Færsluflokkur: Samgöngur
7.6.2012 | 20:33
Beaver, Utah
Við lögðum snemma af stað frá Vegas... rúmlega 8 enda ekki eftir neinu að bíða. Það var hálf míla frá hótelinu að I-15 North og síðan voru 390 mílur að næstu beyju... þ.e. að Hótelinu í Utah. Vegurinn var beinn og breiður og hraðinn frá 75-80 mílur, leyfilegt að fara í 85 eða um 140 km. I LOVE IT
Á leiðinni stefndum við beint á fjallgarð og héldum að við værum að fara í göng gegnum fjallið, en allt í einu opnaðist rosalega flott leið, niður snarbratt og krókótt gljúfur. Lúlli tók videó af hluta af því - maður veit alltaf of seint að maður hefði átt að hafa myndavélina tilbúna.
Við stoppuðum í Beaver u.þ.b. á hálfri leið og tókum hótel.
Best Western Paradise Inn,
314 West 1425 North
Beaver Utah 84713
25.4.2012 | 22:30
Hafnarfjörður - Nashville Tennessee
Við flugum út í gær... til Washington DC... keyrði til Harrisonburg VA... Við fengum svakalegan 8 sæta van hjá Enterprise... hann drekkur :/
Super 8, 3330 South Main Street, Harrisonburg VA.
og það var nóg að keyra þangað, ég var orðin dauðþreytt. Við vöknuðum síðan snemma og lögðum af stað enda tæpar 600 mílur eftir til Nashville... komum þangað um 5 leytið og ég ætla ekki að fara út í kvöld.
Travelodge, 95 Wallace Road, Nashville TN,
Síðast þegar við keyrum þetta vorum við ekki með Garmin og maður hristir hausinn núna yfir því hvað það var mikil vinna að skipuleggja leiðina og síðan fylgjast með öllu til að fara nú rétta leið.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2011 | 16:33
Komin heim :-)
Föstudagur 20.maí
Við höfðum nógan tíma til að lulla til New York, komum við í íþróttabúð, fengum okkur að borða og keyptum nesti. Af því að tíminn var nægur þá keyrði ég Lúlla fyrst í Terminal 7, hjálpaði honum inn með töskurnar og fór svo að skila bílaleigubílnum. Leigurnar eru aðeins í burtu og maður þarf að taka lestina til baka.
Lúlli var búinn að vigta töskurnar og við færðum eitthvað dót á milli... síðan vorum við í sms-sambandi við Eddu og Emil. Þau lentu í umferðarteppu og villu-vegar á Manhattan... smá stress þar í gangi en allt gekk vel að lokum og við sluppum öll inn rétt áður en innritun var lokað.
Við sátum aftast í vélinni - fyrst inn og síðust út... Ameríkuvélarnar lentu allar á svipuðum tíma og það var stappað í flugstöðinni... Þegar við komum út fór Emil að sækja bílinn sem neitaði lengi vel að fara í gang... en lét svo segjast :)... Við komust öll heil heim og þakklát fyrir það... næst síðasta USA-flug heim fyrir lokun flugvallar vegna eldgossins í Grímsvötnum.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2010 | 09:58
Erum að tékka okkur út...
Við erum að fara í maraþonið í Indianapolis og munum keyra strax eftir hlaupið (ca 3 klst) til Columbus. Verðum þar þar til við keyrum til Pittsburgh og fljúgum heim á mánudagsmorgninum.
Super 8, 2055 Brice Road, Reynoldsburg, Ohio 43068
pnone: 614-864-3880 room 112
Samgöngur | Breytt 17.10.2010 kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2010 | 23:27
Selvogsgatan 18.sept. 2010

Spáin var: lítilsháttar skúrir... en við vorum ótrúlega heppnar, það komu nokkrir dropar í lokin.
Við lögðum af stað frá Bláfjallavegi rétt fyrir kl 11. Það var 8°c og strekkingur á móti og hefði verið þægilegra að ganga frá Selvoginum, en við vorum komnar á staðinn... þjónustu-fulltrúi Gengisins keyrði.

Það var drjúgur spotti upp í Kerlingarskarðið en síðan lá leiðin frekar niður á við. Ég hef ekki gengið þessa leið áður svona seint í árinu. Haustið sást ekki auðveldlega... nema berin eru ofþroskuð.
Eftir að hafa borðað nestið, losnaði um poka fyrir ber og ég næstum fyllti hann á leiðinni. Við stoppuðum alltaf stutt. Við mættum einum manni í upphafi ferðar annars var ekki sálu að sjá.

Þjónustufulltrúinn hringdi tvisvar til að vita hvernig gengi... og í seinna skiptið voru hann og Tinna stödd í réttum í Selvoginum og þegar við Berghildur höfðum skilað okkur á leiðarenda, litum við í réttirnar til að taka nokkrar myndir.
Selvogsgatan er 16 km og við vorum 5:20 á leiðinni.
Samgöngur | Breytt 19.9.2010 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2010 | 13:24
Ótrúlegt
Ég var að fá rukkun frá Hertz að upphæð 10 dollarar með umsýslukostnaði... og fyrir hvað ??? fyrir að fara U-beygju áður en ég koma að tollhliði. U-beygjan var sérstaklega auglýst sem síðasta tækifæri til að snúa aftur inn í Boston og það var hvergi hlið eða spjald þar sem það stóð að U-beygjan kostaði neitt... bara að hún væri ekki fyrir flutningabíla.
ég googlaði loftmynd af þessari U-beyju... og get enn ekki séð neitt ólöglegt...en hefði ég haft möguleika á að borga 2-3 dollara þá hefði ég gert það og sloppið við umsýslugjaldið.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2010 | 02:10
Kefl-Boston-N-Attleboro
Lúlli hringdi á nákvæmlega réttum tíma í fyrradag og fékk fluginu breytt fyrir mig, færði það fram um einn dag. Ekkert smá gott... ég græddi einn verslunardag
Þetta var fyrsta flugið frá Keflavík til Boston síðan þeir færðu flugið norður á Akureyri. Fluginu seinkaði aðeins vegna sjúklinga sem voru með. Það var því orðið niðdimmt þegar ég fékk bílaleigubílinn og brunaði af stað... eins gott að ég er ein á ferð því ég byrjaði á því að taka ranga beygju og vera 10 mínútur að redda mér aftur á rétta slóð.
Ég var komin til Attleboro um 9:30... heppin að ég fékk herbergi - því ég hafði gleymt að bæta einni nótt við. Þar biðu mín fullt af pökkum...
Ég kann ekkert á fjarstýringuna svo ég ætla að sleppa sjónvarpinu og fara að sofa.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2009 | 15:15
Hann flytur ekki í bráð
Eins gott að Steingrímur frétti þetta ekki... þá verða ekki gerð fleiri göng hér á landi á kostnað ríkisins.
![]() |
Hjó göng til að geta lagt bílnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2009 | 19:40
Tilton, New Hampshire
Það var stutt hingað norður frá Manchester og 20 mílur í startið í Bristol á morgun. Við keyrðum þangað en expo-ið opnar ekki fyrr en kl 4 og við nenntum ekki að bíða. Ég má ná í númerið fyrir hlaupið í fyrramálið. Við keyrðum til baka og tökum það rólega til fyrramáls.
Super 8 7 Tilton Road, Tilton NH 03276
phone (603) 286-8882 room 215
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2009 | 20:16
Menningarnótt
Öll dagskráin ber nafnið Menningarnótt þó dagskráin fari fram að degi til og að kvöldi til... Ekki réttnefni.
Ég hljóp maraþonið í morgun... heilt maraþon í 13.sinn í röð í Reykjavík... og er hæst ánægð með daginn þó það hafi blásið á móti og rignt.
En vegna þess að veðrið er ekkert spennandi ætla ég bara að láta þar við sitja og njóta sjónvarpsdagskráarinnar í stað þess að fara aftur í bæinn í alla umferðarhnútana eftir flugeldasýninguna.
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007