem ég hef á ævi minni smakkað...
Fiss Parkers Doubletree Santa Barbara nóv 2011Þvílíkt lostæti...
Ummm ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina.

Í morgun borðuðum við með Jonnu og Braga á IHOP áður en við lögðum í hann. Þetta var erfið kveðjustund og við keyrðum í burtu með tárin í augunum - ákveðin í að koma fljótt aftur Smile

Kveðjustund fyrir utan IHOP, nov 2011Við stoppuðum í Walmart og Target að útrétta það síðasta og renndum síðan á hótelið. Það er öruggt að ég get mælt með því, nálægt LAX, mjög snyrtileg og rúmgóð herbergi og sanngjarnt verð.

Value Inn Worldwide LAX
4751 W Century Blvd., Inglewood, CA 90304
phone 1-310-491-7000 room 303

Verð að setja inn myndir þegar ég kem heim Blush


Komin ,,heim" til Santa Barbara aftur

Föstudagur...
Við lögðum af stað frá Redondo um 11 leytið. Komum við í Malibu og sóttum númerið fyrir maraþonið á sunnudag... keyrðum á startið í Camarillo og fórum þaðan að sækja gögnin fyrir maraþonið í Santa Barbara sem er morgun. Þegar við komum til Jonnu og Braga var okkur fagnað eins og við hefðum verið að koma frá Íslandi. Jonna bauð okkur á Codys í kvöldmat... en áður en við fórum þangað keyrðum við þangað sem markið er...

Síðan var bara að græja sig fyrir morgundaginn, taka til föt, setja flögu á skóinn, númerið klárt og fara snemma að sofa. Bragi ætlar með okkur á startið Smile


Redondo Beach

Eftir morgunmat með Jonnu og Braga á Ihop, keyrðum við í gær til Los Angeles og niður til Redondo Beach að gamla húsinu hennar Jonnu. Við höfum átt svo góðar stundir þar. Við kysstum ströndina og bryggjuna. Það var mjög hlýtt og gott veður, hlýrabolir og stuttbuxur.

Við fengum okkur mótel rétt hjá og komum okkur fyrir. Við keyrðum í kristilegu búðina okkar, keyrðum um og keyptum okkur kvöldmat og morgunmat í Albertson. Við höfum bara 1 heilan dag hérna og það tekur svo mikinn tíma að borða alltaf úti.

Redondo Inn & Suites, (góð staðsetning, sanngjarnt verð og snyrtileg herbergi)
711 S. Pacific Coast Highway,
Redondo Beach CA 90277
Phone (310) 540 1888 Room 117


Dekurdagar í Santa Barbara

Við liggjum hér í baðmullarhnoðra... og eigum sannkallaða dekurdaga hjá höfðingjunum Jonnu og Braga. Þau eru alveg sérstök heim að sækja og erfitt að endurgjalda dekrið sem við njótum. Í gær bættist annar gestur við í dekrið. Það er Indý, kötturinn hennar Steinunnar, en hún verður viku í New York.
Við Lúlli erum búin að labba okkar vanalega göngutúr ,,upp" að ströndinni. Hvernig á að skilja þetta??? Við löbbum upp héðan, síðan eru 110 tröppur niður snarbratta hlíðina að ströndinni. 

Í dag ætlum við til Santa Clarita í maraþonið þar, gistum eina nótt þar og komum aftur hingað og leggjumst á baðmullahnoðrann.
.................................................................
Keyrslan tók um klukkutíma, við sóttum gögnin og fórum á hótelið og gerðum okkur klár fyrir morgundaginn og maraþonið.

Super 8 - Santa Clarita,
17901 Sierra Highway, Santa Clarita, CA 91351
phone 661-252-1722  room 147

Lúlli tékkaði okkur út á meðan ég hljóp og við keyrðum aftur til Santa Barbara :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband