Færsluflokkur: Menning og listir
12.5.2009 | 15:30
Tákn fyrir gyðing... Mark 5:22
-22- Þar kom og einn af samkundustjórunum [gyðinga], Jaírus að nafni, og er hann sá Jesú, féll hann til fóta honum,
-23- bað hann ákaft og sagði: Dóttir mín litla er að dauða komin. Kom og legg hendur yfir hana, að hún læknist og lifi.
-24- Jesús fór með honum. Og mikill mannfjöldi fylgdi honum, og var þröng um hann.
-35- Meðan hann var að segja þetta, koma menn heiman frá samkundustjóranum og segja: Dóttir þín er látin, hví ómakar þú meistarann lengur?
-36- Jesús heyrði, hvað þeir sögðu, en gaf ekki um, heldur sagði við samkundustjórann: Óttast ekki, trú þú aðeins.
Trú er allt sem þarf en óttinn og efinn banka stanslaust á huga okkar. Jesús sagði:,,Ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn" (Lúk 17:6) þá væru okkur allir vegir færir. En við erum trúlítil hversu erfitt sem það er að viðurkenna það.
-43- En hann [Jesús] lagði ríkt á við þá [heimilisfólk samkundustjórans] að láta engan vita þetta...
Maðurinn [sennilega heiðingi] með óhreina andann í sögunni á undan átti að segja öllum frá en heimilisfólk samkundustjórnans átti að þegja yfir kraftaverkinu.
Sem samkundustjóri gyðinga gat maðurinn í þessari sögu ekki þagað - hann varð að fórna til Guðs fyrir blessun sína, og hann hafði heimilifólk sitt til vitnis um kraftaverkið. Presturinn sem myndi sjá um fórnina hefði þurft að viðurkenna að kraftaverkið væri blessun Guðs og um leið hefði hann viðurkennt að Jesús væri með kraft frá Guði.
Fræðimenn og farisear þurftu að samþykkja Jesús því fólkið hlýddi prestunum... en það var yfirstétt gyðinga sem hafnaði Jesú og af ótta við yfirstéttina höfnuðu flestir gyðinganna honum líka.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009 | 19:53
Far heim - far burt... Mark 5:17-19
-2- Og um leið og Jesús sté úr bátnum, kom maður á móti honum frá gröfunum, haldinn óhreinum anda.
-3- Hann hafðist við í gröfunum, og enginn gat lengur bundið hann, ekki einu sinni með hlekkjum.
Jesús rak illa anda (Hersing) út af manni sem hafðist við hjá gröfunum. Illu andana rak hann í svínahjörð sem hljóp fram af bjarginu og drukknaði.
-17- Og þeir [sjónarvottarnir] tóku að biðja Jesú að fara burt úr héruðum þeirra.
Undarleg viðbrögð við kraftaverki að biðja kraftaverkamanninn að fara burt. En vafalaust hefur svínahjörð [nær 2 þús.gripir, 13v.] verið mikil eign... og engar tryggingar til að borga skaðann. Þess vegna hefur verið auðveldast að losa sig við kraftaverkamanninn til að forðast meiri skaða.
Í þessari frásögn verður umsnúningur... Í stað þess að segja manninum að þegja yfir kraftaverkinu segir Jesús: ,,Far heim til þín og þinna, og seg þeim, hve mikið Drottinn hefur gjört fyrir þig og verið þér miskunnsamur"(19v).
11.5.2009 | 19:27
Gætið að, hvað þér heyrið... Mark 4:24
-1- Aftur tók hann að kenna við vatnið. Svo mikill mannfjöldi safnaðist að honum, að hann varð að stíga í bát og sitja þar, úti á vatninu. En allt fólkið var á landi við vatnið.
-2- Hann kenndi þeim margt í dæmisögum og sagði við þá:
-3- Hlýðið á! Sáðmaður gekk út að sá...
En lærisveinarnir skildu ekki dæmisöguna og Jesús útskýrði hana fyrir þeim en sagði jafnframt:
-11- Hann svaraði þeim: Yður er gefinn leyndardómur Guðs ríkis. Hinir, sem fyrir utan eru, fá allt í dæmisögum,
-12- að sjáandi sjái þeir og skynji ekki, heyrandi heyri þeir og skilji ekki, svo þeir snúi sér eigi og verði fyrirgefið.
Samkvæmt þessum orðum mætti halda að Jesús hafi hvorki viljað að fólkið skildi dæmisögur hans né að það snéri sér til hans og fengi fyrirgefningu... þ.e. snérist til trúar á hann.
Ætlunarverk hans var að snúa yfirstétt gyðinga og að þeir snéru þjóðinni til réttlætis og sannrar trúar á Guð. Jesús ætlaði ekki að keppa við þjóð sína um ,,hylli" lýðsins, hann var Herrann... sá sem gyðingar biðu eftir en þeir tóku ekki við honum og afneituðu honum.
-23- Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!
-24- Enn sagði hann við þá: Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.
Jóh. 8:47 Sá sem er af Guði, heyrir Guðs orð. Þér [gyðingar] heyrið ekki, vegna þess að þér eruð ekki af Guði.
Jesús gaf fariseum og fræðimönnum að skilja dæmisögur sínar (Matt 21:45, Mark 12:12, Lúk 20:19) en þeir urðu einungis ákveðnari að taka líf hans. Vegna þess að þeir skildu en vildu ekki taka við orði hans, sagði hann að forréttindi þeirra - að vera útvalinn lýður Guðs - yrði tekið af þeim.
-25- Því að þeim, sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það sem hann hefur.
Þeim sem hafa í hjarta sér að trúa á fagnaðarerindi Krists verður gefið það sem gyðingar höfðu áður.
9.5.2009 | 19:42
Hans nánustu trúðu ekki... Mark 3:20-21
-20- Þegar hann [Jesús] kemur heim, safnast þar aftur mannfjöldi, svo þeir [hann og lærisveinar hans] gátu ekki einu sinni matast.
-21- Hans nánustu fréttu það og fóru út og vildu ná honum, enda sögðu þeir, að hann væri frá sér.
Jesús hafði læknað fólk hvar sem hann fór og menn voru enn vantrúaðir á að hann væri ,,góður"... hans nánustu og fræðmenn gyðinga áttu auðveldara að trúa að hann væri frá sér eða að máttur hans kæmi frá hinu illa en að hann kæmi frá Guði.
Hverjir voru þessir ,,nánustu"??? Samkvæmt 31v eru það móðir hans og bræður.
8.5.2009 | 22:23
Hvíld er nauðsynleg... Mark 2:27-28
-24- Farísearnir sögðu þá við hann: Lít á, hví gjöra þeir það, sem er ekki leyfilegt á hvíldardegi?
-27- Og hann [Jesús] sagði við þá [farísea]: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins.
-28- Því er Mannssonurinn einnig herra hvíldardagsins.
Okkur er nauðsynlegt að hvílast. Hvíld getur verið margvísleg t.d. að ,,gera" það sem okkur finnst skemmtilegt en gyðingarnir voru komnir út í öfgar... á hvíldardegi mátti ekki lyfta hendi. Þess vegna fengu þeir einhvern heiðingja til að vinna þau verk fyrir sig á hvíldardegi... sem þeir máttu ekki gera sjálfir. Þessir heiðingjar gengu undir nafninu ,,Shabbes goy."
Hvíldardagurinn var gerður mannsins vegna, svo maðurinn gæti hvílst... og hvíldardagsboðorðið hefst ekki á ,,þú skalt" heldur ,,minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan."
Hvíldin á að vera þér helgur tími, tími til íhugunar og upplyftingar fyrir sálina í samfélagi við Guð en ekki kvöð um að sitja auðum höndum.
4.5.2009 | 13:38
Gamalt og nýtt lögmál... Mark 2:18-22
-18- Lærisveinar Jóhannesar og farísear héldu nú föstu. Þá koma menn til Jesú og spyrja hann: Hví fasta lærisveinar Jóhannesar og lærisveinar farísea, en þínir lærisveinar fasta ekki?
-19- Jesús svaraði þeim: Hvort geta brúðkaupsgestir fastað, meðan brúðguminn er hjá þeim? Alla þá stund, sem brúðguminn er hjá þeim, geta þeir ekki fastað.
-20- En koma munu þeir dagar, er brúðguminn verður frá þeim tekinn, þá munu þeir fasta, á þeim degi.
Hátíðir og föstur hafa verið órjúfanleg hefð hjá gyðingum... enda ákvæði í lögmálinu. Jesús og lærisveinar hans föstuðu ekki... og gyðingar flokkuðu það sem lögmálsbrot. Jesús segir að þeir muni fasta þann dag sem hann verður tekinn frá þeim.
-21- Enginn saumar bót af óþæfðum dúk á gamalt fat, því þá rífur nýja bótin af hinu gamla og verður af verri rifa.
-22- Og enginn lætur nýtt vín á gamla belgi, því þá sprengir vínið belgina, og vínið ónýtist og belgirnir. Nýtt vín er látið á nýja belgi.
Jesús kom með nýtt lögmál... ekki viðbætur við hið gamla - NÝTT LÖGMÁL. Gamla lögmálið varð ógilt, því hið nýja lögmál vann gegn hinu gamla. Eins og Jesús sagði í fjallræðunni, þið hafið heyrt að lögmálið sagði... en ég segi yður...
Nýtt lögmál krefst nýs hugarfars og nýrrar íhugunar... það gengur ekki að blanda saman hinu nýja og hinu gamla... sbr. gamla fatið og gamli belgurinn rifna og ónýtast.
4.5.2009 | 13:08
Létu ekkert stoppa sig... Mark 2:1-4
-1- Nokkrum dögum síðar kom hann aftur til Kapernaum. Þegar fréttist, að hann væri heima,
-2- söfnuðust þar svo margir, að hvergi var lengur rúm, ekki einu sinni fyrir dyrum úti. Og hann flutti þeim orðið.
-3- Þá er komið með lama mann, og báru fjórir.
-4- Þegar þeir gátu ekki komist með hann til Jesú fyrir fólkinu, rufu þeir þekjuna uppi yfir honum, grófu þar í gegn og létu síga ofan rekkjuna, sem hinn lami lá í.
Það þurfti 4 menn til að bera þann lamaða og þeir klöngrast með hann upp á þakið, gera gat á það og láta lamaða manninn síga niður... Trú þessara fjögurra manna var mikil og þeir létu ekkert stoppa sig til að hinn fimmti þeirra fengi lækningu. Við erum oft tilbúin til að leggja eitthvað á okkur til ábata fyrir okkur sjálf en þessir menn létu ekkert stoppa sig fyrir hinn lamaða.
Við eigum heldur ekki að láta neitt stoppa okkur í að fylgja Jesú.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2009 | 00:08
Ekki segja neinum... Mark.1:40-44
-40- Maður nokkur líkþrár kom til hans, féll á kné og bað hann: Ef þú vilt, getur þú hreinsað mig.
-41- Og hann kenndi í brjósti um manninn, rétti út höndina, snart hann og mælti: Ég vil, verð þú hreinn!
-42- Jafnskjótt hvarf af honum líkþráin, og hann varð hreinn.
-43- Og Jesús lét hann fara, lagði ríkt á við hann
-44- og sagði: Gæt þess að segja engum neitt, en far þú, sýn þig prestinum og fórna fyrir hreinsun þína því, sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar.
Ástæða þess að maðurinn átti að þegja yfir kraftaverkinu og hlýða lögmáli Móse... var sú að Jesús kom fyrst og fremst til að ,,vinna með" sinni þjóð.
Það er aldrei tilgangurinn í kristinni trú að fæla fólk frá Guði - heldur á að vinna það til trúar. Ef hinn læknaði hefði farið beint til prestsins, hefði presturinn umsvifalaust vitað að kraftaverkamaðurinn fylgdi Guði og lögum Móse. Og það er einmitt presturinn sem þarf að votta að maðurinn sé orðinn ,,hreinn" svo hann fái aftur aðgang að samfélaginu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2009 | 23:51
Hann kenndi eins og sá sem valdið hefur, Mark 1:21
-21- Þeir komu til Kapernaum. Og hvíldardaginn gekk Jesús í samkunduna og kenndi.
-22- Undruðust menn mjög kenningu hans, því að hann kenndi þeim eins og sá er vald hefur, og ekki eins og fræðimennirnir.
Öll guðspjöllin segja að Jesús hafi talað ,,umbúðalaust" í samkunduhúsunum svo farisearnir reiddust og vildu henda honum fram af fjallsbrún borgar þeirra (Lúk 4:16-30) en utan þeirra talaði hann í dæmisögum.
Þegar fræðimenn og farisear reyndu að fella hann, kallaði hann þá hræsnara, lygara og blinda heimskingja... Jesús sagði þeim hreint út að þeir færu villu vegar. Hann kom til að leiða þá af hinni röngu braut erfikenninganna... þetta var ákveðið vandamál og hann tók á því...
Trú þarf að vera á hreinu... allt annað hefur minna vægi.
27.4.2009 | 12:22
Markúsarguðspjall
Flestir telja Markúsarguðspjall vera elsta guðspjallið, sennilega skrifað um árið 60, þegar Rómverjar ofsóttu kristna. Heiti guðspjallsins er: Guðspjall samkvæmt Markúsi... þ.e. eignað einhverjum Markúsi og geta menn sér til höfundinn. Know your Bible telur að höfundurinn sé trúboðinn ,,Jóhannes öðru nafni Markús"(Post 12:25) og sá sem er ferðafélagi Péturs (1.Pét 5:13)
Mark. er stysta guðspjallið og megnið af efninu er endurtekið í Matt. og Lúk. Guðspjallið er skrifað til ,,heiðingja" og það lýsir Jesú sem manni sem framkvæmir hlutina... læknar með krafti Guðs, hefur vald yfir veðri og vindum og berst gegn hinum illa.
Þema guðspjallsins er: Jesús Kristur er líðandi þjónn allra manna.
Markús lýsir Jesú sem hinum líðandi þjóni, þar sem gyðingar vilda drepa hann (9:31), þar sem nágrannar hans reyna að lítillækka hann (6:3) og jafnvel fjölskylda hans telur hann viti sínu fjær (3:21).
Það vers sem lærisveinar hans myndu halda á lofti væri: ,,En eigi sé svo meðal yðar, heldur sé sá, sem mikill vill verða meðal yðar, þjónn yðar. Og sá er vill fremstur vera meðal yðar, sé allra þræll. Því að Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga. (10:43-45)
Fleygustu versin eru:
1:17... Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.
10:14... Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki.
10:25... Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.
12:17... Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.
14:38... Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt.
Margir halda að hinn ónafngreindi maður sem var við handtöku Jesú hafi verið Markús sjálfur.
14:51-52... ,,En maður nokkur ungur fylgdist með honum. Hann hafði línklæði eitt á berum sér. Þeir vildu taka hann, en hann lét eftir línklæðið og flýði nakinn."
Guðspjallið segir að þjáning og missir, sé ekki endilega bara slæm upplifun - heldur getur það verið upphafið að einhverju betra (8:35)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007