Leita í fréttum mbl.is

Kefl - DC - Indianapolis IN

 GLEÐILEGT SUMAR ☺

Þetta verður langur dagur. Vaknaði kl 8 am til að vera tilbúin, mætt í Víðistaðakirkju um kl 10. það voru 7 börn fermd hjá okkur. 

Ég var komin heim um hálf eitt og við brunuðum í Keflavík þar sem gamla "ástin" fékk dekur hjá Týra.

Við vorum orðin glorhungruð þegar við komum í betri stofuna. Vélin fór í loftið um kl 5 en það er 6 tíma flug til DC.

það er eins gott að hafa rúman tíma á milli fluga því taskan okkar kemur alltaf síðust og við lendum svo oft í "vesenis-biðröðum" Núna var langt á milli hliða og nauðsynlegt að hafa minnst 2 tíma... við höfðum 3... flug kl 10 á staðartíma með United.

Taskan sem við tékkuðum inn til Indianapolis kom til okkar með brotið handfang... við náðum varla að kvarta... konan fór bakvið og náði í glænýja tösku af svipaðri stærð og bauð okkur að skipta. Frábær þjónusta.

við vorum orðin ansi þreytt og tætt þegar við komumst loks á hótelið, hundfúl yfir að þurfa að borga 20 usd fyrir "fríu" hótelskuttluna.

Knights Inn, Indianapolis Airport south
4909 Knights Way, Indianapolis IN 46217
Phone 317 788 0125 room 200


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband