Leita í fréttum mbl.is

Keflavík - Orlando FL 26.11.2015

Það var heldur betur fjörug ferð sem við fórum í á fimmtudag. Hin árlega systraferð til Orlando í Space Coast Marathon yfir Thanksgiving hófst með aðeins öðrum hætti... Matthías og Indía fóru með okkur út. Lovísa og Gunni voru búin að vera úti í 10 daga, fara í krús og hvaðeina. Ekki slæmt að fara út því það snjóaði heima.

Flug til Orlando tekur 8 tíma og það tók klst í viðbót að af-ísa og undirbúa flugtak... þetta var svolitið langur tími fyrir Indíu en bara gaman hjá Matthíasi.

Flugið út gekk mjög vel, tók auðvitað á en það var ótrúlegt hvað krakkarnir í vélinni voru duglegir að hafa ofan af fyrir sér, tala saman og leika sér. 

Indía svaf fyrsta eina og hálfa tímann, svo tókum við hálft maraþon eftir flugvélinni í þrjá tíma og svo svaf hún síðustu þrjá og hálfa tímana, þar til við lentum. Matthías datt út af einhverntíma á síðustu tveim tímunum hjá útlendingum á comfort class...hann átti vini um alla vél eftir þetta flug eins og Indía sem vissi nákvæmlega í hvaða sætaröðum í vélinni voru börn. Flugfreyjurnar voru í uppáhaldi hjá henni, þær komu með mat :)

Við vorum nokkuð fljót út úr vélinni, fórum í gegnum eftirlitið og tollinn, tókum töskurnar, fórum í lestina og þaegar við komum út úr henni biðu Lovísa og Gunni eftir krúttunum sínum... þó þau væru mjög þreytt þá voru litlu skinnin mjög glöð að sjá pabba og mömmu.

Víkur nú sögu að systrum... sem fengu sinn bílaleigubíl hjá NU... leigu sem skal varast í framtíðinni... fóru beint á hótelið, hentu inn töskum og fóru í Outlet til að taka þátt í "the Midnight Madness" á Black Friday... við vorum úti til kl 4 am og sváfum til 7am...

Bara versla meira á eftir...

Days Inn, 5858 International Drive, Orlando FL,32819
Phone:407-351-4410      room : 132
PS.líka að forðast þetta hótel, enginn morgunmatur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband