Færsluflokkur: Menning og listir
1.12.2009 | 15:15
Hann flytur ekki í bráð
Eins gott að Steingrímur frétti þetta ekki... þá verða ekki gerð fleiri göng hér á landi á kostnað ríkisins.
Hjó göng til að geta lagt bílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2009 | 09:18
Sjómannaafslátturinn
Ég er gift sjómanni og þess vegna hef ég haldið eyrunum opnum þegar þeirra mál hafa komið upp í þingumræðu. Nokkrir þingmenn hafa séð ofsjónum yfir þessum afslætti og þeir virðast ekki vita hvernig hann er til kominn.
Þegar kjarasamningar hafa verið lausir í gegnum tíðina, þá hafa sjómenn alltaf mætt afgangi og fengið minnsta hækkun í prósentum á fastakaupi.
Það eitt er útaf fyrir sig undravert því almennt eru sjómenn taldir hálaunastétt og hækkun á fastakaupi myndi þá ekki skipta neinu máli því fastakaupið er bara lágmarkslaun á mánuði.
Launin eru aldrei trygg, þau fara eftir framboði og eftirspurn, þannig að ef það aflast vel fá menn jafnvel lægra verð fyrir aflann - sem þýðir lægri laun fyrir meiri vinnu.
Því miður er það þannig að stór hluti sjómanna hefur bara þessi lágmarkslaun sem eru langt fyrir neðan venjulegt tímakaup í landi - því vinnutíminn getur verið mjög langur, 12 tíma vinna á sólarhring á stærri skipum og stundum lengri tími á litlum bátum.
Sjómannaafsláttinn fengu sjómenn sem kjarabót þegar öll önnur stéttafélög fengu launahækkanir... það getur því verið erfitt að ætla að bæta þeim afnám hans með launahækkunum núna. Fólk er sífellt að horfa til nágrannalandanna... í Noregi er sjómannaafslátturinn mörgum sinnum hærri.
Berjumst fyrir hærri afslætti
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2009 | 01:17
2012
Sá myndina í kvöld, fannst hún löng... en datt samt ekki í hug að hún væri 3 tímar. Brellurnar voru raunverulegar, einmitt eins og manni gæti dottið í hug að náttúruhamfarir að þessari stærðargráðu gætu orðið.
Það var nokkuð um biblíulegar hliðstæður s.s. sonur aðalpersónunnar hét Nói. Þá myndi það lýsa guðleysi heimsins að menn horfðu fremur til spádóma austrænna trúarbragða, þó menn hefðu frasa eins og ,,Jesús Kristur" á takteinum.
Ríkisstjórnir heimsins létu byggja 7 stk arkir til að komast af í fljóðbylgjum jarðskjálftanna, flóðið náði til hæstu fjalla jarðarinnar, og þeir tóku með sér dýrategundir, fíla, gíraffa. ljón og fl.
Stærð og lögun arkanna, risastórar og yfirbyggðar, svipar til lýsingar Biblíunnar. Í lok myndarinnar sáust 3 arkir sigla saman inn í nýtt tímaskeið sem byrjaði á ártalinu 1.
Bæði 7 og 3 eru táknrænar tölur, sjö vísar til hins óendanlega (7 dagar í viku) og þrír tákna hinn þrí-eina Guð - heilaga þrenningu, sem kristnir trúa að muni stjórna frá Dómsdegi, þegar hin nýja Jerúsalem kemur niður af himni eins og Opinberunarbók Jóhannesar segir.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 18:41
Allt komið í sinn vana gang
Það er vika síðan ég kom heim... ég hef verið frekar löt, lesið það sem ég hef þurft að lesa, en ég hef hummað af mér þessar ritgerðir og skróp-verkefni sem ég þarf að skila.
Jesaja er nú bara dásamlegur, trúfræðin er allt í lagi en ég hef ekki jafn gaman af trúarlífssálarfræðinni.
Ég hef meiri áhuga á að prjóna og sjónvarpinu heldur en ritgerðarstússi... sem virkar þannig að ég man ekkert hvað ég hef verið að lesa.
Hvað á ég að gera ?
En þessi afmælisbörn fá kveðjur frá mér í nóvember:
Mein Sohn átti afmæli 7.nóv...
Linda á afmæli í dag 10.nóv... Happy birthday, Linda
Ragnar Rúnar á afmæli 15. nóv...
Bryndís Líf á afmæli 29. nóv...
Björg vinkona á afmæli 30. nóv...
26.10.2009 | 12:08
Hamarinn
14.10.2009 | 11:04
Ritgerð í Jesaja
Það er nóg að gera hjá mér.... ég er í FRÍI... ;)
Það er starfsvika í skólanum þessa viku. Ég þurfti samt að mæta á mánudaginn og horfa á myndina Holy Smoke í trúarlífssálarfræði, OMG...
Ég ligg í ritgerð í Jesaja og gengur bara vel. Það er best að halda sig við efnið, það koma aðrar á eftir og ég fer aftur út 30.okt, bara helgarferð aftur... en þá fellur enn eitt fylkið.
28.8.2009 | 09:33
Skrattinn á veggnum ???
Ég skrifaði hér fyrir neðan að ég væri fylgjandi banni við búrkum... ekki bara sem mannréttindamáli fyrir konur - heldur sagði ég að hryðjuverkamenn gætu falið sig undir búrkunum. Ekki voru allir sammála og var ég sökuð um að mála skrattann á vegginn... en hvað kemur á daginn !
Fréttablaðið greinir frá því í dag á bls. 4... að menn klæddir búrkum stundi rán...
Búrkuklæddir þjófar á ferð
BRETLAND, AP Breska lögreglan leitar nú ræningja sem hafa framið þrjú vopnuð rán í landinu á undanförnum mánuðum. Í öllum tilvikum hafa ræningjarnir verið íklæddir búrkum, klæðnaði sem sumar múslimskar konur klæðast og hylur allan líkama og andlit. Á þriðjudag var úrum fyrir tugþúsundir punda stolið úr skartgripabúð í Banbury, norðvestur af London. Tvö svipuð rán hafa verið framin frá því í byrjun júlí og skoðar lögregla nú hvort sömu aðilar voru að verki í öllum tilvikum. - þeb
22.8.2009 | 20:16
Menningarnótt
Öll dagskráin ber nafnið Menningarnótt þó dagskráin fari fram að degi til og að kvöldi til... Ekki réttnefni.
Ég hljóp maraþonið í morgun... heilt maraþon í 13.sinn í röð í Reykjavík... og er hæst ánægð með daginn þó það hafi blásið á móti og rignt.
En vegna þess að veðrið er ekkert spennandi ætla ég bara að láta þar við sitja og njóta sjónvarpsdagskráarinnar í stað þess að fara aftur í bæinn í alla umferðarhnútana eftir flugeldasýninguna.
19.8.2009 | 09:53
Bannið búrkur
Ég held að fólk átti sig ekki á hvað það er hættulegt að leyfa fólki að ganga í svona ,,tjöldum" á almannafæri. Við lifum á tímum hryðjuverka... Ég vona að þeir banni þessar búrkur, það er hægt að fela allt undir þessu - meira segja menn með hríðskotabyssur.
Meirihluti Dana vill búrkurnar burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2009 | 02:34
Niagara Falls, Kanada
Við fórum samviskusamlega eftir planinu, spáin var ekkert sérstök en það rættist frábærlega úr veðrinu.
Við vöknuðum sæmilega snemma og borðuðum morgunmat á Denny´s... Frábært, eggin overeasy, harshbrowns og kaffi...
Kl 10 vorum við lögð af stað... Fórum yfir til Kanada á Rainbow-brúnni. Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Kanada. Edda var búin að segja að fossarnir sæjust miklu betur Kanadamegin og það er rétt. Það var sól og steikjandi hiti.
Allsstaðar var fullt af fólki... þarna voru ,,gyðingar og Grikkir" Indverjar, múslimar og Amish-fólk. Náttúrufegurð fyrir alla, trú eða litur skiptir engu.
Við fengum bílastæði á besta stað og gengum með fram og mynduðum og mynduðum. Eins og venjulega keypti ég minjagripa-teskeið.
Eftir að hafa gengið um ákváðum við að fara frekar upp í turninn heldur en að fara í kláfinn. Útsýnið þaðan var stórfenglegt.
Loks var tími kominn til að hafa sig aftur til USA... áleiðis til Michigan. Það hefði verið miklu styttra að keyra í gegnum Kanada, en við vorum ekki viss um að vera tryggð.
Við borðuðum að Old Country Buffet á leiðinni og rétt fyrir myrkur fengum við okkur hótel í Cleveland Ohio.
Americans Best Value Inn
14043 Brookpark Rd, Cleveland Ohio 44142
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007