Færsluflokkur: Ferðalög
11.6.2012 | 16:02
Úff... 40°c í Las Vegas

Vegna þess að það varð breyting á ferðalaginu hjá okkur þá vantaði okkur gistingu síðustu nótt. Við höfðum keyrt frá Lehi til Vegas og fórum beint á áttuna. Ljónið hitti bangsa á leiðinni.
Þar fyrir utan opnaði ég tölvuna og pantaði herbergi fyrir punkta... ferlið tók ekkert smá langan tíma... netið var svo hægt og pöntunin fór ekki í gegn strax fyrir mín mistök... en loksins því hótelið var nær uppselt.
Þetta er miklu betra hótel en Casino-ið sem við förum á í dag og verðum þar til 16.júní.
Super 8 - Las Vegas4250 Koval Lane, Las Vegas, NV 89109
phone 402-794-0888, room 1078
Ferðalög | Breytt 14.6.2012 kl. 04:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2012 | 14:18
Lehi, Utah
Það var ekki löng keyrsla frá Beaver til Lehi. Við gistum hér í tvær nætur fyrir Utah Valley Marathon. Þetta er ágætis hótel en ég gerði smá mistök ??? eða ég man ekki hvort það var hægt að fá hótel á viðráðanlegu verði nær. Ótrúlega óskemmtileg götuheiti hér... snúin til að setja í Garmin.
Days Inn, Lehi Utah,
280 N 850 E, 84043 Lehi
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2012 | 20:33
Beaver, Utah
Við lögðum snemma af stað frá Vegas... rúmlega 8 enda ekki eftir neinu að bíða. Það var hálf míla frá hótelinu að I-15 North og síðan voru 390 mílur að næstu beyju... þ.e. að Hótelinu í Utah. Vegurinn var beinn og breiður og hraðinn frá 75-80 mílur, leyfilegt að fara í 85 eða um 140 km. I LOVE IT
Á leiðinni stefndum við beint á fjallgarð og héldum að við værum að fara í göng gegnum fjallið, en allt í einu opnaðist rosalega flott leið, niður snarbratt og krókótt gljúfur. Lúlli tók videó af hluta af því - maður veit alltaf of seint að maður hefði átt að hafa myndavélina tilbúna.
Við stoppuðum í Beaver u.þ.b. á hálfri leið og tókum hótel.
Best Western Paradise Inn,
314 West 1425 North
Beaver Utah 84713
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2012 | 19:55
Enn í Las Vegas
Við urðum að skipta um hótel, smá mistök í pöntun heima, fengum Áttu rétt hjá og átti meira að segja punkta fyrir henni. Hvílíkur munur að vera komin á jarðhæð og rétt hjá útidyrum...
Kannski maður skreppi út að sundlaug og fái smá sólarskvettu á sig... og taka það aðeins rólega smá stund, hitinn er svo mikill að maður getur ekki verið lengi úti... svo er bara að halda sig inni í mollum og skemmtistöðum svo maður stikni ekki :)
Super 8 - Las Vegas
4250 Koval Lane, Las Vegas, NV 89109
phone 402-794-0888, room 1094
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2012 | 05:18
LA - Santa Barbara - San Diego - Las Vegas
Við flugum út á þriðjudegi 29.maí og eftir langt ferðalag vorum við komin til Los Angeles.

Miðvikudagur 30.maí... við keyrðum til Santa Barbara til Jonnu og Braga. Það er alltaf svo yndislegt að heimsækja þau... við fengum höfðinglegar móttökur. Við vorum enn hálf þreytt og á vitlausum tíma, eftir ferðalagið og tókum það rólega þann daginn. Gengum upp að strönd og fórum í Costco :)
Fimmtudagur 31.maí... Það var nóg um að tala síðan við hittumst síðast, þjóðmálin á Íslandi, kosningar og fl. gengið upp að strönd, við borðuðum kvöldmatinn snemma og spiluðum UNO á eftir. Ég fékk sms frá Eddu að pabbi hefði farið á spítala... en frétti síðan að hann hefði verið sendur heim eftir að hafa fengið rafmeðferð til að leiðrétta hjartsláttaróregluna.

Föstudagur 1.júní... Morgunmatur á IHOP, Dr. John Mark kom í heimsókn eh, það var gaman að hitta hann. Við Lúlli gengum upp að strönd. en um kvöldið fóru Jonna og Bragi með okkur á besta steikhús St Barbara, Fess Parkers, Rodneys steakhouse... og ég fékk mér aftur NEW YORK steik... ummmm
http://www.rodneyssteakhouse.com/menu.html svo var spilað UNO
Laugardagur 2.júní... Nú var komið að kveðjustundinni í bili... alltaf erfitt að fara... en það var ekki hjá því komist, maraþonið daginn eftir í San Diego. Eftir að hafa faðmað, kysst og kvatt systkinin var keyrt til San Diego til að sækja gögnin fyrir Rock´N´Roll-ið. og gistum nokkrar mílur frá Sports Arena, þaðan sem rúturnar fara á startið.
Misson Valley Resorts,
875 Hotel Circle South, San Diego...
Sunnudagur 3.júní... R´N´R San Diego http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/1243298/ Við keyrðum strax eftir hlaupið til Las Vegas. Það var að verða dimmt þegar við komum inn í borgina. Við höfðum keypt hundódýra gistingu á svakalega flottu hóteli og Casino... en vorum síðan sett í Courtyard bakvið... hehe... með kílómetra löngum göngum... en herbergið er stórt og gott svo við getum ekki kvartað.
Palace Station Hotel and Casino,
2411 W Sahara Ave, 89102 Las Vegas

Mánudagur 4.júní... Við dingluðum okkur eitthvað, það er brjálæðislega heitt úti, borðuðum morgunmat á IHOP og fórum í grill til Lilju og Joe um 3-leytið... en hún hafði boðið íslenskri konu og manni hennar sem búa hér, líka í mat. Lilja flýgur til Íslands á morgun og verður heima í sumar, svo við hittum hana aftur heima
.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 05:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 14:34
Kef - Seattle - LA
Þetta var langt og strangt ferðalag í gær... en nú erum að vakna í LA... Lúlli hafði getað sofið eitthvað á leiðinni en ég var gjörsamlega búin þegar við komum á hótelið í nótt. Við tókum okkur hotel í Inglewood, nú liggur fyrir að keyra til stór-vina okkar og höfðingja, Jonnu og Braga. Okkur hlakkar mikið til :)
Value Inn 4751 W Century Blvd., Inglewood, CA 90304 US
Tveir í nánustu fjölskyldu hafa átt afmæli í maí...
Happy Birthday Matthías Daði 2012.wmv
Happy Birthday Sigrún 2012.wmv
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2012 | 23:42
Komin heim :)
Við keyrðum síðasta daginn til DC... þurftum ekkert að stressa okkur neitt, nægur tími. Ég skildi Lúlla eftir í flugstöðinni enda vorum við með töskur, kassa og reiðhjól... jammm....
Síðan skilaði ég bílnum... við keyrðum 1.398 mílur þessa daga.
Allt gekk vel, ég náði ekki að sofa á leiðinni heim. Sonurinn sótti okkur og dýrin fögnuðu Lúlla, aðallega Venus :)
Allt er gott sem endar vel :)
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2012 | 11:41
Nashville TN - Wytheville VA
Við keyrðum hingað í gær... strax eftir maraþonið. Frekar langt án þess að komast í sturtu en það varð að hafa það. Hótelið er alveg sérstaklega gott - mæli með því ef einhverjir eru á ferðinni hérna.
Days Inn
150 Malin Drive, Wytheville VA 24382 phone (276) 228-6301
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2012 | 22:30
Hafnarfjörður - Nashville Tennessee
Við flugum út í gær... til Washington DC... keyrði til Harrisonburg VA... Við fengum svakalegan 8 sæta van hjá Enterprise... hann drekkur :/
Super 8, 3330 South Main Street, Harrisonburg VA.
og það var nóg að keyra þangað, ég var orðin dauðþreytt. Við vöknuðum síðan snemma og lögðum af stað enda tæpar 600 mílur eftir til Nashville... komum þangað um 5 leytið og ég ætla ekki að fara út í kvöld.
Travelodge, 95 Wallace Road, Nashville TN,
Síðast þegar við keyrum þetta vorum við ekki með Garmin og maður hristir hausinn núna yfir því hvað það var mikil vinna að skipuleggja leiðina og síðan fylgjast með öllu til að fara nú rétta leið.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2012 | 23:47
Gegnum öryggisleit í USA á röngu nafni
Það er frekar erfitt að eiga tvö næturflug í röð eins og við eigum núna. Við tékkuðum okkur út af hótelinu í Phoenix og urðum eiginlega að hanga þar til miðnættis þegar vélin fór. Ekki gátum við verslað - plássið búið.
Það vildi þannig til að maginn hafði verið gersamlega öfugur í mér í nokkra daga og ég svaf lítið nóttina áður. Við keyrðum eitthvað um en síðan leyfði Lúlli mér að leggja mig, ég hallaði sætinu aftur og svaf um 2 tíma. Við keyrðum um sama svæði og síðustu skipti sem við höfum verið í Phoenix og vorum sammála um að kaktusum hafði fækkað stórlega.
Við borðuðum á buffeti og mættum snemma upp á flugvöll vorum með þeim fyrstu til að tékka okkur inn. Konan ,,sá að við áttum ekki sæti saman og setti okkur í öftustu röð. Við samþykktum allt því við vorum með 2 smekk-fullar töskur og alltof mikinn handfarangur. Við fórum gegnum öryggisleitina og alla leið inn í aftasta sæti í vélinni Ég hafði ekki setið lengi þegar indversk kona kom og taldi að ég sæti í hennar sæti þegar við skoðuðum báða miðana, þá hafði ég komist í gegnum allt eftirlit á hennar nafni við vorum báðar með miða á hennar nafni.
Ég gat sofið á leiðinni... varð að gera það til að geta lifað af þennan dag í Boston. Við lentum kl 7 um morguninn. Við vorum með aukatösku og byrjuðum í Walmart, síðan Target og fl. Tókum nokkur moll á þetta og Buffetið okkar í einu þeirra.
Síðan skiluðum við bílnum um kl 5... þetta var orðið ágætt. Tvö heil maraþon og eitt hálft, skipt við þrjár bílaleigur (Advantage, Dollar og Budget), flogið með Icelandair, Delta og jetBlue.
Nú bíðum við eftir kalli út í vél í Boston og verðum komin heim í fyrramálið.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007