Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Santa Barbara - Las Vegas

4.júní
Við höfum verið í dekri hjá Jonnu í 3 daga og um, hádegið kom að brottför. Það er alltaf erfitt að kveðja góða vini en hjá því var ekki komist. Takk innilega fyrir okkur Jonna okkar og Matti "bless í bili"

Það eru um 380 mílur til Vegas og við lentum í tveim tímafrekum umferðartöfum á leiðinni og komum ekki til Vegas fyrr en um kl 9 pm. og upp á herbergi hálftíma seinna. Hér verðum við í 2 daga áður en við förum í Grand Canyon. 

Mardi Gras Hotel & Casino
3500 Paradise Road Las Vegas NV 89169
phone:702-731-2020 room 2120
http://www.mardigrasinn.com/ 


Louisville KY - Toledo Ohio

Það var grenjandi rigning þegar við vöknuðum, svo Lúlli ákvað að bíða á hótelinu. Ég fór því ein í maraþonið. Eftir maraþonið sótti ég Lúlla á hótelið og við keyrðum 300 milur norður til Toledo Ohio. Það rigndi megnið af leiðinni.

Við stoppuðum í Walmart um 5 leytið og fengum okkur kjúkling. Við komum á hótelið um kl hálf 10 um kvöldið. Vá hvað það verður gott að komast í sturtu og slaka á.

Days Inn, Toledo,
1800 Main Street, Ohio 43605
Phone: 419 666 5120 room 272


Indianapolis IN - Louisville Kentucky

Við sóttum bílinn, fengum æðislegan van...og keyrðum um 130 mílur suður, stoppuðum aðeins á leiðinni til að vekja okkur. Byrjuðum á hótelinu,við gistum  í IN þótt hlaupið sé í KY... síðan sóttum við númerið, fórum á Golden Corall og þá passaði að fara að græja morgundaginn.

 

Days Inn, Jeffersonville IN

354 E Boulevard, Jeffersonville IN US 47130

phone 812 288 7100 room 222


Kefl - DC - Indianapolis IN

 GLEÐILEGT SUMAR ☺

Þetta verður langur dagur. Vaknaði kl 8 am til að vera tilbúin, mætt í Víðistaðakirkju um kl 10. það voru 7 börn fermd hjá okkur. 

Ég var komin heim um hálf eitt og við brunuðum í Keflavík þar sem gamla "ástin" fékk dekur hjá Týra.

Við vorum orðin glorhungruð þegar við komum í betri stofuna. Vélin fór í loftið um kl 5 en það er 6 tíma flug til DC.

það er eins gott að hafa rúman tíma á milli fluga því taskan okkar kemur alltaf síðust og við lendum svo oft í "vesenis-biðröðum" Núna var langt á milli hliða og nauðsynlegt að hafa minnst 2 tíma... við höfðum 3... flug kl 10 á staðartíma með United.

Taskan sem við tékkuðum inn til Indianapolis kom til okkar með brotið handfang... við náðum varla að kvarta... konan fór bakvið og náði í glænýja tösku af svipaðri stærð og bauð okkur að skipta. Frábær þjónusta.

við vorum orðin ansi þreytt og tætt þegar við komumst loks á hótelið, hundfúl yfir að þurfa að borga 20 usd fyrir "fríu" hótelskuttluna.

Knights Inn, Indianapolis Airport south
4909 Knights Way, Indianapolis IN 46217
Phone 317 788 0125 room 200


Raleigh NC - DC - Boston MA - Keflavik

Ég reyndi aldrei að rétta tímann við... og ég er orðin svo löt að ég nenni oftast ekki út eftir maraþonin í helgarferðum. Núna borðaði ég á Wendy´s út á horni áður en ég fór á hótelið... það kom ágætlega út. Eftir sturtuna, gekk ég frá dótinu, ég átti flug snemma og þurfti að vera búin að skila bílaleigubínum kl 8 am. 

Morgunmaturinn var frá 6am og eftir það var bara að koma sér í flugið. Bíllinn var frá Hertz og ég flaug með United Airlines, fyrst til DC og þaðan til Boston.

Ég flaug síðan í fyrsta (og vonandi síðasta) sinn heim með WOW air. Ég gerði þeim ekki til geðs að kaupa aukaþyngd á handfarangur og var því aðeins undir 5kg takmarkinu. Vélin var stór og greinilega ný (Freyja) en um borð var ALLT selt nema súrefnið. Ég verð að segja að ég hef flogið þónokkuð mikið en ALDREI flogið með flugfélagi sem gefur manni ekki svo mikið sem vatnssopa eða kaffi.

Í þessari nýju flugvél var ENGIN afþreying... það var gert ráð fyrir að maður kæmi með sína eigin tónlist eða myndir á eigin skjátölvu. Það er kannski frekar hægt að þola það á heimleið af því það er næturflug en hlýtur að vera skelfing á leiðinni út. Alla vega vona ég að ég þurfi aldrei að ferðast með þeim aftur og myndi ekki mæla með WOW við neinn. 


Raleigh NC

Vélin lenti rétt fyrir miðnætti í nótt og ég hringdi eftir hótelskuttlunni... ég leit ekki á klukkuna þegar ég fór loks að sofa... Hótelið var rétt hjá flugvellinum, eftir morgunmat tékkaði ég mig út og notaði skuttluna til að fara á bílaleiguna... var komin með bílinn kl 8 am.

Ég dinglaði mér eitthvað, fann Walmart og Dollar Tree áður en í fór í expo-ið og sótti númerið mitt... þau eru alltaf frábær hjá R'N'R seríunni.

Þá er bara næsta skref að fá sé að borða, kaupa morgunmat og hringja heim í gegnum Viber. 

Days Inn, 3201 Wake Forest Rd, NC 27609 US
Phone: 919-878-9310 room 170


Keflavik - Boston - Raleigh NC

Þetta er helgarferð... eins og síðasta ferð og ég er aftur ein á ferð. Ég er ekki alveg orðin nógu góð í fætinum en ætla að fara og gera mitt besta. Það er ekki hægt að biðja um meira... 

Það voru tæpir 3 tímar á milli fluga hjá mér í Boston og það mátti ekki vera minna. Þeir eru að setja allsstaðar upp vélar þar sem maður svarar sömu spurningum og á hvíta miðanum, vélin tekur fingraför og mynd og raðirnar eru hvíllíkt langar að ég hélt fyrst að ég myndi missa af fluginu til Raleigh.

Ég var ekki komin til Raleigh fyrr en um miðnætti og enn seinna á hótelið... 

Days Inn, 1000 Airport blvd Morrisville, NC 27560
phone 919 8688  room 216


Towson MD - heim á klakann

Af því að ég hljóp svo mörg maraþon í þessari ferð - þá tók því aldrei að snúa tímanum, við vöknuðum snemma og fórum snemma að sofa flesta daga. Heimferðardagurinn var því MJÖG langur. 

Við vorum búin að pakka... svo við þurftum eiginlega bara að dinglast eitthvað um daginn, borða, skila bílnum og mæta snemma upp á Dulles Airport til að vigta töskurnar og kannski færa eitthvað á milli.

Í þessari ferð sem var 12 dagar, keyrðum við frá DC til Virgininu, West Virgininu, gegnum Norður Carolinu og yfir hornið á Tennessee til Suður Carolinu... aftur norður til Baltimore og þaðan til Atlantic City í New Jersey... og síðasti leggurinn var svo frá NJ til Washington DC.

Við keyrðum 1.744 mílur og ég hljóp 5 maraþon í 5 fylkjum á 9 dögum. Þau voru ríflega mæld og eru samtals ca 215 km.

Næsta ferð sem er systraferð í Space Coast Marathon, er eftir mánuð.


Baltimore MD - Atlantic City NJ

Við keyrðum strax eftir Baltimore-maraþonið til Atlantic City í New Jersey... án þess að ég færi úr hlaupagallanum eða burstaði saltkögglana úr andlitinu... Ég rétt hljóp inn í Balleys Ballroom - gegnum kasíó fullt af fólki og sótti númerið mitt og við tékkuðum okkur síðan inn á hótelið...

Knights Inn Atlantic City
500 North Albany Avenue, Atlantic City, NJ 08401, US
Phone: ??? room 118


Seneca SC - Durham NC

Þá er The Appalachian Series búin... ég tók 3 maraþon í seríunni á 4 dögum.  
Við lögðum af stað til baka í morgun. Við stoppuðum aðeins á leiðinni til að teygja úr okkur og komum á Áttuna okkar milli 3 og 4. Við fengum okkur að borða og settum tærnar upp í loft. 
 

Super 8 Durham/University Area NC
2337 Guess Road Durham NC US 27705
Phone: 1-919-286-7746     room 110


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband