Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Samgöngur

Denver CO - Spearfish SD

Við vorum ótrúlega blessuð. Við lögðum af stað um hálf 9 upp á von og óvon að komast í kringum þetta flóð, sem var verst í Boulder og Ft Collins. Það er ekki nóg að hafa Garmin, því ef maður þarf að fara langt úr leið, vill hann stanslaust láta mann snúa við eða vill fara stystu leið inn í leiðina aftur.
En þetta gekk allt vel því við vissum hvaða götur við áttum að fara...  Ástandið leit svo illa út í gær, allir vegir lokaðir, hættulegt að vera á ferðinni í myrkri og við óviss hvort við kæmumst í hlaupin... Þetta blessaðist allt saman og við keyrðum um 450 mílur í dag í glaða-sólskini og upp í 30 stiga hita. Síðasta hálftímann fór að rigna.

Við fórum í Walmart að versla og keyptum okkur nýsteiktan kjúkling að borða :P Komum á hótelið okkar rétt rúmlega 6. 

Quality Inn
2725 1st Ave, Spearfish 57783 S-Dakota

  • Phone: (605) 642-2337  room 102

http://www.qualityinn.com/hotel-spearfish-south_dakota-SD023 


Keflavík - Denver CO

Við lentum í Denver eftir 7 tíma og 35 mín flug. Denver er ekki skemmtilegur flugvöllur, það er hrikalega langt í útlendinga-eftirlitið og þar eru raðir af fólki úr mörgum flugvélum og alltaf löng bið.

Það versta var að í röðinni fengum við að vita að vegur 25 norður til Wyoming var í sundur vegna flóða. Við vorum með gamalt kort af fylkinu og áætluðum þá að fara 76 vestur en það svæði var allt á floti. Við og þúsundir annarra voru föst og fyrsta hótelið okkar var í Cheyenne WY.

Það var ekkert annað að gera en að keyra á milli hótela og reyna að fá gistinu. Mörg þeirra voru þegar full enda klukkan orðin 10 pm á þeirra tíma... en við fengum loks svítu á Led Lion...

Eins og útlitið er, þá lítur út fyrir margra daga töf áður en það verður gert við vegina... þá höfum við verið að fylgjast með fréttum og sýnist að það rigni enn fyrir norðan þangað sem við ætlum að fara og þá er spurning hvort hlaupunum verði aflýst.

Við höfum leitað leiða til að komast áfram og vorum að frétta af krókaleið kringum flóðasvæðið. Ef það tekst þá keyrum við yfir 400 mílur í dag. 

7010 Tower Rd, Denver, CO ‎

(303) 373-5900  


New York - Keflavík - heim

Heimferðardagurinn er alltaf langur, þá er maður að keyra síðasta spölinn, klára að versla og bíða eftir kvöldfluginu.

Ég kom við í nokkrum Walmart á leiðinni frá Mount Laurel NJ í leit að Lego geimstöð og 16" spidermanhjóli í kassanum. Þá stoppaði ég líka í Toys-R-Us og Macy´s, fékk mér að borða og svoleiðis.

Ég lenti í smá umferðarteppu í NY en tíminn var nægur hvort sem var. Þegar ég skilaði bílnum var ég búin að keyra 578 mílur og hlaupa 2 maraþon á þessum 4 dögum. 

Bíðari nr 1 sótti mig og allt dótið á völlinn og kom mér heilli heim Smile 


Newark DE - Gettysburg PA

Eftir trailmaraþonið í gær, keyrði ég beinustu leið til Gettysburg. Keyrslan tók 2 tíma og korter á sveitavega-hraða. Veðrið var frábært og sveitirnar sem ég keyrði um voru eins og klipptar út úr ferðakynningarbæklingi.

Klukkan var orðin frekar margt svo ég ákvað að sækja ekki gögnin í dag, heldur í fyrramálið fyrir hlaup. Skrapp aðeins í Walmart - það var hálfa mílu frá hótelinu og svo er bara að borða og fara að sofa. Klukkan var sett á 3:40

Days Inn Gettysburg

 

865 York Rd, Gettysburg, PA, 17325 
room 518 


Kef - New York - Mount Laurel NJ

Ég hef bara verið stillt í utanlandsferðunum þetta vorið, hef ekki verið úti síðan á jólunum. Vegna veikindanna var ég bara heppin að hafa ekki átt ferð um páskana og ég er því miður ekki búin að ná mér enn eftir þennan vírus... en ég átti þessa ferð í vændum og það var ekkert annað að gera en að láta sig hafa það.

Þetta er bara helgarferð og Bíðarinn bíður heima í þetta sinn. Ég átti flug kl 5 og lenti kl 7:15 á staðartíma í New York... ég hef sjaldan lent í annarri eins biðröð í tolleftirlitinu - beið á annan klukkutíma og var þess vegna ekki komin með bílinn fyrr en rúmlega kl 9. Það tók síðan tvo tíma að keyra til Mount Laurel í New Jersey. Ég hef gist hérna nokkrum sinnum áður og finnst þetta mjög skemmtilegur staður. 

Á morgun helg ég áfram til Newark í Delaware :)

http://www.rodewayinn.com/hotel-mount_laurel-new_jersey-NJ258?sid=DVFji.fWfpSgPSc.9 

 

Rodeway Inn (NJ258)

1132 Route 73Mount LaurelNJUS08054

  • Phone: (856) 656-2000

 


Port Allen Louisiana til Jackson Mississippi

Það voru 180 mílur til Jackson. Við höfum alltaf vakað og sofið eftir hentugleika og vorum lögð af stað kl 9... 

3 og hálfur tími með stoppum á 130 km hraða... og komum á mótelið milli 12 og 1. Við viljum alltaf vera á fyrstu hæð þegar það er utangengt í herbergin og urðum þess vegna að bíða í 2 tíma eftir herbergi. 

Á meðan við biðum fórum við þangað sem gögnin eru - ekki búið að opna þar, settum inn startið og bílastæðin - allt saman í minna en 2ja mílna fjarlægð... MJÖG hentugt :D
Mótelið er orðið frekar þreytt... en það er þægilega nálægt :D

Það er enginn morgunmatur hérna svo við keyptum okkur morgunmat og borðuðum síðan á Golden Corral... I LOVE IT :) 

Ég man nú eftir sumu síðan ég var hérna síðast 2009 en þá keyrðum við hingað frá Orlando. Í þeirri ferð hljóp ég 4 maraþon (eins og í þessari) 2 í Florida, 1 í Jackson og 1 í Georgíu.

Red Roof Inn
Jackson Fairgrounds
700 Larson St. Jackson MS 39202 


Lentum í árekstri í Dallas

Við vildum helst ekki keyra til Humble án þess að fá töskurnar en við verðum að keyra þangað í dag (19.12.2012). Við tókum leigubíl upp í Rental Car Center og fengum bílinn, ákváðum síðan að fara fyrst með rútunni upp í flugstöð og bíða eftir fluginu frá Denver. Okkur fannst það snilld að þurfa þá ekki að hafa áhyggjur af bílastæði. Konan hjá Frontier athugaði málið í tölvunni og síðan á rúllubandinu og töskurnar voru komnar. Hvílíkur léttir - Konan kvittaði á eyðublaðið að við fengum þær í hendur kl 12 á hádegi.

Okkar bíll - Dallas 19.12.2012

Þá var það rútan aftur í bílaleiguna. Við sóttum bílinn okkar, settum hótelið í Humble inn í Garmin. Ég rétti Lúlla töskuna undan Garmin og þegar hann opnaði hanskahólfið voru 2 stórar pakkningar af lyfjum þar, sem við skildum eftir í útkeyrsluhliðinu. Við lögðum af stað. Ég var búin að keyra um 10 mílur, þegar ég sá að bílar fyrir framan voru að færa sig til hliðar, ég var á miðjuakgrein. Ástæðan var að upp á hæðinni - eða aðeins niðri í hallanum hinum megin lá vörubretti með kassastafla á minni akgrein. Ég setti stefnuljós og dró úr hraðanum en þegar allir færa sig í einu og enginn dregur úr hraða - þá komst ég ekki út af akgreininni.

Hinn bíllinn - Dallas 19.12.2012

Ég var næstum komin að brettinu þegar annar bíll skall aftan á okkur. Ekkert smá högg, við köstuðumst út á innstu akgreinina en ég gat afstýrt að lenda á steinblokkunum. Nú fyrst hægðist á umferðinni og við komumst út í kant. Í hinum bílnum var ungur strákur - við vorum bæði í sjokki, púðinn hafi sprungið hjá honum en ég hef grun um að hann hafi ekki verið í belti. Guði sé lof að við fundum ekki fyrir neinu en hann fékk verk í öxlina þegar frá leið. 

Hjálparenglarnir í Dallas Police 19.12.2012

Síminn okkar virkar ekki nema fyrir sms hér en hann hringdi í 911 og pabba sinn. Nú tók við 4 klst ferli því við vorum á svæði Dallas lögreglunnar. Fyrst komu lögreglumenn úr öðrum umdæmum og voru okkur til halds og trausts. Allir svo almennilegir og hjálpsamir. Pabbi stráksins reyndi að hringja í 1-800-númer til bílleigunnar... það símtal varð meira en klst langt eftir að hann afhenti mér símann sinn til að gefa upplýsingar...  Meira að segja lögreglan brosti þegar ég sagði þeim það á eftir og bætti við:"do you know how many times I had to spell my name" 

Fjöldi lögreglubíla kom, sjúkrabíll og slökkviliðið - það var yfirmaður slökkviliðsins sem tók símann hjá mér í miðju símtali og tilkynnti að hann tæki yfir í þessu máli. Eftir að lögregla Dallas umdæmis kom, var tekin skýrsla af okkur og ég get varla lýst því hvað ég er fegin að lyfin voru ekki í hanskahólfinu þegar lögreglan sótti sjálf pappíra þangað. Þessir tveir lögreglumenn frá Dallas Police voru hreinustu englar. Þeir gerðu skýrsluna fyrir okkur - töluðu við alla sem þurfti að tala við, þar á meðal bílaleiguna og hringdu á dráttarbíl sem tók báða bílana (báðir óökufærir).

Mín ráðlegging til þeirra sem lenda í umferðarslysi í USA... ekki hringja í bílaleiguna ef bíllinn er óökufær - bíðið eftir lögreglunni - hún höndlar málið best :D 

Síðan keyrðu þessir hjálpar-englar okkur í tveim lögreglubílum aftur upp á Advantage bílaleiguna og fylltu út tjónaskýrslu fyrir okkur þar. Ég veit ekki hvað við hefðum þurft að ganga í gegnum ef þeir hefði ekki verið svona hjálpsamir. 

Við fengum nýjan bíl og lögðum af stað til Humble. Þegar við keyrðum framhjá slysstaðnum okkar, mundum við eftir að einn lögreglumaðurinn sem kom fyrst á staðinn, sagði okkur að fyrir hádegi í dag myrti byssumaður 2 á bensínstöðinni sem var 100 metra frá slysstaðnum.

Það voru 248 mílur til Humble, við sluppum út úr Dallas í björtu og án teljandi umferðartafa. Ég var orðin dauðþreytt þegar við komum til Humble um 10-leytið og fljót að sofna. 

Super 8 Motel - Intercontinental Airport
7010 Will Clayton Parkway, Humble, TX, 77338

Phone: 1-281-446-5100  room 214 


Tómar tafir

Við bíðum hérna á hótelinu í Dallas. Ég hringdi í Frontier til að athuga með næstu vélar frá Denver en þeim seinkar vegna snjókomu í Denver. 

Næsta skref er að taka taxa upp í Rental Car Center og ná í bílinn. Við værum löngu lögð af stað til Humble ef allt væri samkvæmt áætlun. Vondandi fáum við töskurnar og náum að keyra í sæmilega björtu til Humble. Ég vil helst sleppa við að fá þær í pósti eftir marga daga - jafnvel eftir jól.

Kef - Denver - Dallas

Við stoppuðum bara 10 daga heima... Það er sagt að fall sé fararheill... og ég er marin, bólgin og skrámuð á hægra fæti síðan ég datt í gær.

Það er 8 tíma flug til Denver. Ég pakkaði í 2 töskur sem fóru inn í vél en hlaupadótið er alltaf í handfarangri... heppilegt þar sem töskurnar skiluðu sér ekki frá Denver til Dallas. 

Í Denver voru 2 klst á milli og flugið til Dallas dróst um 30 mín svo tíminn var nægur. Flugið til Dallas tók 1 og hálfan tíma. Við vorum orðin mjög þreytt enda að nálgast morgunn heima. Eftir að hafa beðið af sér allan grun - gengur maður í gegnum ákveðið kvörtunarferli - það tekur tíma.

Eftir að hafa fengið allar upplýsingar um töskurnar og hvernig Frontier ætlaði að tækla málið (senda þær í pósti til Houston!!!)... var næst á dagskrá að sækja bílinn hjá Advantage... sem lokaði auðvitað kl 12 á miðnætti.
Liðið hjá National var mjög hjálplegt, aldrei þessu vant var ég ekki með símanúmerið á hótelinu í ferðaáætluninni svo ég gat ekki hringt og athugað hvort þeir væru með skuttlu. Þeir fóru á netið fyrir mig og hringdu - engin skuttla. 

Hótelið var ekki langt frá en bíllinn kostaði samt $ 25. Þetta varð til þess að við fórum ekki í búð á leiðinni til að kaupa vatn eða neitt annað - bara beint að sofa. 

Microtel Inn & Suites by Wyndham Irving/DFW Airport/Beltline

3232 W. Irving Blvd, Irving, TX 75061 US  

    Phone:             1-972-986-7800      room 310

 


Denver Colorado

Við sitjum í betri stofu UNITED í Terminal B... á Denver International Airport... Við þurftum að skila bílnum snemma, upp úr hádegi og því höfðum við góðan tíma til að fara í betri stofuna... En fyrir þá sem hafa skamman tíma er betra að sleppa því. 

Stofan er svolítið útúr fyrir Icelandair farþega. Við þurfum að fara með lest yfir í Terminal A þaðan sem við förum um borð. Hér er enginn matur, bara snakk, kaffi og hægt að fá suma drykki frítt. Þeir sem ætla að stoppa hérna til að borða fyrir flugið... geta því líka sleppt að koma.

En hér er hægt að fara á netið :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband