Færsluflokkur: Annálar
1.1.2024 | 13:46
Áramóta annáll fyrir árið 2023
TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT
ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2023
Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elstu lang-ömmu-stelpunnar minnar /okkar.. (Lúlli á eldri lang-afastrák)... Emilía Líf er 12 ára í dag, nýjársdag 2023... fjölskyldan býr í Stavanger í Noregi.. Emilía er óvænt stödd á Íslandi en þá erum við í Orlando..
STARFIÐ
Ég var hætt að sækja um prestsembætti en sótti samt um nokkrar stöður.. sem ég fékk ekki en fékk þó nokkrar afleysingar á árinu. Ég er orðin í-HLAUPA-prestur. Ég var tvö tímabil, maí til ágúst og sept til nóv. í Njarðvík, 10 daga í sept í Vestmannaeyjum og viku á Patró í júlí. Ég hef haldið út að setja vikulega inn pistla tengda þema hvers sunnudags í kirkjuárinu á Youtube.. það efni er aldrei það sama og ég prédika þann sunnudag í kirkjunni. Efnið á netinu er meira til útskýringar á erfiðum textum og efni sem þykir ekki nógu jákvætt að prédika út frá..
FJÖLSKYLDAN
Mömmu hrakar stöðugt og hefur verið bundin við hjólastólinn í 2 ár.. Af börnunum eru góðar fréttir, Árný í Njarðvík, Helga á Ásbrú, Harpa hér á Völlunum og Svavar og Lovísa í Reykjavík.. Svavar er í lögfræðinni og Lovísa skipti um vinnustað, færði sig á stofu upp í Mosó. Í júlí bættist þriðja langömmubarnið mitt við.. þegar yngri dóttir Helgu og Nonni eignuðust dóttur.. ég fékk síðan að skíra hana í Víðistaðakirkju. Síðan var eitt stór-afmæli á árinu þegar einkasonurinn varð 40 ára í nóvember.
FERÐALÖG
Síðasta ár hljóp hratt.. enda röðuðust saman afleysingar, utanlandsferðir, æfingar, ratleikurinn og lífið sjálft. Ég fór samt 8 ferðir til USA og í kórferð til Bristol með kór Víðistaðakirkju. Ég hafði átt 13 fylki eftir til að klára Ameríku í 3ja sinn og taldi mig hafa klárað í Richmond í Virginu... en NEI.. sjá byltur.blog.is
HREYFING
Ég hljóp 16 maraþon á þessu ári.. í hinum ýmsu fylkjum, og fór oftast ein út enda eru hlaupaferðirnar hjá mér, bara flug, keyrsla, versla, borða, sofa og hlaupa.. og langbest að vera ein á ferð. Við Vala vorum duglegar að hreyfa okkur, ganga, skokka og hjóla.. Ég tók ratleikinn með systrunum og við syntu áfram á föstudögum.. Langömmu stelpurnar mínar komu óvænt frá Noregi í sumar og við tókum nokkur spjöld í ratleiknum saman.
GLEÐILEGT ÁR 2024
Annálar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2023 | 00:13
Annáll fyrir árið 2022
TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT
ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2022
Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elstu lang-ömmu-stelpunnar minnar /okkar.. (Lúlli á eldri)... Emilía Líf er 11 ára í dag, nýjársdag 2023... en fjölskyldan býr í Stavanger í Noregi.
STARFIÐ
Í covid var ég dugleg að setja myndbönd á netið og þá varð til myndband hjá mér sem ég nefndi ,,Heima með presti".. og í lok janúar ákvað ég að setja inn efni vikulega og tala út frá þema sunnudaganna í kirkjuárinu.. Í júlí fór ég í þriðja sinn og messaði í Hóladómkirkju.. Ég var atvinnulaus mest allt árið.. sótti um nokkrar prestsstöður á árinu án þess að fá.. minnistæðasta viðtalið við sóknarnefnd var þegar ég var í USA, og stoppaði í Walmart til að komast á netið, svaraði spurningum nefndarinnar og var með hugvekju í gegnum símann.. Um sumarið leysti ég af í Lágafellsprestakalli, Mosó.. I LOVED IT.
FJÖLSKYLDAN
Mamma fékk heilablóðfall í nóv 2021 og hefur verið bundin við hjólastól síðan því mátturinn hefur lítið komið til baka.. Af börnunum eru góðar fréttir, Árný í Njarðvík, Helga á Ásbrú, Harpa hér á Völlunum og Svavar og Lovísa í Reykjavík.. en stærsti viðburðurinn var brúðkaup Lovísu og Gunnars á menningarnótt. Ég fékk þann heiður að gefa þau saman á heimili þeirra í Mosó.. og af því tilefni komu Bryndís Líf og Jarle með stelpurnar til landsins.. Nokkru síðar trúlofuðust Helga og Gunnar.. Í haust fengum við þær sorglegu fréttir að María Mist hefði greinst með MS sjúkdóminn.. og er hún í bænum okkar allra.
FERÐALÖG
Það er sagt að árin fari að hlaupa eftir miðjan aldur.. það er rétt, ég man ekki eftir öðrum eins hraða á neinu ári.. Eftir að hafa ekki getað ferðast í 2 ár, komst ég loksins í hlaupaferð í mars, flaug til Orlando og keyrði til Alabama.. það setti allt í ferðagírinn og ég fór reglulega erlendis að hlaupa.. Í Covid urðum við Lúlli að fresta ferð með Völu og Hjödda til Zion Utah, en við komumst í þessa ferð í lok sept. Ferðin var frábær.. og árið í alla staði gott. Þá má bæta við að ég fór tvisvar með Hörpu í tannlæknaferð til Budapest.
HREYFING
Ég hljóp 10 maraþon á þessu ári.. Ég átti aðgang í 2 maraþon frá síðasta ári sem hafði verið frestað, eins og t.d. Tokyo, sem var frestað aftur og átti ég aðgang í mars 2023. Ég átti bæði aðgang í Anchorage í Alaska og í Reykjavík.. en bæði maraþonin lentu á menningarnótt og ég valdi brúðkaupið AÐ SJÁLFSÖGÐU.. Við Vala hjóluðum, gengum og skokkuðum á árinu, mest úti í náttúrunni kringum Ástjörn og Hvaleyrarvatn.. Ég tók ratleikinn öll 27 spjöldin með systrunum.. Matthías, Indía og Mikael urðu léttfetar.
https://www.youtube.com/watch?v=oRE-mfVP7h8
GLEÐILEGT ÁR 2023
Annálar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2021 | 19:07
Áramóta-annáll fyrir Covid-árið 2021
Annállinn er mjög líkur þessum frá síðasta ári... covid hefur öll völd...
Nú gerðist aftur, það sem hafði aldrei gerst áður... að ég hafi ekki skrifað á þessa bloggsíðu í heilt ár... HEILT ÁR... og nú í TVÖ ár.
Málin hafa æxlast þannig að þessi síða hefur orðið að ferðalýsingum... en eins og svo margir aðrir þá ferðaðist ég aðeins innanhúss og á milli landshluta þetta árið. Eins og segir í síðasta annáli, þá var ég ráðin aftur til Patreksfjarðarprestakalls til loka maí... með aðsetur á Patró. Ég get ekki sagt annað en að ég sakna fólksins í prestakallinu.
Við hjónin óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elsta lang-ömmu-barnsins míns/okkar (Lúlli á eldra)... Emilía Líf er 10 ára á morgun, nýjársdag 2022... og þessa dagana er þær systur á Íslandi og eyða jólum og áramótum hjá pabba sínum.
STARFIÐ
Ég elska prestsstarfið og hef ekki talið tímana, kannski frekar unnið of mikið... Auðvitað hafði covid áhrif en ég hef gert myndbönd í fjölda ára svo það var ekki vandamál fyrir mig að vera með netmessur... og fermingarfræðsluna setti ég í dropbox... Tíminn var fljótur að líða og áður en varði var komið að heimför... Það eina sem skyggði á, var hræðilegt slys daginn áður en starfstíma mínum lauk. Það var MJÖG erfitt að kveðja bæinn í sorg.
Þegar mamma var komin á Hrafnistu, fékk ég að koma með gítarinn og syngja með fólkinu á hæðinni hennar upp úr Rósinni... þegar síðan covid reglur breyttust, tók ég upp nokkrar söngstundir og setti á netið og hefur það eitthvað verið notað með fólkinu.
https://www.youtube.com/watch?v=9sz5mDiog8A&t=4s
https://www.youtube.com/watch?v=qCl3YkEpQEw&t=29s
https://www.youtube.com/watch?v=W-qoCJriSY8&t=8s
FJÖLSKYLDAN
Lovísa var með stól í MODUS í Smáranum en flutti í Modus upp á Höfða og Svavar er enn í lögfræðinni. Nafna mín, Bryndís Líf kom til landsins með kærastann Jarle Reke og stelpurnar sínar í sumar og við áttum góðan tíma þó ég væri fótbrotin. Mamma fékk inni á Hrafnistu í lok apríl. Hún er á 5.hæð og er nú með einka herbergi. 2.nóv fékk hún slæmt áfall, stóran blóðtappa og hefur verið lömuð vinstra megin.
STÓRAFMÆLI ÁRSINS
Sá gamli varð 75 ára í ár og við vorum með smá kaffiboð fyrir hann.
FERÐALÖG
Bíddu... hvað er nú það??? nema innanlands. Ég var bara heima, enda búin að búa á Patreksfirði um veturinn. 17.júní fagnaði ég með því að tví-ökklabrotna... Í júlí fékk ég Hörpu til að keyra mig norður til að messa á Hólum eins og í fyrra... og í okt skrapp ég vestur og fékk að gista 2 nætur á Tálknafirði. Ég keyrði vestur á mánudagsmorgni og hitti eldriborgara í Vindheimum á Tálknafirði eh á þriðjudeginum heimsótti ég eldriborgana í Selinu á Patró og á miðvikudeginum eldri borgara í Muggstofu á Bíldudal og keyrði þaðan yfir Dynjandisheiði og suður.
HREYFING
Ég hljóp ekki eitt einasta maraþon á þessu ári frekar en því síðasta. Ég átti nokkur maraþon frá síðasta ári sem hafði verið frestað, eins og t.d. Tokyo, sem var frestað aftur og nú á ég aðgang í mars 2023. Í byrjun júní fór ég í augasteinaskipti á hægra auga... og var varla búin að jafna mig eftir það þegar ég ökklabrotnaði eins og ég nefndi hér fyrir ofan(17.júní). Ég datt á hjólinu og brotnaði klaufabroti... mátti ekki stíga í fótinn í 6 vikur og síðan bara tilla í aðrar 6 þar til búið var að taka skrúfurnar... þær voru teknar 15.sept en þá vorum við hjónin búin að vera bæði fótlama í 2 vikur. Lúlli fékk nýjan hnjálið á vinstra hné 30.ág. og gekk aðgerðin vel. Þrátt fyrir að vera á hækjum, tókst mér að messa í júlí á Hólum (Harpa keyrði)og verða léttfeti með litlu ömmu-gullunum mínum (9 spjöld). Það var ótrúlega gaman að Matthías og Indía fengu síðan útdráttarverðlaun á uppskeruhátíðinni.
https://www.youtube.com/watch?v=y6YIUP9qRRA
GLEÐILEGT ÁR 2022
Annálar | Breytt 31.12.2021 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2020 | 12:34
ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2020
Máltækið segir að það sem hafi ekki gerst áður gæti alltaf gerst aftur... en það hefur aldrei gerst áður að ég hafi ekki skrifað á þessa bloggsíðu í heilt ár... HEILT ÁR.
Málin hafa æxlast þannig að þessi síða hefur orðið að ferðalýsingum... en eins og svo margir aðrir þá ferðaðist ég aðeins innanhúss og á milli landshluta þetta árið. Ráðningartími minn var síðast frá 1.des-31.maí 2020. Ég var síðan ráðin aftur frá 1.nóv-31.maí 2021 prestur í Patreksfjarðarprestakalli, með aðsetur á Patró og sendi kveðjuna út þaðan.
Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elsta lang-ömmu-barnsins míns (Lúlli á eldra)... Emilía Líf er 9 ára á morgun, nýjársdag 2021. Afmæliskveðjan fer til Stavanger þar sem þær mæðgur búa.
STARFIÐ
Ég er í heildina mjög ánægð með hvernig mér tókst að nýta mér mína kunnáttu í prestsstarfinu. Í febrúar kom upp þessi covid-19 veira sem varð að heimsfaraldri og allt breyttist. Ég byrjaði strax að hringja í eldri borgarana, semja og taka upp lög og glamraði undir á gítarinn. Ég hélt eins og allir aðrir að þetta myndi ganga fljótt yfir og mig langaði til að halda sambandi við fólkið. En þessi veira var erfiðari en menn óraði fyrir svo ég fór að taka upp messur í kirkjunum og sunnudagaskólalög fyrir krakkana og setti allt á rásina mína á youtube.com og deildi yfir á vef prestakallsins. Þessu var bara vel tekið og þegar ráðningartímanum lauk 31.maí var ég búin að setja inn 31 videó...
Fyrsta skírnin. Í jan (fyrir covid) skírði ég fyrsta barnið en í byrjum mars fór ég suður og jarðsetti Dísu móðursystur mína í covid ástandi. það var fyrsta útförin. Þríeykið okkar (Alma, Víðir og Þórólfur) tók vel á sóttvarnarmálum og það var slakað nóg á ástandinu að ég gat fermt á Bíldudal 31.maí sem var síðasti vinnudagurinn minn og ég keyrði beint suður á eftir. Fyrsta fermingin.
Fyrsta brúðkaupið var í byrjun júlí þegar ég gaf saman Guðbjörgu frænku mína og Hermann. 19. júlí keyrði ég norður og messaði á Hólum í Hjaltadal, leysti Sólveigu Láru vígslubiskup af.
1.nóv keyrði ég aftur vestur, ráðin til loka maí 2021. Ég leysi af sem sóknarprestur hluta af ráðningartímanum í nær sama covid-ástandi og tók upp guðsþjónustur eins og áður. Aftanstundina á aðfangadag hafði ég þrískipta, messuupphaf á Patró, ritningarlestra og prédikun á Tálknafirði og messulok, blessun og bænir á Bíldudal.
https://www.youtube.com/watch?v=7mChtT83dDQ&t=74s
Mér tókst að vera með helgistund (live) á Heilbrigðisstofnuninni (H-vest) á aðfangadag og tvær ,,leynimessur" yfir jólin. Á jóladag messaði ég í Sauðlauksdal og á annan í jólum á Rauðasandi. Að sjálfsögðu voru 10 manna samkomutakmörk virt. Messurnar voru ekki auglýstar heldur hringdi ég á bæina. Þessar guðsþjónustur voru líka teknar upp og settar á netið.
FJÖLSKYLDAN
Það er allt við það sama hjá börnum og barnabörnum, nema að Lovísa tók sveinsprófið með glæsibrag, Hún er með stól í MODUS í Smáranum en hún var nemi þar. Svavar er enn í lögfræðinni en árið hefur sennilega verið erfiðara en hann segir þar sem öll kennsla hefur verið á netinu vegna covid.
STÓRAFMÆLI ÁRSINS
Berghildur elsta systir var 70 ára 6.des sl. Hún hélt ekki veislu vegna strangra samkomutakmarkana en það verður kannski síðar.
FERÐALÖG
Bíddu... hvað er nú það??? í þessu skrítna ástandi ferðuðust margir innanlands. Ég var bara heima, enda búin að búa úti á landi, á Patreksfirði um veturinn. Ég náði að ganga á Geirseyrarmúlann, upp að Kríuvötnum og á Hafnarmúlann með góðum konum áður en ég fór suður. Og eins og ég söng um í laginu mínu FJÖR Á VESTFJÖRÐUM þá varð ég að sjá Látra og Rauðasand áður en ég færi suður. Ég var nefnilega ekki viss um að ég yrði ráðin aftur vestur. Í júlí fór ég í dagsferð norður á Hóla eins og fram er komið áður... og í sept skrapp ég vestur og fékk að gista í Mikkahúsi Eyrúnar.
HREYFING
Ég hljóp ekki eitt einasta maraþon á þessu ári. Það hefur ekki gerst síðan ég hljóp fyrsta maraþonið minn í Stokkhólmi 1995. Nær öllum maraþonum um allan heim var frestað. Febrúar og mars fóru í að afpanta og fá endurgreitt nokkur flug, fjölda bílaleigubíla og ótal hótelherbergi. Ég hljóp með Völu fyrir sunnan og tók Ratleikinn með systrunum og byrjaði að skrifa dýramyndir með strava forritinu, það gaf göngunum annan tilgang.
PS. ég sótti um prestsembætti í Hafnarfjarðarkirkju í haust... enda ekki viss um að fara aftur vestur... það er ekkert komið út úr því enn og ég er ráðin hér til 31.maí 2021.
GLEÐILEGT ÁR 2021
Annálar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2019 | 09:08
Áramóta-annáll fyrir árið 2019
G L E Ð I L E G T Á R
Við Lúlli ætluðum að senda áramótakveðjuna út frá Texas, en vegna starfs mín varð ég að hætta við ferðina og við sendum kveðjuna út frá Patreksfirði. Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elsta lang-ömmu-barnsins míns (Lúlli á eldra)... Emilía Líf er 8 ára á morgun, nýjársdag og hún var stödd í Hafnarfirði en er nú aftur heim. Elsku Emilía Líf okkar, innilega til hamingju með daginn þinn. Það kemur örugglega að því einhverntíma að við getum mætt í afmælið þitt.
FJÖLSKYLDAN
Lífið hefur gengið sinn vanagang hjá flestum. Árný býr í Njarðvíkum, Helga flutti aftur heim frá Noregi, Bryndís Líf útskrifaðist sem sjúkraliði í Kopervik og flutti til Stavanger... Harpa er á Völlunum, Svavar býr í Reykjavík og er í lögfræðinni en mestu breytingarnar voru hjá Lovísu og Gunna. Þau seldu íbúðina sína í Grafarvogi, keyptu nýtt ófullgert raðhús í Mosó og fluttu til okkar 5.okt. á meðan verið er að gera það íbúðarhæft en ná sennilega að flytja inn fyrir áramót. Lovísa útskifaðist síðan frá Tækniskólanum sem hársnyrtir í des en á eftir sveinsprófið.
STÓRAFMÆLI ÁRSINS
Mamma varð 90 ára á árinu og Hafdís systir varð 60 ára.
FERÐALÖG
Ég fór í nokkrar hlaupaferðir á árinu eða alls 9 sinnum og hljóp 15 maraþon. Ég bætti við 8 nýjum maraþon-löndum. Toppurinn á árinu var ferðin í lok maí. þá fór ég fyrst út ein og hljóp í CO, síðan komu Berghildur, Edda og Vala út og við ferðuðumst í 2 vikur saman og hápunkturinn var fjögurra daga gönguferð í Grand Canyon. Við gengum niður frá norður-brúninni og upp suður megin, upp sömu leið og fyrir 3 árum. Það eru ekki til orð eða myndir sem geta lýst þessu ævintýri nógu vel... en hér er videó...
https://www.youtube.com/watch?v=CXC7zgvKWRc&t=36s
Strákarnir okkar Völu komu út með sömu vél og Berghildur og Edda flugu heim með og við ferðuðumst áfram í 10 daga. Við heimsóttum sléttasta fylki USA, Kansas, fórum til Texas, Oklohoma og ég hljóp síðan í Ruidoso í New Mexico. Við flugum til og frá Denver.
HREYFING
Eins og áður er talið hljóp ég 15 maraþon á þessu ári. Við systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og kláruðum allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin... Indía og Mikael fundu nokkur spjöld en hann var með í fyrsta sinn. Ég fór nokkrar ferðir á Helgafell og eina ferð á Esjuna... en þegar ég fór niður fann ég í fyrsta sinn fyrir hnjánum. Við systur höfum haldið okkur við að synda 1x í viku... en ég hef hjólað minna í sumar en áður.
PS. ég sótti um nokkur prestsembætti á þessu ári... alltaf í allra-allra-allra síðasta sinn... og ætlaði að hætta því en var svo blessuð að fá vígslu... 17.nóv var ég vígð til Patreksfjarðar og flutti þangað 5.des. Lúlli þurfti að fara í aðgerð á öxl og kom vestur á þorláksmessu. Svavar kom með honum og var hjá okkur um jólin. Þetta er í fyrsta sinn sem við búum utan Hafnarfjarðar... en ég er ráðin til 31.maí á þessu ári.
GLEÐILEGT ÁR 2020
Annálar | Breytt 3.7.2020 kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2018 | 16:32
Áramóta-annáll fyrir 2018
GLEÐILEGT ÁR 2019
Við Lúlli sendum áramótakveðjuna út frá Chiang Mai í Thailandi. Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Elsta langömmubarnið mitt er 7 ára í dag, nýjársdag og í ár fær hún afmælismyndband á youtube.com frá mér og langafa. Elsku Emilía Líf krúttið okkar, innilega til hamingju með daginn þinn. Það kemur örugglega að því einhverntíma að við getum mætt í afmælið þitt.
https://www.youtube.com/watch?v=_USA4FqWUVo
Síðasta ár (2018) var ótrúlega fljótt að líða... jafnvel fljótar en hin árin.
ANDLÁT
22.febr 2018 á dánardegi Ingvars bróður, lést Ester dóttir Hafdísar og Guðjóns á líknardeild Lsp. Það var krabbamein sem lagði hana að velli langt fyrir aldur fram en hún var aðeins 33 ára. Ester lætur eftir sig 2 ungar dætur og sambýlismann. Blessuð sé minning hennar.
FJÖLSKYLDAN
Við erum ótrúlega þakklát fyrir að allir eru heilir heilsu. Mamma datt að vísu í ágúst og lærbrotnaði við mjaðmakúluna og fékk nýja kúlu en henni hefur gengið vel að ná sér aftur. Rétt fyrir jól, flutti Árný til Njarðvíkur, Helga, elsta dóttirin flutti til Noregs í haust, Harpa næstelsta býr rétt hjá okkur, Svavar, einkasonurinn er í Reykjavík á fyrsta ári í lögfræði og Lovísa yngsta dóttirin líka í Reykjavík og nemi í hárgreiðslu. Barnabörnin eru 8 og barnabörnin 2.
STÓRAFMÆLI ÁRSINS
Öll börnin áttu stórafmæli á síðustu árum en Sigurður Bragi var 30 ára 29.des. Við óskum honum alls hins besta en við gátum ekki mætt í afmælið.
FERÐALÖG
Ég fór í 10 hlaupaferðir og eina EKKI-hlaupaferð með Helgu til Noregs að heimsækja Bryndísi og lang-ömmubörnin. Við byrjuðum árið á að fara fyrst til Egyptalands, lands pýramídanna og síðan til Dubai... þar náði mín í tvær nýjar heimsálfur, Afríku og Asíu. Við fórum til Parísar, Liverpool, Jerúsalem, USA, Havana á Kúbu og til Panama, fyrir utan að vera í Thailandi núna yfir jólin. Þá gerðist þau stórmerku tíðindi að ég fór "í taumi" með Bændaferðum til Berlínar...
Stóra ferðin okkar var með Völu og Hjödda til Californíu, þar sem Vala hljóp 5 km með mér í San Diego og svo keyrðum við upp til Portland í Oregon. Það sem stendur upp úr ferðinni er að hafa getað faðmað Jonnu í Santa Barbara í síðasta sinn, því hún kvaddi þennan heim í lok sept.
HREYFING
Ég hljóp 16 heil maraþon á árinu, eins og á síðasta ári... Við systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og kláruðum allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin... Matthías og Indía urðu léttfetar með 9 spjöld. Ég fór fjölmargar ferðir á Helgafell og eina ferð á Esjuna.
Hlaupin... hafa vaxið hægt og sígandi, ég lenti amk 2x í meiðslum sem tóku sinn tíma að lagast, en ekkert sem ég hef áhyggjur af. Þá höfum við systur haldið okkur við að synda 1x í viku.
PS. ég sótti um nokkur prestsembætti á þessu ári... og á meðan ferlið gekk yfir - þeas... þar til ég fékk NEI-ANNAR-VAR-VALINN... þá var lífið í nokkurskonar biðstöðu... svo ég held ég gefist upp á að sækja um fleiri embætti í bili.
GLEÐILEGT ÁR
Annálar | Breytt 30.12.2019 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2018 | 12:42
Áramóta annáll fyrir árið 2017
Gleðilegt ár 2018
Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir liðin ár.
Elsta langömmubarnið okkar er 6 ára í dag, nýjársdag og byrjar í skóla á þessu ári, hún á heima í Noregi. Elsku Emilía Líf krúttið okkar, innilega til hamingju með daginn þinn. Vonandi getum við einhverntíma mætt í afmælið þitt.
Síðasta ár (2017) var ótrúlega fljótt að líða og viðburðarríkt.
FJÖLSKYLDAN
Það varð ekki fjölgun í fjölskyldunni en alltaf gleðilegt þegar allt gengur sinn vanagang og öllum gengur vel. Við erum mjög stolt yfir öllum okkar börnum, barnabörnum og barna-barnabörnum en það má nefna að sonurinn byrjaði í lögfræði í Háskóla Íslands og hefur gengið vel í haust og Lovísa hljóp sitt fyrsta hálf maraþon.
STÓRAFMÆLI ÁRSINS
Harpa átti stórafmæli í október, varð 40 ára. Að venju á stórafmælum fórum við út að borða og að hennar vali í keilu á eftir.
FERÐALÖG
Við þreytumst ekki að ferðast, amk ekki ég. Ég fór 3 ferðir ein til USA, 1 stelpuferð með Lovísu og systrum mínum, 1 sinni með Svavari og 7 sinnum kom Lúlli með. Allar ferðirnar utan ein voru hlaupaferðir.
Þetta voru alls 12 ferðir til útlanda. 9 ferðir til USA og 3 til Evrópu en við Lúlli fórum til Rómar og Lissabon.... og við Svavar til London og Parísar.
Í ævintýraferð okkar Svavars skoðuðum allt það markverðasta í London auk hins víðfræga Stonehenge og tókum svo lestina til Parísar þar sem helstu ferðamannastaðirnir voru heimsóttir og merktir okkur.
Vala og Hjörtur komu með okkur Lúlla til USA í maí/júní þar sem við heimsóttum Niagara fossana, Mount Rushmore, Devils Tower og fl. ekkert smá ævintýri þar.
HREYFING
Ég hljóp 16 heil maraþon á árinu... Við systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og að þessu sinni kláruðum við allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin...
https://www.youtube.com/watch?v=w_3cW2WEQ6g&t=12s
ég fór nokkrar ferðir á Helgafellið mitt og eina ferð á Esjuna. Annað árið í röð varð ekkert úr því að ég færi Selvogsgötuna. Ég losnaði að mestu við meiðslin sem ég hef haft þannig að í haust sá ég fram á að geta farið að æfa meira... það gengur vel en ég þori samt ekki að fara of geyst í það. Við systur syndum áfram á föstudögum... ég hljóp eitthvað smávegis og hjólaði tvisvar í viku með Völu.
Þetta ár verður enn meira spennandi... og meiri ævintýri bíða :)
Hlaupa annállinn er kominn á http://byltur.blog.is/blog/byltur/
PS.
Ég braut blað er ég sótti um prestsembætti í fyrsta sinn haustið 2016... 2017 sótti ég um nokkur brauð... en kannski verð ég bara að baka þetta blessaða brauð sjálf.
Annálar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2016 | 21:50
Gleðilegt ár 2017
GLEÐILEGT ÁR 2017
ÉG ÓSKA ÖLLUM GÆFU OG GUÐS BLESSUNAR Á KOMANDI ÁRI.
TAKK FYRIR LIÐNU ÁRIN
Hlaupa annállinn er kominn á http://byltur.blog.is/blog/byltur/
Afmælisbarn dagsins er Emilía Líf, nú er hún orðin 5 ára, stóra langömmu stelpan mín. Þau halda sennilega upp á afmælið í dag heima hjá sér í Noregi. Við sendum kveðjur frá Texas annað árið í röð.
FJÖLSKYLDAN
Það fjölgaði um einn í lok mars... og ég vil taka það strax fram að ég var á landinu... nýlent frá USA... þegar Lovísa og Gunnar eignuðust strák sem fékk síðan nafnið Mikael Frosti. Þá eru barnabörnin orðin átta. Við erum blessuð :)
STÓRAFMÆLI ÁRSINS
Öll ár eru viðburðarrík, við hjónin áttum bæði stórafmæli á þessu ári. Lúlli varð 70 ára í júlí og ég 60 ára í nóvember. Ótrúlegt en satt - eða er þetta samsæri... setti einhver vitlaus ártöl á dagatölin okkar.
FERÐALÖG
Við þreytumst ekki að ferðast, amk ekki ég. Ég fór 7 ferðir til USA og tvær ferðir til Evrópu, fyrst til Noregs og svo til Grikklands. Kannski er þetta upphafið af EXPLORING EUROPE... hver veit :) Nú hef ég klárað annan maraþon hring um USA... og er komin yfir 200 maraþon.
HREYFING
Ég hljóp 10 heil maraþon á árinu og eitt hálft... Við systur og Svavar tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur, ýmist að hluta til eða allan... Við Vala fórum ÓTAL ferðir á Helgafellið okkar og ég gekk Prestastíginn með góðum hópi... EN... toppur alls var gönguferðin niður í Grand Canyon. Ég hafði beðið í heilt ár eftir þessari göngu sem tókst frábærlega vel og var ótrúleg upplifun.
https://www.youtube.com/watch?v=Br8STgrH4LY
Ég er enn að glíma við meiðsli í hægra fæti. Það veldur því að ég þori ekki að æfa of mikið... en það hefur auðvitað þau áhrif að maraþonin taka sífellt lengri tíma hjá mér... EN ÉG HEF ALLTAF JAFN GAMAN AÐ ÞESSU OG ELSKA AÐ FERÐAST.
Þetta ár verður spennandi... meiri ævintýri :)
PS.
Ég braut blað er ég sótti um prestsembætti í fyrsta sinn... en það er í Hjallakirkju í Kópavogi... spennandi að vita hvað það leiðir af sér.
Annálar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2015 | 16:00
Gleðilegt ár 2016
TAKK FYRIR LIÐNU ÁRIN OG MEGI GUÐ GEFA YKKUR FARSÆLT ÁR 2016
Hlaupa-annállinn er kominn á byltur.blog.is
Áríð byrjar alltaf á afmælisdegi Emilíu Lífar, eldra lang-ömmubarnsins míns. Hún er 4 ára í dag og fær innilegar hamingjuóskir héðan, við Lúlli erum í Texas en þau eru heima hjá okkur að halda upp á afmælið :)
STÓRAFMÆLI
Árið 2015 hefur verið viðburðarríkt. Þrír í fjölskyldunni áttu stórafmæli, Árný varð 50 ára, Helga 40 ára og Lovísa 30 ára. Já börnin eldast líka :)
OG... svo áttum við hjónin 40 ára brúðkaupsafmæli... var næstum búin að gleyma því ;)
FERÐALÖG
Ég fór 10 hlaupaferðir til USA, oftast ein. Lengsta ferðin var helgarferð til Hawaii... það var frekar strangt ferðalag, sérstaklega heimferðin... en ég myndi gera það aftur hvenær sem er. Ég sé fram á að klára annan hring um USA í Helena MT í júní... Ferðirnar er keyptar og ég er skráð í hlaupin sem vantar.
HREYFING
Vegna meiðsla sem ég fékk í fyrstu ferð ársins hafa æfingar verið með minnsta móti... og vegna æfingaleysisins hætti ég við göngu niður á botn á Grand Canyon í júní. Ég lét mér nægja að skoða allar aðstæður, taka myndir og er nú búin að skipuleggja gönguna í júní á þessu ári... og nú ætla fleiri að ganga með mér.
Ég hélt áfram að synda með Eddu á föstudögum, ég hjólaði ekki eins mikið og ég hefði viljað en í staðinn gekk ég oft á Helgafell ein eða með Völu og tók Göngugarpinn með Matthiasi, Eddu og Berghildi.
Þetta ár verður spennandi... við eigum von á nýju barnabarni í mars.
Annálar | Breytt 4.1.2016 kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2015 | 19:54
Gleðilegt ár 2015
GLEÐILEGT OG GÆFURÍKT KOMANDI ÁR 2015
Ég hef þegar fært inn hlaupa-annálinn fyrir 2014 á http://byltur.blog.is og er að reyna að muna hvað gerðist eiginlega á þessu ári. Nú þýtur tíminn svo hratt framhjá að það er erfitt að muna hvað gerðist og hvenær. Ég man að Lúlli átti að fara í hnjáliðaskipti daginn fyrir Reykjavíkurmaraþon (þetta er eins og í LAX, LAX, LAX)... en því var svo frestað. Við hjónin vorum bæði, allt árið í hremmingum með tennurnar, en það fer sem betur fer að taka enda.
Afmælisbarn dagsins...
Ótrúlegt en satt... í dag er Emilía Líf lang-ömmu-dúllan mín 3ja ára. Litla fjölskyldan í Noregi stækkaði 5.mars þegar Helga-amma fékk stærstu afmælisgjöf lífsins, Evu Karen. Nú eru allir svo spenntir því eftir nokkra daga kemur fjölskyldan til landsins í heimsókn.
Stórafmæli...
Mamma varð 85 ára 19.apríl sl. og komum við systkinin saman af því tilefni. Þá gerðist sá merkis atburður að ég fór erlendis ÁN ÞESS AÐ HLAUPA... Það hefur ekki gerst í 18 ár... Erlingur eini eftirlifandi af bræðrum pabba varð 90 ára 8.nóv og við Edda, Berghildur og mamma skelltum okkur til Danmerkur í veisluna.
Fjölgun á árinu...
Ég fékk annað langömmu-barn 5.mars þegar Bryndís Líf og Símon Már eignuðust Evu Karen í Noregi. Þá kom sjöunda barnabarnið í heiminn 6.júní þegar Lovísa og Gunnar eignuðust Indíu Carmen. Ég var í miðju maraþoni í Illinois í USA þegar sms-ið kom. Barnabörnin eru orðin 7 og 2 lang-ömmu-börn.
Hreyfing...
Ætli það hafi ekki verið meiri hreyfing á bankareikningnum en mér... ég var frameftir öllu sumri að jafna mig eftir hálku-byltur og reyndi að halda mér aðeins við með því að hjóla, ganga og synda í bland, en við systurnar höfum synt á föstudögum frá því í mars. Stundum fór ég oft í viku á Helgafell og svo var það ratleikurinn en ég leitaði öll 27 spjöldin uppi...
Ég fór fjórar ferðir til USA að hlaupa og í síðustu ferðinni hlupu Edda og Berghildur hálft maraþon í fyrsta sinn. Sonurinn fór líka hálft maraþon í fyrsta sinn síðasta sumar í Reykjavík.
Einhverntíma kemur að því að börnin koma með mér í maraþon í USA.
Annálar | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007