Færsluflokkur: Menning og listir
10.8.2009 | 12:59
Rigning - Plan B
Það er spáð rigningu í dag upp við Niagara fossana... svo við ætlum að fara í búðarráp í dag og skoða fossana á morgun.
Verðum hér amk eina nótt í viðbót
7.8.2009 | 19:20
Franklin, Pennsylvania
Ég elska þegar hótelin hafa vöfflur í morgunmat eins og var á Comfort Inn í morgun. Við borðuðum vel og vorum lögð af stað kl 8... veðrið dásamlegt, sól, sól og meiri sól...
Við keyrðum sem leið lá vestur I-80 til Franklin. Þaðan eru svo um 20 mílur í hlaupið - en hvað eru 20 mílur í Ameríku?... Einmitt, það er rétt hjá eða handan við hornið... en hér geta göturnar líka verið 40-50 km langar.
Við komum um hádegið, byrjuðum í Walmart og Dollar Tree
Super 8 Franklin
847 Allegheny Blvd. Franklin, PA 16323 US
Phone: 814-432-2101 room 117
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2009 | 13:36
Nóg að gera í dag
Við byrjuðum í Best Buy... eins og sést á hlaupasíðunni minni... og svo hófst eltingarleikur við staðina sem við þurftum að þekkja í sambandi við maraþonið.
Veðrið var ágætt í dag, það var sæmilega hlýtt og sól. Við erum á vitlausum tíma, vöknum og sofnum snemma. Við verðum lítið vör við náttúrufegurð í borginni, það er helst fjallasýnin. Hérna býr mikið af fólki sem hefur ,,grænlenskt" útlit... kannski afkomendur frumbyggja Alaska.
Lúlli mun tékka okkur út á meðan ég er í maraþoninu, við skilum bílaleigubílnum kl 9 í kvöld og eigum miðnæturflug til Salt Lake City... þaðan fljúgum við til New York ... og eigum annað næturflug til Íslands. Við komum heim að morgni 22.júní.
10.6.2009 | 19:41
Hvernig vissi hún hvað þetta var mikið?
Mér finnst harla ótrúlegt... að konan hafi átt 1 milljón dollara... eins og maður heyrir mikið um fátækt frá þessum landsvæðum þarna suðurfrá...
En ef þetta er rétt... þurfa hjálparstofnanir þá ekki að hugsa sig um tvisvar áður en ákveðið er að veita aðstoð hverju sinni.
Bara til að leika sér með þessar tölur... ef maður áætlar að konan hafi byrjað að safna um tvítugt og hafi safnað í 40 ár... þá hefur hún þurft að leggja 68,4 dollara til hliðar á hverjum einasta degi (40 ár = 14.610 dagar)... til að eiga um 1 milljón dollara...
Henti sparnaði móður sinnar á haugana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.6.2009 | 10:21
Til hamingju með daginn sjómenn
Hvað er að gerast... Það lítur út fyrir besta veður í dag, í minningunni hefur sjómannadagurinn verið dagurinn þar sem rokið og rigningin hefur verið ráðandi. En í dag verðum við blessuð með þessu dásemdarveðri en það skiptir svo miklu máli fyrir útihátíðarhöld.
Til hamingju með daginn sjómenn.
27.5.2009 | 00:11
Angels and demons
Sá myndina með syninum... verða að segja að plottið í myndinni var gott og Róm er sérlega spennandi umhverfi. Mig dauðlangar að fara þangað og skoða þessar kirkjubyggingar.
Ég get ekki sagt að mér hafi fundist myndin spennandi fyrr en á síðustu mínútunum... og ég skildi aldrei hvers vegna þessi vísindakona fór frá Genf til Vatikansins í Róm þegar andefninu var stolið???
Myndin fær 2 bros-kalla hjá mér
19.5.2009 | 01:18
Misræmi guðspjalla... Mark 6:8-11
Mark 6:8 Hann bauð þeim að taka ekkert til ferðarinnar annað en staf, ekki brauð, mal né peninga í belti.
-9- Þeir skyldu hafa skó á fótum, en ekki tvo kyrtla.
-10- Og hann sagði við þá: Hvar sem þér fáið inni, þar sé aðsetur yðar, uns þér leggið upp að nýju.
-11- En hvar sem ekki er tekið við yður né á yður hlýtt, þaðan skuluð þér fara og hrista dustið af fótum yðar þeim til vitnisburðar.
Jesús sendi lærisveinana út tvo og tvo saman. Mark og Matt ber ekki saman í frásögnum sínum þó frásagnirnar eigi mjög líklega af sama atviki.
Í Matt 10:1-10 og Lúk 9:1-5, fá lærisveinarnir ekki aðeins vald til að reka út óhreina anda heldur fá þeir einnig vald til að lækna. Þá segir í Matt 10:10 ...að þeir eigi ekki að taka neitt með sér... ,,eigi mal til ferðar eða tvo kyrtla og hvorki skó né staf." og Lúk 9:3 segir ,,og sagði við þá: Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla."
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2009 | 12:52
Hann gaf þeim vald... Mark 6:7
-7- Og hann kallaði þá tólf til sín, tók að senda þá út, tvo og tvo, og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum.
Í annað sinn segir Markús að Jesús kalli þá tólf til sín og hann gefi þeim vald yfir óhreinum öndum... aðeins yfir óhreinum öndum. Fyrri frásögnin er í 3:14-15.
Margar frásagnir eru af því er Jesús rekur út óhreina anda. Vandamálið hefur verið stórt fyrst það er fyrsta og eina valdið sem postularnir fengu í byrjun.
Maðurinn í gröfunum (5:2-9) hafði marga illa anda og var komið fyrir utan borgarinnar en fyrsti maðurinn sem Jesús rak illan anda úr í Markúsi, var í samkunduhúsi gyðinga (1:23).
Jesús notaði samlíkingu við hreingerningu á húsi og útrekstur illra anda er hann sagði að eftir að illur andi hefði verið rekinn út, húsið hefði verið sópað og prýtt og tómt, þyrfti að fylla það með góðu svo hið illa gæti ekki snúið aftur og hertekið húsið (Matt 12:43-45, Lúk 11:24-26).
13.5.2009 | 12:16
Hvergi minna metinn... Mark 6:1-4
-1- Þaðan fór Jesús og kom í ættborg sína, og lærisveinar hans fylgdu honum.
-2- Þegar hvíldardagur var kominn, tók hann að kenna í samkundunni, og þeir mörgu, sem á hlýddu, undruðust stórum. Þeir sögðu: Hvaðan kemur honum þetta? Hver er sú speki, sem honum er gefin, og þau kraftaverk, sem gjörast fyrir hendur hans?
-3- Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá oss? Og þeir hneyksluðust á honum.
-4- Þá sagði Jesús: Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu, með frændum og heimamönnum.
,,Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu"... fólk er oftar kennt við föðurinn en móðurina. Kannski var Jósef dáinn... eða í þessu felist viðurkenning á að Jesús er sonur Guðs.
Sjálfri finnst mér ólíklegt að María hafi lagt til erfðaefni í getnaðinn og í rauninni er það vantraust á Guð að telja að Guð hafi ekki getað lagt allt til sem þurfti. Það nægði að María skildi ganga með barnið.
Í annan stað... er það ólíklegt, því þá hefði Jesús átt hálfsystkini.
Jesús sagði að ,,hvergi væri spámaður minna metinn en af þeim sem þekktu hann" og gestaprédikarar og útlendingingar hafa oft meira aðdráttarafl en prestur safnaðarins. Sennilega er þeim sýnt meira umburðarlyndi, þar sem fólk þekkir þá ekki fyrir.
12.5.2009 | 22:18
Trú þú aðeins... Mark 5:25-34
-25- Þar var kona, sem hafði haft blóðlát í tólf ár.
-26- Hún hafði orðið margt að þola hjá mörgum læknum, kostað til aleigu sinni, en engan bata fengið, öllu heldur versnað.
-27- Hún heyrði um Jesú og kom nú í mannþrönginni að baki honum og snart klæði hans.
-28- Hún hugsaði: Ef ég fæ aðeins snert klæði hans, mun ég heil verða.
-29- Jafnskjótt þvarr blóðlát hennar, og hún fann það á sér, að hún var heil af meini sínu.
-30- Jesús fann þegar á sjálfum sér, að kraftur hafði farið út frá honum, og hann sneri sér við í mannþrönginni og sagði: Hver snart klæði mín?
-31- Lærisveinar hans sögðu við hann: Þú sérð, að mannfjöldinn þrengir að þér, og spyrð þó: Hver snart mig?
-32- Hann litaðist um til að sjá, hver þetta hefði gjört,
-33- en konan, sem vissi, hvað fram við sig hafði farið, kom hrædd og skjálfandi, féll til fóta honum og sagði honum allan sannleikann.
-34- Jesús sagði við hana: Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði, og ver heil meina þinna.
Lög Móse kveða á um að kona með blóðlát, var nánast útskúfuð úr þjóðfélaginu, hún mátti ekkert snerta og enginn mátti snerta það sem hún snerti...
Hún heyrði af Jesú... að snerta hann var brot á hreinleikalögum gyðinga og brotið átti að gera hann óhreinan í 1 dag... En Jesús hélt áfram sínum daglegu gjörðum...
Á þessu sjáum við að brot á lögum Móse voru ekki synd því Jesús var syndlaus, enda segir Guð á mörgum stöðum í ritningunni að synd er brot gegn honum þ.e. vantrú og dýrkun á öðrum guðum.
Konan með blóðlátin þurfti ekki að hrópa upp trú sína... hún hugsaði aðeins ef ég gæti snert klæði hans... hugsunin nægði. Trúin var síðan sýnd í verki með því að snerta klæði hans. Trúin bjargaði henni og trúin bjargar okkur líka.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007