Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Lake Placid - Albany NY

8.júní...Lúlli tékkaði okkur út meðan ég var í hlaupinu... og við keyrðum til Albany. Það var um tveggja tíma keyrsla. Við vorum bæði frekar þreytt og nenntum ekki út að borða. Við komum okkur fyrir á Áttunni sem við áttum pantaða og biðum eftir að heyra frá Eddu og Emil... en þau og Inga Bjartey fljúga til Boston á morgun og keyra hingað sama dag. 

9.júní... við kíktum í nokkrar búðir... sendi Eddu sms... Þau komu svo rúmlega kl 5 og við borðuðum saman á Golden Corrall. Síðan var framhaldið ákveðið.

10.júní... Ég fór á búðarráp með Eddu og Emil fh en eftir hádegið keyrðum við til Woodstock og heimsóttum Harriett og Steven, skoðuðum búðir og borðuðum kvöldmat hjá þeim. Keyrðum til baka um kl 20:30... þá er það hellaferðin á morgun.

Super 8,

1579 Central Avenue, Albany NY, 12205, phone: 518-464-4010 room 109


Shrewsbury MA - Lake Placid NY

Það voru um 250 mílur hingað upp eftir... sem er nokkurra stunda keyrsla. Úti er glampandi sól, hitinn 87 F... Við komum til Lake Placid um hálf 4 og tékkuðum okkur inn a hótelið og sóttum svo gögnin fyrir hlaupið á morgun. 

Ég hringdi í Lovísu og Hörpu á Viber og Eddu á Skype... allt góðar fréttir að heiman. Matthías glaður með litlu systir og allt gekk vel hjá þeim öllum... held að þau fái sérstakt dekur hjá Hrefnu. Venus að jafna sig eftir aðgerðina sem hann þurfti að fara í. Við verðum aðeins eina nótt hérna, keyrum strax eftir hlaup til Albany.

Econo Lodge Lake Placid,

5828 Casacade Road, Lake Placid NY, 12946 


Bloomington IL - Boston MA

Lúlli var svo bjartsýnn að hann hélt að við hefðum nógan tíma til að keyra til Chicago (309 mílur) og við gætum jafnvel komist með fyrra flugi til Boston... við brunuðum af stað strax eftir maraþonið en máttum bara þakka fyrir að ná okkar vél. Það voru þrengingar vegna vegavinnu, mikil umferð og tollvega greiðslur... allt tekur tíma. Svo vorum við ofrukkuð fyrir bílinn þegar við skiluðum honum hjá Thrifty.... og það tók líka tíma.

Flugið til Boston (American Airlines) tók um 2 klst, taskan kom nokkuð fljótt til okkar og við fengum mjög góðan bíl, Cervolet Malibu hjá Budget. Við vorum bara klst að keyra á hótelið.

Days Inn Shrewsbury Worcester

889 Boston turnpike, Screwsbury MA 01545


South Bend IN - Bloomington IL

Jonna sagði okkur að Bloomington væri höfuðborg Illinois... við héldum að það væri Chicago. En hingað keyrðum við i dag... komum aðeins við i La Porte hjá Steinþóri og Fjólu og fengum kaffi.

Veðrið er yndislegt, eitthvað annað en í hlaupinu í gærmorgun. Við keyrðum 200 mílur í dag og fundum strax startið fyrir morgundaginn... það er innan við 2 mílur frá hótelinu okkar.

Þegar við höfðum tékkað okkur inn, keyptum við okkur mat og morgunmat (hlaupið byrjar kl 5 am), ég setti í eina þvottavél og þurrkara á hótelinu og svo var talað heim bæði i gegnum Skype og Viber.

Super 8 Bloomington,

818 IAA Drive, Bloomington, IL 61701


Kef - Minneapolis - Wisconsin Dells

MÄ—r finnst orÄ‘iÄ‘ rosalega langt síÄ‘an ég var úti síÄ‘ast. En nú er ég komin út aftur. ViÄ‘ flugum til Minneapolis, en þaÄ‘ eru mörg ár síÄ‘an viÄ‘ höfum flogiÄ‘ þangaÄ‘. ÞaÄ‘ er 6 tìma flug og 5 tíma tímamunur. ViÄ‘ flugum oftast hingaÄ‘ á hausttíma og þá dimmdi svo snemma en nú gátum viÄ‘ keyrt 100 mílur í björtu. 

Stefnan var tekin á Wisconsin Dells, keyrÄ‘um í ca 4 tíma, um 230 mílur... og þaÄ‘ var steinsofnaÄ‘ um leiÄ‘. 

Americas Best Value Inn, Days End Motel

N 604 US Hwy 12 & 16

Wisconcin Dells, WI 53965 


Síðasti dagurinn í Santa Barbara - í bili.

Santa Barbara 30.12.2013 019

Við sjáum nóg af óveðursfréttum, allt á kafi í snjó á austur-ströndinni, í Boston og New York, búið að fresta fleiri hundruð flugum... svo "flugurnar" bíða.
Hér er 20-25°c hiti og verið að slá grasið í garðinum.

Við erum búin að hafa það svo gott hérna, veðrið hefur verið óvenju gott miðað við árstíma, yfirleitt var ég í þunnri yfirflík þegar við gengum upp að strönd á haustin á fyrri árum, en nú dugar hlýrabolur. 

Jonna í

Við höfum notið hátíðisdaganna í rólegheitum og við höfum tvisvar keyrt til Oxnard og Camarillo. Í seinna skiptið kom Jonna með okkur og við heimsóttum Hrefnu í Camarillo.

Við  Lúlli kynntum Wal-mart fyrir Jonnu... Wal-martið sem hún hafði farið í einhverntíma á síðustu öld var eins og -hola-í-vegg- miðað við þetta. Við settum Jonnu beint í rafmagns-stólinn og hún þeyttist um alla búð Wink 

Nú er bara að pakka saman og vera tilbúin til brottfarar, því í fyrramálið keyrum við til Los Angeles. 

 


Keflavík - Orlando Florida

Þetta er í fyrsta sinn sem við systurnar förum erlendis saman. Það var ekki upphaflega planað, því ég ætlaði ein... en í ratleiknum í sumar ákváðu þær að koma með :D
Þetta er kannski bara byrjunin á einhverju meiru :)

Flugið hingað var óvenju langt, tók 8 og hálfan tíma... og ég búin að sjá allar bíómyndirnar mörgum sinnu í flugvélinni. Við vorum ekki komnar í bælið fyrr en tólf á staðartíma, kl 5 um morguninn heima...

Það var ekkert mál að vera 3 í herbergi... kostar ekkert meira... en við fengum síðasta herbergið með 2 rúmum.

Super 8
5900 American Way, International Drive
Orlando 32819
room 256


Boston MA - Keflavík

Ég stoppaði M Ö R G U M sinnum á leiðinni til Boston og bætti í töskurnar... Ég fór á Meadow Glen Mall og borðið á buffetinu... var eiginlega að bíða eftir að tíminn liði. 

Margaríta í Boston 14.okt 2013

Sem betur fer fór ég snemma af stað út á flugvöll því ég lenti í umferðar-sultu (traffic-jam) og var um klst að fara rúmar 6 mílur. Þessi ferð er búin að vera hreinn LÚXUS... æðislegur bíll og dekur-hótel. þegar ég skilaði bílnum sagði strákurinn að það kæmi ekki til greina að ég færi að dröslast með rútunni með allt þetta dót og fékk mér einkabílstjóra. Engin smá þjónusta.

Margaríta í Boston 22.okt 2013

Það var bráðnauðsynlegt að smella í sig einni Möggu á flugstöðvarbarnum ;) og hún var ekki af verri endanum. Stærsta staup sem ég hef fengið.

Vélin fór á loft kl 21 og ég var svo heppin að miðjusætið í minni röð var autt... lúxus ALLA leið heim... því Bíðari nr 1 sótti mig á völlinn.

Ég ferðaðist um 3 fylki, komst í gegnum 2 maraþon og keyrði 351 mílu á 4 dögum... fyrir utan að versla... það er bara ágætt :) 


Middletown/Newport RI - Boston MA

Ég er gráti næst að þurfa að yfirgefa þennan lúxus... en nú er komið að heimferð... ég er búin að fá mér dýrindis morgunmat, sem ég gat auðvitað ekki nýtt mér í gær þegar ég fór eldsnemma af stað í maraþonið og maulaði þurra beyglu á leiðinni. 

Það eru bara rúmar 70 mílur til Boston... og flugið heim er kl 21:00 svo ég hef nógan tíma til að bæta einhverju í töskurnar. Svo ég dríf mig af stað þegar ég hef klárað að pakka niður.


Hartford CT - Newport RI

Eftir maraþonið í Hartford CT, fór ég strax að leita að bílnum... og leiðin lá til Rhode Island.  Ákveðin í að hlaupa EKKI í dag (sunnudag), ég fékk herbergið á Quality Inn og HVÍLÍKUR LÚXUS... ég var með stórt rúm, stórt baðherbergi og auka baðherbergi með heitum potti með nuddi... Mín naut sín eins og drottning :)

Ég dúllaði mér og tilbúin í rúmið uppgötvaði ég að ég hafði gleymt vekjaraklukkunni úti í bæ... Nohh, ég átti að sofa á mínu græna á meðan hinir Maniac-arnir og 50 State-ararnir myndu streða þetta maraþon.  

936 W. Main Road , MiddletownRIUS02842

  • Phone: (401) 846-7600 room 106

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband